Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. Utlönd Tuttugu og fimm fastir Taliö er aö tuttugu og fimm námaverkamenn séu fastir niöri í námu í norðurhluta Mexíkó eftir að eldur geisaöi um námuna seint í gærdag. Vitaö er að fjórir menn létu lífið í eldinum og að minnsta kosti nítján meiddust í tilkynningu frá sfáliönaöarfyr- irtækinu Sidermex, sem er í eigu mexíkanska ríkisins, segir að tvö íík hafi fundist i Cuatro y Media náraunni í Coahuila héraði í noröurhluta landsins. Talsmaður fyrirtækisins hafnaði orðrómi um aö yfir hundrað og sextíu námamenn væru lokaðir niðri í námunni. Glæpamenn á sýningu Kínversk yfirvöld efndu um síð- ustu helgi til sérkennilegrar sýningar í borginni Harbin. Voru þá hópar afbrotamanna hafðir til sýnis opinberlega og um háls þeirra voru fest spjöld meö nöfnum þeirra og lýsingu á þeim afbrotum sem þeir höfðu gert sig seka um. Meðal aíbrotamannanna voru vasaþjófar, ræningjar og svarta- markaösbraskarar. Að sögn yfirvalda var sýningu þessari ætlað að vera öðrum til við- vörunar og er liöur í átaki sem ætíaö er að draga úr afbrotum á komandi ári. Átök í Bangladesh I árlegri ræðu sinni um stööu mála í Bandaríkjunum hótaöi Reagan aö skrifa ekki undir fjárlagafrumvarpið á þessu ári ef hann fengi annað eins búnt af breytingartillögum og á siðasta ári. Hafði forsetinn með sér tuttugu kiló eða þrjú þúsund siður af breytingartillögum sem þingið gerði við fjárlagafrumvarp síðasta árs. Símamynd Reuter Kvaddur með Stjórnarandstæðingar í Bangladesh efndu í morgun til víðtækra verk- falla í landinu til þess aö mótmæla hörðum aögeröum lögreglunnar í landinu um síðustu hefgi. Halda stjómarandstæðingar því fram að lögregl- an hafi fellt að minnsta kosti sautján manns og sært yfir þrjú hundruö á mótmælafundi um helgina. Hundruð heimagerðra sprengja sprungu í Dacca, höfuðborg landsins, í morgun, að því er virðist til þess að hræða fólk til aö halda sig heima í stað þess að fara til vinnu. Að sögn lögreglunnar virtust engar aðrar ofbeldisaögerðir eiga sér stað við upphaf verkfallsins sem standa á í tólf tíma. Sögðu talsmenn unnar aö flestar verslanir og skrifstofur í landinu vær’ mjög lítil umferð væri á götum og þjóðvegum. Samningurinn til umfic Samningur þeirra Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnista- flokksins, um eyðingu meðal- drægra kjarnorkuvopna hefur nú verið tekinn til umfjöllunar af öld- ungadeild bandaríska þingsins. Búist er við að samningurinn verði staðfestur en þó ekki fyrr en eftir nokkur átök við andsovéska harö- línumenn í deildinni. Andstæðingar samningsins eru einkum úr röðum repúblikana, flokks forsetans, og einn þeirra, Jesse Helms, sagði í gær að samningur þessi væri boð til Sovétmanna um að svindla. Sagðist Helms hafa sannanir fyrir því að Sovétmenn væru þegar famir að bijóta ákvæði samningsins. Lýðræði í Surinam Lýðræði er nú formlega komiö á í Surinam að nýju eftir nær átta ára herstjóm. Nýr forseti sór þar í gær embættiseið en þing landsins kaus hann í siöustu viku til þess að gegna forsetaembætti Þingiö var kjörið í almennura kosningum þann 25. nóvember á síðasta ári en það vom fyrstu kosningar í landinu í áratug. Hinn nýi forseti heitir Ramsewak Shankar, er auðugur viðskiptajöf- ur og barnabam indverskra inn- fiytjenda. Shankar mun gegna embætti for- setaifimmár..................... lófataki Ólafur Amarsan, DV, New York; Reagan Bandaríkjaforseti flutti í gærkvöldi hina árlegu ræðu sína um stöðu mála innan Bandaríkjanna frammi fyrir báðum deildum Banda- ríkjaþings. Ræðan 1 gærkvöldi var sú síðasta af þessu tagi sem Ronald Reagan flyt- ur. Var greinilegt að þingmenn litu að vissu leyti á ræðuna sem eins konar kveðjuræðu fráfarandi forseta og var Reagan fagnað gífurlega er hann gekk í þingsalinn. , Forsetinn kom ví ða við í ræðu sinni en setti ekki fram neitt nýtt. Hann lagði áherslu á þær breytingar og framfarir sem orðið hafa í Bandaríkj- unum á þeim sjö árum sem liðin eru frá því að hann tók við embætti. Re- agan sagöi að hann myndi áfram vinna aö