Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. Stjómmál Þjóðhagsstofhiiit seglr markmlð um mlnna en 2% viðsklptahalla brostið: Versnandi hoifur viðskiptakjör „\ iöskiptakjör hafa versnaö síö- ustu tvo mánuöi og horfur um viðskiptakjör fyrir næsta ár eru nú lakaii en reiknað var meö í októb- er,“ segir í greinargerð sem Þjóö- hagsstofnun sendi íjárveitinga- nefnd Alþingis um helgina um helstu breytingar sem orðið hafa á efhahagshorfum fyrir árið 1988 frá því þjóðhagsáætlun og fjárlaga- trumvarp voru lögð fram á Alþingi í október. „Hér veldur gengislækkun Bandaríkjadollars í kjölfar verð- hrunsins á hlutabréfamörkuðum heimsins í lok októbermánaðar mestu en jafnframt hefur álverð í dollurum lækkað og óvissa ríkir um verð á sjávarafurðum." Þjóðhagsstofnun segir nú ljóst aö að stefnt veröi að mun meiri sam- drætti í þorskafla milli ára en reiknað hafi verið með í þjóðhagsá- ætlun. Samdráttur þorskafla um 40-50 þúsund tonn geti þýtt 4-5% samdrátt í vöruútflutningi og 1-2% samdrátt í þjóðartekjum. Stofhunin gerir ráð fyrir meiri aukningu innflutnings milli ár- anna 1987 og 1988 en reiknað hafi veriö með. Þetta stafi einfaldlega af því að innflutningur á þessu ári hafi reynst meiri en búist var við. „Þar sem einnig er stefiit að sam- drætti í þorskafla og þar með útflutningstekjum á næsta ári virö- ist Ijóst að markmið ríkisstjómar- innar um aö halli á viðskiptum við útlönd verði innan við 2% af lands- framleiðslu áriö 1988, sem þjóð- hagsáætlun tók mið af, er brostiö,“ segir Þjóðhagsstofnun. -KMU Birgir vill 130 millj- ónir í bókhlöðu Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hefur lagt fram gagntilboð í deilu sinni við Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra um framlög til Þjóðarbók- hlöðu. „Ég hef gaukað að honum tillögu sagöi Birgir ísleifur í samtali við DV í gærkvöldi. Hann leggur til að fjármunir þeir, sem innheimst hafa af sérstökum eignarskattsauka vegna Þjóðarbók- hlöðunnar á yfirstandandi ári og ekki hafa verið ætlaðir til byggingar- innar, um 80 milljónir króna, renni til hennar á næsta ári að viðbættum þeim 50 milljónum króna sem ráö er fyrir gert í fjárlagafrumvarpi. Alls vill menntamálaráðherra því fá 130 milljónir króna til Þjóðarbókhlöö- unnar á næsta ári. Jón Baldvin gerði Birgi ísleifi í síð- ustu viku tilboð þess efnis að frá árinu 1989 verði framlög til Þjóðar- bókhlöðu stóraukin og byggingunni lokið árið 1991. -KMU Skólabyggingar sem fa mest Foldaskóli í Grafarvogshverfi í Reykjavík er sá skóli á landinu sem stærsta fjárveitingu mun fá til upp- byggingar á næsta ári, samkvæmt tillögum fiárveitinganefndar. Folda- skóli fær 30 milljónir króna. Nýbygging Verkmenntaskólans á Akureyri fær næstmest, 22,2 milljón- ir króna. íþróttahús Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti fær 17,3 milljónir. íþróttahús á ísafirði fær 12 milljón- ir króna. Grundaskóli á Akranesi og Síðuskóli á Akureyri fá hvor 10 millj- ónir, Kópavogur fær 8,6 milljónir vegna skóla þar í bæ og til Seljaskóla í Reykjavík fara 7 milljónir. Önnur skólamannvirki með 5 milljónir króna eða meira til fram- kvæmda eru Víðistaðaskóli í Hafnar- firði, skóli, íþróttahús og sundlaug í Bessastaöahreppi, íþróttahús í Stykkishólmi, viðbygging skóla í Bol- ungarvík, íþróttahús á Blönduósi, Hamarsskóli í Vestamannaeyjum og skóli í Hveragerði. -KMU Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar, flutti langa ræðu í gær um fjárlagafrumvarpið og breytingatillögur nefndarinnar við gjaldaliði frumvarpsins. DV-mynd GVA Gengismál koma til skoðunar - segir iðnaðanáðhevra „Það er ekkert einfalt mál að fella gengið. Það er ekki byijað að ræða neinar efnahagsaðgerðir í ríkis- stjóminni, hvað þá gengisfellingu," sagði Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra í samtali við DV, þegar hann var spurður að því hvort gengisfell- ing stæði fyrir dyrum. „Við emm nú að fjalla um ríkis- fjármálin. En menn hljóta að sjá það að í framhaldi af því verðum við aö ræða hvemig best verður konúst hjá viðskiptahaUa og þenslu. í þeirri umræðu hljóta gengismál að koma til skoðunar. En