Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1987, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987. Orðsending frá Tryggingastofnun ríkisins: Til lífeyrisþega sem fengu sínar fyrstu greiðslur frá Tryggingastofnuninni i nóvember og desember '87, svo og til þeirra sem ekki fengu bréf frá ríkisskatt- stjóra í nóvember '87 varðandi staðgreiðslu skatta- og lífeyrisbóta. Þeir í þessum hóp, sem vilja nýta staðgreiðsluafslátt sinn að einhverju eða öllu leyti hjá Tryggingastofnun ríkisins, hafi samband við hana sem allra fyrst, og í síðasta lagi 18. desember. Útboð Norðurlandsvegur í Hörgárdal T//Æ f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 9,0 km, fyllingar 90.000 m3, fláafleygar 20.000 m3, burðarlag 50.000 m3 og tvær steyptar smábrýr 5 m. Verki skal lokið 1. september árið 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. des- ember nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 11. janúar 1988. Vegamáiastjóri XICO Rúskinnsskór, kr. 4.448,- cordcitci AT tölva á PC veröi! Merming Lrflð í litum Sænginni yfir mlnnl. Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Teikningar: Sigrún Eldjárn. Útgefandl: Iðunn 1986. Sænginni yfir minni er framhald bókanna Sitji guðs englar og Sam- an í hring þar sem Guðrún Helga- dóttir heldur áfram að lýsa lífi fjölskyldunnar í litla húsinu í Firð- inum og íbúanna í þorpinu. Heiðarleiki á undanhaldi Það er gaman að fylgjast með vexti og þroska systkinanna sjö og nú er enn von á nýjum fjölskyldu- meðlim. Stríðið er í fersku minni og afleiðingar þess í baksýn. Líflð verður aldrei eins og fyrr. Stríös- gróðinn skrumskælir mannlífið á grátbroslegan hátt. Lífssýnin hefur breyst og heiðarleiki er mjög á unandhaldi í litla samfélaginu í Firðinum. „Allt sem fæst í búðunum er smyglað. Sjóararnir kaupa fullt af drasli þegar þeir sigla og flytja það í land án þess að borga tolla. Þetta gera allir og stórgræða. Pabbi er algjör asni að gera þetta ekki líka.“ (24) Jói pólití gerir ekkert í málinu og konan hans er að opna búð. Lík- bíllinn er notaður til að keyra út smyglvarning. Benni á líkbílnum sér heldur ekkert athugavert við að fara á druslunni í súmarfrí þar sem enginn hefur „geispað golunni í margar vikur“. Kröfur til hvers kyns lífsgæða fara greinilega vaxandi. Stofuskáp- ar með gleri, gegnsæir nælonsokk- ar, dósamatur og bílaumferð er aðeins fyrirboöi þess sem koma skal. Óstöðugleiki er farin að setja mark sitt á mannlífið jafnvel afi hleypur dálítið útundan sér og bræðumir í Gamlabæ hafa fengið málið og eru famir að tala við eina og eina manneksju. Vegleg veisla fær meira að segja Laugu í búðinni til að taka úr sér krullupinnana eina dagstund. Jákvætt lífsviðhorf Skemmtilegt er hvemig höfund- ur hefur fært sjónarhornið milli systranna þriggja 1 þessum bókum. Hin stjómsama og gagnrýna Heiða sem skoðaði lífið í fyrstu bókinni er nú komin í töluverða fjarlægð frá sögumiðju enda nálgast hún fullorðinsárin. Lóa-Lóa, söguhetja miðjubókarinnar, glaðlynd en ró- leg og metnaðarlaus, (hún ætlar „ekki að verða neitt“ þegar hún verður stór), er milli Heiðu og Öbbu hinnar sem nú er orðin 7 ára (eins og Lóa-Lóa var í síðustu bók). Abba hin er sú sem hlutimir snú- ast um í þessari sögu. Hún er Ein af myndum Sigrúnar Eldjárn ú Bókmenntir Hildur Hermóðsdóttir ótrúlega opinskár og sjálfstæður krakki enda segir Lóa-Lóa við hana: „Allir segja að þú sért ekki eins og fólk er flest.