Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. Utlönd Aróðursmaskína naslsta í Danmörku Haukur L Haukascm, DV, K&upmaimahöfa Hinn austurríski nasistaveiðari Simon Wiesenthal ákærir Dani fyr- ir að hafa veitt áhrifamiklum nýnasista, Thies Christophersen, landvistarleyfa síða9ta hálft annaö árið. Christophersen er rpjög virkur nýnasistí. Hann rekur útgáfufyrir- tækið Nordwind í húsi sínu í Kollund á Suður-Jótlandi og dreifir nasískum ritum þaðan um heim allan. Auk þess veitir hann nasista- hreyfingunni Biirger- und Bauer Initiative V í V-Þýskalandi for- mennsku. Samkvæmt Wiesenthal var Thies Christophersen foringi í SS-sveit- unum í síðari heimsstyrjöldinni, þar á meðal í Auschwitz-fangabúð- unum þar sem hundruö þúsunda gyðinga voru myrt. Hefur Chri- stophersen hlotið fiölda dóma i V-Þýskalandi vegna fullyrðinga sinna þess efnis að frásagnir um Qöldamorð nasista á gyðingum væru hreinn uppspuni Hann hefur ásamt öðrum nýnasista skrifað bókina Auschwits-lygin um þaö efni auk ótal timaritsgreina. Um veru sína i Auschwitz segir Chri- stophersen að hann hafi aldrei verið í SS-sveitunum heldur hafi hann aðeins séö um garðyrkjustörf meðal tvö hundruð kvenfanga. Hann skilur ekki af hverju Wies- enthal er sérstakiega á höttunum eftir honum og segir. „í Danmörku er fiöldi manna sem einnig voru í SS-sveitunum“ en leiðréttir sig svo „sem raunverulega vom í SS. Það var ég aldrei". Christophersen 9egir sig vera póiítískan flóttamann í Danmörku. Danmörk sé fijálsræðislegt land þar sem pláss sé fýrir alla, líka nasista. Hann kom til Danmerkur haustiö 1986 en þá átti hann yfir höföi sér dóm viö réttínn í Flens- borg. Hann verður handtekinn ef hann kemur tíl V-Þýskalands svo tryggt sé að hann mæti fyrir rétfi. Samkvæmt • heimildum dagbiaðs- ins Politiken hefur hann oft farið yfir landamærin undanfarið tii nastistafunda en alltaf sloppið framhjá landamæralögreglunni. Samkvæmt blaðinu getur Chri- stophersen haldið áróðursútgáf- umú áfram í mestu makindum þar sem dönsk lög ná ekki yfir yfirlýs- ingar hans um aö nasistar hafi aldrei útrýmt gyðingum. Þingraaður sósíalista hefur fjölda spurninga á takteinum í þessu samhengi og þá sérstaklega hvem- ig persóna sem Christophersen hafi sloppið í gegnum hið alræmda nálarauga útlendingaeftirlitsins á meðan flóttafólk eigi í mestu erfið- leikum með að fá landvistarleyfi. Sönnunargögn gegn Waldheim birt í Der Spiegel Gizur Helgason, DV, Liibedc Vestur-þýska tímaritið Der Spiegel telur sig hafa undir höndum sönnun- argögn fyrir því að forseti Austurrík- is, Kurt Waldheim, hafi tekið þátt í nauðungarflutningum á almennum borgurum í seinni heimsstyrjöldinni. Sönnunargagnið er skjal sem sýnir fyrirmæli frá Waldheim um nauð- ungarflutninga á fiögur þúsund borgurum frá Júgóslavíu árið 1942. Talsmaður Waldheims segir skjalið falsað. í dag heldur vestur-þýskur sagnfræðingur í nefnd þeirri er rannsakar fortíð Waldheims til Júgó- slavíu til að reyna að komast að því hvort skjalið er ekta. Ritsfiórn Der Spiegel tilkynnti í fyrradag að í blaðinu í dag, mánu- dag, yrði skjalið birt en það hefði verið sagnfræðingurinn Dusan Plenca er hefði fundið það í skjala- safni í Zagreb. Hann hefur hingað til neitað að láta rannsóknamefndinni í té skjalið þar sem honum þykja störf hennar yfirborðskennd. Samkvæmt upplýsingum Der Spi- ir þeirra er lentu í þessum nauðung- egelvorunokkrirgyðingaríhópnum arflutningum létust í fangabúðum sem fluttur var frá Júgóslavíu. Marg- nasista. BRZOJAVKA j i jftAííj 2t.istz j ^ j ^ 4 ' ?-SC?.S t . 1 j—D9 ' li'' o* 1 V Vífíoa \ Jtr ]„ . . { - t . 1 —~ f \ ,2}CO-VöCO ÍOiSCT.Poru 'Tsil n2.-.-rr-4-i224 -sir:obÍ l isi í .dJaéeiiy.-oSo^l íaSi ksk*** iú jturLh — jliTí-.r i- fi-.aia 5=-'-=-' Be'-uale~ raSiSSö r .. r./ -;rr~:r7J".' X '” ' -'V. »—„-»< ( f iC'Z'XgjvL l ‘ia í f í j w.' : jÝj ^ I líítil .1 ' j fi;; % I \Í-> , , ÍS > . . 1 ...» Skjalið sem sýna á fyrirmæli Waldheims um nauðungarflutninga fólks frá Júgóslavíu. Símamynd Reuter Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Þessi fallegi sími með 11 númera minni, sem hannaður er afhinu rómaða fyrir- tæki Bang og Olufsen lækkar í verði um 43% vegna tollalækkana, úr 8.260 kr. ílf.681 kr. Samsvarandi lækkun ereinnigá öðrum tegundum símtækja. T.d. lækkarModu- lophone handsímiúr kr. 2.990 kr. í 1.666 kr. og Comét memo með 10 núm- era minniúr 5.978 kr. í 3.236 kr. PÓSTUR OG SÍMI Símarnireru seldir í söludeildum Pósts ogsíma íKringlunni, Kirkjustræti og á póst- ogsímstöðvum um alltland. NÝR OPNUNARTÍMI Um heigar: Föstudaga til kl. 02 Laugardaga frá kl. 18-02 Sunnudaga frá kl. 18-23.30 Að máltíð lokinni eru matargestir velkomnir í hressilegt andrómsloft Lækjartungis. Æ i*w^*r*V* TLndir Lækjartundi. é /7 // . • * Lœíqaraötu 2 AJ U l\voóiywL w ýarsern áfiersía er Cögð ágczði ogýjónustu llllllll iiSiSi Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður lŒk)oioafu2 S62I62S J/ Kvoóuwl <Undir Lœkjartungíi. Laíjargötu 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.