Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988. Utlönd Tóku ritstjóm herskildi Tveir menn, vopnaðir haglabyss- um, tóku á mánudag herskildi ritstjóm dagblaðs í bænum Luber- ton í Bandaríkjunum. Mennirnir tveir, Eddi Hatcher og Timothy Jacobs, héldu sautján starfsmönnum blaðsins í gísbngu í nær eUefu klukkustundir áöur en þeir gáfust upp og voru teknir fastir. Eftir handtökurnar sögðu menn- imir tveir að kynþáttamisrétti væri á stefnuskrá stjórnvalda í bænum og var að skilja að þeir hefðu tekið skrifstofuna herskildi í mótmælaskyni. Eddie Hatcher á leið i réttarsal til aó svara til saka fyrir athæfi þeirra félaga. Simamynd Reuter Timothy Jacobs með afsagaða haglabyssu meðan á hersetu þeirra félaga á ritstjórninni stóð. Simamynd Reuter Lögregluþjónn leiðir Jacobs brott eftir handtökuna. Simamynd Reuter Mennirnir tveir voru i stöðugu símasambandi við yfirvöld meðan á umsátrinu um skrifstofuna stóð. Með á myndinni er starfsmaður dag- blaðsins sem greinilega er farinn að þreytast á verunni. Simamynd Reuter Franskur njósn ari myrtur Vopnaður vörður við franska sendiráðið I Beirút við lík franska njósnarans sem skotinn var til bana í gær. Simamynd Reuter Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux: Nokkuð víst þykir aö Frakkinn, sem skotinn var í Beirút í gærmorg- un, hafi verið starfsmaöur frönsku leyniþjónustunnar. í fyrstu sögðu starfsmenn franska sendiráðsins í Beirút að um hefði verið að ræða kaupsýslumann en franskir embætt- ismenn greindu síðar frá að hann hefði verið starfsmaður frönsku leyniþjónustunnar en þóst vera sölu- maður. Leyniþjónustumaöurinn ferðaöist undir nafninn Jacgues Meurant en heimildarmenn í Frakk- landi segja að hans raunverulega nafn sé Merrin. Morðiö á Jacques Meurant var greinilega vel skipulagt. Leyniþjón- ustumaðurinn var í kristna hluta borgarinnar og var nýstiginn upp í bifreið sína þegar þrír menn komu að og skutu hann á örstuttu færi. Mennirnir tóku ýmsa pappíra sem Meurant var með í bílnum. Franska ríkisstjómin hefur hvorki viljað neita né játa aö Meurant hafi verið annar æðsti maður leyniþjón- ustunnar í Beirút og borið ábyrgð á öryggi þeirra Frakka sem búa í Lí- banon en samkvæmt líbanskri útvarpsstöð var Meurant að koma frá fundi með yfirmanni líbönsku öryggisþjónustunnar þegar morðið var framiö. Enn eru sex þúsund franskir ríkis- borgarar í Líbanon og frönsk yfir- völd hafa vaxandi áhyggjur af öryggi þeirra. Finnska stjómin hyggst sitja áfram Gunnlaugur A. jónsson, DV, Lundi: Harry Holkeri, forsætisráðherra Finnlands, skýrði frá því í gær að ríkisstjóm hans hygðist sitja áfram. Paavtf Váyrynen, formaður Mið- flokksins, hafði krafist þess að ríkis- stjómin segði af sér í kjölfar forsetakosninganna enda hefur það verið venja eftir allar forsetakosn- ingamar í Finnlandi í þau rúmlega sjötíu ár sem landið hefur búið við sjálfstæði. Miöflokkurinn hefur viljað túlka hið mikla fylgi Váyrynens í forseta- kosningunum á þann veg að kjósend- ur hafi viljaö láta í ljós óánægju sína með áform ríkisstjómarinnar um að breyta skattakerfinu og því sé eðh- legt að ríkisstjórnin hefji nú viðræö- ur við stjómarandstöðuna. En Holkeri virðist ekki hafa neitt slíkt í hyggju. Ljóst er aö Koivisto verður valinn forseti er kjörmenn koma saman eft- ir tvær vikur. Hann vantar aðeins sjö kjörmenn til að fá meirihluta og enginn vafi er á aö hann fær nægi- lega mörg atkvæði kjörmanna Hægri flokksins til að verða valinn. Mauno Koivisto fékk rúmlega 47 prósent at- kvæða í kosningunum en Váyrynen er hins vegar talinn standa vel að vígi í forsetakosningunum eftir sex ár þar sem hann svo óvænt náði nú öðm sætinu sem alniennt hafði verið reiknað með að Holkeri forsætisráö- herra myndi hljóta. Saka hermenn um morðin Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 VISA OG EURO ATH! 24 tímar aðeins 2.200 krónur Hvar annars staðar er það betra og ódýrara? Tilboðið stendur áfram. ÍVERIÐ VELKOMIN J ÁVALLT HEITT ÁKÖNNUNNI Þijú lík, þar á meðal lík íjórtán ára unglings, sem skotinn háfði veriö í höfuðið, fundust í gær á stað í E1 Salvador þar sem svokallaðar dauða- sveitir hafa gjaman komið fóm- arlömbum sínum fyrir. Ættingjar hinna látnu fullyrða aö her landsins hafi staöið að morðunum. Staðurinn sem líkin fundust á var einn af helstu aftökustöðum dauða- sveita hersins í E1 Salvador á fyrstu árum borgarastyrjaldarinnar í landinu. Sveitirnar myrtu þá þús- undir af þeim sem grunaðir voru um stuöning viö vinstrisinna í landinu. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið sem fómarlömb dauðasveita finnast á þessum staö. Undanfarið hefur að nýju boriö á aftökum í stíl dauöasveitanna í E1 Salvador og kaþólska kirkjan í landinu tekur undir þær ásakanir almennings að her landsins standi á bak við hluta þeirra. Ættingjar eins af fórnarlömbum dauðasveitanna standa yfir líkinu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.