Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 13 Hvert sem fólk ferðast, hvort sem er á eigin vegum eða á vegum ferðaskrifstofa, eru því boðnar svo- kallaðar kynnisferðir til kaups. Með í þessar ferðir, ferðamannin- um til halds og trausts, fara farar- stjórar sem hafa þann starfa að lýsa því sem fyrir augu ber, segja frá einkennum lands og þjóðar og reyna að gera ferðina sm ánægju- legasta fyrir þátttakendur. Þetta ferst fólki auðvitað misvel úr hendi. Til þess að reyná að tryggja að vel sé séð fyrir þörfum farþega í svona ferðum hefur víða verið gert að skyldu að þeir sem ráðnir eru sem fararsljórar afli sér menntunar sem geri þá hæfari en ella til þess að •sinna óskum far- þeganna. Námskeið í leiðsögn Fyrir tólf til þrettán árum sótti ég um inngöngu í Félag leiðsögu- manna eftir að hafa sótt námskeið sem haldið var á vegum félagsins. Mér var neitað um inngöngu á þeirri forsendu að skilyrði til inn- göngu væri að ljúka námskeiði sem haldið var á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Þetta þótti mér skynsam- leg afstaða þeirra leiðsögumanna svo að ég innritaöist á námskeiðið, sótti tilskilinn tímafjölda og lauk prófi. Einhverra hluta vegna varð ekk- ert úr því að ég sækti um inngöngu í félagið að námskeiðinu loknu. Síöastliðið vor hitti ég formann leiðsögumannafélagsins á fomum vegi og spurði hann hvemig ég ætti að bera mig að við að sækja um inngöngu í félagið. Sá góði maður tjáði mér að ég gæti alveg gleymt því að sækja um inngöngu því að hana fengi ég ekki. Ég sagði honum frá því sem greint er frá Fararstjóm til landsins og ferðast hér mikið. Ummælin vom eitthvað á þá leiö að í þetta skipti hefðu þau fengið þannig fararstjóra að þau hefðu á tilfinningunni að öll hans þekking væri ennþá á bókum sem hann hefði aldrei lesið og væm þar að auki í Reykjavík. En samt er hún atvinnumaöur (professional), sögðu þau og þótti skrítið. Þau tóku reyndar fram að þetta væri svosem í lagi þeirra vegna en þau vor- kenndu þeim sem vom að fara sína fyrstu ferð. Sjálfsagt verður félagsskirteini í leiðsögumannafélaginu aldrei trygging fyrir góðri leiðsögn, frek- ar en félagsskírteini i öðrum félög- um tryggja gallalausa vinnu. En það er þó gott til þess að vita að til flestra em gerðar kröfur um lág- marks hæfni og þekkingu. Guðmundur Axelsson hér að framan og að auki því að ég ætti í fórum mínum prófskír- teini áritað af forseta íslands. En allt kom fyrir ekki. Það er sem sagt ekki nóg að eiga prófskírteini eins og ég á. Ætli ég mér að ganga í leið- sögumannafélagið verð ég að fara á annað námskeið sem verður lík- lega auglýst síðar! Að sjálfsögðu sætti ég mig við þessi málalok og hugsaði sem svo að trúlega hefðu bæst við landið firðir, fjöll, ár og vötn. Jarðfræði landsins, dýra- og plöntulíf tekið stakkaskiptum og enginn haft fýrir því að láta mig vita. Allt þetta yrði svo auðvitað kynnt á námskeiðinu sem verður auglýst síðar. Ekki þarf að taka fram að ég bíð í ofvæni eft- ir auglýsingunni góðu. Samskipti - þekking Fyrir nokkrum árum réð ég mig í sumarvinnu hjá því ágæta sóma- KjáDaiinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður „Ætli ég mér aö ganga 1 leiðsögu- mannafélagiö verö ég að fara á annað námskeið sem verður líklega auglýst síðar!