Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Einvígið Jóhann-Kortsnoi:
Sálfræðistríð í algleymingi
- Campomanes stendur með íslendingum í ásökunum um tmflanir Kortsnojs
Sigurdór Sigurdóisson, DV, SLjohn;
„Það er ekki hægt að líta fram hjá
því að framkoma Kortsnojs í 5. og
alveg sérstaklega 6. skákinni hlýtur
að hafa haft truflandi áhrif á Jóhann
Hjartarson og kvörtun Friðriks Ól-
afssonar verður að taka til greina,“
sagði Campomanes, forseti Alþjóða-
skáksambandsins, i samtali við DV í
gærkveldi.
Eins og skýrt var frá í DV i gær
kærði Friðrik Ólafsson til Ghgoric,
ytlrdómara keppninnar, framkomu
Kortsnojs þegar hann gekk á hrað-
ferð umhverfis skákborð þeirra
Jóhanns og alltaf í sjónmáli Jó-
hanns. Þar að auki teygöi hann sig
yfir borðið til að drepa í sígarettu
sinni í öskubakka.
„Þannig er Kortsnoj. Nú sjáið þið
gamla refinn í allri sinni mynd. Þeg-
ar mest á ríður fyrir hann svífst hann
einskis," sagði stórmeistarinn Reym-
ond Keene í samtah við DV en hann
ásamt öllum stórmeisturunum hér
er hneykslaður á framkomu
Kortsnojs og ekki síst vegna þess að
Jóhann er þekktur fyrir drenghega
framkomu við skákborðið.
Menn hafa bent á það að nær úti-
lokað sé fyrir Jóhann að svara í sömu
mynt með framkomu, einfaldlega
vegna þess að hann hefur aldrei beitt
brögðum og ef hann ætlaði að taka
upp á því nú myndi það sennilega
pirra hann sjálfan mest.
„Jóhann er heiðursmaður og hann
á ekki að beita neinum brögðum gegn
gamla refnum," sagði Keene.
Spakir íslendingar hafa bent á að
nú á miðjum þorra væri ekkert við
því að segja þótt Jóhann tæki með
sér harðfiskpakka upp á svið og
maulaði úr honum. Sennilega myndi
fnykurinn pirra Kortsnoj meira en
orð fá lýst.
Friðrik sendi inn kærubréf í gærkvöldi:
Aðstoðavmaður Kortsnojs í hörku-
rrfnldi við Gligonc yfiidomara
Sigurdór SigurdórsBon, DV, Stjohru
í nótt fréttist að Gurevic, aðstoð-
armaður Kortsnojs, ætti í samræð-
um og háarifrildi viö þá Gligoric
yfirdómara og Campomanes, for-
seta FIDE, vegna kærubréfs sem
Friðrik Ólafsson stórmeistari hafði
sent Ghgoric í gærkvöldi vegna
framkomu Kortsnojs í sjöttu ein-
vígisskákinni gegn Jóhanni. Þrá-
inn Guðmundsson, forseti
Skáksambandsins, og imdirritaður
urðu vitni að þessu samtali eftir
aö þaö fréttist. Við fórum á staðinn
og urðum vitni að því sem var að
gerast. Þetta gerist á öðrum tíman-
um í nótt að okkar tíma
Deilan stendur um það hvort á
að verða víð þeirri kröfu Kortsnojs
að þeir Jóhann sitji við sama borð
og áður eða hvort þeir færi sig á
borð á miöju sviði eins og Friðrik
og Þráinn vilja sem og mótshaldar-
ar hér eða hvort Kortsnoj fær kröfu
sinni framgengt um sömu sæti og
áður. Um þetta voru háværar deil-
ur milh Gurevic og Gligoric, sem
hafði kærubréf Friðriks og Jó-
hanns í höndunum. Campomanes,
forseti FIDE, tók undir kröfur ís-
lendinganna í þessu máh. í
kærubréfl Friöriks var þess kraflst
að ekki yrði gengið umhverfis
borðið á meðan andstæðingurinn
ætti leik, ennfremur að ekki yrði
reykt við borðið meðan andstæð-
ingurinn ætti leik og að andstæð-
ingurinn mætti ekki ganga i
sjónhnu þess sem ætti leik hverju
sinni. Þess er einnig krafist að til-
laga mótshaldara um að keppendur
veröi færðir á mitt sviðið verði tek-
in til greina.
