Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Tíðarandi Það er gaman að syngfa! Kórstarf er mjög blómlegt á íslandi og er ekki ólíklegt aö við eigum þar eitt af þessum frægu heimsmetum miðað við höfðatölu þegar litið er til fjölda kóra og kórfélaga á landinu. í flestum skólum eru kórar, kirkjukórar eru talsvert á annað hundrað, kvennakórar, karlakórar og blandað- ir kórar eru í flestum stærri bæjum, hreppum og sýslmn. Þá eru nokkrir stórir kórar á Akureyri, í Reykjavík og víðar. Ekki mun fjarri lagi að telja kórfélaga um allt land í tugum þúsunda. Langflestir syngja í kórum sjálfum sér og öðrum til ánægju en í örfáum tilfellum fá kórfélagar einhveija smágreiðslu. Þar má nefna Þjóðleikhúskórinn, kór óperunnar, kóra sem syngja við jarðarfarir og svo mun það tíðkast sums staðar að kirkjukórar fái einhveija sporslu. Menn leggja gjarnan mikið á sig til að syngja í kór og sumir þurfa að fara um langan veg til að komast á æfingu en telja það ekki eftir sér. Menn fá vissa útrás í söngnum og svo er félagsskapurinn skemmtilegur. Svo má ekki gleyma stærsta atriðinu sem er að það er einfaldlega gaman að syngja. -ATA Hef sungið við jarðar- farir í nær þrjátíu ár - segir Ágústa Ágústsdóttir, fyririiði Athafhakórsins „Ég hef haft meira og minna atvinnu af því að syngja við jarðarfarir í 26 ár en Athafnakórinn, sem ég er í for- svari fyrir, hefur starfað í þessu formi í þijú og hálft ár,“ sagði Ágústa Ágústsdóttir söngkona. Húh hefur komið saman og er fyrirliði hóps söngfólks sem sérhæfir sig í að syngja við útfarir. „í kómum er enginn stjómandi en það mætti kalla mig fyrirliða hópsins því ég sé um að kalla fólkiö saman og prestar og aðstandendur hinna látnu hafa samband viö mig ef þeir vilja fá kórinn til að syngja við at- hafnir. Ég hef kallað kórinn Athafna- kórinn og gengur hann yfirleitt undir þvi nafni. Félagar í kómum em flest- ir tónmenntað fólk og söngvarar. Ágústa sagði að söngvararnir fengju tólf hundruð krónur fyrir að syngja við útför. Þetta væru ekki miklir peningar fyrir söngvarana en tölu- verð útgjöld fyrir aðstandenduma. „Við venjulega útfór em 8-11 söngvarar, stundum fleiri og stund- um allt niður í fimm. Oft er beðið um einsöng og aukahljóðfæri, til dæmis fiðlu. Þetta getur því orðið kostnaðarsamt þegar saman safnast fyrir aðstandenduma." Ágústa var spurð hvort Athafna- kórinn hefði mikið að gera og sagði hún að þetta væri nokkuð sveiflu- kennt. Fleiri kórar væm á þessu sviði. Hún sagði að Athafnakórinn syngi mikið við útfarir sem maður- inn hennar, séra Gunnar Björnsson Fríkirkjuprestur, annaðist. Svo leit- uðu nokkrir aðrir prestar til kórsins svo og aðstandendur sem kysu frem- ur að láta hennar kór syngja yfir hinum látna en aðra kóra. En finnst Ágústu ekki dapurlegt að vera svona oft viðstödd jarðarfarir? „Nei, alls ekki. Mér finnast jarðar- farir afskaplega hlýlegar og persónu- legar athafnir og fyrir kristið fólk á jarðarfórin ekki að vera of dapurleg. Maður ætti í rauninni aö bíða eftir því með eftirvæntingu aö fá að sofna burt. Jarðarfórin ætti að vera gleði- legur atburður en ekki sorglegur fyrir kristið fólk. En að sjálfsögðu fyllist sá sem missir ástvin mikilli sorg vegna missisins en sá tregi stafar oft fremur af eigin vanlíðan en að syrgjandinn haldi að hinum látna líði ekki vel hjá Guði. Dr. Einar Sigurbjömsson skrifaði merka grein í Víðfórla þar sem hann sagði meðal annars að öll sorgarein- kenni á því fólki sem stæði að útför, það er presti og söngfólki, væru óæskileg. Og að óþarfi væri að leggja áherslu á návist dauðans umfram það sem óhjákvæmilega verður þar sem líkkista er til staðar.