Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. 39 Menning Að skilja sorg sina Norma E. Samúelsdóttir - Marblettir i regnbogans litum, Eigin útgáfa, 1987 Eins víst og maöurinn þarf að takast á við líf sitt spretta ljóð hans úr þeirri glímu. Og eru sjálf glíma í því skyni að finna kjarnann, hálan að höndla, stundum beiskan að bragða. En takist það verður sú glíma frelsandi svo segja má að í sjálfu sér séu yrkingar ágætis með- al til að bjarga við lífinu, þeim sem dottið hafa niður á slíkt úrræði eða fundið sig knúna til að takast það á hendur. Af þeirri þörf eru ljóð Normu Samúelsdóttur augljóslega sprottin en þau eru einnig frásögn eða skýrsla um átök sem eru leidd til lykta og sú þjáning reynslunnar hefur safnast í ljóð. Bókmenntir Berglind Gunnarsdóttir Svanirnir Ég sá hann um vor og festist festist í neti tilfinningaóra Hann talaði um svanina um elskendur sem þyrftu ei að sjást óljóst villandi Það sem hér um ræðir, eða sjálft yrkisefnið, er hið erfiöa kaos er aðstandandi drykkjusjúklings hrærist í og verður að lúta, hið tor- tímandi neikvæði og öryggisleysi. Þar sem öll tilveran verður eins og hrærigrautur af ýktum kenndum: ást, hatri, sekt og sjálfsfyrirlitn- ingu. Því ástandi lýsa ljóðin stundum á sterkan hátt með því að draga upp myndir í knöppu máli og gefa ljóslega sýn inn í magnaðar tilfmn- ingaflækjur. En einnig á agaðan hátt og látlausan, vegna þess hve formið er yfirleitt knappt, og ljóðin Gistirými eykst mikið á Hótel KEA Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað viö Hótel KEA á Akureyri í vet- ur og mun hótelið rúma mun fleiri gesti er þeim framkvæmdum lýkur á vordögum. Að sögn Gunnars Karlssonar hótel- stjóra er gistirými hótelsins í dag fyrir 94 gesti, 8 í eins manns herbergj- um en 86 í tveggja manna herbergj- um. Viðbótin, sem tekin verður í notkun í maí, er 22 tveggja manna herbergi og mun hótelið því rúma tæplega 140 gesti þegar framkvæmd- um lýkur. „Reksturinn gekk mjög vel hjá okkur á síðasta ári og aukningin frá árinu áöur nam um 27% sem er mjög gott,“ sagði Gunnar Karlsson. „Árið. 1988 hefur einnig byijað mjög vel og t.d. var 26% betri nýting í janúar núna en á síðasta ári. Ég tel vera mjög góðan grundvöll fyrir þessari stækkun hótelsins. Með henni veröum við mun betur í stakk búnir að taka við stórum fundum og ráðstefnum og getum þá hýst alla ráöstefnugestina, en það hefur komið fyrir að skipta hefur þurft ráöstefnu- hópum niður á fleiri staöi í gistingu vegna þess að viö höfum ekki getað tekið viö þeim öllum,“ sagði Gunnar. Hann bætti viö að þegar væri mik- ið bókaö í sumar og segja mætti að sumarmánuðimir væru að verða þéttbókaðir þrátt fyrir stækkunina. hnitmiöuð (oft spilla mörg orð fyrir áhrifum mjög huglægra eöa tilfmn- ingahlaðinna ljóða). Óþol Festist Kvalinn og kvaldi böm sín kvöl sinni Þjáðist óþoli Hafði snert himin snerti brátt botn En þótt skáldið sé hér í hlutverki aöstandanda og jafnframt þolanda eru myndir hennar ekki svarthvít- ar gegn þeim sem vandanum veldur, makanum, þær gefa einnig hugboð um kvöl hans sjálfs, stefnu- lausa og örvæntingarfuRa. Á vissan hátt em þau bæöi þolendur, bæði gerendur. högg þung högg marblettir Örvingluð svífandi högg Hans Mín Þar sem Normu tekst best upp hef- ur lesandi náö að skynja djúpan sársauka en um leiö skrumlausan skilning á dapurlegum aðstæðum í knöppum ljóðmyndum. Og yfirleitt tekst henni mætavel aö forðast þá hættu að falla í gryfju tilfmninga- semi. Þó kemur það fyrir (Hugsaö í kirkju og Að vera fegurð barna hans) þar sem hún útmálar um of eða boðskapurinn verður ágengur. Það ber að fagna þvi að vera leiddur í ljóði inn í margvíslega afkima mannlífsins. Raunar gildir einu hver sá afkimi er svo lengi sem lesandi mætir honum opnum huga. Annaö hlýtur að skrifast á reikning mannlegrar takmörkun- ar. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmargt: § Þærlosaásktffendur viðónæðivegnainn- heimtu. f Þæremþægllegur greiðslumátísem tryggirskilvísar greiðslur þrátt fyrir anníreðaQarvistír. e Þær létta blaðberan- umstörflnenhann heldurþóóskertum tekjum. eÞæraukaötyggl. Biaðberaretutíl dæmisoftmeðtöiu- verðarftártiæðirsem geta glatast. Hafið samband við afgreiðslu DV kl. 9-20 virka daga, laugardaga kl. 9-14 í síma 27022 eða við umboðsmenn ef óskað er nánari upplýsinga. okkar Frjálst,óháð dagblað Askrifendur! Léttið blaðberunum störfin og sparið þeim sporin. Notið þjónustu DV og kortafyrirtækjanna. Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.