Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Page 11
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
11
__________________________Útlönd
Norðurlöndin bregðist
við nýjum aðstæðum
Páll Vilhjálmssan, DV, Osló:
Hafið 6 milli íslands og Noregs
yrði vetlvangur úrslitaátaka ef til
styijaldar kæmi á milli Bandaríkj-
anna og Sovétrikjanna. Bandarísk-
ar hemaðaráætlanir ganga út á það
að ef stórveldunum lendir saman,
til dæmis á Persaflóa, muni Banda-
ríkin flyfja átakasvæðið til Norður-
hafa þar sem Sovétríkin standa
verr að vígi.
Bandaríski flotinn, sem meðal
annars hefur aðstöðu á Keflavíkur-
flugvelli, mun freista þess að tor-
tíma sovésku kjarnorkukafbátun-
um sem hafa bækistöðvar á
Kólaskaga, skammt frá landamær-
mn Noregs. Með þessum hætti á
að knýja Sovétríkin til uppgjafar,
því án kjamorkuflauganna í kaf-
bátunum eru þau ekki í stakk búin
til aö heyja kjamorkustyrjöld.
Hernaðaráætlun Bandaríkja-
manna fyrir Norðurhöf varð til
snemma á þessum áratug. Ríkis-
stjóm Reagans Bandaríkjaforseta
ákvað að stórefla herskipaflotann
og undir forystu John Lehman
flotamálaráðherra var samþykkt
hemaðarmálaáætlun sem lagði
áherslu á að sækja aö sovéska flot-
anum sem næst bækistöðvum
hans.
Sovétríkin eiga tvo úthafsflota.
Annar er Kyrrahafsflotinn, með
heimahöfn í Vladivostok viö Jap-
anshaf. Hinn er norðurflotinn
svokallaði með bækistöðvar á
Kólaskaga við Barentshaf.
Norðurflotinn er mun mikilvæg-
ari fyrir Sovétríkin og er hann
bæði stærri og betur búinn en
Kyrrahafsflotinn. Mikilvægasta
hlutverk norðurflotans er að
tryggja að Sovétríkin geti svarað
kjamorkuárás sem eyðilegði
kjarnorkuflaugar þeirra á landi. í
norðurflotanum era um það bil
fjörutíu kafbátar búnir langdræg-
um kjamorkueldflaugum.
Kjamorkukafbátar hvors stór-
veldis fyrir sig eiga að tryggja
ógnarjafnvægið, tryggja að hvomgt
stórveldanna ráðist á hitt, af ótta
við að verða sjálft tortímingunni
að bráö.
Hernaðaruppbygging
Þegar Ronald Reagan var kosinn
forseti Bandaríkjanna árið 1980
lagði hann áherslu á að byggja upp
hernaöarmátt landsins. Bandarík-
in voru auðmýkt í Víetnamstríð-
inu, sem lauk 1975, og í íran þegar
Khomeini kom til valda þar 1979.
Hernaðaruppbygging og vígreifari
utanríkisstefna áttu að færa banda-
rísku þjóðinni sjálfstraust á ný.
Eitt af fyrstu verkefnum ríkis-
stjómar Reagans var að endur-
byggja og stækka bandaríska
herskipaflotann. Gerð var áætlun
um að stækka herskipaflotann
þannig að hann teldi rúmlega sex
hundmð skip. Áætlunin miðast við
að þessi skipafloti verði tilbúinn
snemma á næsta áratug og mun
endurbygging flotans kosta því sem
næst eitt þúsund milljarða Banda-
ríkjadala.
Sóknarstefna flotans
Jafnhliöa endurbyggingu her-
skipaflotans var samin hernaöará-
ætlun sem var vígdjarfari en áður.
Hernaðaráætlanir Bandaríkja-
manna eftir síðari heimsstyijöld-
ina byggðust fyrst og fremst á því
að átök á milli stórveldanna myndu
bijótast út í Mið-Evrópu og af skilj-
anlegum ástæöum gegndi her-
skipaflotinn litlu hlutverki þar.
