Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988.
Frjálst, óháö dagbiaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórri, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Hver barði Vestfirðinga?
Vestfirðingar minna á manninn, sem var sleginn, en
reis úr rotinu og barði næsta mann. Vestfirðingar telja
sig vera arðrænda, svo að notað sé gamalt og úrelt orð.
En þeir gera sér ennþá hvorki grein fyrir, hvernig stend-
ur á því, né hvernig bezt sé að verjast arðráninu.
í kjaraviðræðum á Vestflörðum sáu málsaðilar í
fyrstu bjargvætt sinn í ríkinu. Fyrir síðustu helgi bentu
þeir á lykil að samningsgrundvelli, er gæti raunar gilt
um allt land. Hann fólst í, að ríkið niðurgreiddi samning-
inh með skattaívilnunum handa fiskvinnslufólki.
Þegar það fékkst ekki, gáfust Vestfirðingar ekki upp,
heldur héldu áfram að semja upp á eigin ábyrgð, en
ekki ríkisins. í niðurstöðu þeirra er merkilegt fordæmi,
nýtt afkastakerfi. Þar sýna þeir hhðstæða forustu og
þeir hafa sýnt í andstöðu við aflakvótakerfið.
Vestfirðingar hafa einkum tvenns konar sérstöðu í
efnahagslífinu. í fyrsta lagi er sjávarútvegur og fisk-
vinnsla stærri hluti þess á Vestfjörðum en í öðrum
kjördæmum. Og í öðru lagi er landbúnaður þar vestra
minni en í öðrum kjördæmum utan Reykjavíkursvæðis.
Vestfirðingar hneigjast hins vegar til að einblína á
þriðja einkennið, sem kjördæmið á sameiginlegt með
kjördæmum utan Reykjavíkursvæðis. Það er lágt hlut-
fah þjónustustarfa. í því vilja Vestfirðingar sjá skýringu
á, hvers vegna þeir beri skarðan hlut frá borði.
Þjónustugreinar eru sagðar á verðbólgutímum geta
hækkað laun starfsliðs síns og velt hækkuninni út í
verðlagið, meðan fiskvinnslan á Vestíjörðum sé háð
föstu gengi krónunnar og geti ekki keppt við þjónustuna
um starfskrafta. Þetta er í stórum dráttum rétt.
Eðlileg afleiðing þessarar kenningar væri krafa um,
að horfið yrði frá fastgengisstefnu og krónunni leyft að
fljóta. Það stríðir hins vegar gegn hagfræðilegum trúar-
brögðum, sem hafa í vaxandi mæh sett svip sinn á
khsjuhð íslenzkra stjórnmála síðustu árin.
Þjóðinni mundi samt vegna betur, ef hún hætti að
skrá gengi krónunnar, það er að segja hætti að halda
henni uppi með handafh. Hér í blaðinu hefur oft verið
hvatt til notkunar erlendra gjaldmiðla eða alþjóðlegra
reikningseininga í viðskiptum hér á landi.
Rétt skráning efnahagslegra verðmæta, hvort sem
það er í íslenzkum krónum, svissneskum frönkum eða
evrópskum reiknieiningum, er forsenda þess, að þeir
aðilar, sem taka þátt í stóriðju verðmætasköpunarinn-
ar, sjávarútveginum, njóti hæfilegs hluta afrakstursins.
Gengi krónunnar er haldið uppi, af því að ríkið þarf
sjálft að nota verðmætasköpuniná úr sjávarútvegi. Sum-
part er það vafalaust gert til að geta haldið uppi góðum
hfskjörum embættismanna og annarra íbúa Reykjavík-
ursvæðis, en það er ekki nema brot af skýringunni.
Ríkið hefur, með stuðningi Vestfirðinga, tekið að sér
að reka hefðbundinn landbúnað í landinu. Þessi hluti
ríkisrekstrarins kostar þjóðina og þar með Vestfirðinga
sex milljarða króna á þessu ári einu, samkvæmt Qárlög-
um, sem hingað til hafa vanmetið kostnaðinn.
í stað þess að beina geiri sínum að þessum ríkis-
rekstri, sem hirðir af þeim arðinn, hafa Vestfirðingar
látið ginnast til að mynda bandalag, þar sem andstæðir
hagsmunir landbúnaðar og sjávarsíðu sameinast gegn
því, sem þeir telja vera þjónustuveldið fyrir sunnan.
Andúð Vestfirðinga á ónýtu aflakvótakerfi bendir þó
til, að þeir hugsi nógu sjálfstætt til að geta fyrstir séð,
hver lemur hvern. Þótt þeir hafi ekki séð það enn.