Hér er að sjálfsögöu á ferðinni
heiftarlegt sálfræðistríð og íslend-
ingarnir telja mjög mikilvægt að
Kortsnoj fái ekki öhum sinum
duttlungum framfylgt þar sem Ijóst
er að Jóhann hefur orðið fyrir
truflunum af hans orsökum. Einn-
ig er Jjóst að Kortsnoj er að hefja
sitt fræga sálffæöistríð til að bijóta
andstæðing sinn niður. Að sögn
Ghgoric verður tekin ákvörðun um
það rétt áður en skákin hefst í dag
hvort þeir sifja á miöju sviði eða
hvort orðið verður viö kröfu
Kortsnojs um að sömu sæti veröi
notuð og áður.
Karvel Pálmason:
„Merkileg
niðurstaða“
„Þetta þykir mér merkileg niður-
staða. Hún sýnir að Vestfirðingar eru
á því róli sem meirihluti þjóðarinnar
er sammála um.“
Þetta sagði Karvel Pálmason, al-
þingismaður og varaformaður
V.-'rkamannasambandsins, þegar
jurstöður úr skoðanakönnun um
viðhorf fólks til þess -hvort Vest-
fiarðasamningarnir yrðu lagðir til
grundvallar fyrir komandi kjara-
samninga. -sme
/
Kari Steinar Guðnason:
Samningar
Vestfirðinga
vitrænir
„Ég tel að samningar Vestfirðinga
séu vitrænir en þeir miðast við að
halda verðbólgunni í skefjum. Niður-
staða könnunarinnar sýnir því að
fólk vill fara varlega og forðast að
kalla yfir sig verðbólguholskeflu,“
segir Karl Steinar Guðnason, al-
þingismaður og formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur.
„Hvað Vestfjarðasamningana
snertir tel ég reyndar að um frekari
útfærslu þurfi á þeim hvað snertir
aðra starfshópa en fiskvinnslufólk.“
-JGH
Gert klárt fyrir næsta túr.
DV-mynd Brynjar Gauti
Neytendasamtökin skora á ríkissyómina:
Eggja- og kjúklingamálin rædd á Alþingi
Á fundi Neytendasamtakanna í
gærkvöldi var samþykkt ályktun
þar sem skorað er á ríkisstjómina
að nema úr gildi reglugerö land-
búnaðarráöherra um veröstýr-
ingu.
„Það er greinilegt að mikill
ágreiningur er um þetta mál innan
ríkisstjómarinnar. Bæöi forsætis-
og iönaðarráðherra hafa lýst því
yfir að þetta sé ákaflega óheppilegt
og þá hefur viöskiptaráðherra,
væntanlega með vitund sinna
flokksmanna, tekið undir það,“
sagði Jónas Bjamason hjá Neyten-
dasamtökunum. Þá sagði Jónas aö
hann reiknaöi meö aö Alþingi
myndi fjalla um málið næsta
mánudag. Jónas bætti því við að
Neytendasamtökin ætluðu að upp-
lýsa um talnagrundvöll útreikn-
inga sinna og þar myndu birtast
sláandi tölur.
„Við munura sækja eftir þeim
leiðum sem viö höfum til að hafa
áhrif á 6 manna nefndina enda
ófært að aðeins kostnaðartölur
fraraleiöenda liggi þar til grund-
vallar. Annars vil ég taka það fram
að við teljum að það hafi veriö far-
ið Ula með þessa framleiðendur
enda grætur lanbúnaöarkerfið
krókódílatárum yfir ófórum þeima.
Hinn raunverulegi óvinur 'þeirra
er kiötmafía landbúnaðarkerfis-
ins,“ sagði Jónas. -SMJ
Halldór Asgrímsson:
Anægður með niðurstöðuna
„Ég er út af fyrir sig ánægður með
þessa niöurstöðu. Hún sýnir aö mik-
il óánægja er með framvindu mála í
alþjóða hvalveiðiráðinu. Það eru
ýmis rök sem mæla með því að við
segjum okkur úr ráðinu og reyndar
eru önnur sem mæla með því aö við
séum í því áfram. En stefnan er enn-
þá sú að vera áfram í ráöinu," segif
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra, aðspurður vegna skoöana-
könnunar DV í dag.
„Framvinda næstu mánuða í
hvalamálinu sker úr um þaö hvort
við íslendingar verðum áfram í al-
þjóöa hvalveiöiráöinu eða ekki.“
-JGH
Sálfræðistríðið í skákeinvíginu:
„Þú hefur
völdin, maður
- sagði Campomanes við Gligoric yfirdómara
ik
Sigurdór Sgurdórssan, DV, Stjóhn;
Þegar dregið var um hti í gær-
morgun óskaði Kortsnoj eftir því að
þeir Jóhann sætu áfram við sama
borð og í sömu stólum í framhald-
' seinvíginu. Júgóslavneski stórmeist-
arinn Ghgoric, sem er yfirdómari,
tók þessa ósk Kortsnoj tíl greina
þrátt fyrir andmæh Friðriks Ólafs-
sonar.