“ fólki sem á og rekur Hótel Reyni- hlíö í Mývatnssveit. Þar kynntist ég bæði mörgum leiðsögumönnum og feröamönmun af ýmsu þjóðemi. Af samtölum við þetta fólk varð ég margs visari bæði um afstöðu leið- sögumanna til starfsins og ferða- manna og einnig fékk ég ýmislegt að heyra um samskipti ferðamann- anna við íslenska leiðsögumenn. Langflestir virtust leiðsögu- mennimir, eins og vera ber, áhugasamir um að gera landi og þjóð jákvæð skil þannig að þeir sem á þá hlustuðu fæm héðan ánægðir og bæm okkur vel söguna þegar heim væri komið. Því miður var þó í hópnum einn og einn sem maður hafði á tilfinningunni að þyrfti að drekka í sig kjark til þess að þora að vera samvistum viö far- þegana og getur hver og einn séð að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Mér em minnisstæð ummæh skoskra hjóna sem höfðu oft komið Stjórnun fiskveiða Mér undirrituðum er farinn að of- bjóða svo þessi dæmalausi kerl- ingasöngur hinna ýmsu samtaka og þeirra einfeldninga sem kristn- aðir hafa orðið af þeim, að ég ætla í fáum orðum að benda á nokkur atriði, réttsýnu og hugsandi fólki að leiðarljósi. Það dylst vonandi engum að hér á ég við takmarkanir gegn okkur smábátasjómönnum. Við höfum ekki gert annað en veija okkur hingað til og benda á það óréttlæti sem við höfum verið og emm beitt- ir. Við höfum ekki ráðist í fjölmiðl- um á aðrar stéttir í þjóðfélaginu né sjómenn á stærri bátum, þó sí- fellt sé verið að ásaka okkur um að veiða (takmarkalaust) og smíða allt of marga báta. Hveijum fyndist hann mega vinna „óhindrað" sér til framfærslu ef hann væri lög- bundinn í 115 daga fríi á ári eins og var fyrir 2-3 ámm? Finnst virki- lega öllum landslýð það vera óhindraðar veiðar þegar ekki má fara á sjó 65 daga á ári? Samanburður á opnum vélbát og togara hefur mér alltaf fundist afar heimskulegur en nú er gert ráð fyrir því að smábátar undir 6 tonn- um megi ekki róa í 85 daga á ári, alveg dæmalaust þetta, því togari á sóknarmarki hefur 90 banndaga á ári en getur hæglega sótt 270 daga. Á18 ára trilluævi hefur undirritað- ur einu sinni komist í 150 róðra á ári, algengast er 80-120. Veðurfar og straumar sjá um takmarkanir á sjósókn smærri báta og þarf engin veiðibönn til að hefta sjósókn þeirra. < Dagróðrar ógnun En forum nú nokkur ár aftur í tímann, aftur í skrapdagakerfið og kvótalögin. Hvort tveggja var sett á með tvö sjónarmið að leiðarljósi, það sem brýnast þótti var að vemda þorskstofninn, svo og fleiri KjaHarinn Birgir Albertsson sjómaður fiskstofna, þó svo togarar hafi feng- ið að veiða svo til hömlulaust annað en þorsk. Það síðara var að veiða fiskinn á sem hagkvæmastan máta. Nú eru þessi höfuðatriði al- yeg horfin. Eða dettur nokkrum íslendingi í hug að smábátar sem stunda dagróðra, flestir yfir sumar- mánuðina, ógni fiskstofnum við strendur landsins? Alveg öruggt má telja að hagkvæmari veiðar er ekki hægt að stunda, hvort heldur er fyrir $jómanninn eða þjóðarbúið í heild. Horfið ykkur nær Ágæta fólk, það er aðeins verið að slá ryki í augun á ykkur því í upphafi voru alrangar forsendur fyrir því útreiknaöa aflamagni sem smábátar fengu, og hitt sem er enn alvarlegra er að með því að tönnl- ast sífellt á óhindruðum veiðum og miklum afla smábáta er aðeins ver- ið að breiða yfir þá skyssu sem sjávarútvegsráðuneytið gerði í sambandi við sóknarmarksleiðina svonefndu því togari, sem mátti veiða 1200 tonn, er nú sjálfkrafa búinn að hækka sig í 1700 tonn, sem sagt bæta við sig 500 tonnum, enda er búið að veiða á fáum árum, þremur að ég held, 350-400 þúsund tonn fram