Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1988, Qupperneq 33
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1988. dv Viötalið ________•______ .___ Guömundur Heiðreksson, for- maður Knattspyrnufélags Akur- eyrar, KA. Formaður KÆ „Lítill tími tyrir annað“ Gyifi Eristjánss., DV, Akureyri; Guðmundur Heiöreksson er formaður Knattspymufélags Ak- ureyrar, KA, sem varð 60 ára 8. janúar síðastliðinn, en um helg- ina var haldin vegleg afmæhs- hátíö í Sjallanum. Guðmundur er 38 ára að aldri. Hann útskrifaðist sem tækni- fræðingur frá Tækniskóla ís- lands 1972, vann síðan eitt ár á verkfræðistofu en hefur síðan starfað hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri þar sem hann er um- dæmistæknifræðingur. „Ég var í íþróttum á mínum yngri árum en hætti t.d. knatt- spyrnuiðkun þegar ég var kominn í 2.flokk. Reyndar tók ég nú fram knattspyrnuskóna að nýju árið 1975 og lék með KA í 3. deild, en aðeins í eitt ár.“ - Hvað' um önnur áhugamál en KA? „Það er nú svo að þegar maður er að vasast í þessu er lítill tími fyrir önnur áhugamál. Ég fylgist vel með flestum greinum íþrótta, fer sjálfur á skíði á veturna í Hlíð- arfjall og stunda svo silungsveiði á sumrin.“ - Hvemig starf er það að vera formaður félags eins og KA sem hefur um 1400 félagsmenn. „Ég er nú að hefja mitt fimmta ár sem formaður félagsins og það er óhætt að segja að þetta hafi verið erilsöm ár, enda hefur upp- bygging hjá KA verið geysilega mikil á svæði félagsins, bæöi við vallargerð og byggingu félags- heimihsins. En það er langur vegur frá því að ég standi einn í þessu. Ég er svo heppinn aö hafa með mér mjög góða menn í stjórn sem hafa unnið mjög lengi að málum hjá KA. Ég móðga örugg- lega engan þótt ég nefni Stefán Gunnlaugsson sem er bæöi for- maður knattspymudeildar og í aðalstjórn félagsins, en aö starfa fyrir KA er lífshugsjón hjá hon- um.“ - Og að lokum, hvernig er staða KA á 60 ára afmæhnu? „Hún er góð. Félagslega erum við nýög sterkir, við erum komn- ir meö mjög góða aðstöðu nema hvað varðar íþróttahús og það verður næsta stórverkefni okkar að íþróttahús rísi við Lundar- skóla við svæði okkar. íþróttalega séð erum við sterk- ir. Viö eigum lið í 1. deild í karla- og kvennaflokki í knattspyrnu, í handknattleik karla, í karla- og kvennaflokki í blaki og við eigum besta unglingalið landsins í júdó. Við stöndum því vel og eigum einnig góðan efnivið þannig að við kvíðum ekki framtíöinni. ■ir nm rmmnnriiii wií i miaijia■ n■1111 min»m HPMMIHI 45 Fréttir Ólafsfjörður: „Höfnin er ekki í bráðri hættu“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Höfnin er ekki lengur í bráðri hættu og vonandi dugar sú viðgerð, sem lokið var við fyrir áramótin, fram á vorið þótt ljóst sé að hún sé ekki til frambúðar,“ sagði Valtýr Sig- urbjarnarson, bæjarstjóri á Ólafs- firði, í samtah við DV um ástand hafnarinnar þar. Höfnin á Ólafsfirði skemmdist mik- ið í slæmu veðri snemma í haust og var í mikilh hættu eftir það ef veður hefði orðið slæmt. Fyrir áramót fór fram bráðabirgðaviðgerð. Sótt var stórgrýti upp í Ólafsfjarðarmúla og fyllt með því í stærstu skörðin sem höfðu myndast í hafnargarðinn. „Menn frá Hafnamálastofnun voru hér fyrir jólin og fundu þá gijótnámu sem við munum fara í þegar við höld- um áfram viðgerðum í vor,“ sagði Valtýr. Hann sagöi einnig að á árinu væri meiningin að komast að í „straum- stöð“ Hafnamálastofnunar. Stöðin er að flytja í nýtt húsnæði í K'ópavogi og verður Grímseyjarhöfn fyrsta höfnin sem verður rannsökuð þar en síðan er Ólafsfjörður næstur í röð- inni. „Það er grundvallaratriði að komast í „model", eins og þama verður hægt, með tilliti til frekari 'framkvæmda við höfnina sem miða að því að gera hana enn þá traustari og öruggari í framtíðinni," sagði Val- týr Sigurbjamarson. Fiskiðjusamlag Húsavíkur. DV-mynd Hólmfríður. Húsvíkingar veiddu meir Hólmfríður