Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 17 Sala áfengra diykkja: Vit eða vitleysa? Tekjur og/eða gjöld? Arið 1987 færði ríkissjóði 3.200. 000.000 kr. í tekjum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Um 'A hluti þessara tekna mun koma af sölu tóbaks, 2/ af sölu áfengis. Þetta sama ár voru tekjur ríkissjóðs áætlaðar samtals 45.872.407.000 kr. Tekjurnar af sölu Áfengisverslun- arinnar voru því tæplega 7% af heildartekjum ríkissjóðs. Og það er ekki svo lítið hlutfall. En víst er að um þessar tekjur fer, sem svo ótal margar aðrar tekjur ríkisins, að þeim er sóað í eintóma vitleysu. í þessu tilviki tapast árlega stór hluti þessara tekna í fáranlegan flutnings- og ferðakostnað, eyðingu shtlaga á vegum, slit á bifreiðum og vinnutap við að nálgast áfengi sem fólk notar hvað sem bindindis- frömuðum landsins sýnist eða finnst. Jafnvægi í byggð landsins En þar með er ekki öll sagan sögð. Á sama tíma og alþingis- og sveita- stjórnarmenn tala hver upp í annan um jafnvægi í byggð lands- ins og sjálfstæði sveitarfélaga er unnið markvisst að því að færa verslunina í landinu til þéttbýhs- kjarnanna og þar með frá dreif- býUsstöðunum, meðal annars með því að neyða fólk til ferðalaga um Uöll og firnindi til þess að kaupa áfengi. Styttra til Seyðisfjarðar eða Selfoss? í landinu er nú selt áfengi á 10 stöðum. Og hvar skyldi það nú vera? í Reykjavík eru 4 útsölustað- ir en hinir eru á Akranesi, í Óíafs- vík (í hannyrðaverslun?), á ísaflrði, á Sauðárkróki, á Siglufirði, á Akur- eyri, á Seyðisfirði, á Selfossi og í Keflavík. Ef menn setjast nú niður og skoða kort af stóra skrýtna landinu okkar getur hver maður séð með eigin augum hversu ótrú- leg þjónusta þetta er við fólkið í landinu. Víða má nefna dæmi um lífshættuleg ferðalög sem e.t.v. mætti komast hjá ef ekki þyrfti að efna tii þeirra til þess eins aö nálg- ast svo algenga vöru sem áfengi er. Það er t.d. ekki ónýtt að þurfa að bregða sér fyrir Ólafsfjarðarmúl- ann um hávetur til þess að ná sér í rauðvínstár við hátíðleg tækifæri. Og gaman væri að vita hvert lands- menn, sem búa á svæðinu miðja vegu milli Seyðisfjarðar og Selfoss, bregða sér tU þess að ná í hinar ljúfu veigar ef þeim dettur í hug að gera sér dagamun! Allir í Kringluna Við vitum svo sem að allt flutn- ingakerfi landsmanna er undirlagt af þessum selflutningi með áfengi til þeirra sem ekki komast til þess að ná í það sjálfir og eru þar hin ólíklegustu flutningatæki notuð enda fara ýmsar gamansögur af því. Hitt er víst að þúsundir manna ferðast á eigin farartækjum langar leiðir til að gera áfengisinnkaup sín, og segir sig þá sjálft að þegar menn eru hvort sem er komnir í annað og stærra byggðarlag gera þeir að sjálfsögðu önnur innkaup í leiðinni. Þannig flyst almenn versl- un frá heimabyggðinni til annarra byggðarlaga. Halda menn t.d. að Hafnfirðingar, sem tilneyddir eru að sækja áfengi sitt til Reykjavík- ur, noti ekki tækifærið og komi við í hinum verslununum í Kringl- unni? Finnst hafnfirskum kaup- mönnum það æskileg þróun? Hafa þeir spurst fyrir um verslun hjá Kaupfélagi Arnesinga á Selfossi fyrir og eftir opnun áfengisútsölu þar? Hvað á þetta að ganga lengi? Er ekki kominn tími til að láta af þessum molbúahætti? Og er ekki tfmabært að stjórnvöld móti ein- „Það er t.d. ekki ónýtt að þurfa að bregða sér fyrir Ólafsfjarðarmúlann um hávetur til þess að ná sér i rauðvinstár við hátíðleg tækifæri", seg- ir greinarhöfundur m.a. „Víöa má nefna dæmi um lífshættuleg ferðalög sem e.t.v. mætti komast hjá ef ekki þyrfti að efna til þeirra tii þess eins að nálgast svo algenga vöru sem áfengi er.