Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Síða 47
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 47-* DV Erlendir fréttaritarar Jólaóttan dæmigerðust fyrir sænskt Jólahald Aðventuljósin með sjö Ijósum, sem nú hafa borist til íslands í stórum stil, eru áberandi á aðventunni í Svíþjóö. Gunrilaugur A. Jónsson, DV, Lundi: „Það var aðfangadagskvöld jóla. Á járnbrautarstöðinni er fram borið glögg, jóladrykkur Svíanna. Stórt jólatré er nær til loftsins er skreytt kertum og brenna þau hægt niður. Það er seint um nótt og fáir á braut- inni. Lestin hafði tafist í snjóbylnum. Úti er hvít jörðin og hvítir skógamir í hinu fegursta skrauti jólanna, snjónum, er beygir greinar þeirra til jarðar. Það er kyrrt en mikið frost. Stjörnur himinsins skína gegnum trjálimið er breiðist yfir veginn og með ljósi þeirra sýnist koma þessi friður sem fjárhirðarnir fundu jóla- nóttina - „og velþóknun guðs yfir mönnum“. Ég haUa mér aftur á sleð- ann og breiði ábreiðuna yfir mig og horfi á þessa vetrardýrð er umlykur mig. Allt í einu heyri ég klukkurnar hringja frá einhverjum klukkuturni í íjarska. Ég spyr ökumanninn hvað það sé og segir hann mér að það sé jólaóttan sem byrji klukkan fimm á morgnana á jóladaginn í Svíþjóð og þangað komi Dalafólkið. Ég segi hon- um að keyra á hljóðið. Á leiðinni sé ég íjölda sleða er koma bmnandi út úr skóginum og er blys kveikt á hveijum sleða og mynda rauða línu við bláan himininn og hvítan snjó- inn. Þetta er Dalafólkið á leið til kirkjunnar... Ég geng inn í kirkj- una, þar inni situr allt fólkið klætt þjóðbúningum sínum, gamalt og ungt. Ég átta mig ekki á hvar ég er. Er ég kominn aftur í söguna, aftur í fomöldina? Allt sýnist svo langt frá nútímanum." Jólaóttan Á þennan hátt lýsti Eggert Stefáns- son, söngvari og rithöfundur, komu sinni til Svíþjóðar árið 1915 en hann var þar við söngnám á árunum 1915 til 1919. Það sem hann lýsir svo skemmtilega er eitt athyglisverðasta atriðið í sænsku jólahaldi, nefnilega jólaóttan, guðsþjónusta eldsnemma á jóladagsmorgun og oft haldin klukk- an fimm. „Ekkert er meira dæmigert fyrir sænsk jól en jólaóttan," segir Inge Löfström, kunnur sænskur fræðimaðúr á sviði kirkjulegra hefða. Áður fyrr var algengt að jóla- óttan byrjaði þegar klukkan fjögur á jólanóttina en nú er algengara að hún byrji tveimur tímum seinna. En engu að síður er mjög athyglisvert hversu mikilla vinsælda þessi hefð í jólahaldi Svíanna nýtur enn því varla er hægt að hugsa sér óheppi- legri tíma fyrir guðsþjónustu en um miðja nótt þegar fólk er búið að vaka fram eftir og belgja sig út af mat. Hér liggur auðvitað mjög gömul siðvenja að baki. í kaþólskum löndum til dæmis er miðnæturmessa á jólanótt þekkt frá fomu fari, siðvenja sem á síðari árum hefur náð vinsældum heima á íslandi. Lúsíuhátíðin Annað sem er dæmigert fyrir sænskt jólahald eða aðventuna öllu heldur er Lúsíuhátíðin 13. desember. Samkvæmt helgisögninni var Lúsía kristin jómfrú á Sikiley sem leið písl- arvættisdauða 13. desember árið 304. Það er raunar furðulegt að þessi ka- þólski dýrhngur skuh hafa hlotið sess á jólafóstu Svíanna, ekki síst ef haft er í huga að Lúsíuhátíðin á tæp- ast hhðstæðu í öðrum löndum. Hluta af skýringunni er að fmna í því að nóttin milh 12. og 13. desembér var lengi áhtin lengsta nótt ársins og þó 21. desember hlyti með gregoríanska dagatahnu þann