Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd Fyrsta samningalundi kontra- hreyfmgarinnar og fulltröa stjómvalda í Nicaragua, sem haldinn var ,í San Jose í Costa Rica í síðustu viku, lauk á fóstu- dag, án annarra tíöinda en þeirra að deiluaðilar ákváðu að hittast að nýju innan skamms. Fundurinn einkenndist af því að báðir aðilar beittu mikilli var- fæmi og var greinilega í mun að halda viðræðum sínum gangandi áfram. Báðir aöilar lögöu fram tillögur sem gera ráð fyrir að vopnahlé komist á í marsmánuði. lillögur kontraskæruliða binda hins veg- ar enn vopnahléiö við breytingar á stjórnarháttum í Nicaragua, sem stjóm sandinista hefur ekki enn samþykkt. Stjórnarerindrekar segja að bak við þennan nýja samvinnu- vilja beggja aðila deiluimar i Nicaragua liggi sú staðreynd að hvorugur aðilinn eigi í raun aðra leið út úr vandkvæðum þeim sem átökin í landinu hafa skapað. Báðir deiluaðilar bíða þess nú að sjá hveija afgreiöslu beiðni Reagans Bandarikjaforseta um áframhaldandi ijárhagsaðstoð bandarískara stjómvalda við kontraskæruliða fær í banda-' ríska þinginu nú í vikunni. Ráðamenn í Bandaríkjunum deila hart um aðstoð þessa og þótt stjómvöld fullyrði að hún verði samþykkt hefur hún mætt harðri andstöðu í þinginu og óvist hvemig aíkvæðagreiðsla full- trúadeildarinnar fer á miðviku- dag. Öldungadeildin mun svo greiða atkvæði um aðstoðina á fimmtudag. Orðrómur er nú á kreiki þess efiiis að ef aðstoðin verður felld í bandaríska þinginu muni ríkis- stjórnin leita eftir aðstoð við kontraskæruliða frá öðrum ríkj- um. Komið hefúr fram að Bandaríkjamenn hafi fengið sold- áninn af Brunei til að veita kontrahreyfmgunni tíu milljón doliara aöstoö og að leitaö hafi verið eftir aðstoð frá Saudi-Arab- íu. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, vildi ekki neita þessum orðrómi í gær. Um helgina tókst að fá stjórn- völd í Nicaragua til þess að láta lausan bandaríska flugmanninn James Denby sem verið hefur í haldi þar, sakaður um samvinnu við kontraskæruliða. Talið er að meö því að sleppa Denby vifji stjórnvöld reyna að hafa áhrif á afgreiöslu banda- ríska þingsins á beiðni Reagan um aöstoð við kontra. Denby kom til Los Angeles í gær. Við komuna þangað sagði hann að vel heföi veriö farið með sig í fangelsinu í Nicaragua. STORKOSTLEG VER9LÆKKUN Billiard 30-40% verðlækkun Pílukast 15-40% verðlækkun Dartpilur Quality Brass, verð áður kr. 528, nú kr. 350. Dartpilur Tungsten, verð áður kr. 1.990, nú kr. 1.290. Dartspjöld 44 cm, verð áður kr. 675, nú kr. 436. Dartspjöld, keppnis, Bristle, verð áður kr. 3.700, nú kr. 2.150. Billiardborð 2 fet 63 cm, verð áður kr. 3.100,-núkr 1.910. Billíardborð 3 fet 92 cm. verð áður kr. 4.000,-núkr 2.450. Billiardborð4fet122cm, verðáðurkr. 5.950,-núkr 3.850. Billiardborð 5 fet 153 cm, verð áður kr. 14.900,- nú kr 9.670. Billiardborð 6 fet 183 cm, verð áður kr. 17.700,- nú kr 12.550. Sendum í póstkröfu Kreditkortaþjónusta Ármúla 40, simi 35320 /erslunin /H4RKIÐ HER ER LÆKKUN SEM UM MUNAR TCT 52, 20" litsjónvarp, staðgreitt kr. 23.914. frAbært TCT 5213,20" fjarstýrtlitsjónvarp, staðgreitt kr. 27.413. TCT 36, 14" litsjónvarp, staðgreitt kr. 17.846. TCT 365,14" fjarstýrt litsjónvarp, staðgreitt kr. 21.623. SJONVARPSMIÐSTÖÐIN ^ Síðumúla 2, símar 689090 - 689091

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.