“ hveija skynsamlega stefnu í áfengismálum? Það er nú einu sinni svo að enn þá er ekki bannað méð lögum að drekka áfengi og á meðan svo er eiga alhr landsmenn rétt á að sitja við sama borð hvað snertir dreifingu þessarar um- deildu vöru. Skynsamleg verðlagn- ing áfengis gæti t.d. haft veruleg áhrif á hvaða tegundir áfengis eru notaðar ef menn kynnu að eygja betri og skynsamlegri notkun áfengra drykkja af umhyggju fyrir heilsufari landsmanna. Það er áreiðanlega einhver óskynsamleg- asta aðferð sem hugsast getur til að stuðla að hóflegri notkun áfeng- is að gera mönnum eins erfitt og unnt er að nálgast það. Ljóst er t.d. að við þær aðstæður, sem menn búa við hér á landi, kaupa þeir mun meira áfengismagn í einu þegar þeir loksins hafa brotist til byggöa og standa í hinni langþráðu versl- un en þeir gerðu ef unnt væri að kaupa áfengi eftir eðhlegum þörf- um. Hver nennir - jafnvel hér í Reykjavík - að gera sér ferð í þess- ar fáu verslanir ÁTVR til að kaupa eina rauðvínsflösku með íöstu- dagssteikinni? Vitanlega kaupa menn meira ef þeir hafa nokkur KjaUariim Guðrún Helgadóttir alþingismaður efni á því og þá fara menn tæplega fyrir Múlann eftir einni flösku. Og hver hefur ekki hitt dauðadrukkna góðborgara á veitingahúsum borg- arinnar sem drekka allt það þeir geta áður en þeir fara heim af því að þeir höfðu ekki þá fyrirhyggju - eða höfðu ekki tíma - .til að eiga í glas heima? Þessum skrípaleik verði hætt Bindindismenn benda tíðum á þann sjúkrakostnað sem örlítill minnihluti veldur vegna ótæpilegr- ar áfengisdrykkju sinnar. En þá skulu menn ekki gleyma þeim við- bótarkostnaði sem við berum öll og er miklu hærri og orsakast af heimskulegu dreifingarkerfi og ómældu vinnustundatapi. Hér hefur einungis verið bent á þá hliö áfengismála sem snýr aö dreifingu áfengis og hver áhrif hún hefur á aíkomu þjóðarbúsins. Það væri svo sannarlega þarft verkefni að fela töluglöggum mönnum að reikna út þá sóun sem hún hefur í fór með sér í beinhörðum/ pening- um. En hvenær sem er má jafn- framt benda á þau skaðfegu áhrif sem þessi staða mála hefur á meö- ferð fólks á áfengum drykkjum og alla vínmenningu í landinu. Það er mál til komið að Alþingi nái áttum í þessum efnum áður en við missum sæti okkar meðal sið- aðra þjóða. Vitleysunni verður að linna. Guðrún Helgadóttir Læknarnir og þagmælskan Eitt af því sem við íslendingar getum státað af er bærileg heil- brigðisþjónusta. Sjálfsagt er hún svo sem ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk en við meg- um trúlega vel við una miðað við margar ef ekki flestir aðrar þjóðir. Tiltrúin minnkar Stundum koma upp mál sem hafa þau áhrif á mann að tiltrúin á kerf- ið minnkar, i það minnsta um stundarsakir. Ein slík uppákoma hefur verið uppsláttarefni íjölmiðla að undanförnu. Læknar hnakkríf- ast um það hvort þeir