Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Page 18
18 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVIKUR HEILBRIGÐISFULLTRÚI Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykja- víkur er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars nk. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heil- brigðiseftirliti eða skyldum greinum, svo sem líffræði, matvælafræði, dýralækningum, hjúkrunarfræði, eða hafa sambærilega menntun, Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavík- ursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 10. febrúar nk. en hann ásamt framkvæmdastjóra heil- brigðiseftirlitsins veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík ARVÍKsf NAFNNUMen 0590-8190 --;---;--------------------------------------- kennitala 47 ii 83-0169 ARMUL11 • P0STH0LF 8000- 128 REYKJAVÍK • SlMI 687222 • TELEX 3012 • TELEFAX 687295 Harris/3M telefaxtæki Alltaf í fararbroddi Mikil verðlækkun 2127 Harris/3M býöur upp á hágæða telefaxtæki sem hafa sendingar- hraða allt að 10 sekúndum. Þessi tæki í 2000-línunni eru algjörlega sjálfvirk og bjóða upp á allt sem þú þarft til að koma skjölum og öðrum gögnum til viðtakenda á öruggan og skjótan hátt. Kynntu þér 2110, 2123 og 2127 tækin. 111AD Hin nýja lína af telefaxtækjum frá Harris/3M er bæði vönduð og hagkvæm. Þessi tæki senda bréfið þitt frá einni heimsálfu til ann- arrar á 1 5 sekúndum. Slíkur hraði sparar ekki aðeins tíma heldur einnig peninga. Harris/3M 111-línan er sú hraðvirkasta í sínum flokki. 111 -línan getur haft samskipti við allar gerðir telefaxtækja og prentgæðin eru ótrúleg. Kynntu þér 111 og 111AD telefaxtækin frá Harris/3M og þú sann- færist um gæði þeirra og þú munt komast að raun um eins og fleiri að þau eru sennilega bestu tæki sinnar tegundar í heiminum. Teiefax fyrir: Banka • Innflytjendur • Útflytjendur • Lögreglu • Trygginga- félög • Dagblöð • Verkfræðistofur • Auglýsingastofur • Prentsmiðjur • Opinberar stofnanir o.fl. o.fl. Verðskrá 111....................kr. 98.500,- 111AD........kr. 107.300,- 2110...................kr. 149.000,- 2123.........kr. 215.000,- 2127.........kr. 269.000,- Aukinn hraði - Um umferðarmál: Kólguhljóðið kalda vekur.. Það er merkileg upplifun að Al- þingi íslendinga skuli hafa tekið sig saman og uppfært ný umferðarlög. Það var nú lengi beðið eftir ein- hverjum spekúlant í dómsmála- ráðuneytinu sem átti að koma rammanum saman. Hann hafði öðrum hnöppum að hneppa og umferðarmálin á þessari norðlægu eyju biðu í hnút þar til þingmenn tóku skarið af eftir áratuga bið eft- ir engu. Jón Helgason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði geð í sér að fá þingið til að hnoða saman bækhngi varðandi umferðarmál. Hlutverk arftaka hans og nafna skal vera að koma þessum boðskap áfram til þjóðarinnar. Mér býöur í grun að hann sé svo upptekinn við alls kyns viðskiptamál utan flokks sem innan að hann hafi ekki nægan tíma í þetta verkefrii. Ef til vill leys- ir hann það með því að setja einn „spekúlantinn" í þetta. I dag heyrast orðræður úr ýms- um hornuni varðandi umferðar- mál. Meira að segja hann Davíð hefur orðið einhvem áhuga á þess- um málaflokki í lífskeðju fólks. Enginn póhtíkus gegnum tíðina