Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Nýjarbækur íslensk þjóðmenning Á undaníomum árum hefur á veg- um bókaútgáfunnar Þjóðsögu veriö í undirbúningi útgáfa á 9 binda bóka- flokki um íslenska þjóðmenningu. Bókaflokkurinn spannar yfir tíma- bibð frá landnámi fram á upphaf þessarar aldar. Nú er svo komið að ritröðin hefur i öllum aðalatriðum veriö skipulögð, efnisfloklumi verið skipað niður í einstök bindi og búið að fá höfunda að velflestum köflum bókaflokksins, um 40 kunna fræði- menn með sérþekkingu hver á sínu sviði. 1. bindi ritverksins, sem ber yfir- skriftina Uppruni og umhverfi, er komið út. Efni 1. bindisins skiptist í 7 aðal- kafla en þeir eru sem hér segir: 1. Uppruni íslendinga og íslenskrar menningar. Þrír fræðimenn standa að þessum kafla, þeir Stefán Aðal- steinsson búfjárfræðingur, sem skrifar um líffræðilegan uppruna ís- lendinga og uppruna húsdýranna, Þór Magnússon þjóðminjavörður, sem skrifar um vitnisburð forminja, og Haraldur Ólafsson mannfræðing- ur sknfar um norska og íslenska Krómaðir leðurstólar með eða án arma. Svart, hvítt, brúnt, grátt leður. Verð frá kr. 3.780,- N Y F O RM Reykjavíkurvegi 66 - sími 54100. „Það er ekki langt síðan.skáktölv- ur voru taldar einföld ieikföng sem gætu aldrei veitt skákmönn- um verðuga keppni. Ör tækni- þróun og framfarir í forritun hafa svo sannarlega breytt því. Nútíma skáktölvur eru viður- kenndar í heimi skáklistarinnar og eru ekki aðeins notaðar til að kynna nýliðum undirstöðuatriði; þær eru ekki síður mikilvægar við áframhaldandi þjálfun viður- kenndra skákmanna." VERÐ FRÁ 3.600 kr. (stgr.) Styrkleiki: frá 1400 - 2100 ELO stig Stigstillingar frá 8-32 Minni: 5 k - 32 k Innbyggð klukka OOCCiNn isnrcu lu Ármúla 23, sími 91-687870 Lauqaveqi 91, sími 91-627870 Frosti F. Jóhannesson ritstjóri og Hafsteinn Guðmundsson. samfélagsskipan. 2. Upphaf íslands- byggðar eftir Harald Ólafsson mannfræðing. 3. Myndun og mótun íslands eftir Þorleif Einarsson jarð- fræðing. 4. Þróim lífríkis íslands og nytjar af því eftir Sturlu Friðriksson erfðafræðing. 5. Veðurfar á íslandi eftir Pál Bergþórsson veðurfræðing. 6. íslenski torfbærinn eftir Hörð Ágústsson listmálara. 7. Ljósfæri og lýsing eftir Guðmund Ólafsson fom- leifafræðing. A þriðja hundrað myndir eru í 1. bindinu, þar af 60 litmyndir. ítarleg atriðisorða- og nafnaskrá fylgir. Haf- steinn Guðmundsson hannaði útiit bókarinnar og öll prentsmiðjuvinna fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenn- ing er hugsaður sem yfirbtsverk þar sem dregnir verða saman á einn stað helstu þætti þjóðmenningar okkar. Verð kr. 5500. Ný bók um veðrið Vaka-Helgafeli hefur gefið út nýja bók, Veðrið, sem Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur þýtt og staö- fært. Bókin er einkum skrifuð handa bömum og unglingum en á ekki síð- tu- erindi til þeirra eldri sem vfija kynna sér þau undirstöðuatriði sem hafa áhrif á veðm- og veðrabrigði. í bókinni er fjallað um loftslag jarð- ar, hæðir og lægðir, vinda, skýja- myndanir og skýjategundir, hitabreytingar, veðurathuganir, veö- urspá, um fyrirbæri eins og dala- læðu, hafgolu, hillingar, regnboga og fjöldamörg önnur sem tengjast þeim mikla áhrifavaldí á lífshætti manna sem veðrið er. Brian Pilkington teiknaði forsíðu- mynd og nokkrar myndir fyrir íslenska útgáfu þessarar bókar, en Páll Bergþórsson teiknaði einnig kort og skýringarmyndir í bókina. Bókin er 60 blaðsíður í stóm broti og kostar 1280 krónur með söluskatti. Furstinn Stórbók með sögum íslenskra kvenna Út er komin bókin Furstinn eftir Niccolo Machiavelli, eitt frægasta sfjómmálarit allra tíma. Bókin er leiðarvísir handa furstum um hvern- ig halda skuli völdum og auka þau, hvaða brögðum beri að beita og hvaða lærdóm megi draga af sög- unni. Furstinn eftir Machiavelli varð til á endurreisnarskeiðinu á Ítalíu, miklum umbrotatíma þegar Ustir blómstra, verslunin tekur fjörkipp, heimsmyndin breytist og nútíminn verður til. En um leið er þetta tími mikilla átaka í ítölsku borgríkjunum, hart er barist um yfirráð og margir foringjar koma við sögu. Ásgrímur Albertsson þýddi bókina og samdi skýringar og eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir söguleg- um bakgrunni verksins. Bókin er 180 bls. að stærð og er prýdd fjölda mynda. Mál og menning gefur út. Verð kr. 2190. Mál og menning hefur gefið út bók- ina Sögur íslenskra kvenna 1879-1960. Þetta er ein svokallaðra stórbóka en með þeim gefst bókafólki kostur á að eignast margar bækur í einni og á verði einnar. í Sögum íslenskra kvenna eru prentaðar sex heilar skáldsögur: Gestir eftir Kristínu Sigfúsdóttur, Huldir harmar eftir Henríettu frá Flatey, Arfur eftir Ragnheiði Jóns- dóttur, Eitt er það landið eftir Halldóru B. Björnsson Systurnar frá Grænadal eftir Maríu Jóhannsdóttur og Frostnótt í maí eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur og auk þess yfir 20 smásögur. Soffia Auður Birgisdóttir sá um útgáfuna og ritar eftirmála um sagnaskáldskap kvenna. Sögur íslenskra kvenna 1879-1960 er 980 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Málverk á hlífðarkápu er eftir Þóru Sigurðardóttur. Verð kr. 2850.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.