Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Qupperneq 36
Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift MANUDAGUR 1. FEBRUAR 1988. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Kristján Jóhannsson á háu nótunum. Kristján söng á Scala í gærkvöldi: „Stóð sig vel“ „Ég held aö frammistaöa Kristj- áns hfjóti að verða honum til framdráttar," sagöi Atli Ingólfsson tónskáld sem býr í Mílanó og var viðstaddur frumsýningu á ópe- runni I due Foscari eftir Verdi í Scala óperuhúsinu í gærkvöldi. „Óperan var frumsýnd fyrir fullu husi og við ágætar undirtektir við- staddra. Þama voru nokkrir íslendingar mættir, ijölskylda Kristjáns og aðdáendur. Kristján stóö sig vel, virtist ekki vitund taugaóstyrkur, heldur söng af eins miklum krafti og innlii'un og hlutverkið gaf tilefhi til. Hins vegar féll haxm kannski í skuggann fyrir rússnesku sópran- söngkonunni sem söng með honum því hún sló í gegn með óvenju glæsilegum söng og leik.“ í dag eru verkföll í Milanó og engin dagblöð gefin út þar í borg en DV mun kappkosta að segja frá umsögnum tónlistargagnrýnenda um leið og þær birtast. Samningamenn funda í dag Sammnganefnd Verkamannasam- bands íslands og fulltrúar Vinnuveit- endasambands íslands munu funda eftir hádegi í dag. Karvel Pálmason, -varaformaður Verkamannasam- bands íslands, vildi ekki segja til um hvort hann byggist við einhverjum niðurstöðum af fundinum en hafði þetta að segja um gang mála fram að þessu. „Samningaviðræður hafa gengið eins og við mátti búast. Lítið hefur þokast en næstu dagar hljóta að skera úr um hvort menn geta gert sér einhverjar væntingar eða ekki. Lffb^ggingar ili Niðurstaða fundarins í gær var lítil og tel ég því að menn verði nú að fara að tala af meiri alvöru en áður. Nú hafa menn talað út og suður um hin ýmsu málefni en nú er tími til kominn að þrengja orðavalið." -JBj ALÞJOÐA LIFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. IAGMLLI 5 - RKYkJANIk Sinii Í>,SU>44 Ungs manns leitað: Snjóskriða féll og hreif hann með sér Snjóskriða féll á einn af fimm félögum úr íslenska alpaklúbbnum í Morsárdal á sjötta tímanum í gærdag. Mennimir höfðu verið við æfingar. Snjóskriöan var stór og mikil og hreif hún manninn með sér. Þegar DV fór í prentun í morg- un hafði maðurinn ekki enn fundist. Morsárdalur liggur á milli Mors- áijökuls og Skaftárjökuls. Félag- amir höfðu sest niður til hvíldar við Skarðatinda. Snjóskriðan féll úr Skarðagili og á þann stað er mennirnir sátu. Eins og fyrr sagði varð einn félaganna fyrir skriðunni og hreif hún hann og allan búnað félaganna með sér. Mennimir em á aldrinum 16 til 21 árs. Þeir em úr Reykjavík og Garðabæ. Tveir félaganna fóra strax til byggða til að láta vita hvemig kom- iö væri. Tveir biðu á slysstað. Þeir sem gengu til byggða komu að bænum Bölta, sem er skammt frá Skaftafelli, um klukkan átta í gær- kvöld. Björgunarsveitarmenn fundu fljótlega mennina tvo sem biðu á slysstaðnum. Þá hafði ekki Slysstaðurinn Morsárdalur er á milli Morsárjökuls og Skaftárjökuls. sakað. Fíöldi hjálparsveitarmanna tekur þátt í leitinni. Sérþjálfaðir hundar era komnir á slysstað. Þyrla Landhelgisgæslunnar og þyrla frá Vamarliðinu munu taka þátt í leitinni í dag. í gær var veður rnjög slæmt á þessum slóðmn. Vindur komst í ellefu vindstig í mestu kviðunum. -sme Vegalögreglan stöðvaði í gær 52 bíla með tengivagna. Voru þeir allir á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Við skoð- un kom í Ijós að aðeins þrír þeirra höfðu búnað samkvæmt reglugerðum. DV-mynd S LOKI Maður verður þá að fara í kynskiptingu ef maður ætlar á þing! Veðrið á morgun: Norðaustan- áttog frostlaust Á morgun verður norðaustanátí um allt land, víða nokkuð hvöss. Víða norðan- og austantil á landinu verður slydda en þurrt að mestu sunnanlands og vestan. Hiti verður um eða rétt yfir frostmarki. Brasilíumaðurinn: Dæmdur í fjögurra ára fangelsisvist Hjá dómstóli í ávana- og fíkniefna- málum var í gær kveðinn upp dómur yfir brasilíska manninum sem tek- inn var með 450 grömm af kókaíni í gistihúsi í Hveragerði um miðjan október. Var hann dæmdur í fjög- urra ára fangelsi og einnig er honum gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn tekur út refsingu hér á landi. Hann mun ekki hafa átt efnið sjálfur, heldur mun hann hafa verið að flytja það á milli landa fyrir annan aðila. -sme Bridge: Flugleiðir unnu homið Sveit Flugleiða varð Reykjavíkur- meistari í bridge í gær. Sigraði sveit Póláris með miklum mun, 174 gegn 86, í 64 spila úrslitaleik aö Hótel Loft- leiðum. í hálfleik var staðan 41-37 fyrir Pólaris. í undanúrslitum á laug- ardag vann sveit Flugleiöa Verö- bréfamarkað Verslunarbankans, 120-69, og Pólaris vann Samvinnu- ferðir, 112-82. í sigursveitinni spil- uðu Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Ragnar Magnússon, Sig- urður Sverrisson og Valur Sigurðs- son og hlaut sveitin bridgehornið. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.