Friðrik vildi að farið yrði að óskum
mótshaldara og þeir Jóhann og
Kortsnoj og Spraggett og Salov færðu
sig á borðin fyrir miðju sviöi. Auðvit-
að voru andmæh Friðriks, sem
þekkir alla króka og kima svona ref-
skákar, liður í að láta Kortsnoj ekki
komast upp með að fá óskum sínum
framfylgt.
Þegar ég hitti þá Ghgoric og
Campomanes skömmu eftir að dreg-
ið hafði verið um hti deildu þeir um
þetta mál. Ghgoric sagði að ekki
væri annað hægt en að verða við
þessum óskum Kortsnojs.
„Þú ert yfirdómari hér og hefur
völdin, maður. Þú getur gert það sem
þú vilt í þessu máh og ef þú treystir
þér ekki th að verða við óskum móts-
haldara þá skal ég gera það fyrir
þig,“ sagði Campomanes.
„Viltu taka það að þér,“ spurði
Gligoric. „Alveg sjálfsagt,“ svaraði
Campomanes.
Gligoric sagði að hann myndi að-
vara Kortsnoj um að trufla ekki
Jóhann oftar. Hann sagöi kæru Frið-
riks réttmæta. Sagði Ghgoric að
hann myndi annað hvort setja þá
reglu að keppendur gengju um gólf
fyrir framan sviðið eða á þeim stað
á sviðinu sem nú er auður eftir að
fimm einvígjum er lokið.
„Þú getur hka fært skákborðin al-
veg fram á brún sviðsins þannig að
Kortsnoj geti ekki gengið umhverfis
það eins og hann gerði í 6. skák-
inni,“ sagðiCampomanes. Ghgoric
tók undir það.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig
gangur sálfræðistríðsins verður í dag
þegar aukaeinvígið hefst. Eins og
áður hefur verið greint frá í DV verð-
ur tefld skák í dag, miðvikudag, síðan
önnur á fóstudag. Fáist ekki úrsht í
þessum tveimur einvígisskákum
munu þeir setjast að tafli á laugar-
dag. Fyrst yrði þá tefld klukkutima
skák, ef ekki fengjust úrsht þá hálf-
tíma skák og ef það dygði ekki th þá
yrðu tefldar 15 mínútna hraðskákir
þar th úrsht fengjust.
Spennan er því vægast sagt mikil
og ekki auðvelt að vera íslendingur
hér, svarandi fyrirspurnum frá for-
vitnu fólki um þetta allt saman en
það hefur frést hingað th Saint John
að íslenska þjóðin standi á öndinni
vegna þessa einvígis. Það gerum við
íslendingarnir hér að vísu Jíka.
Aukaeinvígið:
Jóhann hefur hvítt
í fyni skákinni
Sigurdór Sigurdóisson, DV, Stjohn;
í gærmorgun var dregið um hti í
aukaeinvígi þeirra Jóhanns og
Kortsnojs. Þeir Friðrik Ólafsson og
Gurevich, aðstoðarmaður Kortsnojs,
drógu og kom upp að Jóhann hefði
hvítt í fyrri skákinni.
Menn eru ekki á einu máli um
hvort það hafi verið gott fyrir Jóhann
að hafa hvítt í fyrri skákinni. Sumir
segja að betra heföi verið fyrir hann
að hafa svart í fyrri skákinni, verjast
og tefla til jafntefiis en sækja svo
með hvítu mönnunum í seinni skák-
inni. Sjálfsagt má deha um þetta
endalaust en sennhega hitti Þráinn
Guðmundsson, forseti Skáksam-
bandsins, naglann á höfuðið þegar
hann sagði:
„Það sem skiptir máh er að tefla
betur en andstæöingurinn og vinna,
ekki hvorn litinn maður hefur, og ég
er viss um að Jóhann er mér sam-
mála.“
Allir undir hatt sexmannanefndar
Eggja- og kjúkhngaframleiðendur
hafa farið fram á að sex manna
nefndin verðleggi framleiðslu þeirra.
Þetta gerist þó að forráðamenn þess-
ara félaga hafi staöfastlega neitað því
aö þeir ætli að leita th sexmanna-
nefndarinnar. Kartöflubændur eru
meö þeim- í samfloti og má því segja
að þessar greinar stefni undir hatt
hefbundinna búgreina.
Þykir mörgum að hér sé alvarleg
stefnumörkun í uppsiglingu og hefur
viöskiptaráðherra sagt að þetta gangi
þvert á stefnu ríkisstjómarinnar og
því komi nú til greina aö breyta bú-
vörulögunum.
-SMJ