yfir það sem fiskifræð- ingar töldu ráðlegt. Hver er hlutur smábátasjómanna í þeim afla? Nú nýlega birtust heilsíðufyrir- sagnir í blöðum um að bæði á Suðurnesjum og í Vestmannaeyj um hafi ekki tekist að veiða upp í leyfilegt sóknarmark. Hvers vegna er verið að gera úlfalda úr mýflugu með sífelldum áróðri á smábátasjó- menn meðan svona heyrist ekki nefnt nema sem lágvært hvísl á göngum hjá ónefndum grátkerling- um. Ekki má það ske að þessari dug- legu stétt sjómanna sé hegnt fyrir þann sofandahátt sljómvalda að lagfæra ekki snarvitlausar mæl- ingareglur sem leiddu af sér smíði á svokölluðum 9,9 tonna bátum sem að mínu mati eiga enga sam- leið með opnum vélbátum. En ekki má gleymast að enn beinist áróður- inn aðems gegn bátum undir 10 „Eöa dettur nokkrum íslendingi í hug að smábátar, sem stunda dagróðra, flestir yfir sumarmánuðina, ógni fisk- stofnum við strendur landsins?“ - Hver er hlutur smábáta i þeim afla? er spurt í greininni. - Smábátar vió bryggju i einni Austfjarðahöfninni. tonnum. Hver er búmn að gleyma því þegar soðnir voru 17 sentímetr- ar framan á togara eða hann stytt- ur um álíka lengd, aðeins til aö fara í kringum gildandi fiskveiðireglur? Nei, ég segi; ráðamenn, horfið ykk- ur nær og látið ekki krókódílatár grátkerlinga dáleiða ykkur, lítið á málin af skynsemi og æthð ekki þessum takmarkaða hópi sjó- manna að taka á sig stórfellda kjaraskerðingu á meðan aðrir fá auknar tekjur fyrir sína vinnu. Illa hrökk ég við er ég heyrði í útvarps- þætti þann 6.12. bónda, kominn á ffemsta bekk Alþingis, telja það mestu skyssu sem orðið hefði við setningu núverandi laga um fisk- veiðistjórnun að leyfa „óheftar“ veiðar smábáta. Þessi bóndi á að heita formaður heils þingflokks og það meira að segja þingflokks sem hreykir sér af samvinnu og byggðastefnu, því- lík ósvífni. Ég skora á háttvirta kjósendur aö fylgjast vel með næstu daga og misseri. Þáttur landverkafólks Margir bændur hafa fengið styrki til búháttabreytinga undanfarið og sumir notað þá til flárfestinga í smábátum en nú eru þeirra eigin flokksbræður að skera þá niður í annað sinn, ég á við riðuniðuí-- skurð og yfirvofandi stéttarskurð. Vafalaust er hvergi jafnlitlu til kostað af hálfu sveitarfélaga eins og bak við hvert atvinnutækifæri sem skapast við smábátaútgerð. En það viröist ekki samræmast sam- vinnuhugsjóninni, hún virðist vera nær hinni dönsku einokun, sem hún var í upphafi stofnuð gegn, svolitið ankannalegt, ekki satt. Einn er sá þáttur sem er ekki hvað síst alvarlegur í þessari aðfór að okkur og það er þáttur land- verkafólks. Nokkur fyrirtæki hafa verið stofnuð á landinu, eingöngu með hráefnisöflun smábáta sem verkefni, og tel ég að nú sé verið að veita þeim banahöggið. Erfitt er að brúa 65 daga sem engin hráefn- isöflun á sér stað en að hafa þá 85 og þar af 45 daga samfellt, sam- kvæmt nýjustu tillögu ráðuneytis- ins, það gengur ekki upp. Þetta kallast á nútíma kosningamáli að stuðla að uppbyggingu í hinum dreifðu byggðum landsins og lyfta menn sér gjaman upp á tæmar og horfa bæði til hægri og vinstri eftir svp virðulega sagða setningu: Ég vona að ég hafi varpað ljósi á sumar staðreyndir þessa máls og sé svo þá er það vel. Ég vil að end- ingu skora á þingmenn, sem nú flalla um frumvarp ráöherra til sflómunar fiskveiða næstu 4 árin, að hengja ekki bakara fyrir smið. Birgir Álbertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.