Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1988, Qupperneq 30
42 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988. Jarðarfarir Minningarathöfn um Jón Guð- mundsson frá Molastöðum, Háuhlíð 6, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðár- ^ krókskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14. Jarðsett verður frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Jónína Albertsdóttir frá ísafirði, verður jarðsungin frá Ísaíjarðarkap- ellu laugardaginn 6. febrúar kl. 14. Sigrún Lára Sigurðardóttir verður jarösungin frá Garðakirkju í dag, 5. febrúar, kl. 15. Ingigerður K. Loftsdóttir lést 30. janúar sl. Hún fæddist á Krossi í Ölfusi hinn 4. október 1894, dóttir hjónanna Gróu Gottskálksdóttur og Lofts Þorsteinssonar. Hún giftist Óskari Jónssyni en hann lést árið 1944. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið en þrjú lifa móður sína. Útfor Ingigerðar verður gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15. Áslaug Guðjónsdóttir lést 29. janúar sl. Hún var fædd á ísafirði 15. sept- ember 1903 og voru foreldrar hennar hjónin Sigríöur Halldórsdóttir og Guðjón Magnússon. Áslaug giftist Andrési Einarssyni en hann lést árið 1941. Þeim hjónum varö þriggja dætra auðið. Síðustu 17 árin starfaði Áslaug hjá Nóa, Síríus og Hreini. Útfór hennar verður gerö frá Frí- kirkjunni í dag kl. 13.30. Andlát Eyþór Hallsson, fyrrverandi skip- stjóri, Lindargötu 24, Siglufirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. febrúar. Sigríður Þórðardóttir frá Hofstöðum, Dvalarheimili aidraðra, Borgarnesi, lést 2. febrúar á Sjúkrahúsi Akra- ness. Happdrætti Dregið í happdrætti Kristilegrar skólahreyfingar Þann 25. jan. var dregið hjá yfirborgar- dómara í þúsund miða happdrætti KSH. Vinningur, Daihatsu Cuore bifreið, kom á miða nr. 893. Kristileg skólahreyfing þakkar öllum sem stutt hafa starfið. Ýmislegt Myndakvöld Ferðafélagsins Myndakvöldið veröur í Risinu, Hverfis- götu 105, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst stundvíslega kl. 20.30. Myndaefni: Gérard Delavault sýnir loftmyndir og landlagsmyndir frá eftirtöldum stöðum: Gígum á Reykjanesskaga, Berserkja- hrauni og Hnappadal, Landmannalaug- um, háhitasvæði Torfajökuls, Suðurjökl- um, Skaftafelli og Öræfajökli. Myndirnar hafa ekki verið sýndar áður. Eftir hlé verða sýndar myndir frá síðustu ára- mótaferð F.í. í Þórsmörk. Myndir frá kvöldvökum og útimyndir. Aðgangseyrir er kr. 100. Allir velkomnir félagar og aðr- ir. Veitingar í hléi. Vökudeild Barnaspítala Hringsins fær hitakassa að gjöf Kiwanisklúbburinn Hekla í Reykjavik færði nýverið vökudeild Barnaspítala Hringsins að gjöf fullkominn hitakassa, sem ætlaður er til meðferðar og hjúkr- unar á fyrirburðum og öðrum nýburum, sem þurfa á gjörgæslu og annarri sér- meðferð að halda. Starfsliö vökudeildar vfil hér með koma á framfæri alúðar- þökkum tfi klúbbfélaga fyrir rausnarlega og mikilvæga gjöf. Fræðslukvöld um Trúfrelsi á íslandi Fræðslukvöld sem haldið er á vegum Reykjavikurprófastsdæmis og öllum er opið veröur í Háteigskirkju nk. þriðjudag 9. febrúar og hefst kl. 20.30. Umræðuefni: Trúfrelsi á íslandi. „Þegar aðventistar, hjálpræðisherinn og fleiri fríkirkjuhreyf- ingar komu til landsins." Fyrirlesari séra Jónas Gíslason dósent. Danskeppni1988 Sjöunda íslandsmeistarakeppnin í „free- style" dönsum er á næsta leiti. Félags- miöstöðin Tónabær og íþrótta- og tómstundaráð standa saman að keppn- inni sjöunda