Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. 41 Fólkífréttuín Jón A. Baldvinsson V - Jón A. Baldvinsson, sendiráðs- prestur í London, hefur verið í fréttum DV vegna hjarta- og lungnaaðgerðar sem gerð var á ungum íslendingi á þriðjudaginn. Jón Aðalsteinn fæddist 17. júní 1946 og lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1974. Hann var prestur í Staðarfellspre- stakalh 1974-1983 og var við nám í sálgæslu í Edinborg 1978-1979. Jón hefur verið sendiráðsprestur í Lon- don frá 1983. Kona Jóns er Margrét Sigtryggsdóttir, f. 9. nóvember 1947, kennari og tækniteiknari. Foreldr- ar hennar eru Sigtryggur Júlíus- son, rakarameistari á Akureyri, og kon^ hans, Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Börn Jóns og Margrétar eru Sigrún, f. 21. desember 1968, nemi í MA; Róshildur, f. 3. júní 1972, nemi. Sonur Jóns er Ragnar Þór, f. 23. júní 1966, húsasmiður á Húsa- vík, kvæntur Helgu Björgu Sigurð- ardóttur og eiga þau eitt bam. Systkini Jóns em Baldur, f. 13. mars 1948, b. á Hnjúki, kvæntur Sigrúnu Aðalgeirsdóttur; Baldvin Kristinn, f. 23. febrúar 1950, b. í Torfunesi, kvæntur Brynhildi Þrá- insdóttur; Hildur, f. 10. nóvember 1953, hárgreiðslumeistari á Húsa- vík, gift Garðari Jónassyni versl- unarstjóra, og Friðrika, f. 2. febrúar 1961, gift Gunnari Jóhannssyni, framkvæmdastjóra á Húsavík. Foreldrar Jóns eru Baldvin Bald- ursson, b. og oddviti á Rangá í Ljósavatnshreppi í Þingeyjarsýslu, og kona hans, Sigrún Jónsdóttur. Faðir Baldyins er Baldur, b. og oddviti á Ófeigsstöðum í Kinn, Baldvinsson, b. og oddvita á Ófeigs- stöðum Baldvinssonar, b. í Nausta- vík, bróður Kristjönu, móður Benedikts Sveinssonar alþingis- forseta, föður Bjarna forsætisráð- herra. Baldvin var sonur Sigurðar, b. á Hálsi í Kinn, bróður Krist- bjargar, langömmu Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Sigurður var sonur Kristjáns, b. og dbrm. á 111- ugastöðum Jónssonar, bróður Björns, langafa Kristínar, ömmu Inga Tryggvasonar og Kristínar Halldórsdóttur alþingismanns. Móðir Baldurs á Ófeigsstöðum var Kristín Jónasdóttir, b. á Sílalæk Guðmundssonar, b. á Sílalæk Stef- ánssonar, b. á, Sílalæk Indriðason- ar, b. á Sílalæk Árnasonar, forföður SOalækjarættarinnar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Stóm-Tungu í Bárðardal Jónssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Helgu, ömmu prófessoranna Björns Þorsteinssonar og Þor- bjarnar Sigurgeirssonar. Móðir Baldvins var Hildur, systir Helgu, móður Jónasar Jónssonar búnað- armálastjóra. Hildur var dóttir Friðgeirs, b. á Þóroddsstað Kristj- ánssonar. Móðir Friðgeirs var Bóthildur Grímsdóttir, b. á Krossi í Ljósavatnshreppi Einarssonar og konu hans Sigurbjargar Pálsdótt- ur, móður Jónasar Jónssonar á Hriflu og Kristjáns, föður Jónasar, forstööumanns Ámastofnunar. Móðir Hildar var Kristbjörg Ein- arsdóttir, b. í Björgum í Kinn, Grímssonar, bróður BóthOdar. Sigrún er dóttir Jóns, b. á Hömr- um í Reykjadal, bróður Júlíönu, móður Stefáns Haraldssonar yfir- læknis. Jón var sonur Friðriks, b. og pósts á Helgastöðum Jónssonar, b. á Kraunastöðum í Aðaldal Jóns- sonar. Móðir Jóns á Kraunastöðum var Herborg Helgadóttir, b. á Skútustöðum Ásmundssonar, for- föður Skútustaðaættarinnar. Móðir Jóns var Guðrún Þorgríms- dóttir, b. í Hraunkoti í Aðaldal Halldórssonar, b. á Bjamastöðum í Báröardal Þorgrímssonar. Móðir Hahdórs var Vigdís Hahgrímsdótt- ir, b. í Hraunkoti í Aðaldal Helga- sonar, forfóður Hraunkotsættar- innar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Haga Áma- sonar, og konu hans, Helgu Jóns- dóttur af Hólmavaðsættinni, systur Jóns á Hafralæk, afa skáldanna Guðmundar á Sandi og Sigurjóns á Litlu-Laugum og Áslaugar Frið- jónsdóttur, móður Karls ísfelds skálds. Móðir Sigrúnar var Frið- rika Sigfúsdóttir, b. á