Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Stjónunál____________________________________________________________________________py Unnið að umtalsverðum breytingum á kvótafmmvarpinu í þingnefndum: Ahersla lögð a breytingar á 5 greinum frumvarpsins Samkvæmt heimildum DV er nú unnið aö umtalsverðum breytingum á kvótafrumvarpinu í sjávarútvegs- nefndum Alþingis. Eins og málin stóðu í gær var ekki vitað hvort þess- ar breytingar fengjust fram en líkur voru taldar á að einhveijar af þeim flmm breytingum, sem menn vilja ná fram, komist í gegn. Breytingamar á frumvarpinu, sem hér um ræðir, eru í fyrsta lagi að engar hömlur verði lagðar á veiðar smábáta undir 10 tonnum nema að banndögum þeirra verði fjölgað. í öðru lagi að gjald á ferskfiskút- flutninginn verði áfram 10% en ekki 15% eins og gert er ráð fyrir i frum- varpinu. Sjómannasamtökin leggjast með ofurþunga gegn hækkun gjalds- ins. Og það var einmitt þetta gjald sem varð þess valdandi að hags- munaaðilar skrifuðu ekki undir stuðningsyfirlýsingu við frumvarp- ið. í þriðja lagi er unnið að því varð- andi kvóta á rækjuveiðamar að honum verði skipt jafnt milli veiða og vinnslu. Rækjuverksmiðjurnar hafa lagt þunga áherslu á að fá heím- ing kvótans til sín og borið fyrir sig þau rök að þær eigi sjálfar engin skip til að stunda djúprækjuveið- ar. í íjórða lagi vilja menn að gildistími laganna verði 2 ár en ekki 4 eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Um gildistíma laganna hafa verið skiptar skoðanir. Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra heldur því fram að gildistíminn verði að vera 4 ár svo menn geti gert marktækar áætlanir. Þeir sem vilja að lögin gildi í eitt til tvö ár benda á að aðstæður geti breyst á skemmri tíma en 4 árum og því sé eitt eða tvö ár hámarksgildis- tími. Loks er unnið að því að samráðs- nefnd sú sem stofna á hafi mun meiri' völd en gert er ráö fyrir í frumvarp- inu. Ef af því yrði myndu völd sjávarútvegsráðuneytisins skerðast sem því nemur. -S.dór Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra þáöi ráð frá Guðrúnu Agnars- dóttur, Kvennalista, er fyrstu umræðu var að Ijúka um húsnæðisfrumvarpið i efri deild í gær. Ráðherrann sér nú fram á að frumvarpið verði samþykkt frá Alþingi fyrir jólaleyfi. Neðri deild hefur þegar samþykkt það. DV-mynd GVA Breyting* á gengi er engin lausn „Breyting á gengi nú sem fyrr er engin lausn á erfiðleikum þessara atvinnugreina," sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra er DV spurði hann um vaxandi þrýsting útflutningsgreina á gengisfellingu og kröfur um vaxtalækkun og til hvaða ráða ríkisstjórnin hygðist grípa vegna vanda þeirra. „Það er engin einhlít lausn til á þessu. Það er allt of mikil þensla og launaskrið í landinu. Mér er fullljóst að atvinnurekstur stendur ekki und- ir þeim væntingum sem menn gera til hans. Á fjármagnsmarkaði ríkir allt of mikið frelsi. Hann er að hluta til eft- irlitslaus. Seðlabankinn hefur brugðist sínu eftirlitshlutverki með þessum markaði. Takmarkað vaxtafrelsi var heimil- að. Það var túlkað af Seðlabankanum á annan hátt en til stóð og hann hef- ur smátt og smátt misst tökin á þessum málum. Óhófleg erlend lántaka spilar einn- ig inn í. Þar þarf að sporna við.“ - Þú segir að gengisfelling sé engin lausn. Telurðu að ríkisstjórnin eigi að standa fast á fastgengisstefnunni? „Ég segi bara þetta,“ svaraði ráð- herrann. -KMU Vextirnir ekki hrópaðir niður „Eg skil þessar áhyggjur Sam- bandsforstjórans mætavel," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er DV bar undir hann yfirlýsingu for- stjóra stærsta fyrirtækis landsins, Guðjóns B. Ólafssonar, um að vaxta- kjör í landinu og fastgengisstefna ríkisstjómarinnar væm á góðrí leið með að setja undirstöðuatvinnuvegi í strand. „Árferðið hefur breyst til hins verra á undanfórnum vikum og mán- uðum. En ég vil benda á að vextirnir veröa ekki hrópaðir niður. Þar þarf samstilltar aðgerðir í efnahagsmál- um, fyrst og fremst að ná tökum á ríkisfjármálum og draga úr lántöku- þörf. Skikkanleg afgreiðsla á fjárlög- um og lánsfjárlögum er forsenda þess að hægt sé að ná tökum á vand- anum.