Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988. 13 Neytendur Hefiir verð hjól- barða lækkað? Aö undanförnu hefur mikiU styr staðið um verðlækkun á hjólbörðum. Vegna lækkunar á vörugjaldi var gert ráð fyrir að hjólbarðar lækkuðu um 2Q%. Sumir kaupmenn segjast enn vera að sleikja sárin eftir tolla- lækkunina fyrir 18 mánuðum þegar tollabreytingar urðu sem mestar á bifreiðum og hjólbörðum. Hjólbaröa- salar fá ekki tolia af lager niður- greidda og verða því sjálfir að taka á sig lækkanimar. Fæstir kaupmenn hafa þó lækkað verð á sóluðum hjólbörðum þar sem sá lager er stærri en nýrra hjól- barða. Þess ber einnig að gæta að lækkun aðflutningsgjalda vegna sól- aðra hjólbaröa er svo sáralítil að ekki er hægt að leggja hana til jafns við lækkun nýrra hjólbarða. Engu að síður virðist sem í aðsigi sé um 10% lækkun á verði sólaðra hjól- barða samkvæmt upplýsingum frá hjólbarðaverkstæðunum. Nýir hjól- Nýdekk 165x13 m/nöglum sóluð m/nöglum Umfelgun pr/dekk jafnv. still pr/ dekk taka undan setja á pr/ dekk viðgerð pr/dekk ódýrasti umgangur sóluð dekk með vinnu Sólning 3.290 3.840 2.155 2.765 250 285 125 575 11.260 Hjólbarðahöllin 3.165 3.765 1.950 2.500 250 260 140 520 10.400 Gúmmívinnust. 3.000 3.610 2.155 2.780 260 275 135 565 11.300 3.290 3.910 Bandag 2.175 2.785 250 270 130 550 10.900 Gúmmíkarlarnir 2.995 3.650 2.155 2.780 260 260 140 560 11.260 3.350 3.950 Höfðadekk 3.330 3.835 2.150 2.760 250 250 130 540 11.120 Barðinn 3.150 3.750 2.150 2.760 223 235 118 489 10.904 2.850 3.450 Þá er bara að skella þessu undir, pabbi, þetta var jú eitthvað að lækka. barðar hafa að jafnaði lækkað um 16-17%. Hins vegar hefur vinna á hjólbarðaverkstæðum hækkað ný- lega um 14-15%. Við könnuðum fyrir helgi verð hjól- barða og þjónustu nokkurra hjól- barðaverkstaéða. Ekki virðist sem um mikinn verömismun sé að ræða milli einstakra verkstæða. Hafa ber í huga, vegna þessarar könnunar, að verð sólaðra hjólbarða á í flestum tOvikum eftir að lækka eitthvað (10%). Verð nýrra hjqlbarða hefur hins vegar lækkað sem nemur 17%. Verðið, sem gefið er upp vegna hjól- barða, gildir fyrir stærðina 165x13. -ÓTT. Kanntu brauð að baka? ) - ; • Nú hefur brauð hækkað mikið í verði og þess vegna er alveg tilva- lið að riíja upp kunnáttuna í brauðbakstrinum. Ég kem hér með grunnuppskrift að heilhveitibrauði en henni má síðan breyta á ótal vegu eftir hentugleikum. Hér er bætt við sojamjöli, hveiti- kími og hveitiklíði og þess vegna er mjög gott að nota þetta brauð í nestispakkann. Það er hægt að baka úr þessari uppskrift venjuleg brauð, bollur, pítubrauð, pizzur og ýmislegt fleira. 3 bollar vólgt vatn 1 pakki ger dál. salt, ef vill 6-7 bollar heilhveiti 4 msk. sojamjöl 4 msk. hveitikím /i bolh hveitiklíð Takið til vatnið og hafið á því svipaðan hita og þegar verið er að baða ungbam. Stráið gerinu yfir og látið það leysast upp í vatninu. Best er að hreyfa ekki við því fyrr en það er farið að fljóta upp á yfir- borðið. Þá er heilhveitinu, saltinu, ef það er notað, sojamjöli og hveitikími blandað saman. Takið um 3 bolla af mjölblöndunni og hrærið út í vatnið. Nú þarf að hræra vancHega í þangað til deigið er farið að verða seigt. Hrærið kröftuglega því það sparar talsverðan tíma síðar. Það þarf að hnoða deigið mun minna ef unnið er vel á þessu stigi. Þegar deigiö er orðið eins og þykkur grautur og fellur ekki leng- ur af sleifmni er hægt að hella því yfir afganginn af mjölinu. Hnoðið nú deigið vel saman. Til þess að Svanfríður Hagvaag skrifar deigið verði síður of stíft er betra aö nota matarolíu á hendumar frekar en meira hveiti. Smyrjið nokkuð stóra skál að innan með matarolíu og látið deigið þar í, þekið yfir með plastfilmu. Látið á volgan stað og látið hefast í um það bil 30-45 mínútur eða þangað til það hefur tvöfaldast. Stingið fingrinum í deigið og þegar djúpt far myndast hefur það hefast mátulega. Beijið nú deigið vandlega niöur með hnefunum. Það þarf að vanda sig vel við þetta svo ekki verði eftir loftbólur í deiginu. Mótið nú 2 brauð og setjið á plötu eða 1 brauð og nokkur smábrauð eða bollur. Látið á smurða plötu og breiðið plastfilmu yfir. Látið hefast í um það bil 15 mínútur. Þá eru brauðin sett í um það bil 200 gráða heitan ofn og bökuð í 30-40 mínútur eða þangað til þau era fallega gulbrún og holhljóð heyrist þegar bankað er í þau. Það er gott að pensla þau tvisvar eða þrisvar með vatni á meðan þau eru að bakast, þá verða þau fallegri. í þessi brauð var notað lífrænt heilhveiti sem er mun dýrara en þaö sem venjulega fæst í verslun- um og kostnaöur vfö t-vö brauð var um 150 krónur. Hræra þarf vandlega í deiginu áður en það er hnoðað til að ná betri lyftingu í brauðið. DV-mynd BG Nú er brauðið tilbúið til neyslu. Það er best með smjöri. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.