Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. Neytendur Laun veikamanna í ýmsum löndum Matvaran dýr á íslandi íslenskur verkamaöur er næstum 16 mínútur aö vinna fyrir heilhveiti- brauði meðan að starfsbróðir hans í öðrum löndum er 2-12 mínútur að vinna fyrir því. Munurinn er þó enn meiri ef litið er á kjöt. íslenskur verkamaður er eina klukkustund og tuttugu mínút- ur að vinna fyrir pimdi af nautakjöti en bandarískur starfsbróðir hans er aðeins tæplegá sex mínútur að vinna fyrir sömu vöru. íslendingurinn er einnig lengi að vinna fyrir húsaleigu. Það eru aðeins Frakkar sem slá okkur við, en þeir eru sjö tímum lengur að vinna fyrir ,leigunni. Varðandi ísskáp og sjónvarp þá virðist sem verðlag hér á landi sé mun hærra en í næstu nágranna- löndum, þrátt fyrir tollalækkun, en meginmarkmið hennar var að gera verðlag á íslandi samkeppnisfært við verðlag annars staðar eins og kunn- ugt er. Frakkar hafa þó svipað fyrir þessrnn hlutum og við, en Bretar og Bandaríkamenn þurfa mun færri vinnustundir til að eiga fyrir þessum hlutum. -PLP Kinverskur verkamaður með nýja ísskápinn sinn. Hann þarf að verja 3.490 vinnustundum til að geta keypt sér slikt tæki. Vort daglega brauð þungt í skauti. Banda- ríkin Japan Suður- Kórea Frakkl. Vestur- Þýskal. Bretland Ítalía Spánn Kína ísland Brauð 2 min. 37 sek. 6 mín. 15 sek. 12 mín. 55 sek. 7 mín. 16sek. 5 mín. 14sek. 5 mín. 55 sek. 8 mín. 38 sek. 3 mín. 41 sek. 8 mín. 31 sek. 15 mín. 58 sek. Nauta- hakk 5 mín. 55 sek. 58 mín. 38 sek. 1 klst. 25mín. 46mín. 49 sek. 30 mín. 30 mín. 27 sek. 54mín. 33 sck. 37 mín. 44 sek. 34mín. 5sek. 1 klst. 20 mín. Bensin lítri 3 mín. 47 sek. 16 mín. 43 sek. 1 klst. 34 mín. 29 mín. 20 sek. '13 mín. 15sek. 20 mín. 49 sek. 34mín. 4sek. 23 mín. 39 sek. 51 mín. 6sek. 8 mín. 31 sek. Leiga 2 herb. íbúð 21 klst. 84 klst. 70 klst. 30 mín. 87 klst. 30 mín. 24 klst. 45 mín. 19 klst. 45 mín. 36 klst. 30 mín. 58 klst. 15mín. 56 klst. 80 klst. 33 mín. ísskápur 19 klst. 105 klsf. 168 klst. 83 klst. 35 klst. 22 klst. 67 klst. 55 klst. 214 klst. 80 klst. 33 mín. Meðal- fólksb. 753 klst. 541 klst. 1502 klst. 1992 klst. 1318 klst. 1463 klst. 1545 klst. 3490 klst. 1199 klst. 20 tommu litsjónvarp 31 klst. 85 klst. 160 klst. 147 klst. 97 klst. 56 klst. 134 klst. 140 klst. 187 klst. 120 klst. 30 mín. Kóreu- maður er 1: klukku- stund að vinna fyrir bensín- lítfcl Hér á síðunni er tafla sem sýnir hve lengi verkamenn í ýmsum löndum eru að vinna fyrir ýms- um nauðsynjavörum. Taflan er unnin af Aiþóðasambandi verka- manna í jámiðnaði, en tölurnar fyrir ísland eru frá okkur komn- ar. Við gáfúm okkur ákveðnar for- sendur við útreikning töflunnar. Verkamannakaup hér er sam- kvæmt taxta kr. 172,94 á tímann. Kaupið er þó í raun um kr. 250 á tímann samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Dagsbrún og var sú tala því notuð til viömiöunar. Aðrar tölur í töflunni eru fengnar meö því aö taka verð á algengum gerðum. Þannig er reiknaö með aö ísskápur kosti kr. 20 þúsund, bíll kr. 300 þúsund og litsjónvarp kr. 30 þúsund, sem mun raunar vera með lægra móti. HúSaleiga var áætluð kr. 20 þúsund fyrir tveggja herbergja íbúð, en þaö mun vera í lægri kantinum, algengt er að menn fari fram á 35 þúsund krónur í mánaðarleigu fyrir slfka íbúð, auk þess sem kraflst er fy rirfram- greiðslu, sem aftur eykur fjár- magnskostnaö hjá leigutaka. Brauðið, sera tekið var til við- miðunar, var einnig ódýrasta gerð heilhveitibrauös og kostaði þaö kr. 65. Brauð kosta hins vegar að jafnaöi um hundrað krónur, þannig að.