Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1988, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANIJAR 1988. Sviðsljós Ölyginn sagði... Ivan Lendl sem er talinn fremsti tennisleik- ari heimsins í dag hefur verið lögsóttur í New York. Tilefnið er það að hann hafði fest kaup á myndarlegri húsasamstæðu sem hann leigir út sem bak- tryggingu fyrir tekjum. Miklir kuldar hrjá íbúa New York yfir Háveturinn og Ivan Lendl er sakfelldur fyrir að tíma ekki að hita upp húsið fyrir leigjend- urna, þannig að 53 leigjendur hjá honum hafa verið að drep- ast úr kulda í allan vetur. Sylvester Stallone horfir nú fram á mikil vandræði ef heldur fram sem horfir í heimsmálunum. Hann hefur verið við kvikmyndun á mynd sinni, Rambo III, um nokkurt skeið þar sem Rambo tuskar til rússneska hermenn í Afganist- an. Gorbatsjov hefur nú í hyggju að draga herlið sitt til baka og þá er náttúrlega ekki hægt að sýna myndina. Þó hefur heyrst að framleiðendur hugsi sér að láta myndina ger- ast á einhverju öðru svæði í heiminum ef Gorbatsjov verður á undan þeim. franski leikarinn myndarlegi er einn af þeim sem hefur farið út í að framleiða rakspíra með sínu nafni. Hann seldist mjög vel en hefur verið bannaður á sumum stöðum, til dæmis hjá flugfé- lögum, fyrir þá sök að hann inniheldur 65% alkóhólmagn. Alain Delon hefurveriðdugleg- ur við að skipta tim kvenmenn. Nú nýlega fékk hann sér eina nýja, 34 ára gamla, sem heitir Catherine Pironi. Þorrablót í Frostaskjóli Veisluborðið i Frostaskjóli var rikulega hlaðið af þorramat og var allt mögulegt á borðum frá harðfiski til hrútspunga. Handknattleiksdeild KR tók aö sér aö halda þorrablót fyrir félagsmenn í félagsheimilinu í Frostaskjóli um síðustu helgi. Þorri er fjórði mánuöur vetrar eftir íslensku tímatali og hefst hann með fóstudegi í 13. viku vetrar. Hann ber alltaf niður á dögunum 19. til 26. jan- úar og fyrsti dagur þorra er alltaf bóndadagur. Fyrsti dagur næsta ís- lenska mánaðar, góunnar, er konudagur. ’ Á þorranum eru sérstakar matar- venjur tíðkaðar, menn eta missúran eða kæstan mat af mörgum tegund- um og drekka helst brennivín með og þykir þetta kóngafæða. Hin ýmsu félagasamtök og fyrirtæki halda nú þorrahátíðir um allt land þar sem boðið er upp á ýmiss konar kræsing- ar. Handknattleiksdeild KR var snemma á ferðinni og hélt sitt þorra- blót að þessu sinni á öðrum degi þorramánaðar. Rúmlega 100 manns mættu á þorra- hátíð þeirra í Frostaskjóli og gæddu sér á ríkulegum veislufongum. Að sjálfsögðu mættu Hörður Felixson, fyrrum miðvörður í KR, og Þorbjörn Þarna eru félagar úr KR á góðri stund, Einar Sæmundsson, fyrrverandi Friðriksson, fyrrum miðherji KR, og blótuðu þorrann með félögum sínum. formaður KR, Ellert B. Schram, formaður KSI, Pétur Rafnsson, fyrrverandi stjórnarmaður í handknattleiksdeild KR, og Óskar Guðmundsson, margfald- ur íslandsmethafi í badminton. Köttur á ferö og flugi Anna Bjamason, DV, Denver: Til eru margar furðusögur um ketti en einni af þeim furðulegustu lauk í Los Angeles á dögunum. Þá kom þangað kötturinn Felix, sem er rúmlega ársgamall, eftir að hafa verið týndur í tuttugu og níu daga. Eigendur kattarins höfðu verið á ferð í Evrópu en tóku sér far meö Alain Delon Kettinum var ákaft fagnað af eiganda sínum, Janis Kubecki, er hann kom loks í leitirnar eftir 29 daga flugferð um víða veröld. Símamynd Reuter jumbo 747 þotu frá Frankfurt til heimaborgar sinnar sem er Los Angeles. Felix var settur í venju- legt dýrabúr og búrið í farangurs- geymslu flugvélarinnar. Þegar vélin kom til Los Angeles var Felix horfinn úr búrinu og fannst hvergi hvernig sem leítað var. Þótti það hið dularfyllsta mál að kötturinn skyldi nánast gufa upp og hvergi vera fmnanlegur. En skúmaskot eru sögö mörg í farangursrýmum millilandaflugvéla og flugvélin varð að halda áfram flugi sínu þótt Felix fyndist ekki. Svo var það í síðustu viku, tutt- ugu og níu dögum eftir að Felix hvarf, að hann fannst í farangurs- rými vélarinnar þegar verið var að lesta hana í London. í milhtíðinni hafði vélinni verið flogið til höfuð- borga tólf landa og margsinnis til sumra þeirra án þess að kattarins yrði vart. Það er enn óútskýrt mál á hverju kötturinn nærðist allan þennan tíma en hann hafði ekki látið mikið á sjá og virtist hinn hressasti. Það varð eigendum Felix mikið fagnaðarefni að heyra fréttina um fund hans. Þeir biðu hans á flug- vellinum í Los Angeles en þangað kom Felix frá London sem farþegi á fyrsta farrými í umsjá sérstakrar flugfreyju. Viðurgerningur, sem Felix naut á heimleiðinni, stakk nokkuð í stúf við tuttugu og níu daga vist í farangursgeymslu jumboþotu. Hann fékk nefnilega eins mikið og hann kærði sig um af kavíar og reyktum laxi auk ann- ars. Og við komuna til Los Angeles sýndi hann eigendum sínum mikla 4st. Þau láta ekki mikinn aldursmun hindra sig, hjartaskurðlæknirinn Christian Barnard og Karin Setzkorn sem er aðeins 24 ára gömul. Símamynd Reuter Fangar nú ung hjörtu Hjartaskurðlæknirinn Christian Barnard frá Suður-Afríku öðlaöist heimsfrægð á svipstundu er hann framkvæmdi fyrstu hjartaskiptiað- gerðina sem heppnaðist árið 1967. Christian Barnard er hættur hjartaskiptiaðgerðum fyrir nokkru og sinnir nú mest hugðarefnum sín- um enda vel stæður. Hann hefur mikinn áhuga á hraðbátum, vatna- skíöum, veiðum á hafi úti, flugi og ungum konum. Nú fyrir skömmu kvæntist hann í þriðja sinn og heitir sú útvalda Karin Setzkom og er 24 ára gömul. Aldursmunurinn er ekki nema 40 ár, því Barnard er 64 ára gamall, en hvergi nærri sestur í helg- an stein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.