Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. 19 Fréttir Miðbærinn aðfaranótt laugardags: „Löggan er besti vinur bamanna“ - sungu krakkamir þegar lögreglan handtók unglinga fyrir slagsmál Seint á fóstudagskvöld var mikill flöldi unglinga saman kominn í miöbæ Reykjavíkur. Þrátt fyrir rigningarsudda voru margir ungl- inganna illa klæddir. Um miönætti voru unglingarnir orðnir þrjú til fjögur þúsund. Flestir krakkanna voru sér og sínum til mikils sóma, óaöfmnanlegir krakkar. Eitthvað var um fólk sem er orðiö of gamalt til aö teljast til unglinga. Þaö fólk átti það sameiginlegt aö vera allt drukkið. Hvergi var að sjá foreldri að gæta að barni sínu. Þeir unglingar, sem drukkið höfðu of mikið vín og létu illum látum, voru margir. Sumir krak- kanna þurftu ekki vín til að verða sér og uppeldi sínu til skammar. Slagsmál voru ekki óalgeng. Þau voru að vísu misalvarleg, frá því að vera mest til gamans og allt að blóðugum og heiftugum áflogum' þar sem grimmdin skein úr andlit- um þeirra sem tókust á. Hrækt á lögregluna Lögreglan er ekki öfundsverð af starfi sínu. Krakkarnir kalla til hennar ljót orð og sumir eru svo óskammfeilnir að hrækja á lög- regluþjónana þegar þeir sjá ekki til. Sumir lögregluþjónarnir höfðu fengið á búninga sína ótal hráka. Lögreglumaður, sem rætt var við, sagði að best væri fyrir lögreglu- menn aö láta sem þeir sæju þetta ekki, það yrði til að æra óstöðugan að reyna að hafa hendur í hári þeirra sem þetta gera. Sparkað í Ijósmyndara Ljósmyndari DV varð fyrir árás er hann gerði sig líklegan til að taka mynd af drukknum unglingi. Strákur, á að giska fimmtán ára gamall, réðst að Ijósmyndaranum og sparkaöi í hann af miklu afli. Þessi svaf vært í biðskýli við Lækjargötu. Hann er vel búinn til nætur- svefns. Eitthvað virðist honum genga illa að halda kvöidverðinum niðri. Það er í nógu að snúast hjá lögregiunni. Hér er verið að fjarlægja nokkra eftir slagsmál. Það brutust út áflog nokkuð víða. Stundum var það mest til gamans en önnur voru heiftug og grimmdarleg. Gerði hann sig líklegan til frekari árásar. Er hann gerði sér grein fyr- ir að líklega yrði við ofurefli að etja lagði hann á flótta. Ljósmyndarinn gekk haltur eftir. Rúðubrot voru nokkur. Eitt þeirra v?r á miðborgarstöð lögregl- unnar. Um tuttugu ölvaðir ungl- ingar söfnuðust saman við og inni á lögreglustöðinni. Er lögreglan bað krakkana um að færa sig til tók einn strákanna sig til og sló í gegn- um eina af rúðum lögreglustöðvar- innar. Strákurinn skarst ekki við rúðubrotið. Hann var settur í fangageymslu. ' Mér er svo illt í lærinu „Lögga. það var ráðist á mig og ég lúbarin,“ sagði drukkin stúlka við einn lögregluþjóninn. Lög- regluþjónninn sagðist ekki geta séð neina áverka. „Það er á lærinu á mér,"“ svaraði stúlkan og svipti upp um sig pilsinu. Þar var enga áverka að sjá. Þegar ljósmyndarinn ætlaði að taka mynd af stúlkunni sagði hún: „Ekki taka mynd af mér, mér er svo illt í lærinu.“ Þeir krakkar. sem rætt var við og höfðu ekki smakkað vín svo áberandi væri, sögðust koma sam- an í miðbænum vegna þess að það væri skemmtilegt. „Ég drekk ekki þegar ég er hérna. Ég drekk þegar ég skemmti mér. Hingað kem ég bara til að sjá aðra fulla." sagði fimmtán ára strákur. -sme Lögreglan aðstoöar unga stúlku sem hafði skorið sig á fingri. Mikill fjöldi unglinga leitar ,, til lögreglunnar i vandræðum sinum. Reýnt er að gera það sem hægt er fyrir börnin. Katir krakkar. Margir unglingar, sem rætt var við, sogðust koma i miðbæinn til að skemmta sér. Það er greinilegt að mikill meirihluti krakkanna hagar sér óaðfinnanlega. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.