árið i röð. Dansráð íslands sér um faglegu hUðina, Keppnisflokkar eru tveir: emstaklingsdans og hópdans (hópur minnst þrír einstakUngar). Allir íslenskir unglingar á aldrinum 13-17 ára, þ.e. fæddir 1971-74 aö báöum árum með- töldum, hafa rétt til þátttöku. Fyrirkomu- lag: Dagana 10., 11. og 12. mars fer forkeppni fram um land allt. Þátttöku- tilkynningar þurfa að hafa borist hverj- um forkeppnisstað fjórum dögum fyrir keppni og þátttökugjald er kr. 100 á mann. ÚrsUtakeppnin verður föstudag- Merming Heima er best.... .eða hvað? ÁS-leikhúsið sýnir á Galdraloftinu: Farðu ekki. Hölundur: Margaret Johansen. Þýðing: Gunnar Gunnarsson. Leikmynd: Jón Þórisson. Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir. í gærkvöldi frumsýndi Ás-leik- húsiö leikritið Faröu ekki á Galdra- loftinu viö Hafnarstræti. í verkinu er fjallaö um ofbeldi á heimili, en það efni hefur til skamms tíma verið mikið feimnis- mál. Eins og oft gerist undir slíkum kringumstæöum hefur veriö látiö í veðri vaka aö slíkt ofbeldi væri næsta fátítt. Þetta hefur síðan haft þær afleiðingar aö þar sem vanda- máliö hefur verið fyrir hendi hefur það veriö falið eftir bestu getu, inn- an veggja heimilisins, þangað til allt er komiö í óefni. Þaö er trú margra að opinská umræða um máliö geti orðið fórn- arlömbum ofbeldisins til hjálpar og veitt þeim kjark til að leita að- stoðar. Einnig að hræðsla við afhjúpun geti í sumum tilfellum haldið aftur af þeim sem hneigðir eru tfi ofbeldis. Leikrit Margaret Johansen, Farðu ekki, er greinilega skrifað í þeim tilgangi að svipta hulunni af þessu viðkvæma máli og fjallar um þann vítahring sem tveir einstakl- ingar geta lent í þar sem kvalari og fórnarlamb geta hvorki lifað saman né heldur skilið. Þau lifa í þeirri sjálfsblekkingu að þeim tak- ist af sjálfsdáðum aö yfirvinna vandamáliö en reyndin er önnur. En þar sem höfundi er svo mjög í mun að koma á framfæri lýsingu á því ástandi sem'þannig gengur hring eftir hring í sambúðinni er verkið miklu fremur leikin skýrsla en dramatisk lýsing á tveimur ein- staklingum og samskiptum þeirra. Leikritið ber ekki í sér neina framþróun í sambandi þeirra Andrésar og Maríu, aöra en þá sem tíminn felur í sér. Atriðin eru að grunni til aðeins endurtekningar hvert á öðru með smátilbrigðum. Sama máli gegnir um persónu- sköpunina. Það verður ekki séð að persónurnar þróist neitt í verkinu. Fyrir utan það að drykkja eigin- mannsins verður sífellt stífári og höggin þyngri eftir því sem líður á verkið er lítinn mun á þeim Andr- ési og Maríu og sambandi þeirra að finna. En hvað er höfundurinn að segja með þessu verki og hvaða lærdóm 'vill hún að áhorfandinn dragi af sambúðarsögunni? Er Andrés að fá útrás fyrir vanmetakennd og reiði þegar hann lúber konu sína fyrir engar sakir? Eða er hann haldinn kvalalosta og nýtur þess þar af leið- andi aö niðurlægja Maríu og misþyrma henni? Það er gefið í skyn að vandinn sé heimanfylgja þeirra beggja. Strax í upphafi sambands þeirra bera viö- brögð Maríu með sér aö hún er vön barsmíðum og höfundur ýjar að ástæðum, skelþunnum að vísu, fyr- ir framkomu Andrésar. Það veikir verkið að ræturnar að meinsemdinni eru látnar liggja í fortíð þeirra hvors um sig þannig að ósköpin, sem yfir þau ganga, verða eins og einhver óumílýjan- lega örlög. Sambúðin virðist engu breyta um nánast sjálfvalin hlut- verkaskipti þeirra. Strax í upphafi er María buguð og beygir sig undir höggin eins og hún hefur gert á