Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
3
Fréttir
Systkinin Sigurður og Elín, sem bæði eru einstæðir foreldrar, sitja hér í íbúðinni ásamt börnum sinum. Þau
borguðu 150 þúsund kr. í leigu fyrirfram til manns sem ekki á íbúðina. DV-mynd Heiðar Baldursson
Systkini svikin
í leiguviðskiptum
- misstu 150 þúsund kr. fyrirframgreiðslu
Reykvísk systkini á fertugsaldri
búast við að lenda á götunni fljót-
lega vegna þess að þau leigðu íbúð
í Garðinum á Suðumesjum af fyrr-
verandi eiganda hennar. Maðurinn
sveik út úr systkinunum 150 þús-
und kr. í fyrirframgreiðslu þegar
hann leigði þeim húsnæðið um
miðjan janúar en Landsbankinn í
Sandgerði keypti íbúðina á uppboöi
um miðjan desember eftir að mað-
urinn var úrskurðaður gjaldþrota
í haust. Hann er nú farinn úr landi.
Málsatvik eru þau að Elín Eiríks-
dóttir flutti með 6 ára gamlan son
sinn frá Svíþjóð í haust en þar
höfðu þau búið í Z'A ár. Elín hugð-
ist setjast aö á Reykjavíkursvæð-
inu og auglýsti eftir íbúð í 'A mánuð
en fékk ekkert húsnæði á viðráðan-
legu verði. Bróðir hennar, Sigurð-
ur Eiríksson, hafði þá verið
húsnæðislaus í mánuð ásamt 14 ára
gamalli dóttur sinni. Systkinin
tóku því það ráö að leigja húsnæði
saman. „Við sáum auglýsingu um
húsnæði í Garðinum og svöruöum
henni því að við vorum gjörsam-
lega á götunni en við ætluðum
aldrei að flytja á Suðurnesin. Bróð-
ir minn sækir vinnu til Reykjavík-
ur og er þetta því mjög óhagstætt.
Ég er aftur á móti nýlega byrjuð
að vinna við beitingar hér í Garðin-
um. En okkur fannst leigusalinn
miskunna sig yfir okkur og fluttum
inn í íbúðina fyrir tæpum tveimur
vikum eftir að hafa borgað honum
tíu mánaða leigu fyrirfram eða 150
þúsund. Hluta þessarar upphæðar
fengum við að láni hjá félagsmála-
stofnun til að geta leigt okkur
húsnæði á frjálsum markaöi en
hluti hennar kom frá okkur sjálf-
um. Þegar við vorum flutt inn í
íbúðina heyrðum við ávæning af
því aö maðurinn, sem hefði leigt
okkur, ætti ekki húsnæðið heldur
hefði Landsbankinn í Sandgerði
keypt það á uppboöi. Á þriðjudag
fengum við þetta staðfest hjá úti-
bússtjóra bankans. Leigusahnn var
,þá farinn til Flórída meö peningana
og sjáum við ekki fram á að fá þá
nokkurn tíma aftur. Raunar situr
maður hérna gjörsamlega kjaftbit
á þessu. Hugsunin hjá mér snýst
helst um það að flytja sem fyrst
aftur til Svíþjóöar,“ sagði Elín Ei-
ríksdóttir i samtali viö blaðamann
DV.
Jónas Gestsson, útibússtjóri
Landsbankans í Sandgerði, staö-
festi sögu Elinar í samtali við DV.
Hann sagði yfirmenn bankans ekki
hafa vitaö að íbúðin hefði verið
leigð heldur hefðu þeir tahö að fyrri
eigandi byggi þar enn. Ástæða þess
að bankinn hefði ekki fengið íbúð-
ina afhenta væri sú að ekki hefði
verið búið að ganga frá afsali. Hann
hefði fyrst heyrt hvernig í málinu
la á mánudag. Jónas sagði enga
ákvörðun hafa verið tekna um
hvað gert yröi í málinu. -JBj
KL. 9-17
SUNNUDAG
KL. 14-17
LAUGARDAG
Landsins stærsta úrval af bólstruðum húsgögnum
OPIÐ
UM HELGINA