Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988. 9 Útlönd Palestínskur unglingur skýtur grjóti úr teygjubyssu að ísraelskri herþyrlu sem varpað var táragasi úr á Vest- urbakkann. Símamynd Reuter Grjótkast gegn drottnurum ^&iðja um ^Bk-jógúrt í tuttugu og eitt ár hafa Palestínu- menn á herteknu svæðunum komið ár eftir ár og dag eftir dag til Tel Aviv til þess að taema sorp- tunnur og skúra gólf. Á kvöldin hafa þeir svo snúið aftur heim til Gazasvæðisins. Nú eru ekki taldar miklar líkur á að þeir sætti sig við slíkar aðstæður mörg ár í viðbót. * Óeiröimar á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum, sem staðið hafa frá því í desemberbyijun, hafa kostað á fimmta tug mannslífa. Palestínumenn krefjast þess að israelsmenn yfirgeíl svæðin en ekki er ólíklegt að til blóðsúthell- inga komi þó svo að ísraelsmenn taki þá ákvörðun að láta svæðin af hendi. Um sjötíu þúsund ísraels- menn hafa sest að á herteknu svæöunum og þeir hafa lýst því yfir að þeir afhendi ekki land sitt án mótmæla. Því þykir ekki ósennilegt að þeir grípi til þeirra vopna sem þeir eru sagðir eiga nið- urgraíin.' Áhrif Margir óttast þau áhrif sem það kann að hafa að skipa ungum her- mönnum að drepa mótmælendur eða nota barefli gegn þeim. Láðs- foringi, sem sér um að mennta hermenn, hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa og í síðustu viku komu sálfræðingar í ísrael á fram- færi sömu athugasemdum. Ekki eru þó allir jafnviðkvæmir. Margir þeirra sem predikað hafa harðar aögerðir gegn aröbum draga nú þá ályktun að stjórn hers- ins hafi ekki verið nógu ákveðin og hafi þess vegna hvatt Palestínu- menn til óeirða. Margir óbreyttir borgarar eru jafnvel enn harðari í afstöðu sinni en þjóðernissinnaöir þingmenn. Gagnrýni gyðinga Aldrei áður hafa Isráelsmenn þó sætt jafnmikilli gagnrýni gyöinga um aílan heim eins og nú. Gagn- rýnin hefur átt greiðan aðgang að íjölmiðlum og hafa ísraelsmenn átt erfitt með að kyngja henni. Varnarmálaráðherra landsins, Yitzhak Rabin, er ábyrgur fyrir aðgerðum hersins gegn Palestínu- mönnum. Sú staðreynd aö hann skuli vera sósíaldemókrati hefur haft mikil áhrif á umræðurnar. Ef Ariel Sharon frá Likud-flokknum hefði fyrirskipað sams konar að- gerðir hefðu sósíaldemókratar heldur betur látið í sér heyra. Sundrung Sundrungin milh sósíaldemó- krata og Likud er nú meiri en nokkru sinni. Leiðtogi sósíaldemó- krata, Shimon Peres utanríkisráö- herra, er fylgjandi alþjóðlegri friöarráðstefnu um Miðausturlönd en Yitzhak Shamir forsætisráð- herra er andvígur slíkri ráðstefnu. Leggur hann mikla áherslu á að nú megi ísraelsmenn í engu láta undan. Eftir því sem óeirðirnar halda áfram hafa þó sífellt fleiri, meira að segja leiðandi stjórn- málamenn Likudflokksins, fariö að efast um nauðsyn þess að beita jafnhörðum aðgerðum og gert er. Ástæða þykir til að óttast að slíkar vangaveltur hætti um léið og óeirð- unum hnnir. Kosningar Kosningar eru fyrirhugaðar í ísrael í nóvember og leiðandi sós- íaldemókrati, sem ekki vill láta nafns síns gétið, segir úrslitin vera komin undir Palestínumönnum. Ef þeir halda áfram mótmælaað- gerðum sínum er möguleiki á ,að þorri karla með kosningarétt hafi gegnt mánaðarherskyldu á her- teknu svæðunum fyrir kosningar. Þá sé möguleiki á að boöskapurinn komist til skila og skynsemin sigri. En ef ísraelsmönnum tekst að bæla niöur óeirðirnar og þeir komast enn einu sinni á þá skoðun að þeir hafi sýnt að leysa megi öll vanda- mál með vopnavaldi er leiknum tapað, að því er sósíaldemókratinn fullyrðir. Miðjarðarhaf Vestur- bakkinn JÓRDANIA Rauða hafið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.