Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 14
14 t MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Spumingin Veist þú hver ber kostnað- inn af rekstri Keflavíkur- flugvallar? Þórður Pálsson: Nei, það veit ég ekki en myndi þó segja að það væru Bandaríkjamenn, að stórum hluta a.m.k. Kristín Kolbeinsdóttir: Nei, það veit ég ekki og hef enga hugmynd um það. Vífill Oddsson: Ég held að það séu Bandaríkin að stórum hluta. Guðmundur Björnsson: íslendingar og svo Bandaríkjamenn að nokkru leyti, held ég. Runólfur ísaksson: Bandaríkjamenn eða Atlantshafsbandalagið aö mestu leyti, held ég. íris Grönfeldt: Ríkið, að ég held. Lesendur Gæði kjúklinga hafa minnkað Kjúklingar eru vinsæl matvara en gæði og verð ekki að skapi bréfritara og kannski fleiri. Sigþór skrifar: Það eru nú ekki mörg ár síðan farið var að neyta kjúklingakjöts eða hænsnakjöts almennt hér á landi. Fyrstu árin eftir stríð var slíkt kjöt fáséð og t.d. var almenn andúð margra sem voru úr sveit á þessu kjöti. Má sennilega rekja það til þess, að hænsnabúskapur til sveita var eins konar aukabúgrein og hænsni leituðu oft ætis í sorpi og ýmsu því sem óæskilegt var á víðavangi. Þetta breyttist svo smám saman og fólk vandist þessari kjöttegund, og síðar enn betur þegar það fór að fara í ferðalög erlendis og sjá hvemig matreiða mátti kjúklinga á marga vegu. Enn eru þó margir íslendingar, einkum af gamla skól- anum, sem láta hænsknakjöt kýrrt hggja þótt ekkert annað sé á borð- um. Svo fór að lokum að kjúklingar urðu hér eftirsóttir og eru enn. Þeir hafa t.d. verið vinsælir hjá yngri kynslóðinni og mikið keyptir hráir og ekki síður heitir, mat- reiddir og tilbúnir á borðið. Allt var nú í góðu, lengi vel. Síðan kom að því að þessi matvara hækkaði og það mjög ört og er nú svo komið að kíúklingar eru með dýrustu matvælum sem hér finnast. Kjúklingabú hafa sprottið upp hér og þar um landið og allir vilja koma sinni framleiðslu út eins og eðhlegt verður að telja. En þegar einn kjúkhngur er komin í um 400 krónur, hrár út .úr búð, þá er ekki aht með fehdu, því þetta er sú teg- und kjöts sem hvaö ódýrast er að framleiða og svo er einnnig ahs staðar erlendis. Kjúkhngar eru þar taldir í verðflokki hamborgara. En hér faha þeir næstum í sama verð- flokk og nautakjöt, bæði í verslun- um og á veitingahúsum. En annað er verra. Kjúkhngar þeir sem hér eru nú boðnir til sölu eru orðnir mun verri en þeir áöur voru. Ég hef nokkur nýleg dæmi um þetta og frá nokkrum veitinga- stöðum sem áður buðu upp á mjög góða vöru. Ég er ekkert að elta ólar við að nefna nein nöfn að sinni, en gæði kjúkhnganna sem nú eru til sölu í verslunum og um leið veit- ingahúsunum hafa farið niður, um það er ekki spurning. Hvort þetta er því að kenna að birgðir hafa hlaðist upp og veriö er að selja gamla vöru eða þá að fóðrun kjúkhnganna hefur eitt- hvað verið breytt veit ég ekki, en eitthvað hefur farið úr'skeiðis því að kjötið er mun þurrara en áður var og hamurinn veröur harður og þykkur við steikingu, en það á ekki að vera ef hráefnið er gott. Þetta verður kannski lagfært nú, þegar Neyténdasamtökin eru farin aö taka máhn í sínar hendur að því er varðar þessa vörutegund. Og að minnsta kosti munu flestir neyt- endur standa með samtökunum í því að fá þessa vinsælu vörutegund lækkaða í verði því hún er nú þeg- ar ahtof dýr. A tali hjá Hemma Gunn: Vaxandi 2532-2975 skrifar: í miðri viku og á virkum dögum er, að öðru jöfnu, ekki um auðugan garð að gresja hjá sjónvarpsstöðvun- um. Þó er það ekki algilt. Og stundum bregður fyrir mjög svo góðri dagskrá aht kvöldið. Þetta átti t.d. við mið- vikudagskvöldið 27. janúar sl. í Ríkissjónvarpinu. Þá var t.d. á dagskrá þáttur Hemma Gunn, Á tah, þáttur sem ég hélt að hreinlega væri dottinn upp fyrir. Kannski ekki síst vegna þess að ég hafði lesið einhvers staðar talsvert ósanngjama gagnrýni á þennan þátt. Trúði samt ekki að þátturinn yrði lagður af vegna þess eins. Sú varð enda ekki raunin. Mér hafa þótt þessir þættir vera, frá byrjun, eitt áheyrilegasta og þægilegasta efnið, sem flokkast undir afþreyingu, ásamt spumingaþáttum Ómars sem era einnig bráðskemmti- legir. En hvað um það, þátturinn Á tah var aö þessu sinni sá besti til þessa. Má eiginlega merkilegt heita hvað stjórnandinn getur sífeht grafið upp nýja aðUa, ásamt öðram sem þekktir era fyrir, til að koma fram í þáttunum. í þessum þætti vakti sérstaklega vinsældir Hermann Gunnarsson.. .