sess kringum 1750 þá hélt 13. desember fyrri stöðu sinni sem merkilegur dagur og nafnið Lús- ía, sem tengist deginum, er dregið af latneska orðinu lux eða ljós og er þá skammt yfir í hugsunina um ljós- ið sem lýsir í myrkrinu. En það má ekki gleyma því að Lús- íuhátíðin í núverandi mynd er mjög ung hátíð sem ekki hefur náð veru- legri fótfestu fyrr en á þessari öld. Mikinn þátt í vinsældum hennar á lagið Sankta Lúsía sem Gunnar nokkur Wennerberg mim hafa hafi: með sér frá Ítalíu árið 1852. í sinni ítölsku mynd íjahar lagið þó ekki um Sankti Lúsíu sjálfa heldur fiskihöfn sem nefnd hafði verið eftir dýrhngn- um. Það er því hæpið að tala um Lúsíuhátíðina sem sérstaklega kristilega hátíð. í sinni viðkunnanlegustu mynd, eins og hátíðin birtist til dæmis í grunnskólum landsins, þar sem for- eldrar koma saman til að hlýða á börnin sín syngja jólasöngva og drekka glögg og éta „lussekatter" og piparkökur, svipar hátíðinni talsvert til htlu jólanna heima á íslandi. Fólk er einfaldlega að komast í jólaskap og vih taka dáhtið forskot á hátíðina. Aðventuljós Á aðventunni í Svíþjóð eru áber- andi svoköhuð aðventuljós með sjö ljósum sem nú munu hafa borist th Islands í stórum sth. Erfitt er að sýna fram á tengsl slíkra ljósa við aðvent- una en þau eiga þó augljóslega biblíulega fyrirmynd þar sem sjö armar ljósastikanna í Gamla testa- mentinu voru oft túlkaðir sem tákn um návist hins alsjáandi guðs. Talan sjö er líka mjög áberandi í Bibhunni og ýmsir vhja gera mikið úr talna- sýmbólik Bibhunnar og hta á sjö sem eina af hehögustu tölunum sem tákni samband guðs við heiminn. Þrír er tala guðs ogfjórir stendur fyrir heim- inn og þrír plús fjórir séu samband guðs og heims. Hæpið er aö tala um sænsku að- ventuna sem jólafóstu því afskaplega htið er orðið eftir af fóstuhugsun- inni. Veitingahúsin auglýsa þegar í lok nóvember jólaborð sín þar sem hlaðið er öhu hugsanlegu góðgæti þar sem jólaskinkan, lútfiskur og shd er meðal þess sem ómissandi þykir ef borðiö á að rísa undir nafrn. Og í hehd eru Sviar frekar bráðlátir í jóla- haldi sínu, jólatré sjást víða í húsum snemma á aðventunni og sjálft jóla- haldið byijar upp úr hádegi á aðfangadag. Jól á tilboðsverði Páh Vilhjálmsson, DV, Osló: Norskt jólahald hefur tekið áþekk- um breytingum og jólahald á íslandi. Miðaldra Norðmenn minnast með söknuði einfalds og fábreytts jólahalds æskuáranna á meðan bamabömin væla um að fá He-man og nýjustu vopnin í því leikfangasafni sem gengur út á það að drepa og limlesta alls kyns ófreskjur í dýra- og manns líki. Verslunarvertíð kaupmanna lengist ár frá ári og fyrr í haust th- kynnti kaupmaður í Norður-Nor- egi að hann hygðist héðan í frá selja jólavörar árið um kring. Kaup- maðurinn taldi sig þar með slá met sem verslun í Ameríku setti með því að taka upp jólaglingrið um mitt sumar. Flestir kaupmenn hér í Noregi bíða hins vegar með jólaút- stillingamar þangað th komið er fram í miðjan nóvember. Þá er líka aht sett á fuht og frábær jólathboð á fatnaði, gjafavömm og thheyr- andi rækhega auglýst til að freista sem flestra viðskiptavina. Norðmenn em þekktir fyrir að vhja helst ekki kaupa annað en th- boðsvörur. Fyrir jólin verða thboð- in svó mörg og svo hagstæð að margir hinna sparsömu Norð- manna vita ekki í hvom fófinn þeir eiga að stíga. Þrátt fyrir góð meðal- laun getur meðal Norðmaðurinn