Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Neytendur Framleiðslustýring á eggjum: „Hreiður fyrir svína- bændur að stökkva í“ Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar íjölskyldu af sömu stærð og yðar. Jóhannes Gunnarsson og Jónas Bjarnason, skeleggir baráttumenn Neyt- endasamtakanna. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? eggjabændum ljóst að ’/ið svo búið varð ekki unað. Gefum Jónasi orðið: „Eitthvað varð að gera. Hópur framleiðenda binst samtökum um aö hækka verð“ Framleiðendur hittust á fundi sunnudag einn í desember og ákváðu að hækka eggjaverð um 400%-. Eggja- kíló hækkaði við þetta upp í kr. 199 út úr búð. Vikurnar á undan hafði verð hrapað langt niður fyrir fram- leiðslukostnað og var komið í kr. 60 fyrir hvert kíló af eggjum. Verðlagsstofnun brást hart við þessari hækkun, enda var augljós- lega um samráð að ræða en það brýtur gegn lögum um samkeppnis- hömlur og ólögmæta viðskiptahætti. Eggjabændum var hótað því að eggjaverð yrði sett undir verðlagsá- kvæði ef þeir létu ekki þegar í stað af ætlun sinni. Lýkur þar með þætti Verðlagsstofnunar í máhnu en ekki var að sjá að verð breyttist svo nokkru næmi. Um áramót var svo matarskattur- inn settur á og nú er því svo komið að kíló af eggjum kostar kr. 220. Þá gerist það að landbúnaðarráðuneytið setur á reglugerð sem felur í sér framleiðslustjómun á eggja- og kjúklingaframleiðslu. í reglugerðinni er gert ráð fyrir því að bændum sem framleiddu á árun- um ’86-’87 verði endurgreiddir 75/80 hlutar fóðurbætisgjalds. Þeir sem heíja framleiðslu síðar fá hins vegar ekkert endurgreitt. „Blaut tuska framan í neyt- endur“ Neytendasamtökin hafa barist fyr- ir fijálsu verði á eggjum og kjúkhng- „Reglugerð um framleiðslustýr- ingu á kjúklingum og eggjum er hreiöur fyrir svínabændur að stökkva í. Hinum megin við hornið bíða svo garðyrkjubændur átekta.“ Þetta voru orö Jóhannesar Gunnars- sonar, formanns Neytendasam- takanna, á blaðamannafundi sem samtökin boðuðu tii á dögunum. Samtökin eru æf vegna reglugerð- ar sem Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra setti fyrir nokkm um endurgreiðslu á kjamfóðurgjaldi til kjúklinga- og eggjabænda. Neytendasamtökin telja að með þessari reglugerð sé í raun búið að setja á kvóta í greininni. „Peningum dælt í greinina“ % Jónas Bjarnason fer með land- búnaðarmál í stjórn Neytendasam- takanna. í máli hans kom fram að opinberir sjóðir hefðu dælt fjármun um í þessa grein á undanfornum árum til aö skapa þetta ófremdar- ástand. Tilgangurinn heíði verið sá að knýja alla bændur undir einn hatt, setja á stofn eggjadreifmgarstöð sem hefði í raun stýrt allri fram- leiðslu í greininni. Bændur skiptust hins vegar í tvo hópa. Annars vegar var ísegg, sá hópur barðist fyrir því að eggjadreifmgar- stöð yröi komið á laggirnar, en hins vegar voru það bændur sem felldu sig ekki við hana. Fjármunum hefði verið dælt í inn- leggjara íseggs þannig að offram- leiðsla skapaðist. „Tilgangurinn var sá að beygja þá sem höfðu verið andsnúnir framleiðslustjómun," sagöi Jónas. Ekkert varð þó úr eggjadreifingar- stöð og ísegg lagði upp laupana. Offramleiðsla var orðin staðreynd og í kjölfar hennar verðfall. Samráð um að hækka verð um 400% í desember síðastliðnum varð Kjúklingabú. Mikil uppbygging hefur átt sér staö undanfarin ár og sam- keppni er hörð. um