Eftir að ríkisstjórn Reagans tók
yið völdum fékk bandaríski flotinn
veigameira hlutverk en áður. Var
það ekki síst að þakka hinum dug-
andi flotamálaráðherra Reagans,
John Lehman. Lehman gegndi
embætti flotamálaráðherra þangað
til í fyrra, þegar hann gekk í kosn-
ingastjóm George Bush forseta-
frambjóðenda. Ef Bush verður
kosinn forseti Bandaríkjanna er
Lehman talinn líklegastur til að
verða vamarmálaráðherra í stjóm
hans.
Hernaðaráætlun flotans gengur
undir nafninu The Maritime Stra-
tegy og var alþjóð fyrst kunn þegar
James E. Watkins, aðmíráll og yfir-
maður bandaríska flotans, skrifaði
grein með sama nafni í tímarit flot-
ans, U.S. Naval Proceedings, í
janúar 1986.
Frá spennu til átaka
í grein sinni útskýrði Watkins
aðmíráll höfuðþætti áætlunarinn-
ar. Áætlunin er þríþætt.
í fyrsta þætti er gert ráð fyrir að
spennuástand ríki á milli stórveld-
anna. Hlutverk flotans er þá að
ógna Sovétríkjunum. Flugmóður-
skip, fylgdarskip þeirra og kafbátar
stefna á Noregshaf og koma sér
fyrir á hernaðarlega mikilvægum
stöðum. Landgönguhð flotans kem-
ur með flugvélum til Noregs, þar
sem fyrir er birgðastöð þess.
Ef ógnunin bregst, segir Watkins,
og stríð brýst út er bandaríski flot-
inn reiðubúinn undir átök.
Annar þáttur áætlunarinnar ger-
ir ráð fyrir að Bandaríkin grípi
frumkvæðið í stríðsátökunum. A-
rásarkafbátar Bandaríkjanna eiga
að leita uppi og eyða sovésku kaf-
bátunum sem bera langdrægar
kjarnorkueldflaugar. Orrastuþot-
ur frá flugvélamóðurskipunum
skulu ná yflrráðum í loftinu þannig
að herþotur Sovétmanna nái ekki
að gera usla í bandaríska flotanum.
Lokaþáttur áætlunarinnar
stefnir að því að færa aðalátökin
sem næst sovéskum landsvæðum.
Endanlegt markmið er að bijóta á
bak aftur sovéska norðurflotann
og þar með vængstýfa hemaðar-
mátt Sovétríkjanna.
Eitt meginatriðið í hernaðaráætl-
un Bandaríkjanna er að tortíma
stórum hluta kjarnorkuvígbúnaö-
ar Sovétríkjanna með hefðbundn-
um vopnum. Wátkins aðmíráll
segir í greininni í U.S. Naval Proce-
edings að Sovétríkin myndu hugsa
sig um tvisvar áður en þau hæfu
kjarnorkustyijöld ef sovésku
kjamorkukafbátamir lægju í tætl-
um á botni Barentshafs. Um þetta
atriði hafa heyrst sterkar raddir
efasemda, bæði í Bandaríkjunum
sjálfum og utan þeirra.
Gagnrýniraddir
Bandarískir og evrópskir hernaö-
ar- og vígbúnaðarsérfræðingar
gagnrýna flotaáætlunina einkum
frá tveim hliðum. Annars vegar út
frá herfræðilegum sjónarmiðum og
hins vegar frá utanríkispólitískum
sjónarhóli.