„Á tali.“ Skemmtiþáttur með víötæku efnis- vali. athygh mína tónhstin með stúlkun- um og flutningi þeirra, svo og söngvarinn sem flutti lagið New York (þótt auðvitað slái enginn við „Frankie boy“ í því lagi). Einnig var gaman að sjá hveijir höfðu komist í úrsht með lög sín fyrir Evrópu- söngvakeppnina og þá var hka fróðlegt að kynnast þingmanni (kon- þáttanna unni) úr þinghði þeirra framsóknar- manna (þeim er þá ekki aUs vamað!). En í það heUa tekið er þáttur Her- manns Gunnarssonar afar þægUegur og tiltöMega vandaður þáttur sem á vel heima á dagskrá sjónvarpsins og kannski einmitt á virkum vikudegi. Hermann er orðinn með vönustu sviðsmönnum að því er varðar fram- komu og hæfilega ýtni (aldrei um of eins og mörgum verður þó á sem stjómendum þátta) og er lagið að láta þáttinn „rúUa áfram“ í einni samfeUu án þess að maður finni til þess eða verði var við raunveruleg skU miUi atriða. Því bjargar góð og þægUeg sviðsframkoma stjórnand- ans sem nær einnig að halda athygh áhorfandans meðan á kynningu stendur. Auövitað má vera að þættir þessir höfði ekki til allra, eins og gengur. Hitt má fuUyrða að svona þættir era einmitt þeir sem fólk sækist eftir í sjónvarpi, létt afþreyingarefni með innlendu og erlendu í bland, þáttur sem engan getur skaðað og enginn þarf að hneykslast á. Skemmtiþáttur með víðtæku efnisvah. Gæti jafnvel verið skemmtiþáttur fyrir vandiæt- arana. Miðstýrð neyslustefna? H.H. skrifar: Er hugsanlegt að sljómvöld stefni að breyttum háttum í mál- efnum verslunar og viðskipta þar sem val neytenda um verð og gæði eru stórlega skert? Eins konar mið- stýrð neyslustefna! Franskar kartöflur era nú t.d. settar undir leyflsveitingar frá landbúnaðarráðuneyti. Þessi vara hefur verið á frflista, allt frá upp- hafi viðreisnarstjómarinnar. Gæði innfluttu vörunnar eru ótvírætt miklu meiri heldur en inn- lendu framleiðslunnar svo sem fram kemur í mótmælum hátt á annað hundrað veitinga- og mat- reiðslumanna. Verð innfluttu vörunnar er nán- ast 33% af verði iniilendu fram- leiðslunnar en með tollum, vöragjaldi og sérstöku jöfnunar- gjaldi, samtals 113%. Til skamms tíma hefur verð til neytenda verið tvöfaldað. - íslendingar velja ís- lenskt en þeir gera kröfu um að verð og gæði standist samanburð við innflutta framleiöslu. Er það óeðlilegt? „Hvenærverður sett bann á innflutning niöursuðuvara?" spyr bréfritari. Landbúnaðarráöuneytið hefur ákveðið að flokka soðið og fryst grænmeti sem nýtt og setja síðan undir kvóta þegar íslenskt græn- meti kemur á markað! Fryst grænmeti er miklu skyldara niður- soðnu grænmeti en nýju og spyr maður þá gjaman: Hvenær verður sett bann á innflutning niðursuðu- vara? Ráðherra utapríkisviðskipta hef- ur á fundi hjá samstarfsráði versl- unarinnar sagt aö nauðsynlegt væri að skoða „ahs konar drasl“ sem flutt er til landsins (væntan- lega þó vegna þess að einhver vill kaupa?) - Er hér verið að boða nýja „skömmtunartíma" - Hvað má, hverjir mega? spyr ég einfald- lega. Hringið í eíiria 1 OJLiLLCL Sjúkraskýrsi- ur lækna: Anna Bjarkan skrifar: Viðvíkjandi frétt í sjónvarpi um að tryggingalæknum hafi verið meinað að lita á reikninga lækna í Heilsugæslustöð Árbæjar vil ég taka fram eftirfarandi. Sem Árbæingur, sem nýtur þjónustu Heilsugæslustöðvar Ár- bæjar, lýsi ég því yfir að miðað við mitt Hfsmynstur til dagsins í dag þá mætti setja mína sjúkra- skýrslu, sem er í Árbæjarstöð- inni, í blöðin. Hitt er annað mál að ef ein- hveijir ráðamenn rayndu vilja lesa raína sjúkraskýrsiu en lækn- ar ekki vilja leýfa það þá er það vegna þess að þeir (lœknarnir) vilja ekki kannast við að ég hafi leitað til þeirra. Annars fyndist raér að bæðí læknar og aðrir þyrftu að fá skríf- legt leyfi ef þeir vilja komast I skýrslur sjúklinga. ÞakkirtilHer- dísar Þor- valdsdóttur Edda Bjamadóttir skrifar: í lok dagskrár Ríldssjónvarps- ins sunnudagskvöldið 17. þ.m. flutti Herdís Þorvaldsdóttir kvæöi Garcia Lorca, Stóri Faxi, í þýöingu Magnúsar Ásgeirssonar af slíkri snilld að unun var á að hlýöa. Mig langar að færa okkar tjöl- hæfu listakonu hjartans þakkir fyrir ótal ánægjustundfl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.