Hahdórsstöö- um í Reykjadal Jónssonar, b. á Sveinsströnd í Mývatnssveit Jóns- sonar, b. á Skútustöðum Helgason- ar, bróður Herborgar. Móðir Sigfúsar var Marja Gísladóttir, b. á Skörðum í Reykjahverfi Gíslason- ar og Guðrúnar, móður Jóns Stefánssonar, Þorgils gjallanda. Jón A. Baldvinsson. Guðrún var dóttir Jóns, prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar, forföð- ur Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Jóns var Sigríður, systir Sigurðar skálds á Arnarvatni og Jóns á Múla, afa Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Sigríður var dóttir Jóns, b. og skálds á Helluvaði Hinriks- sonar, af Harðabóndaættinni. Móðir Sigríöar var Friðrika Helga- dóttir, systir Jóns og Herborgar. Bessí Jóhannsdóttir Bessí Jóhannsdóttir kennari, Hvassaleiti 93, Reykjavík, er fertug í dag. Bessí fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1967, BA prófi í sagnfræði og félagsfræði við HÍ 1973, cand. mag. prófl 1979 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum 1978. ' Bessí hefur verið stundakennari við MR og við Kennaraháskóla ís- lands en hún var kennari við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1973-1980 og kennir nú við VÍ. Bessí var varaformaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, frá 1975-77 og formaður frá 1981-83. Hún átti sæti í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1978-80 og aft- ur frá 1987. Þá er hún í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1987 og formaður fræðslunefndar Sjálf- stæðisflokksins. Bessí var vara- borgarfuhtrúi frá 1974-82. Hún sat í félagsmálaráði og fræðsluráði Reykjavíkurborgar frá 1982-86 og sat í stjórnarnefnd Borgarbóka- safnsins frá 1979-86. Hún hefur verið formaður Rannsóknastofn- unar uppeldismála frá 1986, formaður skólanefndar Kvenna- skólans í Reykjavík og hefur setið í úthlutunarnefnd listamanna- launa. Bessí giftist 3.2.1968 Gísla, f.11.2. 1947, forstjóra Bifreiða og land- búnaðarvéla, syni Guðmundar, forstjóra í Reykjavík, Gíslasonar ogkonu hans Ernu, Adolphsdóttur. Bessí og Gísli eiga tvö börn: Ema verslunarskólanemi, f.5.5. 1968, er unnusta Jóns Kára Hilmarssonar viðskiptafræðinema; Guðmundur, f.12.2.1975, er nemi í foreldrahús- um. Bessí á fjögur systkini: Ósk Sól- veig, húsmóðir í Reykjavík, f.30.10. 1946, átti Skæring Eyjólfsson bif- vélavirkja; Ásta, Verslunarstjóri í Reykjavík, f.3.2. 1950, átti Bjarna Jóhannsson verslunarstjóra; Björgvin Þór, þroskaþjálfí í Reykja- vík, f.22.1. 1951, átti Marianne Susanne; og Bessi, f.3.12. 1960. Foreldrar Bessíar eru Jóhann Þór Bessason, bifvélavirki í Reykjavík, f.28.5. 1926, og kona hans, Arnheiður Björgvinsdóttir verslunarmaður, f.19.5. 1927. Arn- heiður er frá Seyðisfirði, dóttir Björgvins verkamanns þar Jóns- sonar og Sólveigar Jónsdóttur. Föðuramma Bessíar var Ástríður, dóttir Þórðar Þorvarðssonar og konu hans, Arndísar Erlendsdótt- ur. Föðurail Bessíar var Bessi, sjómaður á Akureyri og í Reykja- vík, sonur Einars Baldvins, b. og alþingismanns á Hraunum í Fljót- um, Guðmundssonar b. á Hraun- um, Einarssonar, bróður Baldvins, þess er gaf út Ármann á Alþingi. Bróðir Bessa var Guðmundur, fað- ir Kristínar, móður Þorsteins tannlæknis, föður Kristínar út- varpsfréttamanns. Annar bróðir Bessí Jóhannsdóttir. Bessa var Páll, borgarstjóri í Reykjavík, faðir Ólafs verkfræð- ings, föður Unnar veðurfræöings sem gift er Þórarni Eldjárn rithöf- undi. Hálfsystir Ólafs var Kristín, móðuramma Eddu leikkonu og Freys jarðfræðings Þórarinsbarna. Meðal systra Bessa var Jórunn, móðir Kristínar, konu Páls ísólfs- sonar og móður Þuríðar óperu- söngkonu og Einars skólastjóra. Systir Kristínar var Katrín, móðir Jórunnar Viðar, móður Katrínar Fjeldsted borgarráðsmanns. Móðir Bessa var Kristín Pálsdóttir, prests og sálmaskálds á Völlum í Svarfað- ardal Jónssonar, systir Gísla á Grund í Svarfaðardal, afa Einars Olgeirssonar alþingismanns. Andlát Friðfinnur Kærnested Konráðsson Friðflnnur Kærnested Konr- áðsson matsveinn varð bráð- kvaddur fyrir utan heimhi sitt að Hverfisgötu 18, Hafnarfirði, 24. janúar sl. Hann fæddist á Akur- eyri 3.4. 