Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Canon Rótti tíminn til reiknivélakaupa. Mikið úrval. l<rifvélin hf Suðurlandsbraut 12, S: 685277 - 685275 • Snyrtivöruverslun við Laugaveg - fallegar innréttingar - góð kjör. • Skyndibitastaður í miðbænum - góð velta - miklir möguleikar. • Bilavarahlutaverslun í Austur- bænum - i rúmgóðu húsnæði - miklir möguleikar. • Heildverslun með vefnaðarvöru - góð umboð - mikil velta. Uppl. á skrifstofu. • Veitingastaður í hjarta borgarinn- ar - mikil velta - fallegar innrétt- ingar. • Heildverslun með snyrtivörur - góð kjör. • Lítil matvöruverslun ásamt sölu- turni, verð 1,7 millj. • Litil heildverslun með vefnaðar- vörur - góð kjör. • Tískuvöruverslun með 35 millj. kr. veltu á ári - góð staðsetning. Uppl. á skrifst. • Billjardstofa i Breiðholti í eigin húsnæði - góð kjör. • Sólbaðsstofa í Reykjavík - góð kjör. • Tiskufataverslanir í Breiðholti - ýmsir greiðslumöguleikar. • Snyrtivöruverslun í vesturbæ - miklir möguleikar. • Sportvöruverslun í Reykjavik - góð velta - fallegar innréttingar. • Tískuvöruverslun við Laugaveg, - gott húsnæði - góð kjör. • Sælgætisgerð með nýjum áhöld- um - miklir möguleikar. • Unglingaskemmtistaður í Reykja- vik- sanngjarnt verð. • Leikfangaverslun í miðbænum - eigin innflutn. - góð kjör. • Matvælaframleiðsla - sósugerð - arðbært fyrirtæki með mikla möguleika. • Söluturn í Reykjavík - við mikla umferðargötu - mikil velta - góðar innréttingar. • Barnafataverslanir í miðbænum - góð kjör. • 15 söluturnar víðs vegar í Reykjavik, Kóp. og Hafnarfirði, ýmsir greiðslumöguleikar eru í boði. Höfum kaupendur að góðum heild- verslunum og söluturnum með mikla veltu. Um er að ræða mjög fjársterka kaupendur. Við aðstoðum kaupendur og seljend- ur fyrirtækja. Ýmsir fjármögnunarmöguleikar. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Skeifunni 17 108Reykjavík^ Sími: (91 )-689299 Viðskiptafræðingur: Kristinn B. Ragnarsson. Lögmenn: Jónatan Sveinsson hrl. Hróbjartur Jónatansson hdl. ★ Ráðgjöf ★ Bókhald ★ Inn- heimtur ★ Skattaaðstoð ★ Kaup og sala Utlönd Vopnum búinn israelskur hermaður á eftirlitsferð um Gazasvæðið. Símamynd Reuter Aukinátök á herteknu svæðunum ísraelsmenn væru reiðubúnir til þess að ræða tillöguna. Kvaðst hann taka hana fram yfir hugmyndina um frið- arráðstefnu. Að því er sjúkrahúsyfirvöld segja særðust sex Palestínumenn af völd- um skothríðar ísraelskra hermanna í gær í Nablus á Vesturbakkanum og Jelazoun flóttamannabúðunum nálægt Ramallah. Lýst var yfir út- göngubanni á þessum stöðum um helgina. ísraelsmaður er sagður hafa særst alvarlega eftir að bensínsprengja, sem kastað var að bíl hans, sprakk. Nokkrir Palestínumenn voru hand- teknir, grunaðir um að bera ábyrgð á hermdarverkum. Til aukinna átaka kom á herteknu svæðunum í gær og særðust sex Pal- estínumenn og einn ísraelsmaður. Heryfirvöld óttast cnn frekari átök í dag þegar þúsundir unghnga fara aftur í skólana eftir sex vikna hlé. Samtímis því sem óeirðir blossuðu upp á ný í gær báru Bandaríkin fram tillögu um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu þar sem þrjátíu og níu arabar hafa fallið fyrir ísraelsk- um hermönnum frá því í desember- byrjun. Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, sem hefur verið andvigur þátttöku ísraels í friðarráðstefnu um Miðausturlönd, sagði í gærkvöldi að Koivisto spáð sigri í forseta- kosningunum Forsetakosningar fóru fram í Finnlandi í gær. Talið er næsta víst að núverandi forseti, Mauno Koi- visto, beri sigur úr býtum. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- un hlýtur Koivisto 52 prósent atkvæða. Aðalkeppinaut hans, Harry Holkeri, íhaldsmanni og forsætisráð- herra, var spáð 17 prósent atkvæða, aðeins meira en Paavo Vaeyrynen, fyrrum utanríkisráðherra. Vaeyryn- en er formaður Miðflokksins. Sósía- hstinn Kivisto og kommúnistinn Kajanoja hlutu samkvæmt könnun- inni minna en 10 prósent. Aðalspumingin er hvort Koivisto vinnur með meira en 50 prósent at- kvæða. Búist er við að úrslit liggi fyrir í kvöld. Ef Koivisto tekst það ekki munu þrjú hundruð kjörmenn, sem einnig var kosið um í gær skera úr um hver hlýtur embættið. Koivisto hefur setið eitt kjörtímabil eða frá því að Urho Kekkonen dró sig í hlé eftir tuttugu og flmm ár við stjórnvöhnn. Mauno Koivisto i ræðustól á kosningafundi. Lítið fór annars fyrir kosninga- baráttu hans þar sem talið var næsta vist að hann yrði öruggur sigurvegari. Simamynd Reuter Nrtján felldir Nitján blökkumenn féllu í átök- um milli tveggja hópa andstæðinga kynþáttaaðskilnaðar í Suður-Afr- íku um helgina. Átökin, sem staðið hafa frá því á síðasta ári, milli Zulu Inkatha hreyfingarinnar og hreyf- ingar sameinaðra lýðræðissinna, kostuðu um eitt hundrað mannslíf í janúarmánuði einum saman. Myrtu logreglumenn Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana á götu í Manila, höfuöborg Filippseyja, í gær og talið er að skæruiiðar kommúnista hafi staðið að morðunum. Til átaka kom einnig milli lög- reglu og hóps mótmælenda, undir forystu tveggja frambjóðenda sem töpuðu í kosningunum 18. janúar. Beitti lögreglan táragasi til aö dreifa hópnum. Flokkurinn riðlast Breski sósíaldemókrataflokkur- inn riðlaðist endanlega í gær þegar meginhluti flokksmanna sam- þykkti að sameinast frjálslyndum í stofnun nýs miðjuflokks. Brot úr flokknum ákvaö hins vegar að halda baráttu sinni fyrir sjálfstæð- um flokki sósíaldemókrata áfram og stofna nýjan flokk undir forystu David Owen sem var einn af helstu leiðtogum gamla flokksins. Snjókast í Varsjá Lögreglan í Varsjá í Póllandi varð að þola snjókast frá mótmælendum í borginni í gær þegar hún reyndi að stöðva aðgerðir gegn verð- hækkunum þeim sem ríkisstjóm landsins hefur boðað. Mótmælendur komu saman fyrir utan kirkju eina í borginni og þegar lögreglan reyndi að dreifa hópnum rigndi snjóboltunum yfir hana. Minntust blóðbaðs Um fimm þúsund manns efndu í gær til göngu um stræti London- derry á Norður-írlandi til þess að minnast þess að þá voru liðin sext- án ár frá því að breskir hermenn skutu til bana þrettán almenna borgara þar. Blóðbað þetta vakti mikla reiðiöldu á N-írlandi og hef- ur dagurinn síðan verið nefndur „blóðugur sunnudagur". Þetta er fjölmennasta ganga sem farin hefur veriö undanfarin ár til að minnast atburðarins. Óveður Fimm manns létu lífiö og flmm er saknað eftir mikið óveður sem gekk yfir vestur og norö-vestur- hluta Frakklands um helgina. Veðurfræðingar höfðu varað fólk við að mikill stormur væri í aðsigi. Tveir hinna látnu bárust á haf út og drukknuðu en þrír létust í umferðarslysum. Þeir sem saknað er voru allir á hafi úti. Daniel Ortega hertið stuðningi Páll Vmijátasson, DV, Osló: Daniel Ortega, forseti Nicaragua, kom í stutta heimsókn til Noregs á sunnudagsmorgun. Ortega átti við- ræður við Gro Harle'm Brundtland, forsætisráðherra Noregs. í viðræðunum bað Ortega um stuðning Norðmanna við mögulega friðarsamninga á milli ríkisstjórn- ar Nicaragua og kontraskæruhð- anna sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna. Enn hafa engir samningar verið gerðir en Ortega vill tryggja að þeir verði virtir ef deiluaðilar ná samkomulagi. Gro Harlem Brundtland sagði eft- ir viðræðurnar við Ortega að Norðmenn væru tilbúnir til að fylgjast með að friðarsamkomulag í Nicaragua yrði haldið. Áður hefur Gonzales, forsætisráðherra Spán- ar, lýst Spánverja tiibúna til að gera það sama og sömuleiðis ríkis- stjóm Ítalíu. Frá Noregi fór Ortega til Svíþjóð- ar og þar slógust Svíar í hóp þeirra yfirvalda er lýstu yfir stuðningi sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.