svo árum skiptir. Þessi reglugerð kom þeim í opna skjöldu. „Þetta er eins og blaut tuska fram- an í neytendur. Samkvæmt reglu- gerðinni á nefnd, skipuð tveimur framleiðendum og einum frá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, að meta framleiðsluþörf," sagði Jóhannes Gunnarsson. Eggja- og kjúkhngaframleiðslu verður því stýrt í framtíðinni en verðlagning helst fijáls. Það telja Neytendasamtökin ólöglegt. „Að ekki skyldi óskað verðstýring- ar sýnir að það virðist vera vilji ráðherra að hátt verð haldist. Þaö geta Neytendasamtökin hins vegar ekki sætt sig við og höfum við því ákveðið sanngjamt heildsöluverð og hvatt forráðamenn verslana til að greiða ekki meira en sem því nemur. Þessum aðgerðum verður haldið áfram svo lengi sem reglugeröin verður í gildi. Einnig munum við kreíjast þess að innflutningur á kjúklingum og eggjum verði heimil- aður þegar í stað,“ sagði Jóhannes Gunnarsson ennfremur. Alltverð ólöglegt? Neytendasamtökin hafa ennfrem- ur lýst því yfir að þau muni beita öhum tiltækum ráðum til að fá reglu- gerðina afnumda, enda varði hlutar hennar við lög. Jónas Bjarnason segir að með þess- um aðgerðum hafi ráðherra gert núghdandi verðlagningu á eggjum og kjúklingum ólöglega. „Sex manna nefndin hefði átt að ákveöa verð. Það var hins vegar ekki gert þannig að Neytendasamtökin sáu sig knúin til að hefja aðgerðir. Sætti menn sig ekki við það geta þeir sótt um opinbera verðlagningu til sex manna nefndar. Það er eina leiðin til að verðlagning verði lögleg í grein- inni meðan reglugerð ráðherra er í gildi.“ Samtökin telja mikið í húfi þar sem svínabændur gætu farið sömu leið og þá yrði stutt í að framleiðslu garðávaxta yrði stýrt en þegar hefur gætt mikihar tilhneigingar í þá átt, sérstaklega í ylrækt. Jónas Bjamason hafði eftirfarandi að segja um þessa hættu: „Þetta er svikamyha sem sett hefur verið af stað. Svín, grænmeti og garðávextir, allt bíður átekta." -PLP Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks______ Kostnaður í janúar 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Flokkun i eggjadreifingarstöð Iseggs. Frá Neytendasamtökunum Neytendastarf í landinu lamað ve^na fjársveltis Það er ótrúlegt aö hugsa til þess að á sama tíma og allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efhahagsmál- um byggjast á því að neytendastarf sé virkt sem aldrei fyrr og öfiugt skuh það ekki fá nema 15% hækk- un rlkisframlags f ár miöaö viö fynraár. í fjárlögum fyrir áriö 1987 var stigiö fyrsta skreflö th leiöréttingar eða lagfæringar á fjárhag samtak- anna sem var kominn í það horf að draga þyrfti veruiega úr starf- seminni. í staö þess aö haldið væri áfram nú og næsta skref tekið vár einungis lagt th viöbótar 150.000 kr. 15% f fjárlögum fyrir árið 1988. Það er þess vegna ljóst að verulega mun draga úr þeim vexti sem aukinn fjárstyrkur kora th leiðar. Þetta gerist á sama tíma og stjóravöldum ætti aö vera miög í mun aö sjá neytendastarf í landinu blómstra. Enda segir í athugasemd frá forsætisráðuneytinu við álykt- un miðstjómar ASÍ vegna álagn- ingar söluskatts á matvörur: „Rikisstjómin heftir fahö verð- lagsyfirvöldum að efla eftirht og kynnlngarstarfsemi ásamt árvekni neytenda sjálfra sem er visasti veg- urinn th að tryggja að neytendur njóti þeirra verölækkana sem toll-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.