“ - Getur ríkisstjórnin haldið í fast- gengisstefnuna? „Gengisstefnan er óbreytt," sagði viðskiptaráðherra.-KMU r Hún er orðin landsfræg, skatta- stefnan sem tekin var upp í síðustu rikisstjórn og enn er viö lýði, nefni- lega sú að hækka skatta til að lækka þá. Núverandi fjármálaráð- herra hækkaði söluskattinn og fækkaði undanþágum til að geta lækkað söluskattinn. Frá því þetta merka skref var stigið hefur við- skiptaráðherra, sem er samflokks- maður fjármálaráðherra, lýst því yfir í fjölmiðlum að ríkisstjómin hafi hætt við að lækka söluskattinn eftir að hann var hækkaöur af því að lækkunin mundi ekki skila sér. Söluskatturinn verður sem sagt óbreyttur í sérstöku greiðaskyni viö skattgreiðendur af því að það tekur því ekki að lækka hann. En þetta er um söluskattinn. í DV hefur verið bent á að samtals muni skattbyrðin aukast um tíu milljarða króna á næsta ári þegar allt er talið saman. Nú hefur fiár- málaráöuneytiö sent frá sér fréttat- ilkynningu þar sem því er haldiö fram að skattbyrðin hækki bara um fimm og hálfan milljarð. Að vísu viðurkennir ráðuneytið að skattamir hækki um rúma níu milljaröa en það er ekki að marka, segir ráðuneytið, því aö þessum skattahækkunum er varið til Skattamir nettó í núlli ýmissa hliðarráðstafana. Þannig greiðir ríkið niður lambakjötið og smjörið og ostinn, borgar bama- bætur og hækkar ellilífeyrinn - og annað í þeim dúr. Samkvæmt þessari kenningu get- ur ríkissjóður auðvitað haldið því fram að engir skattar séu lagðir á. Það gefur augaleið að ríkissjóöur stingur ekki skattpeningunum í vasann heldur renna þeir til marg- víslegra aðgerða og rekstrar sem væntanlega er í þágu almennings. Þannig koma skattarnir okkur öll- um til góða í samfélagslegri þjón- ustu hins opinbera og fráleitt að halda þvi fram að skattar séu greiddir þegar fólkið’ nýtur þeirra i almennilegheitum sem ríkið stendur fyrir í þágu okkar allra. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúlann upp á fimm hundmð milljónir, fjár- veiting til námsmannalánasjóðsins upp á nokkra milljarða, rausnar- legt framlag til Byggðastofnunar, allt em þetta mál sem skattgreið- endur standa undir með-sköttun- um sínum og þótt þeir borgi eitthvað brúttó em skattamir nettó í núllinu vegna þess að skattamir skila sér til baka, ekki satt? Nú hefur fjármálaráðuneytið sýnt fram á aö þótt skattamir hækki brúttó um tæpa tíu milljarða hækka þeir bara nettó um fimm milljarða vegna þess að ríkisstjóm- in greiöir niður lambakjötið og hækkar barnabætumar. Þettá kemur aö vísu að litlu gagni fyrir þá sem ekki éta lambakjöt og ekki eiga böm en það kemur ríkissjóði ekki við. Þeim er nær, þessum heimsku skattgreiðendum sem ekki hafa vit á því að éta lambakjöt í alla mata og drita niður börnum til að vinna upp í skattahækkunina svo að hún verði nettó en ekki brúttó. Og ef menn leggja sig fram þá kemst nettóið í núllið og ergó: skattahækkunin er engin! Hvað eru svo menn að segja að skattarnir hækki brúttó um tíu milljarða þegar ríkissjóður og íjár- málaráðuneytið geta sýnt fram á að nettóið skipti máli þegar fólk er búið aö fá til baka það sem það borgar í niðurgreiðslum og endur- greiddum kjarnfóðurskatti og tollalækkunum á geisladiskum og snyrtivörum? Þetta er í fyrsta skipti sem fjár- málaráðuneytið vekur athygli þjóðarinnai- á þeirri staðreynd að skattar eru ekki skattar nema þeir séu nettó. Skattar eru ekki skattar ef þeir skila sér til baka. Og ef við lítum yfir fjárlagafrumvarpið sjá allir að skattarnir skila sér til baka í einu eða öðru formi, í útgjöldum og rekstri og fjárfestingum hins opinbera. Og það má eiginlega engu muna að þjóðin sé skattlaus vegna þess að fjárlögin eiga aö vera halla- laus, sem þýöir að ríkið tekur ekki krónu fram yfir það sem það notar til að hjálpa fólkinu til aö éta réttan mat eða eignast börn og kaupa sér snyrtivörur. Því er jafnvel haldið fram að fjárlögin verði i mínus, sem þýðir að nettó borgar ríkissjóður með sér og skattamir eru engir vegna þess að þeir eru allir notað- ir. Er hægt að hrekja þessi rök? Að minnsta kosti ekki nettó! Enda í samræmi við þá skattastefnu aö hækkun skatta sé til að lækka skatta. Skattamir er nefnilega nettó í núlli! ' Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.