Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. Neytendur_______________ dv Þannig á að skera hreindýrahrygginn, gott að láta hann rjúka aðeins und- ir álpappír áður en hann er borinn fram. Hreindýrasteik A dögunum auglýstum við eftir hreindýrakjöti fyrir lesanda okkar. Þaö fæst m.a. í versluninni Ásgeir í Tindaseli í Breiðholti. Kílóið af læri kostar 1280 kr., hrygg 1380 kr. og bóg 1180 kr. Hreindýrakjöt er gjaman matreitt líkt og nautakjöt, það er gott í pott- rétti og litlar steikur. Það er líka gott að heilsteikja stór stykki í ofni eins og „roast beef‘. Hryggurinn þykir langfínastur og er steiktur hreindýrahryggur hrein- asta lostæti að sögn þeirra sem til þekkja. Hreindýrakjöt er mjög ólíkt kan- ínukjötinu, því það er dökkt á lit, likara ijúpu. Það getur verið svolítið þurrt og því er það oft spikdregið, eins og það er kallað. Þá er ræmum Lækjartorgi og Laugavegi 8 Qffff í SKÓiNN Engulíkt — . I Cbocolate ORANGE öfícks ! SPGCTRUM HF SÍMI29166 af svínaspiki, ýmist reyktu eða fersku, stungið í kjötið á víð og dreif. Hreindýrakjöt er vinsælt á mat- seðli frænda okkar Norðmanna og því leituðum við í norska matreiðslu- bók að leiðbeiningum um matreiðsl- una. Þar segir m.a. um hreindýra- hrygg: Ekki er nauðsynlegt að þíða hrein- dýrahrygg áður en hann er mat- reiddur en reiknið með 'A tíma lengri steikingartíma. Hins vegar verður kjötið safaríkara ef hryggurinn er látinn þiðna til hálfs eða svo. Glæra himnan, sem er utan á hryggnum, skal fjarlægð áður en kjötið er mat- reitt, annars vill það herpast saman. Ef kjötið er ferskt er himnan skorin af með mjög beittum hníf en ef það er frosið verður að þíða það við stofu- hita áður en himnan er rifin varlega af. Fer hér á eftir það sem reiknað er með að þurfi í hreindýrasteik fyr- ir 6-8 manns: 2-2 V, kg hryggur salt hvítur pipar (svínaspik) soð eða vatn Sósan: 5-6 dl soð 4-5 msk. hveiti 1 /i dl rjómi (sólbeijahlaup, madeira) Þegar búið er að fiarlægja himnuna af hryggnum er kjötið nuddað með salti og pipar. Ef vill má stinga spik- ræmum inn í kjötið á víð og dreif éða skera spikið í þunnar sneiðar og leggja ofan á hrygginn, Látið nú kjötið á rist yfir ofnskúff- una. Klæöið skúffuna innan með álpappír. Stingið kjöthitamælinum í kjötið þar sem það er þykkast en gætið þess að mælirinn fari ekki í beinið. Matreiðið síðan hrygginn við 175°C (ef hann er frystur) og við 150°C ef hann er ófrystur. Þegar hitamælir- inn sýnir 62“C er kjötið rautt að innan og við 75“C er það orðið gegn- umsteikt. Steikingartíminn er ca ein klst. fyrir ferskt kjöt og 1 /i klst. fyr- ir fryst kjöt. Breiðið álpappír yfir kjötið þegar það er tekið úr ofninum en gott er að láta það bíða aðeins áður en skor- ið er af því. Sósan er búin til úr soðinu sem er í ofnskúffunni. Sigtið og mælið í pott. Bætið teningum út í ef með þarf. Þykkið sósuna sem á að vera frekar þykk, bætið ijómanum út í, látið sjóða í ca 5 mín. Bragðbætiö með salti og pipar og sólbeijasultu og madeira ef vill. Með hreindýrasteikinni er gott að bera fram litlar sykurbrúnaðar kart- öflur og rauðkál eins og með rjúpum. Einnig er gott að hafa sundurskomar Ræstiduft er mikið notað á hveiju heimili. Vissirðu að það getur skipt máli hvaða ræstiduft þú kaupir og hvaða stærð. í könnun Verölags- stofnunar í október, þegar kannað var verð á 280 vörutegundum, kom í ljós að heilmikill verömunur getur verið á ræstidufti.. Mesti verðmun- urinn reyndist 15,3%. Lægsta verð á ræstileginum Handy Andy, 500 ml, perur með sólbeijasultu með hrein- dýrakjöti. Það er líka hátíðlegt að sjá á framreiðslufatinu. -A.Bj. var 52,90 kr. og hæsta verð 61 kr. Það er betra að hafa