Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1987, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987. 17 Lesendur „Hvað mega blessaðar konurnar borga á hárgreiðslustofum?" spyr bréfritari. Klipping - fatahreinsun: Hnkaleg verðlagning Kristinn Sigurðsson skrifar: Mér brá í brún einn daginn er ég fór til að láta klippa mig því klipping- in kostaði 450 krónur. Þetta var varla nema 10-15 mínútna verk. Ég hefi heyrt að sums staðar sé tekið milh sex og sjö hundruð krónur fyrir við- vikið. Mér er spurn: Hvað mega blessaðar konurnar borga á hárgreiðslustof- um? Ég held að það hljóti að vera sæmileg summa! Ég þurfti einnig að setja frakka í hreinsun. Sex hundruð krónur, takk! Og stuttu síðar fór ég með stakar buxur og fyrir það greiddi ég fjögur hundruð krónur! Mér finnst þessi verðlagning, sem hér er greint frá, ekki geta staöist hvorki hjá hársker- um né hjá fatahreinsunum. Ég varpa því spumingu til Verð- lagseftirlitsins: Hvar eru takmörkin? Ég held að eftirlit sé mjög takmark- að, ef það er þá nokkuð. Kannski er það mannfæð aö kenna? Hvers vegna er smjörið ekki verð- merkt? íslenskt smjör í stykkjum: Vantar þyngd- armerkingar á smjonð Sveinbjörg hríngdi: Á smjörlíkisstykkjum hefur lengi verið til siös að sýna þyngd í grömm- um aftan á umbúðunum. Þetta er til mikilla þæginda við bakstur og reyndar ýmislega aðra matseld sem smjörlíki má nota við. Á íslensku smjörstykkjunum er þessi merking ekki til staðar. Það væri hins vegar mjög hentugt að hafa sams konar merkingu á smjör- stykkjunum, ekki síst núna þegar jólabakstur er að hefjast. Þetta er kannski nokkuö síðbúin ábending fyrir þessi jól en gott væri að Osta- og snyörsalan hygði að þessu máli fyrir næstu bökunarver- tíð ef svo má að orði komast. Þetta gæti einnig oröið til þess að sala á •íslensku smjöri ykist til muna því mörgum konum þykja þetta nauð- synlegar merkingar á þessari vöru- tegund. Handunnar vörur I lítilli og snoturri búð á Reykjavíkurvegi 68 eru vörurnar handunnar. Búðin heitir Handvirkni og er síminn þar 54660. Þar er að finna jólafönd- urpakkningar í miklu úrvali. Amma gamla, sem sést á myndinni, kostar 480 kr. en stóri plattinn kostar 850 kr. Það má með sanni segja að I Handvirkni sé ekki lagt á vörurnar eftir þeirri vinnu sem fer í gerð þeirra. TIL SÖLU: BÍLATORG BMW 520i árg., 1986, vínrauður, sjálfskiptur, litað gler, sportfelgur, útvarp, segulband, soundsystem, ekinn 40.000 km. BILATORG NOATUN 2 - SIMI 621033 Toyota Tercel, 4x4, árgerð 1985, gullfallegur bíll - út- varp, ekinn 57.000 km. Skartgripaskrín Mikið úrval Silfurplett borðbúnaður ÚR KLUKKUR SKARTGRIPIR j ÚRVALI EXCELLENCE 0G ANTIK Magnús E.Baldvinsson sf. úra- og skartgripaverslun, Kringlunni 8-12 ImeSal simi3ii99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.