“ (5) Og enn- fremur: „Þú hugsar aldrei neitt, þér finnst bara garnan." (11) Abba hin lætur allt flakka hvort sem full- orðnir eða böm eiga í hlut, það er t.d. hún sem rýfur einangrun karl- anna í Gamlabæ með ótrúlegri bíræfni sinni. Abba hefur þann eig- inleika að færa líf og liti inn í tilveruna með glaðværð og hug- myndaflugi og hún sér líka lífið í litum. „Núna finnst mér lífið alveg eins og mynd eftir Jóhann Brím. Appelsínugult í grænu grasi,“ segir Abba þegar hún með harðfylgi hef- ur búið til blómagarð við lifia húsið á númer 2. Hún er líka ákveðin í aö verða málari éins og Jóhann Brím þegar hún verður stór. Hið jákvæða lífsviðhorf Öbbu litar text- ann sem er ennþá glettnari en í fyrri bókunum. bókinni. Hringurinn lokast í Sænginni yfir minni dýpkar Guðrún enn þá veruleikamynd sem hún lagði grunninn að í Sitji guðs englar. Lesandinn skynjar að ýmislegt býr undir yfirborðinu Hann er farinn að þekkja fólkið í Firðinum, vandamál þess og lífs- máta og vildi gjarnan fylgjast með því áfram. Hér lítur samt út fyrir að hringurinn um það muni lokast þar sem versið er búið. Spurningin- um hvað verður um Heiðu er kannski áleitnust eftir lestur bók- anna og bendir það e.t.v. til þess aö fyrsta bókin sé sterkust. Það þarfnast þó nánari skoðunar áður en það er fullyrt. Bækumar þrjár mynda góða heild þar sem bæði persónur em sjálfum sér sam- kvæmar og frásögnin hefur eðli- lega framvindu. Sigrún Eldjárn fylgir textanum skemmtilega eftir í öllum bókunum og undirstrikar tóninn sem höf- undurinn gefur. Að frágangi til og útliti em allar þessar bækur til fyrirmyndar. HH Cordata CS-4220 tölvan var að lækka í verði. Hún er AT samhæfð (80286 örgjörvi - SI: 7.7), með 640kb minni, 20mb disk, 360kb disk- drifi, lyklaborði og einum besta grafíska skjá sem fæst. Með prentara- og samskiptatengi, MS-DOS stýrikerfi og Basic túlki kostar hún aðeins 99.900 krónur! Með EGA litaskjá kostar hún aðeins 132.400 krónur! Cordata CS-4220 keyrir OS/2 stýrikerfið þegar það kemur (vegna 80286 örgjörvans) og er því tilbúin fyrir næstu kynslóð hug- búnaðar. Cordata CS-4220, afkastamikil, vonduð og ódýr, allt í senn. MICROTOLVAN Síðumúla 8 - 108 Reykjavík - sími (91)-688944 Nýjar bækur María og Margrét ísafold hefur sent frá sér bókina María og Margrét eftir frönsku skáldkonuna Régine Deforges í þýð- ingu Siguröar Pálssonar skálds. Sjö gömul póstkort, fundin hjá fombókasala í byrjun aldarinnar í smábæ í Suður-Frakklandi, gáfu Régine Deforges hugmyndina að skáldsögunni María og Margrét. Bókin fjallar um ástríðufullt sam- band tveggja kvenna. Bókin er í kiljuformi 146 bls. aö stærð. Verð kr. 1.260. Frá Ýlfínaabúð til Urðarsels eftir dr. Arna Sigurjónsson. Hjá Vöku-Helgafelli er kominn út annar hluti af ritverki dr. Árna Sig- uijónssonar bókmenntafræðings um nóbelsverölaunaskáldiö Halldór Laxness, Laxness og þjóðlífið 2: Frá Ylfíngabúð til Urðarsels. í þessari bók er fjallað um skáldsögur Hall- dórs fram á miðjan fjórða áratuginn, en sérstök áhersla lögð á Sjálfstætt fólk. Fyrsti hluti verksins kom út hjá Vöku-Helgafelli í fyrra og hlaut góðar viðtökur. Þar er sagt frá árunum milli stríða, miklum umbrotatímum í íslensku þjóðlífi, ekki síður í skáld- skap en bókmenntum. Fjallað er um Rauða penna og þá rithöfunda og fræðimenn sem hæst bar í þjóðfé- lagslegri bókmenntaumræðu þess tíma. Einnig er í bókinni rætt um við- tökur þær sem verk skáldsins fengu og fram koma umsagnir um bækum- ar og deilur sem af þeim vöknuðu. Aftast í bókinni er viðamikil skrá yfir ritverk Halldórs Laxness ejj slíka skrá hefur lengi vantað og mun flestum þykja hún nýtilegt framlag til umræðu og umfjöllunar um höf- undinn. Dr. Ámi Siguijónsson (f. 1955) lagði stund á bókmenntafræði við Háskóla íslands og síðar við háskóla í Róm, Kaupmannahöfn, Konstanz og Stokkhólmi. Laxness og þjóðlífið 2: Frá Ylfínga- búð til Urðarsels er 212 blaðsíður. Bókin kostar 1896 krónur með sölu- skatti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.