hefur lagt þessum málaflokki lið svo heitið geti, sérstaklega hafa sveitarstjómarmenn sofið á verð- inum. Nú fara þeir alhr í hár saman vegna samgöngumála í landinu, þeir vakna upp við vondan draum, umferðarmálin eru að kæfa þá í svefni. Það virðast helst vera kon- urnar sem áhuga hafa haft á þessum málum gegnum tíðina ásamt örfáum karlmönnum. Mér flnnst vel við hæfi að konur sópi einhverju af atkvæðum til sín með afskiptum af umferðarmálum með- an karlarnir hvílast. Þetta vísubrot á því vel við: Myrka stigu margur rekur mörg eru sporin orpin sandi kólguhljóðið kalda vekur konu eina á Gautalandi. Þessi kona tók til sinna ráða út úr neyð og framkvæmdi hlutina. Það hjó mig ofurlítið í axlirnar er birtist grein eftir yfirmann um- ferðardehdar lögreglunnar í Reykjavík á Þorláksmessu í Dag- blaðinu Vísi. Mér finnst í sjálfu sér ágætt hjá yfirmanni í lögreglu að skamma fólk á prenti. Það hefur þó sýnt sig gegnum tíðina að það er ósköp haldlítið. Ég prófaði fyrir nokkrum árum að húöskamma hann Davíð í útvarpsviðtali fyrir áhugaleysi hans á umferðarvanda Reykj avíkurborgar. Þetta var eins og að skvetta vatni á gæs við Tjarnarendann. í dag er aðeins far- ið aö rifa í augun á honum Davíð, en hann er nú ekki einn um það, blessaður. Ég held að lögreglan í Reykjavík ætti frekar að horfast í KjaUaririn Gylfi Guðjónsson ökukennari augu við umferðarvandann eins og hann er á götunum, skipa sínu hði fram en ekki tefla einhverja skák við fólkið í íjölmiðlum. Þann tíma, sem ég starfaði við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík, var Óskar Ólason leið- andi þar. Okkur strákunum á lögreglubifhjólunum var skipað út til starfa og ég man að við fengum ágætt erindisbréf þar að lútandi frá honum Sigurjóni lögreglustjóra um hvernig við ættum að haga okkur. Óskar bannaði tafl og spil hjá þessari deild á varðstofunni. Magnús Einarsson var þá undir Óskar settur en.yfir bifhjólalög- reglunni. Undir hans stjóm var starfað harðri hendi við löggæslu á strætum og vegum. Síðan fór Sig- urjón, svo Óskar og Magnús hvarf í æðri stöðu innan kerfisins. Mér hefði þótt við hæfi að Magnús Ein- arsson veitti umferðarlögreglunni forstöðu ef láta á til skarar skríða gegn umferðarvanda þann 1. mars nk. Hann hefur mikla reynslu og hann er geðgóður. Það er Qöldi fólks sem vill leggja lið til þess að komið veröi betri skikk á umferðarmálin, bæði innan lögreglunnar og utan, innan stjórn- málaflokka og utan. Það vantar á að smiðshöggið sé rekið á verkið. Einhvers staðar setti ég fram tillög- ur nýlega varðandi úrbætur í umferðarmálum. í þeim fólst að dómsmálaráðuneytið sendi öllum lögreglustjórum landsins erindis- bréf. Fjárveitinganefnd heimilaði aukafjárveitingu til allra lögreglu- stöðva landsins, til tækjabúnaðar og kostnaðar vegna aukins mann- afla um skamman tíma. Nýlega mætti Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, í sjón- varp. Hann hafði heilan herskara af ahs kyns yfirmönnum með sér á sjónvarpsskerminum. Hann var spurður hvemig mætti bæta um- ferðarmenningu landsins. Ég heyrði ekki betur en hann teldi að bætt ökukennsla mundi bæta um- ferðina verulega. Mér datt nú svona í hug hvemig hann ætlaði að bæta alla hina, sem komnir eru með ökupróf. Böðvar