“ Ágústa sagði ennfremur að sér fyndist sem jarðarfarir í þéttbýli Ágústa Ágústsdóttir: Mér finnast jarðarfarir einkar hlýlegar og oft persónulegar athafnir. DV-mynd GVA væm smám saman að breytast í eldra og betra form. Erfisdrykkjur væm aftur að verða algengar en þær væru í raun mjög heppilegar. í þeim hittu syrgjendurnir vini og vanda- menn og þeir gætu rætt um hinn látna og missinn en það væri öllum syrgjendum nauðsynlegt. Þetta gerði það líka að verkum að fólk ætti betra með að tala saman næst þegar það hittist. -ATA Hluti Athafnakórsins ásamt aðstoðarfólki á æfingu í Bústaðakirkju. Við ætlum að verða söngvarar eða dansarar - sögðu vinkonumar Stefanía og Ingibjörg sem em í kór Laugamesskóla „Það er ofsalega gaman að vera í kór. Við byrjuðum í fyrra og ætlum að halda áfram næsta ár. Við miss- um helst aldrei úr æfingu," sögðu vinkonumar Stefanía Stefánsdóttir og Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir, Þær em báðar níu ára gamlar og félagar í kór Laugamesskólans. Þegar DV leit við á æfingu hjá kómum var verið að undirbúa söngskemmtun fyrir litlu jólin sem verða í dag og á morgun. Sigrún Asgeirsdóttir æfir kórinn sinn fyrir litlu jólin f Laugarnesskólanum. Kórinn er hér að syngja Jólaljós. DV-mynd KAE Stefania Stefánsdóttir og Ingibjörg rödd í Laugarnesskólakórnum. „Við emm aðallega að æfa jólalög núna eins og Jólaljós, Ó, Jesú, bróðir besti, mörg fleiri lög og kannski syngjum við líka Litla trommuleikarann á litlu jólunum. Við æfum tvisvar i viku og emm að verða dálítiö góðar.“ Vinkonurnar voru spurðar hvort kórinn væri látinn syngja á fleiri skemmtunum en litlu jólunum. „Já, já. í haust sungum við Ave verum corpes eftir Mozart á tón- leikuni með Sinfóníuhljómsveit- inni. Það var skemmtilegt en dálítið erfitt að læra textann þar sem hann er á latínu." Þær vom þá spurðar hvort þær heföu skilið textann og sögðust þær ekki hafa skilið neitt nema kannski ave. Þá kallaði ein stúlka úr hópn- um: „Ef við hefðúm skilið textann hefðum við að sjálfsögðu -sungið hann á íslensku!" Vigdís Ottósdóttir syngja báðar neðri DV-mynd KAE - Ætlið þið að halda áfram að syngja þegar þið emð orðnar stór- ar? „Jááá,“ hrópuðu vinkonurnar í kór. „Ég ætla að verða söngvari eins og pabbi þegar ég er oröinn stór,“ sagði Stefanía en faðir henn- ar er Stefán Eggertsson. „Eða þá ballettdansari. Við erum báðar í ballett og það er líka skemmti- legt,“ sögðu vinkonurnar Stefanía og Ingibjörg. í Laugarnesskólakórnum eru um 40 krakkar, 8-10 ára. Þar af er að- eins einn strákur en hann var ekki viðstaddur æfinguna frekar en ýmsir aðrir úr kórnum því þau voru að æfa leikrit sem á að sýna á litlu jólunum. ■ -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.