Efasemdamenn úr hópi hernað-
arsérfræðinga segja meðal annars
að aöalforsenda flotaáætlunarinn-
ar, um að stórveldin eigi tiltölulega
langvinnt stríö með hefðbundnum
vopnum, standist tæplega. Ef stór-
veldin fari í stríð muni kjamorku-
vopn verða tekin fljótt í notkun, er
sagt. Sérfræðingar, eins og John
J. Nearsheimer við Chicagohá-
skóla og Steven Miller viö tæknihá-
skólann í Massachusetts (MIT),
segja flotaáætlunina til þess fallna
að auka hættuna á að styijöld með
hefðbundnum vopnum breytist í
kjarnorkuhemað. Sovétríkin
myndu aldrei horfa upp á þaö að-
gerðalaus aö bandaríski flotinn
sökkti kjamorkukafbátum þeirra.
Fyrr yrði banvænum skeytum )caf-
bátanna skotið á bandarískar
borgir, segja Nearsheimer og Mill-
er. Þeir benda á að flotaáætlunin
geti stytt bilið á milli spennu-
ástands og styijaldar, Sovétríkin
gætu hræðst til að taka fyrst í gikk-
inn, en bíða ekki eftir að komast í
skotfæri bandaríska flotans.
Norðurlönd í skotmáli
Fyrstu áratugina eftir síöari
heimsstyijöld voru Norðurlöndin í
útjaðri kalda stríösins og vigbún-
aöarkapphlaup stórveldanna
miðaðist við ástandið í Mið-Evr-
ópu. Uppbygging sovéska norður-
flotans á síðasta áratug og nýleg.
sóknaráætlun bandaríska flotans
gera Norðurlönd og aðliggjandi
hafsvæði að vígvelli, ef til styijald-
ar kemur.
Norðurfloti Sovétríkjanna er al-
mennt ekki talinn ógnun við
Noröurlöndin. Norðurflotinn er
byggður upp í kringum kjarn-
orkukafbátana sem eiga að tryggja
að Sovétríkin geti svarað óvæntri
kjarnorkuvopnaárás frá Banda-
ríkjunum. Önnur hlutverk norður-
flotans, eins og að torvelda
birgðaflutninga yfir Atlantshaf,
eru neðar í forgangsröðinni.
Af þessum ástæðum er á Norð-
urlöndum litið á bandarísku flotaá-
ætlunina sem hluta af glímutökum
stórveldanna og gagnkvæmu
vopnaskaki þeirra.
Það em vaxandi áhyggjur um 'að
Norðurlönd muni dragast inn í
átök Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, sem eiga sér rætur annars
staðar í heiminum. Með flotaáætl-
uninni em Bandaríkin að opna leið
til að flylja hugsanleg átök við Sov-
étríkin í þriðja heiminum til
Norðurhafa þar sem auðveldara er
að sækja að sovésku landsvæði.
Deildarstjóri í norska utanríkis-
ráöuneytinu, Sverre Jervell, notaði
heilt ár í Bandaríkjunum til þess
að kynnasér flotaáætlunina. í bók,
sem hann skrifaði eftir heimkomu
sína, varar hann Norðurlandaþjóð-
irnar við að láta sem ekkert hafi í
skorist og bregðast ekki við nýjum
aðstæðum. í bókinni, Spillet om
Norske Havet (Tiden 1987), segir
Jervell Norðurlandabúa knúða til
að gera ráðstafanir sem miði aö því
að draga úr spennunni á milli stór-
veldanna í Norðurhöfum. Ef ekki
verða Norðurlönd leiksoppar stór-
velda sem hafa ekki fyrir sið að
taka tillit til smáþjóða þegar hags-
munir þeirra sjálfra eru í veði.
SERTILBOÐ +
TOLLAUiKKUN
PPVSnSKÁPUM
Nú er tíminn til að fá sér FRYSTISKÁP.
Úrval af útlitsgölluðum B1E1SS33BSQ frystiskápum
á frábœru verði.
Nú 35.802.- star.
DÆMI:
Frystiskápur H155 - 270 L
afsláttur v. útlitsgalla
tollalœkkun
53.510.-
10.230.-
3.500.-
39.780,-
KRINGLUNNI S. 685440