Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. Spumingin Lesendur Hugleiðing um aðventuta'mann Gunnar Sverrisson skrifar: Nú, að morgni hins 28. nóvember, má sjá þess merki sums staðar að stórhátíð gengur í garð. Minningar, árviss atburður, jólin sjálf. Aðvent- an, sem útleggst: „hann kemur“, er byijuð og smám saman, eftir að hún er gengin í garð, byrjar aðal- vertíð kaupmannanna og nær hún hámarki á Þorláksmessukvöld. Hver einstakur óbreyttur borgari hefur sjálfsagt undirbúið komu jól- anna eftir fóngum. Nú er það svo, og reyndar löngu vituð staðreynd, að það þykir ómissandi þáttur þess- arar minningarhátíðar að vinir og kunningjar gefa hver öðrum gjafir. Kannski svo dýrar að það hvarflar að manni að viðkomandi séu lengi að vinna fyrir þeim, jafnvel fáeina mánuði. Já, reyndar held ég að sumum fmnist að þetta eigi að vera svona og ekki öðruvísi. Allavega finnst mér einhvem veginn að stress og spenna eigi þama stóran þátt. í sumum tilfellum myndu kaup- endur sjálfsagt gá betur að sér í tíma, aðeins ef þeim lærðist að sjá fegurð einfaldleikans í réttu ljósi. Það er einhver misskilningur, ef einhver heldur að ég sé með siða- predikanir. Hér er einföld skoðun á ferð og er á þá lund að mér finnst jólahátíðin, þessi árvissa minning- arhátíð, komi til okkar allra enda þótt fegurð einfaldleikans sé í fyr- irrúmi á hveiju heimili og í huga hvers og eins. Þetta á kannski eftir að koma aft- ur þótt það verði ekki líkt þvi sem var hér áður fyrr þegar þetta átti við: „Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil.“ Það er kannski þetta gildismat og hugsunarháttur sem verður ríkjandi á komandi tímum og leiðir af sér þá þjóðlegu hugsun að það einfalda sé vænlegast og hveijum til mestrar gleði og hamingju við undirbúning jólanna. Reyndar hvenær ársins sem er. Einhvern tíma var sagt: „Tímamir breytast og mennirnir með.“ Þess vegna finnst mér að menningarsamfélagið muni eiga eftir að taka jákvæðum breyting- um, rétt eins og þetta sígilda orðtak inniheldur og stendur ávallt fyrir sínu. Þorláksmessukvöld í Reykjavík. Stundar þú líkamsrækt? Ásmundur Magnússon: Nei, þaö get ég nú ekki sagt. Friðrik Kristjánsson: Nei, ég hef eng- an tíma í svoleiðis. Anna Berglind: Nei, ekki eins og stendur. Jakob Björnsson: Ég gerði það, en ekki lengur, þ.e.a.s. ekki í vetur. Árni Sigurbjörnsson: Það er nú lítið. Ætli það sé bara ekki áhugaleysi sem veldur. Náttúrugæði, svo sem lönd, stöðuvötn, jarðhitasvæði o.fl. eru oft í eigu einkaaðila hér á landi. ísland og einkaeignarrétturinn: Sorphaugar Evrópu bandalagsins Þingeyingur skrifar: Þann 18. september sl. segir leiðari Alþýðublaðsins réttilega að Evrópu- bandalagið muni óska eftir því að íslenskir aðilar leggi til land undir sorpgeymslur í framtíðinni, þar sem erfitt verður að koma slíku Við á þéttbýlli svæðum Evrópu. Þetta er hárrétt hjá Alþýðublaðinu. Aðilar, sem eru með úrgang á sínum vegum og eru í vandræðum, hafa nefnilega þegar hreyft málinu við landeigendur í N-Þingeyjarsýslu. Eitthvert veður hefur leiðarahöfund- ur haft af þessu. - Þótt þessi áform komist á framkvæmdastig er ólíklegt að það muni setja allt á annan end- ann á einum degi, eins og segir í leiðaranum. Það er landeigenda sjálfra að ákveða hvort þeir vilja hýsa sorp- hauga