Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Nýjar plötur Gleðileg jól Fjölbreytt og efnismikil jólaplata röjómplötuútgáfan Geimsteinn í Keflavík hefur sent frá sér viðamestu jólaplötu sína til þessa, 25 laga pakka sem jafnframt kemur út á geisla- diski. Hér er um að ræða úrval þeirra jólalaga sem Hljómar og Geimsteinn hafa gefið út í gegnum árið. Platan ber heitið Gleðileg jól eftir fyrstu jólaplötu Hljóma sem kom út á síð- asta áratug og seldist þá upp hvað eftir annaö. Meðal flytjenda á þessari plötu eru tíu eftirtaldir: Björgvin Halldórsson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Gunnar Þórðarson, Hljómar, Maríá Baldursdóttir, Rúnar Júlíusson, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Þórir Baldursson og Þuríður Sigurðardótt- ir. Mörg laganna á þessari plötu eru fyrir löngu oröin sígild í þeim flutn- ingi sem þama er boðið upp á, s.s. Snæflnnur snjókarl með Björgvin Halldórssyni, Jólasveinninn minn með Hljómum, Þorláksmessukvöld með Þóri Baldurssyni, Ein er hátíð meö Geimsteini, Hvít jól meö Björg- vin Halldórssyni, Friður á jörð með Rúnari Júlíussyni og Klukknahljóm- ur með Þóri Baldurssyni en síðast- nefnda lagið var gefið út í Þýskalandi á sínum tíma, og hefur selst vel þar fyrir hver jól. Flest þessara laga hafa verið ófáanleg á plötum um árabil. Þetta er tveggja platna albúm sem einnig kemur út á kassettum og geisladiski og prent^ðir textar fylgja með. Lögin hafa verið hljóörituð víða og undir stjóm ýmissa upptöku- manna en með tilliti til nýrrar tækni hafa öll lögin verið endurblönduð og unnin með stafrænni (digital) tækni og hljóma því betur en nokkm sinni fyrr. Draugar „mamma var rússi“ Út er komin ný íslensk hljómplata frá hljómsveitinni „mamma var rússi“. Þetta er fyrsta plata hljóm- sveitarinnar og er hún gefin út af Rokkfræðsluþjónustunni í samvinnu viö Takt hf. Platan er 45 snúninga, 12 tomma og á henni eru 7 lög, öll eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Platan var tekin upp í Sýrlandi í október sl. og var Jón Steinþórsson upptökumaður. í hljómsveitinni eru: Stefán Guð- jónsson - trommur, Ámi Daníel Júlíusson - bassi, Arnór Snorrason - gítar, Tryggvi Þór Tryggvason - gitar, Valgarður Guðjónsson - söng- ur, Brynja Amardóttir - söngur og Dolly Magnúsdóttir - söngur. Stefán hóf tónlistarferilinn í Fræbblunum 1978. Eftir aö Fræbbl- unum lauk lék Stefán með Vá! og Kvöl nágrannans. Valgarður var einnig meðlimur Fræbblanna en síð- an í Fitlaranum á bakinu skamma stund eftir andlát Fræbblanna. Tryggvi var í sömu hljómsveitum og auk þess í F8. Amór og Ami léku fyrst í Snilling- unum. Síöan fór Amór í Fræbblana þar sem hann var u.þ.b. ár auk þess sem nann starfaði með Taugadeild- inni. Árni fór í Taugadeildina og seinna í Q4U, Handan grafar o.fl. o.fl. o.fl. Þær Brypja og Dolly em að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni í „mamma var rússi“. „Mamma var rússi" var stofnuð sumarið 1986 og fór hægt af staö. Nokkrir hljómleikar síðastliðinn vet- ur, þar sem áhorfendur gengu berserksgang af hrifningu, urðu hins vegar til þess að hljómsveitin lét til leiðast að taka upp nokkur lög. Tónhst „mamma var rússi“ er fyrst og fremst ætlað að vera skemmtileg tilbreyting. Að ööru leyti liggja tón- Ustartaugar meðhma í aUar áttir og gæti niðurstaðan verið hin fuU- komna hjónabandssæla pönks og popps eða elliUfeyrisþegaræflarokk („pension punk“) eins og einhver kaUaði tónUstina. Ég ætla að syngja Magnús Þór Sigmundsson tónUstar- maður er þessa dagana erlendis á vegum Arnar og Örlygs og leggur þar síðustu hönd á barnalagaplötu sem kemur á markað í byrjun desember. Platan hefur að geyma sjö þekkt ís- lensk barnalög og einnig sex ný eftir Magnús sem hann hefur samið við þekktar þulur og barnatexta. Platan nefnist Eg ætla að syngja. Flytjendur auk Magnúsar eru Pálmi Gunnarsson, Jón Ólafsson (BítJa- vinafélagið) og tíu stúlkur úr kór Verslunarskólans. Hljóöfæraleikar- ar eru Pálmi Gunnarsson á bassa, Jón Ólafsson á hljómborð, Rafn Jónsson á trommur og slagverk, Þor- steinn Magnússon og Arnar Sigur- bjömsson á gítar, Helgi Guðmunds- son á munnhörpur. Jóhann Helgason