Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988. 5 Fréttir Búnaðarmálastjóri um vanda loðdýrabænda: Það ber að bjarga mönnunum „Það er engan veginn hægt að tala um hrun í þessari framleiðslu þó að erfiðleikar steðji að um tíma. Eg tel að árangurinn af loðdýraræktinni hafi ekki orðið lakari en menn máttu eiga vona á,“ sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri aðspurður um ástandið hjá loðdýrabændum. Að undanfópnu hafa fulltrúar loð- dýrabænda átt í samningaviðræðum við landbúnaðarráðherra um aðstoð en miklar þrengingar hafa gengið yfir að undanfórnu. Sérstaklega eiga refabændur í erfiðleikum en hjá minkabændum mun ástandið vera betra. Jónas taldi tvær ástæður fyrir þeim erfiðleikum sem .steðjað hafa að. Annars vegar sé meira framboð núna af refaskinnum og megi sér- staklega rekja það til framleiðslu- aukningar Finna. Hins vegar fylgi uppboðsverð gengi dollarans og verðfall hans hafi því lækkað verðið til viðbótar við verðfall vegna aukins framboðs. „Þetta kemur á versta tíma því að greinin er þaö ný að bændur fá þetta um leið og þeir eru að reyna að koma undir sig fótunum. Eigið fé er lítið og því erfitt aö standa af sér svona skakkaföll.“ Jónas játaði að afkoman væri mi- sjöfn frá einu búi til annars. Stafaði það af mismikilli kunnáttu, óheppni og mismunandi aðstæðum. Hann bætti þvi við að hjá einstaka bændum væru skinnagæöi misjöfn vegna mis- góðra dýra og einnig vegna mismun- andi meðferðar. Þá væri enn verið að bæta stofninn hér og því væru bestu dýrin látin lifa. Það hefur verið gagnrýnt að bænd- um skuh vera att út í loðdýrarækt án þess að kunna á henni tilhlýðileg skil og því sé framleiðslan hér á landi lélegri en í samkeppnislöndunum að magni og gæöum. En var bændum ýtt út í þetta á fölskum forsendum? „Ýtt, ég vill nú heldur segja hvatt- ir. Bændur voru vissulega hvattir til -- ---■ Egg frá Hollandi: Kílóið á 67 kión- ur úr búð „Við erum búnir að fá tilboð um sölu á bæði kjúklingum og eggjum. Það verð sem viö fáum þar er svo gott að það sannfærir okkur um að þessi innflutningur eigi rétt á sér,“ sagði Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups, en fyrirtækið hefur nú fengið svar frá Hollandi vegna fyrirhugaðs innílutnings þess á eggjum og kjúkl- ingum. Að sögn Jóns munar ótrúlega miklu á því verði sem erlendu aðil- amir bjóða þeim og því sem þeir þurfa að greiða til innlendra fram- leiðenda. Jón sagði að fob. verð á eggjum væri 32 kr. kílóið sem gæti þýtt út úr búð hér um 67 kr. í stað 210 kr. eins og þaö kostar víðast hvar. Kjúkl- ingakílóið á fob. verði er 50 kr. sem yrði 99 kr. á Hagkaupsverði. Nú kost- ar kjúklingakílóið um 440 kr. „Við ætlum að sækja um innflutn- ingsleyfi til landbúnaðarráðuneytis- ins og láta þar reyna á hvort menn vilja leyfa íslenskum neytendum að kaupa á þessu hagstæða verði.“ Jón sagði að með umsókninni myndi fylgja rökstuðningur frá Hagkaupi sem sýndi fram á að hér væri um svo óvenjulegan verðmun að ræða að hagsmunir neytenda hreinlega krefðust þess að þessi innílutningur yrði gefinn fijáls. að hefja loðdýrarækt vegna ástands í öðrum framleiðslugreinum land- búnaðarins og svo koma auðvitað byggðasjónarmið inn í máhö. Loð- dýraræktin í hehd er ákveðin tilraun og alrangt að hætta við þá tilraun núna. Því ber að bjarga þessum mönnum nú. Ég tel ástandið ekki þýða skipbrot fyrir þetta sjónarmið. Það mátti alltaf búast við þrenging- um en ég er sannfærður um að við getum staðiö þetta af okkur.“ Eins og áður segir stendur minka- ræktin mun betur og öll aukning í ár verður á sviði minkaræktar. Þar, eins og í refaræktinni, eru verðsveifl- ur miklar og því er það trú manna að einnig megi búast við skakkafóll- um þar. Því hefur oft veriö haldið fram að ísland sé vel falhð til loðdýraræktar og þvi til sönnunar tíundaðar tvær ástæður. Sú fyrri er að fóðurkostnaöur sé htih. Það er rétt að því leyti að hrá- efni er ódýrt og gott. Hins vegar hefur þurft að byggja upp fóðurstöðvar en fjármagnskostnaður vegna þeirra er nú tahnn ein af ástæðum þess hve hla gengur. Hin ástæðan lýtur að loftslaginu sem margir fullyröa að eigi vel við loðdýr. Má það rétt vera en hinu er ekki að neita að illa hefur gengið að ná tökum á ræktuninni eins og mik- h ófijósemi dýranna sýnir. Jónas benti á að þetta væri vandi sem allir þyrftu að ghma við og væru nú t.d. Norðmenn að berjast við sama draug. -SMJ Technics . SONY* DENON BSPanasonic • cgSAMSUNG 10-40% afsláttur Hljómtækjasamstæður frá kr. 11.60$;- Magnarar (Sony) frá kr. 9.950,- • Geislaspilari (Technics) 14.700,- Kassettutæki (Denon) frá kr. 12.70Ö>-Plötuspilarar (Panasonic) frá kr. 4.810,- Útvarpstæki (Sony) frá kr. 7.500,- • Hátalarar (Sony) frá kr. 8.800,- Vídeómyndavélar VHS-C frá kr. 81.700,- • Myndbandstæki VHS 24.900,- Sjónvarpstæki frá kr. 17.600,- • Ferðaútvarp m/kassettu frá kr. 3.800,- VHS spólur 3ja tíma frá kr. 380,- • Kassettur 60 mín. 3 stk. frá kr. 295,- Heyrnartól frá kr. 850,- • Vasadiskó-útvarp frákr. 1.980,- • og margtfleira. Góð greiðslukjör. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SÍMI 27133 -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.