æskuheimilinu. Andrés aftur á móti tekur upp merki föður síns og eygir strax við fyrstu kynni heppilegt fómarlamb þar sem Mar- ía er. Hann fetar sig áfram, varlega í fyrstu, en færir sig fljótlega upp á skaftiö. Þessi örlagaundirtónn veldur því að áhorfandinn skynjar ekki sem skyldi sársaukann sem ætti að vera fyrir hendi í verki sem þessu og gengur út að lokinni sýningu harla glaður vegna þess aö þetta er eitt- hvaö sem aðeins kemur fyrir aðra. En öll umgjörö leiksins og út- færsla leikstjórans, Ásdísar Skúladóttur, er með miklum ágæt- um. Leikmynd Jóns Þórissonar er Jakob Þór Einarsson og Ragn- heiður Tryggvadóttir í hlutverkum sinum i „Farðu ekki“. Leiklist Auður Eydal að vonum þröng í því litla rými sem gefst þarna á Galdraloftinu en gef- ur engu að síður góða mynd af litlu heimili ungra hjóna. Með útsjónar- semi tekst furðu vel að nýta plássið til sviðsskipta. Gunnar Gunnarsson hefur þýtt verkið lipurlega. Þau Ragnheiður Tryggvadóttir og Jakob Þór Einarsson leika hjónin ungu. Bæði ná þau sterkum tökum á persónunum strax í upphafi. Ná- vígi við áhorfendur er mikið og líkamleg og andleg átök harkaleg og miskunnarlaus. Örugg leik- stjórn Ásdísar og sannfærandi leikur þeirra Ragnheiðar og Jakobs koma þessum atriðum heilum í höTn. í fyrri hluta verksins gefast betri túlkunartækifæri, þar sýna per- sónurnar fleiri blæbrigði heldur en þegar átökin magnast og örvænt- ingin eykst í síöari hlutanum. Þá er eins og persónusköpunin fletjist út í stað þess að dýpka og skerpast og spennan dettur um leið niður. Hér veldur líka nokkru um sífelld skipti milli atriða sém mörg hver eru örstutt. Ragnheiður nær sterkum tökum á hlutverki Maríu sem rifjar upp atburði úr hjónabandi sínu og Andrésar. Hún nær að sýna öll blæbrigði ástar og undirgefni, hræðslu og heiftar, sem textinn gefur tilefni til. Að vísu virkaði hún stundum sem sterkari og sjálfstæð- ari kona en María á að vera, þannig aö það varð hálfótrúlegt hvað hún lét yfir sig ganga án þess að rísa upp gegn taumiausri kýgun og mis- þyrmingum. Jakob Þór Einarsson slær af ör- yggi á marga strengi í hlutverki eiginmannsins. Andrés er ekki per- sóna sem á samúð höfundar. Atferli hans er að mestu látið óút- skýrt. Hann er bara svona, senni- lega vegna meðfæddrar ofbeldis- hneigöar og áhrifa í uppvextinum. Jakob Þór sýnir útsmoginn kval- ara, grimman og blíðan til skiptis í upphafi, en þegar á líður verður alit hans æöi öfgafyllra og tilvilj- anakenndara. Farðu ekki íjallar um efni sem ekki hefur verið rætt opinskátt fyrr en á síðustu árám. Þessi sýning Ás-leikhússins er innlegg í umræð- una og til þess fallið ásamt öðru að svipta bannhelginni af þessu viðkvæma máli. -AE Lifandi Brahms Gamall kunningi Sinfóniunnar stjórnaði tónleikum hennar í gær- kvöldi; George Cleve frá Bandaríkj- unum. Hann mun hafa veriö hér aðalstjómandi veturinn 1971-2 og fara góðar sögur af starfi hans þá og tónleika hans minnst með sökn- uöi. Cleve byrjaði á Landsýn eftir Jón Leifs, býsna sterku og frumstæöu tónverki fullu af íslendingslegri kergju og þráhyggju. Einhvern veginn hljómaði það ekki beint sannfærandi og mætti segja mér að það öðlaðist allt annað gildi með karlakór í lokin, eins og gert mun ráð fyrir í upphaflegri dagskrá. Á þessum tónleikum var einleik- arinn líka frá Bandaríkjunum, Randall Hodkinson píanóleikari. Tónlist Leifur Þórarinsson píanóleikarinn Randall Hodkinson, sem mun sérstaklega vera kominn hingað til að styrkja og styðja hug- myndina