Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 9
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
9
Utlönd
Bjami Hmiiksson, DV, Bordeaux:
Fjölmiölakóngurinn Robert Max-
weÚ, sem hingað til hefur haft
aðsetur sitt í Bretlandi og einkum
athafnað <sig í hinum engilsaxneska
heimi, ætlar sér nú að færa sig ytir
Ermarsund. Fyrirtæki hans, Max-
well Communication Corporation,
verður skráð í verðbréfahölhnni í
París í dag og þar með hefst innreið
þess fyrir alvöru á franskan fjöl-
miðlamarkað.
Maxwell á þegar stóran hluta í
sjónvarpsstöð og í ýmsum smærri
sem stærri fyrirtækjum á sviði
fréttaþjónustu og kvikmyndafram-
leiðslu. En Maxwell stefnir lengra og
hærra því í hans augum er Frakk-
land og þá sérstaklega París eitt
helsta sameiningarafl Evrópu og fyr-
ir Breta lykillinn að meginlandinu
þegar Ermarsundsgöngin verða
komin í gagnið.
í dag á franski fjölmiðlaheimurinn
í miklum erfiðleikum og er þá
skemmst að minnast gjaldþrots Par-
ísarblaðsins Le Matin fyrir nokkru.
Að mati Maxwells þarfnast Frakkar
sterks fyrirtækis eins og hans.
Frakkland er mikilvægt skref fyrir
Maxweli í átt að meiri ítökum á er-
lendum mörkuðum.
Eins og stendur athuga sérfræðing-
ar fyrirtækisins möguleikann á
útgáfu dagblaðs í Frakklandi s.em
yrði prentað í tveimur borgum og
dreift út um allt land. Ef niðurstaðan
reynist jákvæð hefst útgáfa blaðsins
á næsta ári og upplag blaðsins á mihi
sex hundruð þúsund og tólf hundruð
þúsund eintök. Þetta yrði kannski í
samvinnu við franskt fyrirtæki og
þá líklega helsta blaðakóng Frakka,
Robert Hersant.
Annar draumur Maxwells er að
gefa út evrópskt dagblað sem skrifað
yrði á ensku og gefið út í París. Þetta
þarf ekki að virðast svo fjarlægur
draumur þegar haft er í huga að 1992
mun stærsti hluti Evrópu, sam-
kvæmt samningum Evrópubanda-
lagsins, verða einn allsheijarmark-
aður.
Að lokum má geta þess áð sam-
kvæmt áreiðanlegum upplýsingum
lesa sífellt færri Frakkar dagblöð.
Útlánsvextir lækkað-
ir í Bandaríkjunum
Anna Bjamason, DV, Denver:
Helstu bankar Bandaríkjanna
lækkuðu grunnvexti sína á útlánum
úr 8,75 prósent í 8,5 prósent á þriðju-
daginn. Hafa þessir vextir ekki verið
jafnlágir síðan í seþtember i fyrra.
Ástæða lækkunarinnar er fyrst og
fremst hægari hagvöxtur en gert
hafði verið ráð fyrir. Hagfræðingar
gera sér vonir um að vaxtalækkunin
muni örva sölu fasteigna, bíla og
annarra hluta sem lán eru veitt til.
Fasteignasala var tíu prósent minni
í nóvember og desember en á sama
tíma árið áður. Aukin viðskipti
munu síðan flýta fyrir hagvexti.
Grunnvaxtalækkunin hafði engin
áhrif á verðbréfamarkaðinn en sala
skuldabréfa jókst verulega. Sérfræð-
ingar töldu þá breytingu eðlilega og
sumir spáðu því að seðlabanki
Bandaríkjanna myndi hvetja til frek-
ari lækkunar á fjármagnskostnaði til
að tryggja að ekki komi til annars
hruns á verðbréfamarkaðnum eins
og varð 19. október.
Draumur Roberts Maxwells, breska fjölmiðlakóngsins, er að gefa út evr-
ópskt dagblað sem skrifað yrði á ensku og gefið út i Paris.
Simamynd Reuter
Stórdansleikur vændiskvenna
Gizur Helgason, DV, Liibecic
Á morgun halda vændiskonur í
Vestur-Þýskalandi sinn fyrsta stór-
dansleik og hann mun örugglega eiga
eftir að verða lengi í minnum hafður.
Dansleikurinn, sem verður hald-
inn í Vestur-Berlín, hefur verið
auglýstur rækilega í dagblöðum
borgarinnar aö undanfómu. í aug-
lýsingunum óska vændiskonurnar
að venju eftir örlátum þátttakendum.