aðstoöaði við raddir. Plat- an var tekin upp í Glaöheimum og hljóöblönduð með stafrænni tækni en unnin að öðru leyti í Bretlandi. Undirbúningur að töku þessarar plötu var á margan hátt með nýstár- legum hætti og m.a. voru fóstrur og börn af dagheimUum fengin til þess að aðstoöa við efnisval. Lögin á plöt- unni eru Ein ég sit og sauma, Ein stutt og ein löng, Skóarakvæði, Foli fóthpri, Út um mó, Mamma borgar, Bíum, bíum bambaló, ÚUen dúllen doff, Ég ætla að syngja, Vatnið, Kök- umar hennar Gerðu, KaUi átti káta mús og Fingraþula. Plötunni mun fylgja textablað og á því verða gítargrip. Jólastund Steinar hf. hefur gefið út jólaplötu sem hefur þá sérstöðu að innihalda 11 íslensk jólalög sem ekki hafa kom- iö út á plötu áður. Þeir sem flytja lögin eru Stuðkompannö, Eyjólfur Kristjánsson, Ríó tríó, Kristín LiUi- endahl, Helga MöUer, Bjartmar Guölaugsson, Sverrir Stormsker, Hörður Torfason, Guðrún Gunnars- dóttir og Sniglabandið. Á blaða- mannafundi, sem haldinn var í Stúdíó Stemmu 7. nóvember, söng 60 manna kór fjölmiðla- og listafólks lokastefið í laginu Jólalag eftir Bjartmar Guðlaugsson sem er á plöt- unni Jólastund. Stormskers guðspjöll Sverrir Stormsker hefur komið fólki á óvart með fyrstu þremur plötunum sínum fyrir óvenjulega texta og dirfsku sína. Nú hefur Sverrir gert samning viö Steina hf. og er meö 30 lög í vinnslu sem koma út á tvöfaldri plötu innan skamms. Honum tfl að- stoðar eru úrvalsmenn, s.s. Rafn Jónsson trommari, Pálmi Gunnars- son bassaleikari, Þorsteinn Magnús- son gitarleikari, Ásgeir Óskarsson trommari og Stefán Hilmarsson söngvari. Útgefandi er Steinar hf. Kvöld við lækinn Skífan hf. hefur gefið út nýja íslenska hljómplötu sem hlotið hefur nafnið Kvöld við lækinn. Kristinn Sigmundsson, Halla Margrét Ámadóttir og Jóhann Helgason syngja lög Jóhanns við texta margra af ástkærustu skáldum þjóðarinnar, s.s. Halldórs Laxness, Kristjáns frá Djúpalæk og Jónasar Hallgrímssonar. Kvöld við lækinn er að mörgu leyti timamótaplata. Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhann Helgason reynir fyrir sér á sviði sígildrar tónhstar og fær til liðs við sig marga af færustu tón- listarmönnum þjóöarinnar. Platan er sérlega vel unnin og er m.a. tekin upp með stafrænni tækni (digital). Kvöld við lækinn er tekin upp að mestu í Norræna húsinu í október 1987 en upptöku annaðist Halldór Víkingsson og útsetningar og tónhst- arstjóm var í höndum Áma Harðar- sonar. Face The Facts Á fóstudaginn kom út nýjasta hljómplata hljómsveitarinnar STRAX. STRAX hefur áður gefið út eina hljómplötu sem m.a. innihélt lögin Moscow Moscow og Look Me In The Eye. Sú plata fór í gull á tæpri viku. Nýjasta plata STRAX hefur hlotið nafnið Face The Facts og er sungin á enskri tungu. Skífan hf. gefur út plötu þessa í samvinnu við RCA/ARIOLA. Mikil og þrotlaus vinna var lög í þessa plötu og útkoman eftir því. Verið er að leggja síðustu hönd á myndband við titillag plötunnar, Face The Facts, og verður það tekið til sýning- ar nú um helgina. Þess má að lokum geta að hin lang- þráö heimildamynd „STRAX í Kína“ verður sýnd á gamlárskvöld í Ríkis- sjónvarpinu. 33 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG Simi 12725 BLAÐAMAÐUR - MATREIÐSLA DV auglýsir eftir blaðamanni sem getur annast um- sagnir og frásagnir af matreiðslu, matargerð, matar- innkaupum og hliðstæðu efni á neytendasíðu. Um fullt starf er að ræða. Kjör skv. samkomulagi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist fyrir áramót, merkt: Ritstjórn DV, umsókn um blaða- mannsstarf. Ritstjórár BRAUTARHOLTI 20 MÁNAKLÚBBSFÉLAGAR ATHUGIÐ! Opið fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Hljómsveit Mánaklúbbsins leíkur föstudags- og laugardagskvöld. Opið annan íjólum og nýárskvöld. Pantið borð í tíma hjá veitingastjóra í síma 23333. Sjáumst öll í góða skapinu. Mölnlycke 4 Fyrr eða síðar kemstu að því að LIBERO bleiurnar eru betri. Þær innihalda engin kemísk bleikiefni. Þykkastar í miðjunni þar sem þörfin er mest. Þurrar við húðina. Tvöföld teygja. Fjölnota límband. Kaupfélag Hafnfirðinga Miðvangi, sími 50292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.