1920. Friðfinnur fluttist með foreldrum sínum til Hafnar- fjarðar 1926 og þar bjó hann alla tíð síöan. Friðfinnur kynntist 1947 Lilju Sigurðardóttur, f. 13.10. 1913, og giftu þau sig nokkru síðar. Lilja átti fyrir fimm börn en þau Frið- finnur eignuðust sjö börn. Þau eru: Bára Fjóla, f. 1948, fóstra og húsmóðir í Hafnarfirði, gift Halldóri Gunnlaugssyni stýri- manni; Guðmundur, f. 1949, sjómaður í Hafnarfirði; Reynir, f. 1952, verkamaður í Hafnarfirði; Konráð, f. 1953, verkamaður í Hafnarfirði; Sigurður, f. 1954, verkamaður í Hafnarfirði, kvæntur Karlottu Hafsteinsdótt- ur húsmóður; Sólrún, f. 1956, húsmóðir í Hafnarfirði;.og Sig- fríður, f. 1959, verslunarmaður. Systkini Friðfinns eru: Kristín, ekkja í New York; Hinrik, starfs- maður í Steinullarverksmiðju í Mors í Noregi; og Ragnar, húsett- ur í Reykjavík en hann starfaði lengi á Landspítalanum. Foreldrar Friðfinns eru báðir látnir en þeir voru: Konráð, sjó- maöur í Hafnarfirði, Þorsteins- son og kona hans, Sólrún Þóra, húsmóðir og lengi starfsstúlka á Vífilsstaðahælinu, Kristjánsdótt- ir. Friðfinnur Kærnested Kon- ráðsson. Útförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði föstudaginn 5.2. klukkan 13:30. ______________________________Afmæli Þórarinn Ólafsson Þórarinn Ólafsson húsasmiður, laug eignuðust tvær dætur. Tunguvegi 10, Reykjavik, er att- ræður í dag. Þórarinn fæddist að Laxárdal í Þistilfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stundaði á unghngsárunum öll almenn sveita- störf en fór til náms tvo vetur að Alþýðuskólanum á Laugum. Þór- arinn lærði húsasmíði í Reykjavík og tók sveinspróf á Húsavík 1936 og vann við húsasmíðar á Þórshöfn til 1940. Þá flutti hann til Reykja- víkur þar sem hann hefur búið síðan og starfað við húsasmiðar. Kona Þórarins er Guðlaug, dóttir Ólafs vélstjóra Sæmundssonar og Jóninu Dagnýjar Hansdóttur. Guðlaug á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi en Þórarinn og Guð- Til hamingju 85 ára Jakob Gunnlaugsson, Móabaröi 6, Hafnarfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára Guðleif Jónsdóttir, Egilsgötu 6, Borgarnesi, er áttræð í dag. 70 ára_________________________ Ólafur Jónsson, Arnarholti, er sjö- tugur í dag. Lárus Jónatansson vélvirki, Ara- hólum 4, Reykjavík, er sjötugur í dag. Óskar Ingvarsson, Meiöavöllum, Kelduneshreppi, er sjötugur í dag. Dæturnar eru Lára, Dagný, Helga, Guðrún Guðmunda og Vilborg, all- ar húsmæður í Reykjavík. Þórarinn átti níu systkini en á nú fjögur systkini á lífi. Foreldrar Þórarins voru Ólafur, b. á Laxárdal, Þórarinsson og kona hans, Guðrún Guðmunda Þorláks- dóttir, Einarssonar. Föðurforeldr- ar Þórarins voru Þórarinn, b. og smiður á Efri-Hólum í Norður- Þingeyjarsýslu og síðar í Laxárdal, Benjamínsson, og kona hans, Vil- borg Sigurðardóttir, ættuð úr Jökuldalnum. Þórarinn mun ásamt konu sinni og dætrunum fimm dvelja erlendis á afmælisdaginn. með daginn! Kjartan Björnsson, Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði, er sjötugur í dag. 60 ára Ingvi Björn Antonsson vigtarmað- ur, Hjarðarslóð 4E, Dalvík, er sextugur í dag. 40 ára Magnús Sverrisson, Marargötu 3, Reykjavík, er fertugur í dag. Reynir Kjartansson, Nesbala 76, Seltjarnarnesi, er fertugur í dag. Regina Sigurðardóttir, Þórunnar- stræti 129, Akureyri, er fertug í dag. Ragnheiður E. Torfadóttir, Lerki- lundi 17, Akureyri, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælisbörn og að- standendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.