Hafa þær tekið á leigu hið alþjóðlega
ráðstefnusetur borgarinnar. Að-
göngumiðinn kostar 150 þýsk mörk
en innifalið er matur, drykkur og
skemmtiatriði. Hagnaður veislunnar
á að renna til eyðnirannsókna og
réttaraðstoðar til handa vændiskon-
um. Einnig er ætlunin að verja hluta
ágóðans til hjálpar þeim er vilja
losna úr atvinnugreininni. Vændis-
konurnar krefjast þess að vændi
verði samþykkt sem atvinnugrein.
Margar vændiskonur úr öðrum
borgum hafa boðað komu sínk og frá
Amsterdam berast þær fréttir að
samtök viðskiptavina vændiskvenna
æth að fjölmenna á dansleikinn.
Umsjón:
Halldór Valdimarsson
og Ingibjörg
Bára Sveinsdóttir
Maxwell færir
út kvíamar
Flugmenn
í eyðnipróf
Bjami Hinriksson, DV, Bordeavuc
Franski læknirinn, Michel Doiron,
krabbameinssérfræðingur og yfir-
maður blóðrannsóknardeildar Sa-
int-Louis sjúkrahússins í París krefst
þess að í sumum starfsgreinum verði
skylda að athuga hvort starfsfólk sé
með eyðni.
Læknirinn á við starfsstéttir eins
og flugmenn og lestarstjóra þar sem
smávægileg mistök geta kostað fjölda
mannslífa. Margir læknar leggjast
gegn þessari tillögu og telja ekki
Katalóníubúum
sendur tónninn
nógu sterk rök fyrir því að þeir sem
beri eyðniveiruna eigi frekar á hættu
skyndileg veikindi en aðrir.
Engu að síður eru frönsk flugfélög
tilbúin að láta starfsfólk sitt ganga
undir skoðun og segjast einungis
bíða fyrirmæla heilbrigðismálaráðu-
neytisins. í sumum löndum, til
dæmis Bretlandi og Þýskalandi, eru
flugfélög þegar farin að hafa þennan
háttinn á og benda á að fyrsta eyðnit-
ilfellið, sem vitað er að hafi greinst,
hafi verið hjá samkynhneigðum flug-
þjóni í Bandaríkjunum árið 1969.
BrynMdur Ólafsdóttir, DV, Madrid:
Sjálfstæðissamtök Katalóníu á
Spáni hafa hrundið af stað baráttu
gegn því að hundur nokkur verði
lukkugripur og tákn ólympíuleik-
anna sem haldnir verða í Barcelona
árið 1992. Gripur þessi er hannaður
af Javuer Nariscal og hafa nokkrar
deilur risið vegna hvutta. Ágreining-
urinn er ekki tengdur hönnun eða
útliti lukkugripsins, sem er mein-
leysislegur kjölturakki, heldur eru
það ummæli sem höfundur gripsins
lét hafa eftir sér í viðtali ekki alls
fyrir löngu sem nú valda úlfaþyt.
Nariscal, sem sjálfur er frá Valenc-
iu, sagði ýmislegt niðrandi um
Katalóníu, forsetann þar og stjórn,
auk þess að íbúamir sluppu ekki al-
veg. Forseta stjómar Katalóníu,
Jorgi Pujol, lýsir Nariscal sem
hræðilegum sveitamanni, varla
meira en 1,40 á hæð, og segir ömur-
legt að í Barcelona séu jafnmargir
Katalóníubúar og raun ber vitni.
Ýmislegt fleira lét hann sér um munn
fara sem fyrmefndir eru ekki hrifnir
af.
Nariscal hefur nú opinberlega beð-
ist afsökunar og lýst þvi yfir að
ummælin hafi átt að vera brandari,
í „afslöppuðu málæði“. Afsökunar-
beiðnin hefur þó síst lægt öldumar.
Sjálfstæðissamtök Katalóníu vilja að
ólympíunefndin velji nýtt merki og
lukkutröll fyrir leikana en fyrr-
nefndur gripur var valinn í síðustu
viku. Samtökin halda þvi fram aö ef
hönnun Nariscals verði ekki hafnað
sé þaö merki þess aö ummæh hans
hafi verið samþykkt.
■^Sí'y1
‘r-O-fll'-K.-.foíVS’s
kmmM
i'viííí.i
r A/i/i
wy
, - i .: i ' ,
% ^ m ttmi mÉ*
. Hlnn ovíðjafnanlfigi Tomr
/ /u^vv - ■■■ '
U-UÁV' . ' : • Í'y:
.
MÉSÉMtámii
iPlllÍi
I