Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987.
31
Sandkom
lllugi sýndi skemmtilega takta i sjón-
varpinu á sunnudaginn og sannaöi
að hann er ekki bara fróöur heldur
einnig snjall hlaupari.
Illugi í sveita-
mennskuna
Það vakti athygli sjónvarpsá-
horfenda á sunnudagskvöld-
ið að Illugi Jökulsson var
meðal þátttakenda í spum-
ingaþætti Ómars Ragnars-
sonar, Hvað heldurðu? Það
kemur í sjálfu sér ekki á
óvart að Illugi skuli valinn í
keppnislið Reykvikinga þar
sem hann er margfróður
maöur, glöggur og rey ndur í
slíkri keppni. Hitt vekur
meiri athygli að hann skuli
vilja koma fram í þætti sem
hann er nýbúinn að gefa væg-
ast sagt afleita dóma í fjöl-
miðlagagnrýni á rás 2. Sagði
hann meðal annars að þátt-
urinn væri sveitó og púkó og
gott ef ekki líka halló. En Hl-
ugi tók sem sagt þátt í sveita-
mennskimni á sunnudaginn
og stóð sig með stakri prýði.
Hann renndi sér meðal ann-
ars nokkrar glæsilegar fót-
skriður eftir vel bónuðu
Sjallagólfinu og lenti í eitt
skiptið undir borði við mik-
inn fognuð áhorfenda. Og
hvort sem það er Hluga að
þakka eða ekki var þetta með
skemmtilegri eintökum af
Hvað heldurðu? sem sýndur
hefur verið til þessa.
Aftur stokkað
uppárás 2?
Það hefur kvisast út að enn
sé breytinga að vænta á rás
2. Rásinni hefur gengið illa
að ná upp fyrri vinsældum
þó eitthvað hafi hlustmún
aukist að undanfórnu. Gert
er ráð fyrir að öllu lausráðnu
dagskrárgerðarfólki við rás-
ina verði sagt upp frá og með
áramótum, nýir ráönir í stað-
inn og einhverjir endurráðn-
ir. En tilgangurinn með þessu
er þó að fækka starfsfólki og
spara þar með. Heyrst hefur
að breyta eigi tónlistarvalinu,
lasða inn harmóníkuþáttum
og gömlu dönsunum, unn-
endum þeirrar tónhstar til
mikillar ánægju en þunga-
rokkurum til talsverðrar
armæðu. Þá mun ætlunin
vera að draga úr dagskrár-
gerð á kvöldin og leika þess
í staö ókynnta tónlist af hijóð-
böndum, enda mun hlustun-
in á kvöldin vera hverfandi
litil.
Kvistir?
Fyrir nokkrum árum sendi
Arni Johnsen blaðamaður
frá sér bókina Kvistir í lífs-
trénu. Þar birtust nokkur
viðtöl Áma við gagnmerka
menn sem flestir eiga það
sameiginlegt að vera ekki al-
veg eins og fólk er flest og þá
í jákvæðri merkingu en ekki
neikvæðri. Bókin seldist vel
enda Ámi naskur viö að
fmna aihyglisverð viðtals-
efni. Nafn bókarinnar visaði
til bókarheitisins og málvenj-
unnar „kynlegir kvistir" og
tóku flestir nafni bókarinnar
sem slíku. Nú er komið út
óbeint framhald bókarinnar
og nefnir Ámi síðara bindið
Fleiri kvistir. Þar heldur
Ami áfram þar sem frá var
horfið og ræðir við athyglis-
vert fólk. Það hefur hins
vegar ýmsum bmgðið illilega
Örlygur Hálldánarson útgcfandl og
Árnl Johnsen með bók Árna, Fleirl
kvislir.
við að fmna viðtal við dr.
Kristján heitinn Eldjám í
þessu safni. Finnst mörgum
þettaósæmilegt.
Stríðsvélum
hampað!
