Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987.
Utlönd
Hefur Gorbatsjov nýjar til-
lögur fram að færa?
Ólafur Amarsan, DV, Washington:
Atriöi úr ávarpi því sem Mikhail
Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna,
hélt viö komuna til Washington í gær
eru talin benda til þess að leiðtoginn
hafi í fórum sínum nýjar tillögur í
afvopnunarmálum sem hann hyggist
ræða við Ronald Reagan Bandaríkja-
forseta á fundi þeirra í dag og næstu
tvo daga.
í ávarpinu sagði leiðtoginn meðal
annars: „í viðræðum okkar við for-
seta Bandaríkjanna verður meginá-
hersla lögð á spurningar sem
tengjast fækkun árásarvopna. Þess-
ar spurningar eru kjarninn í vanda-
málum í tengslum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Við höfum ýmislegt
fram að færa við leiðtoga Bandaríkj-
anna í þessum mikilvægu málum og
við vonum aö við heyrum eitthvað
nýtt frá viðmælendum okkar.“
Mikhail Gorbatsjov og eiginkona
hans, Raisa, lentu við Andrews flug-
stöðina við Washington í gær. Þar
tók George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, á móti þeim
Gorbatsjov og eiginkona hans, Raisa, ganga niður úr flugvél sinni í Andrews
flugstöðinni i gær.
Símamynd Reuter
hjónum og bauð þau velkomin.
Gorbatsjov flutti stutt ávarp við
komuna þar sem hann bar banda-
rísku þjóðinni kveðjur hinnar
sovésku og fullvissaði Bandaríkja-
menn um að hann væri kominn til
þess að reyna að bæta sambúð stór-
veldanna tveggja.
Sem fyrr segir gerði leiðtoginn svo
samninga þá sem framundan eru um
langdræg kjamorkuvopn að um-
ræðuefni. í lok ávarpsins óskaði
hann svo Bandaríkjamönnum friðar
og velsældar.
Vonir um árangur
Ólafur Amaison, DV, Washington:
Við upphaf þriðja fundar þeirra
Ronalds Reagan, forseta Bandaríkj-
anna, og Mikhails Gorbatsjov, leið-
toga Sovétríkjanna, hér í Washing-
ton er augsýnilegt að menn vonast
til að verulegur árangur náist í við-
ræðum um langdræg kjarnorku-
vopn. Auk þess vonast embættis-
menn greinilega til þess að
leiðtogamir nálgist hvor annan eitt-
hvað í því er tengist geimvamakerf-
um.
Einn af helstu samningamönnum
Bandaríkjanna í þessum efnum, Max
Kampelman, hefur sagt að hann telji
góðar líkur á að eitthvað þokist í
samkomulagsátt í þessum efnum á
fundi leiðtoganna. Hugsanlega gæti
þá verið að vænta samnings irni
fækkun langdrægra kjamorkuvopna
á næsta ári.
Sovéskir embættismenn hafa tekið
í sama streng og telja að leiðtogarnir
muni ræða einhveijar nýjar hug-
myndir í þessu sambandi á fundi
sínum.
Leikið á als oddi
á fréttamannafundi
Ólafur Arharson, DV, Washington:
Marlin Fitzwater, talsmaður
Hvíta hússins, og Gennady Gera-
simov, blaðafulltrúi sovéska
utanríkisráðuneytisins, héldu í
gær fund með fréttamönnum vegna
leiðtogafundarins sem hefst í dag.
Þeir félagarnir gerðu að gamni
sínu í upphafi fundar og virtist
hggja vel á þeim. Gerasimov sagð-
ist mundu svara öllum spuming-
um sem yrðu á rússnesku en að
Fitzwater myndi sjá um þær sem
yrðu á ensku. Fitzwater sagðist
hins vegar einungis svara auðveld-
um spurningum og láta Gerasimov
eftir þær erfiðari.
Fitzwater tilkynnti að Reagan
hefði í gærmorgun átt stundar-
fjórðungs langt samtal við Thatc-
her, forsætisráðherra Bretlands,
um viðræður hennar við Gor-
batsjov. Að sögn Thatcher mun
Gorbatsjov bjartsýnn á árangur af
fundinum með Reagan. Fitzwater
sagði ennfremur að það samkomu-
lag, sem leiðtogamir munu skrifa
undir í dag, sé sögulegt á allan hátt.
Fitzwater lagði hins vegar áherslu
á að önnur mál, svo sem Afganistan
og mannréttindamál, yrðu þýðing-
armikil í viðræðum leiðtoganna.
Gennady Gerasimov sagði aö
Sovétmenn álitu þennan leiðtoga-
fund geysilega mikilvægan. Sagði
hann að þessi fundur gæti markað
leiðina að algjörri eyðingu kjama-
vopna. Gerasimov lék á als oddi og
henti meðal annars gaman að Re-
agan Bandaríkjaforseta en allt í
góöu.
Fitzwater sagði að á efnisskrá
fyrsta fundar leiðtoganna yrði yfir-
lit yfir samband Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Rætt yröi um mál
sem ríkin væra sammála um auk
þeirra sem ósamkomulag ríkir um.