eigi að fá að skoða sjúkraskýrslur hver hjá öðr- um. Þeir sem ekki vilja láta skoða skýrslurnar sínar eru, að því er virðist, sannfærðir um að hinir muni samstundis kjafta frá öllu sem í þeim er. Þeir sem viljá skoða þykjast sko aldeilis vera menn til að halda sér saman og benda rétti- lega á að þeir hafi lofað að þegja um allt svonalagað ekkert síður en hinir. Trúlega álíta flestir að lækn- ar almennt þegi um það sem þeir verða áskynja í starfi og þeim ber að þegja um. Annars hefur þetta pex þeirra valdið því að ég hef farið að hugsa eftir svolítiö öðrum brautum en vant er. Til dæmis varð ég um tíma svo tortrygginn í garð blessaðra mannanna að það jafnvel hvarflaði aö mér að leyndin, sem menn vildu viðhafa, væri ekki öll sjúklinganna vegna heldur óttuðust þeir að Kynstur af undarlegum uppákomum koma fyrir augu og eyru leigubíl- stjóra og þjóna - en flestir þagmælskir, segir m.a. í greininni. Kjallarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður „Það er alveg áreiðanlegt að geti lækn- ar „kjaftað frá“ geta læknaritarar það líka, nema séð hafi veriðtil þess að þeir lesi alls ekki það sem þeir skrifa.“ læknisverkin þeirra þyldu ekki skoðun annarra lækna. En svo átt- aði ég mig á því að ef þetta væri tilfellið væri heilsufarsástand þess fólks, sem leitar til lækna, áreiðan- lega miklu verra en það er, þannig að þetta hvarflar ekki að mér leng- ur. Læknaritarar Annars er það dálítið broslegt að þegar læknar deila um það hvort aðrir læknar megi lesa sjúkra- skýrslurnar þeirra er aldrei minnst á það fólk sem hefur starfsheitið læknaritari. Maður gæti næstum freistast til að halda að þeir viti ekkert um tilvist þeirra. Fólk, sem ber þetta starfsheiti, hefur það meðal annars að atvinnu að vélrita sjúkraskýrslur eftir fyrirsögn lækna. Eins og þeir hefur þetta fólk skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að það muni ekki segja frá því sem það verður áskynja í starfi, geti það skaöaö einhvern. Það er alveg áreiðanlegt að geti læknar „kjaftað frá“ geta læknarit- arar það líka, nema séð hafa verið til þess að þeir lesi alls ekki það sem þeir skrifa. Reyndar eru fleiri starfsstéttir en læknar og ritarar þeirra bundnar þagnarskyldu. Til dæmis lögfræðingar, endurskoð- endur, lögreglumenn og fleiri. Þagnarheit? Hjá lögfræðingum og endurskoö- endum starfar aöstoðarfólk sem áreiðanlega kemst oft að ýmsu sem viðskiptavinirnir vilja láta liggja í þagnargildi. Ég dreg í efa að af að- stoðarfólki lögfræðinga og endur- skoðenda sé almennt tekið einhvers konar þagnarheit. Samt sem áður er nokkuð tryggt að flest af því sem þetta fólk kemst á snoð- ir um í gegnum starfið, og á að fara leynt, fer leynt. Hugsið ykkur öll þau kynstur af undarlegum uppákomum sem koma fyrir augu og eyru leigubíl- stjóra og þjóna. Margur má áreið- anlega þakka fyrir að flestir þeirra sjá sóma sinn í að vera þagmælsk- ir, þótt ekki sé til uppáskrifað plagg um aö svo skuli vera. Trúlega eru flestir þannig gerðir .að sé þeim sýnt traust reyna þeir að vera þess verðir. Læknar hljóta því að geta rólegir leyft bæði kollegum sínum og endurskoðendum að athuga embættisfærslur sínar, eða hvað? Guðmundur Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.