Jónas Kristjánsson
Enn um landafrædiherti og ættamöfn:
Allt málfar er
smitandi
Undanfarið hafa nokkrar umræður
orðið um meðferð erlendra landa-
fræðiheita á íslensku. Greinar hafa
birst í blöðum, og meðal annars eru
landfræöingar aö ræða þetta efni í
félagi sínu. Þá birti DV 9. des. sl.
athugasemd frá Sigurði Þorkels-
syni um þetta efni. Hann spyr m.a.:
„Hvaða vit er í því að kalla norsku
borgina Bergen Björgvin?... Og
því er þá ekki notuð eignarfalls-
myndin „Björgvins" í staö „Björg-
vinjar“?“ - Svar: „Vin“ er
kvenkynsorð sem allir íslensku-
mælandi menn þekkja, t.d. „gróð-
Kjallarinn
Árni Böðvarsson
málfarsráðunautur
urvin, vin í eyöimörk". Eignarfall
þess orðs er vinjar. Það er seinni
hluti borgarnafnsins Björgvin og
því er eignarfall þess Björgvinjar.
Hins vegar er seinni hluti karl-
mannsnafnsins Björgvin sama og
karlkynsorðið vinur.
Þessi norska borg hefur borið
Björgvinjamafnið frá upphafi og
íslendingar kölluðu hana ekki ann-
að, allt þar til betri skipaferðir
hófust þangað samtímis bættum
verslunarháttum hérlendis á síð-
ustu öld. En í dönsku breyttist
nafnið. Hún varð allsráðandi í
norskum borgum og margir Norð-
menn tóku snemma upp danska
borgarheitið Bergen í stað hins
norska Björgvin. Þó heitir til dæm-
is biskupsdæmið þar „Björgvin
bispedöme“. Að sjálfsögðu notuðu
danskir kaupmenn dönsku um-
myndunina Bergen, en ekki
upprunalega nafnið Björgvin.
Sama gerði útlenda skipafélagið
sem hafði siglingar milli íslands og
Noregs. Margir íslenskir verslun-
armenn tóku þetta upp eftir útlend-
ingunum, en samtímis héldu aðrir
íslendingar áfram að nota gamla
heitið, Björgvin. Þetta hefur valdið
tvískinnungi í íslensku á seinni
áratugum.
Útlend heiti íslenskuð
Margar erlendar borgir, mörg
héruð og lönd hafa frá fomu fari
borið íslensk nöfn. Meðal þeirra
eru Uppsalir, Stokkhólmur, Gauta-
borg, Þrándheimur, Kaupmanna-
höfn, Hróarskelda, Þrændalög,
Hjaltland og fleiri. Stundum eru
útlendu heitin íslenskuð, stafsett
og beygð eins og íslensk orð. Svo
er um París, Róm, Moskvu, Berlín
og fleiri nöfn. Almennt er sagt: „til
Parísar, til Rómar, til Moskvu, til
Berlínar“. Þó má heyra: „til París,
til Róm, til Moskva, til Berlín“, og
suma hefur þetta beygingarleysi
meira að segja ruglað svo rækilega
að þeir eru til með að segja „til
Akureyri, til Hergilsey, til Vík í
Mýrdaí“. Ég geri ráð fyrir því að
áhugamenn um íslensku telji slíkt
ekki góðs vita.
Mörg erlend landafræðiheiti em
þannig vaxin aö þau falla af sjálfum
sér í ákveðinn beygingarflokk í ís-
lensku, eru eðlilegri í einu kyni en
öðm. í meginatriðum má segja að
venjan um kyn og beygingu landa-
fræðiheita í vandaðri íslonsku sé
þessi:
a) Ef síðari eða síðasti liður er-
lends staðarnafns er íslenskt
nafnorð beygist það eins og ís-
lenska orðið: Danmörk (beygist
eins og mörk), Uppsalir (eins og
fleirtala af salur).
b) Nöfn heimsálfa em kvenkyns:
Afríka, Asía, Evrópa.
c) Öll nöfn á -ea, -ía, -ína em kven-
kyns og beygjast veikt (eignar-
fall á -u): Argentína, Kórea,
Skandínavía.
d) Borgir, eyjar og ár bera yfirleitt
kvenkyns nöfn, veikrar eða
sterkrar beygingar eftir formi:
Berlín, París, Moskva, Rín, Kor-
síka, Mön.
e) Önnur heiti landa, ríkja, héraða,
landshluta em venjulega hvor-
ugkyns og því óbeygjanleg ef
þau enda til dæmis á samhljóði
+ a: Alaska, Kanada, Kína.
Annars enda þau í eignarfalli
oftást á -s: ísrael, Japan, Portú-
gal, Lesótó. Eignarfallsmynd-
imar ísraels, Japans, Portúgals,
Lesótós eru í samræmi við með-
ferð annarra tökuoröa í ís-
lensku: orgel, nælon, tríó.
