Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988.
Neytendur
Aðeins fimm rækjur í
stærstu samlokunni
Engar makkarónur fundust
Neytendasíðunni hafa borist
margar ábendingar í sambandi við
rækjusamlokur. Er umkvörtunar-
efnið yfirleitt það að engar rækjur
séu í samlokunum eða að hagsýnir
samlokusmyrjarar drýgi rækjurnar
með makkarónum, en fróðir segja
að þegar þær eru komnar saman við
rækjur, egg og annað gums, auk þess
sem búið sé að hylja herlegheitin
með kransæðakremi (majónesi), þá
sé ekki nokkur leið að þekkja þær úr.
Við ákváðum því að kanna máhð
og festum kaup á rækjusamlokum
frá sjö framleiðendum.
Samlokurnar voru teknar og
krufnar og leiddi krufningin ýmis-
legt áhugavert í ljós. Farin var sú
leið að samlokumar voru opnaðar
og rækjurnar leitaðar uppi með þvi
að krafla í innihaldinu við gott ljós.
í könnuninni var ekki tekin afstaða
til bragðgæða.
Leitarstarfið hófst með því að opn-
uð var samloka frá Júmbó (kr. 130).
Hún er gerð úr hvítu brauði en hið
innra leynist mikið af majónesi. Eftir
þó nokkurt krafl tókst okkur að fmna
í samlokunni 17 smáar rækjur en auk
þeirra var mikið af eggjum sem skor-
in höfðu verið í ræmur. Eggin
torvelduðu mjög leit.
Næst var opnuð heilhveitibrauðs-
samloka frá Brauðbæ (kr. 130). Ekki
tók langan tíma að kryfja hana, enda
blöstu við sjónum manna 24 stórar
rækjur og lítiö annað. Þetta var eina
samlokan sem stóð undir nafni, sam-
loka sem hefur ekkert að fela.
Næst á dagskrá var heilhveiti-
brauðssamioka frá Sóma (kr. 125).
Þetta var sú samloka sem flestar
hafði rækjurnar en þær voru alls 37
talsins. Þær voru þó fremur smáar.
Einnig var nokkuð af kransæða-
kremi og eggjum.
Næsta samloka var mikill hlemm-
ur, Tröllabiti að nafni (kr. 125). Ekki
vantaði gumsið, en athygli vakti að
þrátt fyrir ítarlega leit tókst okkur
ekki að finna nema fimm rækjur í
samlokunni, og það þótt hún væri sú
stærsta í hópnum. Þetta er því vissu-
lega samloka með rækjum, en minna
gæti það ekki verið.
Samloka frá Kútter á Hlemmtorgi
kom næst (kr. 130). Þetta var heil-
hveitibrauðssamloka, nokkuð heið-
arleg, en í henni voru tólf stórar
rækjur.
Síðasta samlokan í prófuninni var
frá BSÍ. Þessi var gerð úr hvítu
brauði og innihélt hún mikið af eggj-
um og majónesi. Þrátt fyrir að þetta
væri ein dýrasta samlokan í hópnum
(kr. 155) tókst okkur ekki að finna
nema 15 rækjur í henni og allar frem-
ur væskilslegar.
Það er því greinilegt að rækjusam-
lokur bera fæstar nafn með rentu.
Fólk kaupir samlokumar í góðri trú,
og þó ekki sé beinlínis um svik að
ræða, eins og t.d. að setja makkarón-
ur í staðinn fyrir rækjur, er ekki
beinlínis hægt að segja að staðið sé
að málum af fyllsta heiðarleik, ef
undan eru skildar samlokumar frá
Brauðbæ og Sóma.
-PLP
Samlokurnar góðu fyrir krufningu.
DV-myndir GVA
Til vinstri er Brauðbæjarsamlokan en til hægri Tröllabiti.
Þuvrkaðar baunir lækka í verði
Linsubaunir 60 kr
Góð frétt fyrir sprengidaginn.
Þurrkaðar baunir hafa nú lækkað í
verði, þar á meðal gular hálfbaunir.
En látum þær bíða betri tíma. Nú
verður tekin fyrir önnur baunateg-
und sem líka hefur lækkað í verði
en það eru linsubaunir.
Næringargildi
Linsubaunir eru eins og aðrar
þurrkaðar baunir góð uppspretta
eggjahvítuefna og er þeirra því oft
neytt í stað kjöts og fisks. Þær eru
einnig járn- og steinefnaríkar og er
það mikill kostur í vetrartíö. Meðal
bætiefna, sem þær innihalda, eru A,
B og E fjörefni og þær innihalda einn-
ig járn, magnesíum og fosfór.
Þurrkaðar baunir hafa löngum þótt
þungar í maga og hefur það fælt
margan frá því að neyta þeirra. Hjá
þessu er þó hægt að komast enda vel
þess virði þar sem kílóverð þeirra er
aðeins um 60 krónur.
Til að gera þær auðmeltanlegri er
gott að leggja þær í bleyti kvöldiö
áður en þeirra er neytt. Þá ber að
skipta um vatn og skola baunirnar
vel áður en þær em soðnar. Næsta
skref er svo að sjóða þær vel og lengi.
Ekki er talið æskilegt að blanda þeim
saman við aðrar tegundir þurrkaðra
bauna. Hins vegar er ráðlegt að bera
þær fram með grænmeti.
Krydd
Linsur em sérstakar á bragðið og
því ekki hægt að krydda þær með
hverju sem er. Nokkrar kryddteg-
undir era öðrum æskilegri, til dæmis
lárviðarlauf, blóðberg (týmían),
kúmen, rósmarín, karrý, negull,
sinnep, paprika, pipar og steinselja.
Matreiðsla
Margar tegundir eru til af linsu-
baunum og hægt að matreiöa þær á
óteljandi vegu. Hér á eftir fara
nokkrar uppskriftir
Linsubaunastappa
Innihald:
250 g bleyttar linsubaunir
50 g heil hrísgrjón
1 laukur
1 hvítlauksrif
Þetta er allt soðið í potti meö tals-
verðu vatni í u.þ.b. klukkutíma.
Síðan er allt saman maukað og borið
fram með ristuðu brauði.
Linsur í karrýi að hætti Egypta
Innihald:
250 g bleyttar linsur
3 tsk. sterkt karrý
2 laukar
4 hvítlauksrif
Linsurnar eru soðnar í u.þ.b.
klukkutíma. Á meðan er hitt maukað
Mwmmm
Er ekki rétt að fara að gefa baunum gaum? Þær geta alveg komið I stað kjöts en eru tiu sinnum ódýrari.
. hvert kíló
og steikt í karrýi. Öllu er svo blandað
vel saman og borið fram heitt.
Linsur með grænmeti
Innihald:
500 g bleyttar linsur
2 litlir tómatar
1 hvítlaukur
2 gulrætur
250 g spínat
1 kartafla
1 msk paprika
olia og salt
Linsurnar em settar í eldfast mót
ásamt tómötunum, hvítlauknum,
paprikunni, lárviðarlaufi og vatni.
Þetta er sett í ofn við 150' C í tuttugu
mínútur. Þá er bætt við sneiddum
gulrótum, kartöflum og spínati, auk
olíu. Þetta er svo látið bakast í tutt-
ugu mínútur.
-PLP
1
U pplýsingaseðill
i Hvað kostar heimilishaldið?
i
| Vinsamlega sendiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruð Jjér orðinn virkur þátttak-
| andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
I fjölskyldu af sömu stærð og yðar.
I
! Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í janúar 1988:
J Matur og hreinlætisvörur
I Annað
I
kr.
kr.
Alls kr.