V-Evrópubúa. Það þarf aðeins að gæta þess að vel sé að málum stað- ið og rífleg leiga tekin fyrir. Þá verður þetta hið ágætasta mál, ekki síður en önnur vel úthugsuð mál. Allavega er þetta ekki mál stjórn- málamanna og ríkisstofnana í Reykjavík. Fjörur landsins eru meira og minna mengaðar allra handa rush sem menn telja að megi rekja að mestu leyti til íslenskra skipa. Þetta rusl gæti, ef útlendingar sæju það, orðið okkur mun hættulegra en t.d. úrgangur frá Dounraey í Skotlandi. Leiöari Alþbl. segir einnig að ekki muni Þingeyingar spara sprengi- efnið fremur en forðum, ef áformin kæmust einhvern tíma á fram- kvæmdastig. Ef leiðarahöfundur á við sprengingar á stíflu í Laxá, þá er honum greinilega ekki ljóst hvað bjó þar á bak við. Þar voru landeigendur að beijast gegn dæmalausum yfir- gangi hins opinbera og fóru sem betur fer með sigur af hólmi. Þó var yfirgangur stofnana, nefnda, ráða og hvað það nú heitir, lítill þá, miðað við ástandið í dag. Ofbeldið og frekjan hjá ráðuneyt- um, Náttúruverndarráði, Hollustu- vernd, Landvernd og fleiri nefndum og stofnunum er orðið ótrúiegt og yfirgengilegt. Það verður umsvifa- laust að stöðva þetta. ■Það virðist sem flestir fulltrúar þessara stofnana geri sér ekki nokkra grein fyrir því að einkaaðilar eiga hér náttúrugæði, sem eru t.d. lönd. sjór með strandlengju, stöðu- vötn og rennandi vatn, jarðhita- og námuréttindi (hvort sem þau liggja grunnt eða djúpt), dýralíf, o.fl. Þetta eru einkaeignir og því frið- helgar og verða það áfram, nema þær séu teknar eignarnámi og fullt verð komi fyrir. Þetta eru ekki eignir al- mennings. Eigendum á að vera fijálst að nota sínar eignir að geðþótta, ekki síður en fólkið í kerfinu, verslana- og verksmiðjueigendur, laumu- kommar o.fl. sem nota sínar eignir, t.d. í höfuðborginni. Margir telja að vegna virðingar- leysis þessara aðila fyrir eignum annarra ættu þeir betur heima í aust- antjaldslöndum en í höfuðborg íslands. Þó hafa menn heyrt að t.d. nútíma Rússar beri miklu meiri virð- ingu fyrir eignarréttinum en margir íslendingar. Prófessorar á faralds- fæti „Sá sem ekki ferðast" skrifar: Slatti af prófessorum í læknis- fræöi hefur varað við að sala áfengs öls verði leyíð á íslandi. Rétt er að vekja athygli á að pró- fessorar eru með ferðaglöðustu mönnum. Þeir kaupa bjór þegar þeir koma heim, drekka hann ognjóta hans. Þaö er því engin þörf fyrir prófessora í læknisfræði að rýmka heimildir fyrir kaupum á bjór. - Það er gaman að þessuliði sem vill hafa vit fyrir iiörum. RÚV: Beiðni um endurtekn- ingu þátta 7849-7610 skrifar: Mig langar til að biðja forráða- menn (og konur) Ríkissjónvarps- ins að endursýna myndina umdeildu, Fiskur undir steini, sera var sýnd á dögunum og var nokkuð til umræðu. Einnig langar mig til að fara fram á það við hinn frábæra út- varpsmann hjá RÚV, Stefán J. Hafstein, að hann endurflytji pottþéttustu rokkþætti sögunnar, nefnilega ROKKÞING. í þessum þáttum var einfald- lega það besta lagaval sem um getur í nokkrum rokkþætti sem hér hefur heyrst. Þetta var nefni- lega hi'andi tónlist, en ekki þessi „peningatónlist" eins og er leikin í þessum nýju útvarpsstöðvum öllum. Hrinaið í síma 27022 TTIllll Irl •I* !• «• Jm&mI* 4.N.X « 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.