augun hjá sér þegar innkaup eru gerð. Reynið að leggja meðalverð á sem flestum hlut- um á minnið og lærið þannig smám saman hvemig á að haga innkaupun- um svo þau verði sem hagkvæmust fyrir heimilið. Sjá meðfylgjandi töflu. -A.Bj. Næríngargildi Vegna fyrirhugaðrar hækkunar á mörgum mikilvægum fæðutegund- um, sem ríkisstjómin hyggst koma í framkvæmd um áramótin, er ekki úr vegi að fialla um næringargildi þeirra og mikilvægi fyrir heilsuna. Þær fæðutegundir, sem ég ætla aö fialla um, em fiskur, grænmeti og ávextir. Fiskur Eins og flestir vita inniheldur fiskur töluvert af A- og D-vítamín- um en þau eru mikilvæg meðal annars fyrir heilbrigði vefia (A- vítamín) og nýtingu kalks (D-vít- amín). Fiskur inniheldur töluvert af prótínum með hátt lífgildi, þ.e. prótín sem innihalda allar eða flestar þær amínósýrur sem líkam- inn getur ekki framleitt sjálfur og þarf því að fá úr fæðunni. Prótín er meðal annars mikilvægt til ný- myndunar og endurnýjunar vefia. Að margra áliti er þó mesta mikil- vægi fisksins næringarfræðilega séð fitusýruinnihald hans. Eins og margoft hefur verið bent á er mikið af Qölómettuðum fitursýmm í fiski, en þær draga úr eða koma í veg fyrir hækkun blóöfitu, sem er einn af áhættuþáttum varðandi hjarta- og æðasjúkdóma. Þess vegna hefur verið haldið uppi mikl- um áróðri í þá vem að auka fiskneyslu til þess að reyna að draga úr hjarta- og æðasjúkdóm- um. Grænmeti og ávextir Grænmeti og ávextir em góð upp- sprettá fyrir ýmis vítamín eins og t.d. B-vítamín (nema B12-vítamín) og C-vítamín. Einnig inniheldur grænmeti tölu- vert af nauðsynlegum steinefnum, eins og t.d. kalíum, og sumar teg- undur grænmetis em mjög jár- nauöugar. Grænmeti og ávextir em mjög trefiaefnaauðugar fæöutegundir en eins og flestir vita stuðla trefiaefnin að heilbrigði meltingarkerfisins, koma í veg fyrir hægðatregðu og jafnvel fleiri sjúkdóma. Að lokum er grænmeti hitaein-' ingalítiö og hentar því mjög vel fólki sem er í megrun vegna þess að það fær mörg mikilvæg næring- Hollusta og næring Gunnar Kristinsson arefni án þess að fá mikið af hitaeiningum. Lokaorð Með því aö hækka verð á fiski, grænmeti og ávöxtum er ríkis- stjórnin að ganga þvert á alla viðurkennda næringarfræðipólit- ík, sem felst í því að láta fólk borða •hollari fæðu til þess að koma í veg fyrir marga menningarsjúkdóma, sem upprunnir eru af röngu mata- ræöi. Þó svo að verölækkun á ýmsum öðrum vömtegundum sé allra góðra gjalda verð borðum við ekki snyrtivörur og annaö sem á að lækka með tilkomu þessara nýju íaga. Hækkun þessi gerir allan áróður fyrir bættum neysluvenjum miklu erfiðari þegar miklvægar fæðuteg- undimar elu hækkaðar og verða allt að því lúxusvara. Með þessu er verið að stíga stórt skref afturá- bak og má gera því skóna að sá áróður og vinna, sem ýmis samtök og aörir hafa lagt í til þess aö stuðla að hollari neysluvenjum hér á landi, verði að engu gerð. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiiiskostnaðar (jölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks_ Kostnaður í nóvember 1987: Matur og hreinlætisvörur Annað kr. kr. Alls kr. IV,eðal- verð Lægsta verð Hæsta Mismunur verð i% ' Ajax skurapulver 500 g 62.19 59.00 66.00 11,9% Ræstídufl Sparr 500 g 43.78 41.70 47.00 12,7% Ræstilögur Ajax tornado rent 750 ml 76.18 71.10 81.00 13,9% RaMtliögur Ajax tomado rent 1250 ml 118.41 109.20 125.00 14,5% Rseatilögur Dotrl 500 ml 54.55 51.80 59.00 13,9% Ræstilögur Handy Andy 500 ml 57.02 52.90 61.00 15,3% RsMtllögurÞrif550g 54.82 51.80 58.00 12,0% Ræstilögur Jif 500 ml 71.48 67.50 75.00 11,1% Meðalverð: Ræstiduft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.