ekki notfært sér nema að takmörk- uðu leyti öh þau glæstu jólathboð sem yfir hann dynja og verður hann vansæh vegna auranna sem hann hefði getað sparað ef hann ætti bara aöeins meiri peninga. Jólahald í suðurlöndum Vegna þeirrar óhamingju sem töpuð thboðskaup eru Norðmönn- um er æ algengara að þeir dvelji um jóhn í suöurlöndum þar sem engin thboð em heldur aht bihegt. Feröaskrifstofur auglýsa thboð- spakka og þannig getur maður afgreitt jólathboðin á einu bretti. Þeir Norðmenn sem einhverra hluta vegna vilja ekki dvelja á fóst- urjörðinni yfir jólin, en vhja samt losna viö thboðsstreituna, eiga þess kost að halda jólin á fjahahóteli þar sem aht er innifahð á thboðsverði. Matur, gistingogjafnveljólapakkar. Hvar í heimi sem Norðmenn halda jólin er þeim mikhvægt að fá réttan mat yfir hátíðina. A síð- ustu árum hefur jólamatseðihinn orðið æ fjölbreyttari en áður þekkt- ist. Engu að síður halda rótnorskir matarréttir vehi og þeir þyKja ómissandi á mörgum heimhum. Lútfiskur og jólasjúss Dæmigerður jólamatur em svinarif, medisterpylsa og súrkál. Annar réttur er kannski enn nor- skari en það er svokahaður lút- fiskur. Lútfiskur er þurrkaður þorskur sem lagður er í lút og síðan soðinn. Fiskurinn verður hlaup- kenndur þegar hann er kominn á diskinn og þykir lostæti. í Noregi er algengara en á íslandi að skola hátíðamatnum niður með áfengum dryklqum. Norðmenn tala um juledrammen eða jólasj- ússinn og er hann víða sjálfsagður. í fyrra haust var verkfaíl í norsku áfengisversluninni og dróst það fram í nóvember. Verkfahið varð th þess að margir Norðmenn fóra th Svíþjóðar eða Danmerkur mörg- um vikum fyrir jól th að tryggja sér jólasjússinn. Þjóðardrykkur Norðmanna er ákavíti og algengast er að jólastaupið innihaldi norskt ákavíti. Ákavítið er brenndur og sterkur drykkur og vegna þess er þaö oft borið fram ískalt th aö það reyni ekki of mikið á bragölauk- ana. Núna í haust vom hins vegar lagðar fram upplýsingar sem kváðu á um aö óþjóðlegt væri að drekka ákavítið kalt og með réttu ætti að bera það fram við stofuhita. Þessar upplýsingar valda því aö Norðmenn veröa að gera upp á mihi þjóðrækni og viðkvæmra bragðlauka þegar þeir fá sér í staupinu núna um jólin. Kirkjusókn Af Norðurlandabúum era Norð- menn sagðir einna mest gefnir fyrir safnaðarlíf og trúariðkun. Þetta kann að vera rétt en trúaráhugi í Noregi er samt sem áöur misjafn eftir landshlutnm. Strandbyggjar í Suðvestur- og Vestur-Noregi era mestu ákafamenn i trúmálum. Th marks um þaö em deilumar sem nú standa yfir á mihi nýja biskups- ins í Bergen annars vegar og sambands kirkjusafnaða í Vestur- Noregi hins vegar. Biskupinn véfengir sagnfræðhegt ghdi sköp- unarsögunnar í bibhunni og segir að Adam og Eva hafi ekki verið th sem persónur. Þessar bibhuskoð- anir vhl samband kirkjusafnað- anna ekki skrifa upp á og heldur fast við bókstafstúlkun á bibUunni. Annars staðar en í Suövestur- og Vestur-Noregi er kirkju- og safnað- arUf minna áberandi. Kirkjusókn hefur dalað undanfarin ár og sjást ekki þess merki aö breyting verði þar á. Þó vilja sumir meina að jóla- guðsþjónustur hafi dregið th sín fleiri kirkjugesti á allra síðustu áram en árin þar á undan. Það bendir kaimski th þess að Norð- menn séu að fá meiri áhuga á að minnast bamsins í Betlehem sem var upphafiö aö jólunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.