Friðjónsdóttir, DV, HúsavQc Innveginn afli hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á síðasta ári var 8.982.129 kíló og er um aukningu að ræða frá 1986. Þá var aflinn 8.451.643 kíló. Mesta aukningin er á rækju sem var 1.941.852 kíló á sl. ári. 1986 var landað 1.491.999 kílóum af rækjunni. Þá varð einnig um 100 tonna aukn- ing á þorski á sl. ári en heildarafhnn var 5.487.196 kíló af þorskinum. Alls var bolfiskur 6.837.730 kíló af heildar- aflamagninu. Af síld var landað 133.582 kílóum og 68.965 kílóum af loðnu. Þessar tölur frá FH segja þó ekki til um allan þann afla sem bátar á Húsavík hafa landað á sl. ári því fisk- ur hefur ennfremur verið verkaður hjá Korra h/f og Ólafi Sigurössyni hér á Húsavík og einnig hafa bátar héðan landað í öðrum verstöðvum. Vinna hefur verið lítil hjá FH frá því um áramót en er nú að hefjast á ný. Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega 240 manns. Enginn ánægður með laugardagsvinnu - segir Jóna Steinbergsdóttir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Frá áramótum hafa flestar mat- vöruverslanir á Akureyri haft opið á laugardögum til kl. 16, auk þess sem aðrar breytingar voru gerðar á opn- unartíma og afgreiðslu í gegnum sölulúgur. „Það er enginn ánægður með að þurfa að vinna á laugardögum en það var ákveðið meö samþykki allra að- ila að prófa þetta,“ segir Jóna Stein- bergsdóttir, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akur- eyri. „Alhr sem ég hef rætt viö eru á móti því að þetta verði gert i sum- ar. Það er því ekki nema um tvennt aö ræða: að semja um þetta í þeim kjarasamningaviðræðum, sem fram- undan eru, eða setja á yfirvinnu- bann. Það hlýtur hka að vera óþægilegt fyrir fólk að vita ekki nákvæmlega hvenær verslanir eru opnar. í versl- unarmiðstöðinni Sunnuhhð er þetta t.d. þannig að matvöruverslunin er opin til kl. 16, sumar verslanimar eru opnar kl. 10-12 og aörar eru lok- aðar. Ég held líka að það sé Ijóst að fólk hefur ekki meiri peninga til að versla fyrir þótt afgreiðslutíminn sé lengd- ur, verslunin dreifist eingöngu á lengri tíma. Það er dálítið skrítið að á sama tíma og allir hafa betri kæh- geymslur og frystiskápa á heimilum sínum skuh þurfa að lengja af- greiðslutíma matvöruverslana," sagði Jóna Steinbergsdóttir. Þonri blotaður í sjötugasta sinn blótið hófst með borðhaldi kl. 20.30. Fyrsta þorrablótið var haldið á Reyðarfirði 1980 og hefur þeim sið verið haldið síðan. Þetta var því um leið afmælisblót - sjötiu ár frá því fyrsta. Vigfús Ólafsson, DV, Reyöaifirði: Reyðfirðingar héldu að venju sitt árlega þorrablót á fyrsta degi þorra, 22. janúar, og var það mjög fjölsótt. Hátt á þriðja hundrað manns mættu og skemmtu sér hið besta en þorra- ARTUNSHOLT Hef opnað hárgreiðslustofu á Ártúnsholti Hárgreiðslustofa ! U Hárgreiðslustofa Agnesar Einars. Bleikjukvísl 8, neðri hæð, sími 673722. Einnig opið laugardaga frá kl. 10-14. PIVOT fllH- poim KS ÁÐUR n06.9QQ NÝTT VÍSINDA AFREK Frönsk/ Svissnesk uppfinning vekur heimsathygli NEISTARÍNN RAFMAGNSMEÐFERÐ „Sjálfsmeðferð við verkjum, þrautum, harðsperrum, vöðvabólgu, krampa, sina- drætti, tognun, sinabólgu, taugabólgu, gigt, liðagigt, settaugabólgu (ískístaug), sliti, taugaverk, höfuðverk o.fl. A sviði húðsjúkdóma dregur úr áhrifum ýmissa kvilla, s.s. exem og kláða.” (Dr. D. Dervieux, sérfræðingur í gigtarjúkdómum) 1 árs ábyrgð 20 daga skilafrestur i\i ' H Kreditkortaþjónusta 611659 Póstkröfur n|/l 615853 s VERÐ- LÆKKUN Útsölustaðir: Kristín innflutningsverslun. Skólabraut 1, Seltjarnarnesi. GLÓEY HF. Ármúla 19 Heilsuhúsið, Kringlunni. Heilsuhúsið, Skólavörðustíg 3. Heilsumarkaðurinn, Hafnarstræti 11. Heilsubúðin, e. ÁHALD FYRIR HVERT HEIMILI Reykjanesvegi 62, Hafnarf. § Einkaumboð á Islandi: KRISTIN, INNFLUTNINQSVERSLUN SKÓUABRAUT 1, SÍMI 91-611659, BOX 290, 172 SELTJARNARNES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.