Hann sagði að öll mál yrðu á dag-
skrá en lagði áherslu á að forsetinn
ætlaði sér ekki að gefa eftir varð-
andi geimvarnaáætlunina. Nú er
enda ljóst að Gorbatsjov mun ekki
láta geimvarnaáætlunina standa í
vegi fyrir samkomulagi.
Gerasimov sagðist halda að á
fundinum yrði rætt í alvöru um
fækkun langdrægra eldflauga. Að-
spurður um hvort Gorbatsjov hefði
í farteski sínu einhveijar nýjar til-
lögur á sviði langdrægra kjama-
flauga sagðist Gerasimov ekki geta
svarað fyrir leiðtoga sinn. Hann
bætti við að Gorbatsjov væri þekkt-
ur fyrir óvæntar uppákomur og gaf
þar með í skyn að Sovétleiðtoginn
ætlaði að koma með nýjar tillögur
í þeim efnum. Gerasimov sagði að
á þessu stigi stæði ekki til að fram-
lengja leiðtogafundinn.
Ennfremur sagði Gerasimov að
væntingar Sovétmanna varðandi
þennan leiðtogafund væm miklar
og að þeir gerðu sér vonir um að
hann myndi leiða til þess að forseti
Bandaríkjanna kæmi til Moskvu til
að skrifa undir samkomulag um
fækkun langdrægra eldflauga.
Aðspurður um áætlun Raisu Gor-
batsjovu, meðan á fundinum
stendur, sagði Gerasimov að mörg
teboð væm á dagskrá hennar og
einnig myndi hún skoða marga
markverða staði auk þess sem hún
þyrfti að koma fram ásamt manni
sínum. Gerasimov taldi jafnvel að
hún yrði svo upptekin að hún hefði
engan tíma til að fara og versla.
í lokin klikkti Gerasimov út með
því að lýsa því yfir að Sovétmenn
vildu eyða öllum kjarnorkuvopn-
irni í heiminum og svo virtist sem
Reagan forseti vildi það líka.
Talsmaður Hvita hússlns, Marlin Fitzwater, og blaðafulltrúi Sovét-
manna, Gennady Gerasimov, voru hressir á fundi með fréttamönnum
í gær. Símamynd Reuter
Glæsilegur fulltrúi glasnost
Ólafur Amarson, DV, Washingtan:
Gennady Gerasimov, blaðafull-
trúi sovéska utanríkisráðuneytis-
ins, er sérlega glæsilegur fulltrúi
glasnoststefnu Mikhails Gor-
bafjovs. Gerasimov er glæsilegur
maður á sextugsaldri, sem kemur
vel fyrir, er glettinn og virðist mjög
góðlegur.
Ef blaðamenn spyrja hann spum-
inga, sem hann vill ekki eða getur
ekki svarað, slær hann öllu upp í
grín en gerist ekki þumbaralegur
eins og raunin hefur verið með
opinbera talsmenn sovéskra
stjómvalda í gegnum tíðina.
Menn hljóta þó að spyrja sig
hvort innihaldið í stefnu sovéskra
stjórnvalda hafi raunverulega
breyst eða hvort það séu einungis
umbúðimar sem líti betur út. Því
miður virðist sem fyrst og fremst
sé um nýjar umbúðir að ræða.
Vestrænir blaðamenn eiga enn
jafnerfitt með að fá svör við áleitn-
um spumingum. Menn taka hins
vegar ekki eins vel eftir því að ver-
ið sé að snúa út úr fyrir þeim þegar
það er gert á skemmtilegan hátt..
Meðal annars þess vegna virðist
dæmið ganga nokkum veginn upp
hjá Sovétmönnum. Dæmin tala
sínu máli og ljóst er að undanfarið
ár hafa Sovéfmenn haft mim betur
í áróðursstríði stórveldanna. Til
marks um það em niðurstöður
skoðanakannana í Evrópu. Gor-
batsjov virðist vera í mun meiri
metum í þeirri álfu heldur en Reag-
an Bandaríkjaforseti.
í Bretlandi líst 68 prósent að-
spurðra vel á Gorbatsjov á meðan
einungis 31 prósent líst vel á Reag-
an. í Vestur-Þýskalandi era tölum-
ar 59 prósent á móti 38 prósent og
í Frakklandi era hlutfóllin 39 pró-
sent á móti 37 prósent Gorbatsjov
í vil.
Þrátt fyrir að breytingin í Sovét-
ríkjunum virðist fyrst og fremst
vera á sviði almannatengsla binda
menn þó vonir við að það sé fyrsta
merkið um að von sé á raunveru-
legum breytingum hjá Sovétstjóm-
inni og að í framtíðinni verði haldið
í átt að auknu frelsi og bættum
mannréttindum.
Gennady Gerasimov kom vel fyr-
ir á blaðamannafundinum í gær og
vildu margir segja að hann hefði
slegið í gegn með léttleika sínum
og skopskyni. í lokin bar þó nokk-
um skugga á framgöngu hans er
hann sté óvart aftur af sviðinu og
féll kylliflatur. Hann spratt þó aftur
á fætur og henti gaman að atvikinu.