er mætur maður og hefur erfitt hlutverk á hendi. Það eru ýmsir misvitrir í kringum hann. Ég held þessir menn mættu beita sínum seglum betur upp í vindinn og halda áfram ágætu starfi í umferðinni sem þeir hafa þegar hafið. í sjónvarpsþætt- inum gleymdu þeir að nefna þann sem leikur aðalhlutverkið á ak- brautinni framan við brotamann- inn. Það hlutverk leikur lögreglu- maðurinn, ekki ökukennarinn. Ökukennarar mega fá sinn skerf. Spekúlantinn í ráðuneytinu hefur séð til þess með dæmafáu skeyting- arleysi og gagnslausu kukli gegn- um tíðina. Þó finnst mér nú þeim sem virðast alla ábyrgð bera á umferðarslysum og vá þessi árin svolítil vorkunn. Fyrsti mars er á næsta leiti, enginn bæklingur er kominn út né hefur annar undir- búningur farið fram enn varðandi ný lög sem taka eiga gildi og varða alla landsmenn miklu. Ég sé fyrir mér þann ökukennara sem senda á nemendur sína í próf 2.3. 1988, ný lög, nýjar reglur en engar upp- lýsingar. Ef til vill er breyting umferðarlaga það htil að ekki sé nauðsyn að kynna hana með fyrir- vara þeim aðilum sem mest hafa afskipti af umferðarmálum hér á landi. Saltið er gott í hófi. Þaö er notað nú á tímum til matargerðar. Hvað er gatnamálastjóri að hugsa? Nokkrar bifreiðaveltur nú undan- farið má rekja til vanbúnaðar á hjólbörðum. Éina shka bifreið dró ég upp suður við Kúagerði á að- fangadag. Gatnakerfi höfuðborgar- innar er í þröng og ekki fleiri orðum eyðandi á þetta málefni í bili. Þótt syrt hafi í álinn að imdan- fornu varðandi umferðarmál tel ég að bjartara sé yfir nú en oft áður. Umferðarráð hefur sótt í sig veðrið og umræða öh orðið opnari og meiri en áður var. Með þessum pisth er ekki hægt að gera öllum þáttum fuh skU. Kann því að vera að meira komi síðar. Að endingu vfi ég geta frétta frá mínu heimahéraði, MosfeUssveit. Þar hefur verið vUji meirihluta íbúa um árabil að upp verði sett lögreglustöð. Umferðarþungi landsbyggðar og' höfuðborgar rennur gegnum byggðarlagið og menn flýta sér mismikið, hvort sem þeir eru að koma eða fara. Erindi þeirra eru misjöfn og athafnir eftir því. Slys urðu hér of tíð á síðasta ári. Þá styrktist sú umræða að hér skyldi koma lögreglustöð. Sýslu- maður Kjósarsýslu mun hafa lagt drög að lögreglustöð sem skipa ætti mönnum frá Hafnarfirði og heimahéraðinu. Einhverra hluta vegna fór síðan einhver að leika einleik á fiðlu! Er nú í ráði að lög- reglan í Reykjavík annist þetta afdalabarn sem þolað hefur þján- ingar vegna umferðar. Sagt er að löggæslan skuh vera með líku sniði og á Seltjamamesi. Þar hefur verið góð löggæsla undanfarin ár en hvernig færi hjá þeim ef Vestur- landsvegurinn yrði lagður í gegnum bæinn? Síðan fréttist að hið háa dómsmálaráðuneyti hefði hafið smlði á nýju frumvarpi. Þar er þess getiö að fólki úr Kjós, Kjal- arnesi og Mosfellssveit skuli vera smalaö til dóms í Reykjavík. Þá held ég væri betra að breyta bæn- um í sveit aftur og vera án þessara afskipta. Gylfi Guðjónsson „Mér fmnst vel viö hæfi að konur sópi einhverju af atkvæðum til sín með af- skiptum af umferðarmálum meðan karlarnir hvílast.“ I Mosfellssveit hefur verið vilji meirihluta íbúa að upp verði sett lögreglu- stöð, segir hér meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.