Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1987, Page 35
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987. 35 Merming Ljoðrænn heimur samræmis Matthias Johannessen Sól á heimsenda Almenna bókafélagið, 1987. Eftir aö hafa lesið bókina Sól á heimsenda kann lesandinn aö hug- leiða hvort hún teljist vera skáld- saga eða ferðaminningar. Raunar eru mörkin þar á milli nokkuð óljós. Sem dæmigerð skáldsaga skortir hana líklegast fastofnari atburðarás og þá í leiðinni meiri átök og spennu. En samt eru þar t Samnefnari barna Drengurinn er tvítugur að aldri en er orðinn sama barnið og hafði oft áður kætt sögumann með við- brögðum sínum og athugasemdum um það sem fyrir bar og gleymdist ekki. „Þau voru orðin svo vön þess- um athugasemdum drengsins að hann var hættur að muna hvenær þær voru gerðar enda var enginn tími til þegar þau voru á ferðalög- um saman, hann var löngu þurrk Matthías Johannessen. atriði sem gera hana að óvenjulegri ferðasögu, fyrst og fremst vegna þess hve ljóðræn hún er og einnig það að ferðinni er heitið út úr fast- njörvuðum tíma og inn í heim óljósara tímatals svo margra ferða- laga að tíminn hefur þurrkast út í minningu þess sem skrásetur: „... hann naut þess að losna við tímann og upphfa alla reynslu sem eina reynslu, hvert atvik sem eitt atvik og hveija athugasemd sem eina ljósrák á svörtum myrkum himni... “ Þetta tvennt einkennir frásöguna og lyftir henni frá því að vera rétt og slétt ferðasaga. Ferðalangamir eru þrír, hann, miðaldra ritstjóri á dagblaði og sögumaður, hún, eiginkona hans, og drengurinn . Þau eru saman á ferð um Portúgal, og í framandi umhverfi þessa suðræna lands fer einnig fram saga um þau þrjú, sam- eiginlega upplifun þeirra og innbyrðis tengsl sem einkennast af hlýleik þótt ólík séu. aður út og það sem var verður og það sem verður var án þess hann leiddi hugann að því eða velti því fyrir sér með nokkrum hætti... “ Drengurinn verður að samnefn- ara allra barna og hin barnslega sýn er í raun þungamiðja sögunnar í frásagnarmáta hennar og andblæ. Sögumaðurinn hrífst af henni og hún mótar umþenkingar hans og vangaveltur sem blandast lýsing- um á landi og fólki sem fyrir ber. Sagan ,er hæg og látlaus, engir sérstakir erfiðleikar eða ógnir steðja að þessu fólki sem lifir áhyggjulaust í sælu sólar og sum- ars þar syðra - nema helst þegar válegar vespur gera vart við sig. Engin undur og stórmerki nema það sem skáld nemur og barnssáhn greinir: hvort drepur nautabaninn nautið eða fær það að lifa? Og reyndar drepur hann ekki nautið í leiknum þarna í Portúgal, en samt fær það ekki að lifa. Athygli er aðalsmerki Ojarönesk veröld Spurningar vakna um tilgang lífs og guð sem leyfir hörmungar og dauða - en kannski er tilgangur með öhu, engin fórn til einskis, hugsarsögumaður með sér, án þess að glata sálarró sinni þótt dapur BókmermtLr Berglind Gunnarsdóttir legt sé að vita. Og sögumaður kem- ur víðar við og orðar stuhdum hugrenningar sínar í ljóðum og ljóðabrotum. Þrátt fyrir látleysið býr meira undir í þessum texta en uppi er látið. „Það voru víðar ævintýri þar sem eldur lék sér við lyng og skuggi við skugga. Þegar hann opnaði augun á morgnana og hún hafði dregið upp gluggatjöldin blasti við hvítur skuggalaus gafhnn á næsta húsi, rauð sólhlífin bundin saman yfir hvítu borðinu, orkídea að springa út í beðinu. „Hún er að kíkja á mig,“ sagði drengurinn. „Sjáðu hvað hún er falleg. Hún var svo þyrst.“ Eða stóra fiðrildið með hvítu vængjunum sem var eins og þota eða rauðleita flugan sem breyttist í þyrlu í hugarheimi drengsins. Eða þegar hann sat í sóhnni og fylgdist með skugga vespu á svölunum, lét augun fylgja honum eftir uns hann hvarf en kom svo aftur og nú voru tveir skuggar á palhnum og stórárás í aðsigi, en þá stóð hann upp og tók gulu slönguna og skuggamir hurfu í bih og pallurinn varð skuggalaus og hvítur eins og hugsun hans sem hvarf inn í sólhvítt umhverfið og samlagaðist því og þessum biáa himni og það voru engir skuggar og engin hugsun og þau ein í þess- ari hlutlausu ójarönesku veröld." Kaos í kosmos Einkunnarorð sögunnar gætu verið það sem sögumaður segir um að hlutverk hstarinnar, ekki síst bókmenntanna, sé að breyta ringlureið í reglu eða kaos í kosm- os. Búa til heim samræmis, reglu og barnslegrar eftirvæntingar. Sögumaöur, sem og höfundur, ritstjóri dagblaðs, leggur um stund frá sér gervið og skilur eftir amstr- ið, en einnig pólitíska þrætubók og átök, sem eru jafnan hatrömm og grimm og fjandsamleg bamslegmn sálum. Og á undarlegan og mót- sagnakenndan hátt heldur hann á vit hljóðlátra ævintýra annars heims sem í honum býr, þar sem ræður ríkjum hin djúpstæða þörf fyrir sakleysi og skáldskap. B.G. aðeins 750 kr. á mann 27 heitir og kaldir réttir Opið virka daga frá kl. 12-14.30 föstudag-laugardag 12-20 Þorláksmessu 12-22 Veitingahúsið UXINN Glæsibæ Sími 685660 T' ERT PÚ Á HRAÐFERÐ? Kanadískir radan arar á hraðferð um heiminn. 6 gerðir radarvara, verð frá 7.950,- Sendum í póstkröfu UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN ÁSBÚÐ 15 210 GARÐABA SÍMI: 91-656298

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.