(eignarfall: orgels, nælons, trí-
ós). Ekki em fordæmi fyrir
þágufallsendingu í slíkum
staðanöfnum.
f) Nokkur gömul nöfn em í öömm
beygingarflokki: Danmörk,
Spánn.
Ibúaheiti og lýsingarorð
íbúaheiti og lýsingarorð dregin
af staðanöfnum fara venjulega eftir
mynd og beygingu staðarheitisins.
Sum þeirra hafa tíðkast frá fornu
fari í íslensku og taka sérstakri
beygingu, svo sem Dani, Grikki,
Tyrki og nokkur fleiri sem enda í
fleirtölu á -ir. Önnur beygjast veikt,
eins og hani: Búlgari, Frakki, Rúm-
eni, Svíi, Þjóðverji; fleirtalan endar
á -ar. Nokkur tilhneiging hefur
verið upp á síðkastið að setja fleir-
töluendinguna -ir á sem flest
þessara orða og segja til dæmis
„Búlgarir, Portúgalir", en að vísu
hefur það ekki komist svo langt að
nokkur hafi sagt „Frakkir" eða
„Svíir“ svo ég viti. Að því gæti
komið.
í grannmálum okkar em oft not-
aðar endingar eins og -ani, -anskur
til að mynda íbúaheiti og lýsingar-
orð (dönsku: amerikaner, amerik-
ansk, ensku: American). Það hefur
ekki þótt hæfa í vandaðri íslensku
að segja „Ameríkani, Afríkani,
Kóreani, Perúani; ameríkanskur,
afríkanskur, kóreanskur, perú-
anskur". Oft eru mynduð íbúaheiti
með því að setja -maður aftan við
heiti landsins eða svæðisihs: Amer-
íkumaður, Kúbumaður.
Lýsingarorð getur verið erfiðara
að mynda. Mjög oft fer endingin
-verskur þó vel, t.d. kínverskur,
indverskur, og samsvarandi íbúa-
heiti getur jafnan endað á -veiji:
Kínverji, Indverji. Þannig verða til
orð eins og Kúbverji, kúbversk-
ur.
Lýsingarorðið „kúbskur" er rétt
myndað, en sú athugasemd er líka
rétt aö það er stirt í flutningi, enda
er stafasambandið -bsk- ekki til
saman í atkvæði í íslensku, ekki
fremur en -b- ér til milli sérhljóða
í ósamsettu orðið eins og Kúba.
Beyging ættarnafna
Sigurður Þorkelsson minnist
einnig á beygingu ættarnafna í at-
hugasemd sinni í DV 9. desember.
Ingólfur heitinn Pálmason rakti
beygingu ættamafna í lítilli bók
sem kom út í sumar, „Um ættar-
nöfn og erlend mannanöfn í ís-
lensku“. Þar kemur fram að frá því
íslendingar fóru að nota ættamöfn
hafa þau ýmist verið beygð eða
óbeygð. í upphafi var algengast að
þau væru beygð, en á seinni ára-
tugum hefur beygingin verið á
undanhaldi. Hér verða dæmi ekki
rakin, aðeins vísað í samantekt
Ingólfs og bent á þá meginreglu í
íslensku beygingakerfi að orð verð-
ur ekki beygingarlaust þó að annað
orð hliðsætt því bætist viö. Sá sem
talar um „rit Nordals, ljóð Thom-
sens“ og „rit Sigurðar, ljóð Gríms“,
verður þá líka að tala um „rit Sig-
urðar Nordals, ljóð Gríms Thom-
sens“, nema hann vilji skipa sér í
þann fjölmenna flokk sem óafvit-
andi stefnir að skemmdum á
íslenskri tungu með því að fella
niður beygingar.
Að lokum skal ég endurtaka þaö
sem ég hef oft áður bent á og marg-
ir á undan mér: Allt málfar byggist
á venju. Andúð á nýjung í máli
hverfur venjulega þegar breytingin
fer aö verða algeng. Mönnum fer
að þykja hún eðlilegt og rétt mál
þegar þeir venjast henni. Til þess
þurfa þeir ef til vill að nota hana
sjálfir sjö sinnum eða jafnvel sjötíu
sinnum. Þetta gildir bæði um góðar
og vondar nýjungar. Allt málfar er
smitandi.
Árni Böðvarsson
„Allt málfar byggist á venju. Andúð á
nýjung í máli hverfur venjulega þegar
breytingin fer að verða algeng. Mönn-
um fer að þykja hún eðlilegt og rétt
mál þegar þeir venjast henni.“