Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Page 5
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 5 dv Fréttir Þeir sem best þekkja til Jóhanns segja að hann brotni ekki við mótlætið. Kortsnoj leggur nú allt undir til þess að sigra. Kortsnoj mun leggja allt undir í dag - sagði enski stórmeistarinn Keene Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada: „Það er ekki um annað að ræða fyrir Kortsnoj en að leggja allt að veði á mánudag þegar 6. skákin verð- ur tefld. Hann verður að vinna og það er einmitt sterkasta hliðin á Kortsnoj, að standa sig þegar mest liggur við,“ sagði enski stórmeistar- inn Keene í samtali við DV, en hann hélt upp á 40 ára afmæli sitt hér í fyrradag með mikilli veislu. „Ég vona svo sannarlega að Jó- hann 'vinni þetta einvígi en ég er hræddur við Kortsnoj þegar hann hefur hvítt í þessari stöðu,“ bætti Keene við. Þeir sem best þekkja til Jóhanns segja að hann brotni ekki við mót- læti á borð við það sem hann varð fyrir í 5. skákinni. John Nunn benti á að hann hefði fengiö erfiðar stöður í þessari viðureign við Kortsnoj en alltaf náð að rétta sinn hlut og það sýndi hvað í honum byggi. „Það vita allir skákmenn að afleik- ir, eins og hjá Jóhanni í 5. skákinni, geta alltaf komið fyrir, alveg sama hve góðir skákmennirnir eru, og Jó- hann er áreiðanlega nógu sterkur til að taka þessu mótlæti," sagði Nunn. Listasafn íslands: Opnaðvið hátíð- lega athöfn „Það mætti mikill fjöldi gesta á opnunarhátíð Listasafns íslands. Við áætlum að það hafi verið rúmlega 1000 manns sem komu,“ sagði Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands. Opnunarhátíðin hófst klukkan kl. 15 á laugardag. Við athöfnina fluttu þau Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, Guðmundur G. Þórarinsson, formaður byggingar- nefndar Listasafns íslands, og Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands, ávörp og að þeim loknum opnaði Vigdís Finnbogadóttir sýn- inguna „Aldaspegill“- íslensk myndlist frá 1900-1987 sem sett var upp í tilefni opnunarinnar og mun standa fram á vorið. Safnið var síðan opnað almenningi kl. 11.30 í gærmorgun og var fyrsti safngesturinn frú Anna Guömunds- dóttir. Að sögn Beru var stöðugur straumur fólks allan daginn sem kom til að skoða safnið. -J.Mar Frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, og Bera Nordal ræðast við á opnunarhátið Listasafns íslands. DV-mynd Brynjar Gauti riJeep@ EGILL VILHJÁLMSSON HF., EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Smiöjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202. Einu sinni enn! 4x4 bíll ársins 1988. JeepE Var kosinn 4x4 bíll ársins 1984 og sem CHOMANCHE 1986. iinffl ..... Verð. Verð á aukabúnaði. BASE 1.074.000,- PIONEER 1.166.000,- CHIEF 1.219.000,- LAREDÓ 1.334.000,- 6cyl. vél, 177 hö., 44.100,- Sjálfskipting 52.500,- 4ra dyra 52.900,- Rafdrifnar rúður 30.400,- Næsti stórviöburöur í skemmtanalífinu veröur á iaugardaginn kemur, þegar frumsýndur verður á Hótel Sögu söngleikurinn „Næturgalinn - ekki dauður enn!“ Hann byggist á tónlist Magnúsar Eiríkssonar í gegnum tíðina. Sagan um íslenska dægurstjörnu, frægöarleit og drauma. Og um raunveruleikann sem tekur viö af draumum. Aöalhlutverk: Pálmi Gunnarsson, Jóhanna Linnet, Eyjólfur Kristjánsson og Ellen Kristjánsdóttir. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Næturgalakvöld í Súlnasal er leikhúsferð, danssýning, skemmtikvöldr-matarveisla og ball; allt einum ógleymanlegum pakka. Miðaverð aðeins kr. 3200. Munið helgarpakkana, og nýjung á Hótel Sögu: helgargistingu fyrir höfuðborgarbúa. PÖNTUNARSÍMI 29900. BÖÐVAR LEÓS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.