í raun getur íslenskur verkamaður eytt mún lengri tíma í að vinna fyrir nauðþurftum en fram kemur í töflunni. -PLP Svar við grein Neytanda í DV 21. Janúar „Alveg einstök gæði Á Neytendasíðu DV þann 21. jan- úar síðastliðinn birtist grein frá Neytanda þar sem vegiö er að Bræðrunum Ormsson. Hér á eftir fer svar fyrirtækisins við ásökun- um Neytanda. „Þar sem greinilega er átt við AEG í greininni langar mig til að svara henni á eftirfarandi hátt. Fyrst langar mig til að gagnrýna blaðamann DV fyrir að hafa birt slíka grein þar sem augljóslega er farið með rangt mál, það þarf ekki að kunna annað en leggja saman og draga frá því greinilegar reikn- ingsskekkjur koma fram í útreikn- ingum greinarhöfundar. Þama er rætt um þurrkarann AEG Lavatherm 620. Neytandi staðhæflr að þurrkarar hefðu átt að lækka um 15% um síðustu ára- mót. Þetta er alrangt. Samkvæmt. þeim skjölum, sem mér bárust frá viðskiptaráðuneyti í byijun des- ember, áttu þurrkarar að lækka um 5%. Það sama stóð í blöðunum, allavega þeim sem ég les. Ég skil því ekki hvaðan þessi 15% tala kom í haus Neytanda. í raun lækkuðu þurrkarar um rúm 6%. Breytingin varð sú aö vörugjald lækkaði úr 24% í 14% en með breyttri reikningsaðferð á út- reikningi vörugjalds, þ.e. gjaldiö reiknast af tollverði og 25% álagi, er vörugjaldið í raun 17,5%. Síðan var fellt niður 1% tollafgreiöslu- gjald. Hvað varöar raunverulega lækk- un á AEG þurrkurum sem var 1,86% þá var verðskrá okkar óbreytt frá febrúar 1987 tíl ársloka þrátt fyrir talsverða hækkun þýska marksins í lok ársins. Neytanda er frjálst að koma til okkar og líta á verðskrá frá febrúar ’87 máli mínu til stuðnings. í nóvember ákváðum við að halda verðskránni óbreyttri til ársloka en hækka um áramót. Lavatherm 620 er ný gerð þurrk- ara sem kom fyrst hér á markað í nóvember síðastliönum. Hann var verðlagöur á gengi þess dags er hann var fyrst tekinn inn. Síöan var hann verðlagður með hliösjón af gengi marksins fyrsta virka dags ársins ’88. Við hefðum getað hækk- að þurrkarann strax í nóvember, en eins og áður segir ákváðum viö að fresta öllum hækkunum vegna gengismunar til áramóta og kom það öllum viöskiptavinum okkar til góða. Varöandi Lúxemborgarsögu Neytanda þá fæ ég ekki séö hvem- ig hún verður rökstudd. Kosti innfluttur þurrkarinn þaðan kr. 24.386 (kominn heim) og tollur var 9.427 eru kr. 14.959 eftir og á þá eft- ir að draga frá flutningskostnaö sem samkvæmt upplýsingum frá Eimskip er kr. 2.600. Meö afslætti fór því þurrkarinn úr kr. 20.600 niður í kr. 12.199! Af- sláttur vegna 12% söluskatts í Lúxemborg er kr. 2.207. Annar af- sláttur er því kr. 6.194, eða rúm 30%. Afskaplega hlýtur Neytandi aö vera vel innundir hjá verslunar- mönnum í Lúxemborg! Væri hann jafnvel innundir hjá verslunarmönnum hér heima og myndi nota niðurfellingu sölu- skatts sem er 25%, auk hins góða 30% afsláttar, þyrfti hann að greiða fyrir þurrkarann hér kr. 22.134, eða 2.252 krónum minna en fyrir Lúx- emborgarþurrkarann og em þá allir tollar og álagning innifalin. Af hverju að fara til Lúxemborg- ar ef hægt er að fá hluti ódýrari hér heima? í ofanálag tel ég að ekki sé hægt að bera saman verð á svona hlutum í Lúxemborg og hér þar sem engir tollar eru á innflutningi til Lúxemborgar frá Þýskalandi en hér era þeir 35%. Aö auki er sölu- skattur 12% í Lúxemborg en 25% hér. Aðalatriði málsins er þó það að þurrkarar lækkuðu ekki um 15% heldur um 6%, og gengi þýska marksins hefur farið hækkandi en þaö gerir þaö að verkum að lækk- unin kemur ekki að fullu fram. Við gerðum því bara það sem lögin segja til um og fórum ekkert út fyrir það. P.S. Útblástursbarki kostar kr. 875 þjá okkur en ekki kr. 1.000. Við höfum selt margar gerðir í gegnum ii árin og teljum að þessi sem við er- um nú með sé sú besta sem fáanleg er. Okkur er í lófa lagiö að selja barka á kr. 285, en við seljum gæða- þurrkara og viljum því aðeins selja geeðabarka. Það er mikið ábyrgðarleysi af Neytanda aö fullyrða að barkinn á 285 krónur sé fyllilega sambærileg- ur við þann á 875 krónur þvi það er hann alls ekki. Snorri Ingason, sölustjóri heimil- istækjadeildar Bræðranna Orms- son hf.“ Athugasemd blaðamanns: í svari Snorra kemur fram að þurrkarar hafi átt að lækka um 5% en ekki 15% eins og sagði í bréfi Neytanda. í yfirliti sem fjármála- ráðuneytiö sendi fjölmiðlum um tollalkækkanir er sagt að þurrkar- ar eigi aö lækka um 15%. Gerði undirritaður því engar athuga- semdir við bréf Neytanda. Einnig var blaðamanni alls ókunnugt um að AEG væri auglýst sem „Alveg Einstök Gæði“. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.