góðu um Tónleikahús. Það var sannarlega fallega hugsað. Og píanóleikur hans var einnig fal- legur, glitrandi snjallur, í því heldur leiðinlega tónverki Rapsód- íu um stef eftir Paganini eftir Rakkmanínoff. Og hljómsveitin lék með af krafti og tilfinningu sem Cleve vakti yfir af miklu öryggi. En aðalánægjuefnið var fyrsta sinfónía Brahms, þetta magnaða klassísk-rómantíska stórvirki sem illa spilað getur drepið þrjátíu naut úr leiðindum. Þama var það spilað af innilegri sannfæringu, með sterkum, velhljómandi strengjum og fögrum blæstri. Það er ekki að efa að margt í túlkun Cleves kom á óvart, hraðinn var stundum býsna greiður fyrir einlæga aödá- endur þungans þýðverska og stundum var farið allglæfralega í „frasana", sérstaklega í lokaþætt- inum. En þetta var skemmtilegur, lifandi Brahms, tilgerðarlaus og hreinn á einstaklega örlátan máta. -LÞ inn 18. mars í Tónabæ. Nánari upplýsing- ar eru veittar í Tónabæ, síma 35935. E.B. neglur við Laugaveg Opnuö hefur verið ný handsnyrtistofa að Laugavegi 33, inngangur frá Vatnsstíg. Eigandi er Ebba Kristinsdóttir og heitir stofan E.B. neglur. Ebba starfaði áður á Cortex og sérhæfir sig í acryl- og gel- nöglum. Með Ebbu á myndinni er Helle sem starfar hjá henni. Ný hársnyrtistofa á Laugavegi Opnuð hefur verið ný hársnyrtistofa að Laugavegi 33 b, inngangur frá Vatnsstig. Eigandi er Ágústa Hreinsdóttir (lengst til vinstri) en þjá henni starfa einnig Stein- unn Þorgilsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Mjöll Daníelsdóttir. Stofan var sér- hönnuð af Tryggva Tryggvasyni arkitekt. Rætt um unglingabækur á Rás2 í þættinum „Ekkert mál“ á Rás 2 Rikisút- varpsins 3. janúar sl. komu tveir ungling- ar í heimsókn og ræddu um ungl- ingabækurnar sem komu fyrir jólin 1987. Það voru þau Sólveig Amardóttir, nem- andi í 9. bekk Austurbæjarskólans, og Jón Atli Jónasson, nemandi í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Uppáhaldsbók þeirra beggja reyndist vera „Er andi í glasinu" eftir Rúnar Ármann Arthursson sem kom út hjá bókaforlaginu Svart á hvítu. Björn Jónasson, framkvæmda- stjóri Svart á hvítu, ákvað að gefa þeim báðum eintak af þessari bók og einnig af- bókinni „Algjörir byrjendur" eftir samá höfund sem kom út fyrir jólin 1986. Á myndinni sést Sólveig taka við bókun- unm úr hendi Bjöms Jónassonar, en Jón Atli fékk sínar bækur sendar á Laugar- vatn. Neyslustýring Stjóm Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva (LFH) gerði á fundi sínum 13. janúar sl. svohljóðandi ályktun: Stjórn Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva (LFH) mótmælir því harð- lega að lagður er 25% söluskattur' á vatnafisk, svo sem lax og silung, á meðan eingöngu er 10% söluskattur á öðmm neyslufiski, svo sem ýsu, þorski, ufsa og fleiri tegundum. Hér er vegið að ört vax- andi atvinnugrein og er nú svo komiö að stórlega hefur dregiö úr kaupum neyt- enda innanlands á laxi og silungi. Það er því verulegt áhyggjuefni að á tímum umræðna um heilbrigt mataræöi skuli vatnafiskur vera skattlagður sem um lúxusvöm sé að ræða. Öllum ætti að vera kunnug hollusta fisks í mataræðinu. LFH skorar því á rikisstjórn íslands og Al- þingi að taka þessa óréttlátu skattlagn- ingu tafarlaust til endurskoöunar og sjá til þess að söluskattur á vatnafiski verði a.m.k. lækkaður niður í 10%. Lögfræðiaðstoð Orators félags laganema, er á fimmtudagskvöld- um kl. 19.30-22 í síma 11012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.