Fyrir daga frjálsu útvarps- og
sjónvarpsstöðvanna var það
heilög regla að ekki mætti
höfða beint til barna og ungl-
inga í auglýsingum í útvarpi
og sjónvarpi. Að sjálfsögðu
var farið í kringum þetta á
einn og annan hátt og þó
krakkar væm ekki beinlínis
ákallaðir í auglýsingunum
fór ekki framhjá neinum
hverjum auglýsingin var ætl-
uð þegar sýndar vom myndir
af bömum að skemmta sér
með leikfong. Nú hafa nýju
ljósvakamiðlamir stigiö
skrefið til fulls og Stöð 2 jafnt
sem tónlistarrásimar birta
auglýsingar sem hefjast á
upphrópunum eins og:
Krakkar, athugið! Framhald-
ið er síðan fjálgar lýsingar á
stríðsleikfóngum og bardaga-
mönnum. Ríkisútvarpið
hefur enn sem komið er
sneitt hjá auglýsingum þar
sem böm og unglingar em
beinlinis ávarpaðir og á það
hrós skilið fyrir það. Það er
hins vegar spuming hvort
ekki á að auka eftirlit með
auglýsingum, sérstaklega
þeim sem ætlaðar em böm-
um því þau em svo áhrifa-
gjöm. Það getur ekki verið
eðliiegt að innprenta í börn
nauðsyn þess að þau eignist
eflirlíkingar af morð- og
striðstólum og ofurmanna-
brúður sem alla geta lamið
og alla drepið án þess að
depla auga. Það þarf alla vega
engan að undra tilsvör gutt-
ans þegar móðir hans truflaði
hann við sj ónvarpiö og sagði
með tárin í augunum: „Nonni
minn. Hann afi þinn var að
deyja.“ Og þá sagði Nonni litli
með æsingarglampa í augun-
um: „Hvað segirðu! Hver
drap hann?“
Hver var fyrst-
ur?
Smárígur er kominn upp, og
kannski ekki í fyrsta skipti, á
milli tveggj a stærstu og aö
því margir telja merkustu
kóra landsins, Pólýfónkórs-
ins og og Kórs Langholts-
kirkju. Báðir kóramir hafa
gefið út hljómplötu og geisla-
disk fyrir þessi jól og er þaö
geisladiskurinn sem hefur
valdið rignum að þessu sinni.
í báðum tilfellum er um stór-
kostleg verk að ræða. Pólý-
fónkórinn flytur Messías eftir
Handel á sínum diski en Kór
Langholtskirkju flytur Jó-
hannesarpassíu Bachs á
sínum diski. En það sem veld-
ur rígnum er hvor kórinn var
á undan með sinn geisladisk.
Báðir halda því fram að þeir
bjóði þama fram fyrsta ís-
lenska geisladiskinn með
klassískri tónlist og er erfitt
um að dæma hvor var á und-
an. Réttast er að ráðleggja
fólki að kaupa báða diskana
þvi þarna er í báðum tilfell-
um um stórmerka menning-
arviðburði að ræða.
Umsjón:
Axel Ammendrup
Lausafjáruppboð
að kröfu skiptaráðandans í Dalasýslu verður lausafjáruppboð haldið að
Dalbraut 2, Búðardal, föstudaginn 18. desember 1987 kl. 11.30. Selt verð-
ur m.a. ryksuga, þvottavél, sjónvarp, húsgögn og eldhúsáhöld. Greiðsla við
hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Dalasýslu
SKuiuvogi íua,
sími 687370.
Jólagetraun DV - 7. hluti:
Hvar er jólasveinninn?
ATHUGIÐ! Sendið EKKI inn úrlausnir fyrr en allir tíu hlutar
getraunarinnar hafa birst.
Nú fer að síga á seinni hluta ferðalags jólasveinsins okkar um hin ýmsu
lönd. Að þessu sinni er hann staddur í borg þar sem allt lyktar af fiski. Og
vitaskuld þarf jólasveinninn að ferja gjafirnar á fiskibáti. En svona er þetta
sums staðar í Skandinavíu og við því er ekkert að gera.
Þiö merkið við rétt borgarheiti á meðfylgjandi seðh, klippið hann út og gey-
mið þar til alhr tiu hlutar getraunarinnar hafa birst. Þá eru alUr seðlarnir
sendir í einu umslagi til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik, merkt: „Jólaget-
raun.“
Við minnum á hina sextán glæsilegu vinninga sem í boöi eru. Nr. 1 er geisla-
spilari, nr. 2 er ferðageislaspUari og nr. 3 er ferðaútyarpstæki. Vlnningar nr.
4-16 eru talandi og dansandi bangsar og brúður að ógleymdu Lazer-Tag leik-
tækinu. Heildarverðmæti vinninganna nemur ríflega 130.000 króna.
En spurningin er: 1 hvaða borg er jólasveinninn staddur?
Skötuhjúin Kermit og Svínka eru meða vinninga i jólagetraun DV.
Þau dansa eins og herforingjar eftir hvaða lagi sem er.
Bergen
Dallas
Kairo
NAFN:
HEIMILISFANG
SIMI