fyrsta skrefið er að afgreiða hallalaus fjárlög,“ sagði Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. -ój Dreifbýiisstyrkur lækkar Dreifbýlisstyrkur til nemenda hef- ur á tólf árum lækkað um meira en helming. Þetta kom fram í svari Birg- is ísleifs Gunnarssonar mennta- málaráðherra við fyrirspum Sturlu Böðvarssonar, varaþingmanns Sjálf- stæðisflokksins, um framkvæmd laga um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. Menntamálaráðherra sagði að árið 1975 hefði meðalupphæð dreifbýlis- styrksins numið um 26.500 krónum á núgildandi verðlagi. Fjárhæðin hefur síöan farið stiglækkandi. Árið 1981 var meðalstyrkur kominn niður í 20.000 krónur á verðlagi þessa mán- aðar. Síðustu tvö ár hefur hann numið um 12.500 krónum. -KMU Er gengisfelling á döfinni? Ótímabært að vænta gengisfellingar segir Sighvatur Björgvinsson „Gengisfelling er ekki á næsta leiti. Ríkisstjórnin er ákveðin í því að halda genginu fóstu,“ sagði Sig- kvatur Björgvinsson, þingraaður Alþýðuflokksins, í samtali við DV þegar hann var spurður að þvi hvort gengisfelling væri yfirvof- andi vegna þess að líkur em á meiri viðskiptahalla en áður hefði verið reiknaö raeð. Sighvatur sagði að ef viðskipta- hallinn myndi aukast væri fast- gengisstefna ríkisstjómarinnar í hættu. „Það er ekki tímabært að eiga sér væntingar um gengis- breytingar," sagöi Sighvatur og bætti þvi við að eitt af þeim skilyrð- um sem fyrir hendi þyrftu að vera væm hallalaus fiárlög. Sighvatur sagði það mjög vara- samt aö gefa yfirlýsingar um mögulega gengisfellingu og breyt- ingar á fastgengisstefhunni og að einstaka ráöherrar töluöu þannig gegn stefnu ríkisstjómarinnar. -ój Heilbrigðismál: Guðmundur reynir að fa meira Guðmundur Bjarnason, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, er ósáttur við að fjárveitinganefnd skyldi ekki taka betur undir óskir hans um breytingar á fjárlagafrumvarpinu. „Eg mun reyna að fá lagfæringar á ákveðnum liðum,“ sagði ráðherrann í samtali viö DV. Hann telur að rekstrartölur ýmissa heilbrigöisstofnana séu óraunhæfar í fjárlagafmmvarpinu þótt 50 millj- óna króna hækkun á rekstrarliðum hafi lagað stöðuna eitthvað. -KMU Sjúkrahúsið á ísafirði efst á blaði Sjúkrahúsið á ísafirði er efst á lista fjárveitinganefndar yfir þær heil- brigðisstofnanir sem fá fjármuni til framkvæmda á næsta ári. Ísaíjöröur fær 26,9 milljónir króna. Alls á að veija 214,8 milljónum króna til byggingar sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Þessi fjárveiting hækkaði um 54,8 milljónir í með- fómm fi árveitinganefndar. Sjúkrahúsið á Blönduósi er annað í röðinni með 15,2 milljónir, Húsavík fær 12,5 milljónir, Keflavík og Hafn- arfiörður fá 10,2 milljónir króna hvor staður, Þórshöfn fær 10,1 milljón, Reykjavík fær 10 milljónir til heilsu- gæslustöðvar og Egilsstaöir 9,9 milljónir til hjúkrunarheimilis aldr- aðra. -KMU Albert hótaði að láta vekja þingmenn í nótt Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, hótaði því á Al- þingi klukkan þrjú í nótt aö láta vekja alla þá þingmenn sem famir vom heim að sofa og kalla þá til at- kvæðagreiðslu. Albert kvaðst ætla að leggja fram breytingartillögur við fjárlagafmm- varpið, sem var til umræðu, og mæla fyrir þeim í nótt. Til þess hefði þurft að samþykkja afbrigði að viðstödd- um meirihluta þingmanna. Aðeins 12 þingmenn vom eftir í þinghúsinu en 51 var farinn heim. Áður en til þess kom að starfsfólk Alþingis færi að hringja heim til fjar- staddra þingmanna frestaði Albert því að flytja tillöguna og þingfundi var slitið. -KMU Stjómarfrum- varp lagt fram ínótt Stjómarfmmvarp um tekjuskatt fyrirtækja var lagt fram á Alþingi á miðnætti í nótt. Ríkisstjómin stefnir að því aö keyra það í gegn fyrir jóla- leyfi þingmanna, eins og 20 önnur fmmvörp. Fmmvarpið um tekjuskatt fyrir- tækja gerir ráð fyrir að skatthlutfall lögaðila lækki úr 51% niður í 45% jafnframt því sem felldir em niður ýmsir frádráttarliðir. Áætlað er að ríkissjóður fái með samþykkt fmm- varpsins 163 milljónir króna í auknum sköttum af fyrirtækjum á næsta ári. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.