framgangi stefnumála sinna jafnvel þótt hann ætti aðeins eitt ár eftir í embætti. Sagði forsetinn að hann og þingið yröu að taka hönd- um saman, ekki til að tryggja skammtíma hagsmuni heldur til að leggja grunn að hagsæld í framtíð- inni. Forsetinn sagði að nú væri heimur- inn mun nær því takmarki að losna algjörlega undan hættunni vegna kjamorkuvopna og alræðishyggju- stjórnarfars en hann var fyrir sjö árum. Hann benti ennfremur á að framgangur lýðræðishugsjónarinn- ar hefði verið mikill á undanfömum áratugum. Nefndi hann sem dæmi að árið 1976 hefði einn þriðji íbúa Suöur-Ameríku búið við lýðræöis- fyrirkomulag en nú byggju yfir níutíu prósent íbúa álfunnar við lýð- ræði. Forsetinn skoraði á þingmenn að samþykkja aukna aðstoð við kontraskæruliðana og benti á að þaö hefði verið andspyrna kontraskæru- liðana sem hefði neytt hina komm- únísku sandínista til að slaka örlítiö á mannréttindabrotum sínum. Þess vegna væri nauðsynlegt að styðja áfram við bakið á kontraskæruliðun- um. Forsetinn minntist á þá nýju mögu- leika sem nú eru í samskiptum stórveldanna og hvatti þingheim til að vinna áfram með sér að fram- gangi þeirra mála. Reagan gagnrýndi þingið harðlega fyrir framgöngu þess við afgreiðslu fjárlega. Sagði hann að nauðsynlega þyrfti að gjörbreyta allri íjárlaga- gerð. Hafði hann með sér í ræðupúlt rúmlega þrjú þúsund blaðsíður eða tuttugu kíló af breytingartillögum sem þingið hafði gert við fjárlög for- setans á síðasta ári. Reagan hvatti til samvinnu milli þings og forseta um fjárlagagerð svo að ekki yrði aftur slíkt einskis nýtt pappírsfióð. Hann hét þvi að ef hann fengi annan eins bunka frá þinginu á þessu ári myndi hann ekki skrifa undir fjárlög. Forsetinn kom inn á menntamál, fóstureyðingar og bænahald í skól- um. Einnig nefndi hann sérstaklega þann árangur sem náðst hefur í bar- áttunni gegn eiturlyfjum. Þakkaði hann Nancy, konu sinni, fyrir henn- ar þátt í þeirri baráttu. Forsetinn þurfti oft að gera hlé á máli sínu vegna fagnaðarláta þing- manna. Af undirtektum þeirra mætti ætia að forsetanum yrði ekki skota- skuld úr því að ná öllum sínum málum fram í þinginu. Margir þing- manna voru hins vegar einungis að kveðja forsetann með klappi sínu. Reagan virtist hinn hressasti í gær- kvöldi og verður vonandi jafnhress í dag þégar hann hittir forseta ís- lands í Hvíta húsinu. Umsjón: Ingibjörg Bára Jónsdóttir og Halldór K. Valdimarsson Mýr flokkur í Bretlandi Valgerður Jóhannsdóttir.'DV, London; Nýr stjórnmálaflokkur er nú í burðarliðnum í Bretiandi eftir að frjálslyndir samþykktu á flokks- ráðstefnu, sem haldin var í Black- pool um helgina, að sameinast Sósíaldemókrataflokknum. Á ráðstefnunni, sem var ein sú fjölmennasta í sögu flokksins, sögðu 2099 já við sameiningu en 385 sögðu nei. Úrslitin eru talin mikill sigur fyrir David Steel, leiðtoga Frjálslynda flokksins. Hann hefur barist hart fyrir þessari samein- ingu og sagt að öflugur miðjuflokk- ur væri eina vonin til að losa Breta við jámfrúna. Sósíaldemókratar þinga um sam- eininguna um næstu helgi og búast flestir við jákvæðri niðurstöðu þar. Umræður um sameiningu þessara tveggja flokka hafa staðiö linnulítið frá þingkosningunum í júní á síð- asta ári. Við lá aö upp úr slitnaði fyrir nokkrum dögum er þingmenn Frjálslynda flokksins höfnuðu drögum að stefnuskrá hins nýja flokks sem leiðtogar beggja flokka höfðu sett saman. Einkum fóru fyr- ir brjóstið á þingmönnunum tillög- ur um að leggja söluskatt á barnafót og fleiri vörur, sem verið hafa undanteknar slíku hingað til, og tillögur um uppsetningu Trident kjarnaflauganna umdeildu. Fallið var frá þessum áformum og nú virðist sem frjálslyndir og sósíal- demókratar séu á hraðri leiö í hjónasængina. Úrslitin í Blackpool um helgina hafa ýtt undir vangaveltur um hugsanlegan leiðtoga hins nýja flokks. David Steel hefur ekki úti- lokað að hann hafi áhuga á starfinu en segist að svo komnu máli telja ólíklegt að hann bjóði sig fram, nýr flokkur þurfi nýjan leiðtoga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.