Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988.
5
Fréttir
Klofningurinn í félagi bifreidaefdrlitsmanna:
Kæram okkur
ekki um að
vera nærri þeim
segir formaður nýs félags yfírmanna
„Viö höfum verið afskiptir í Félagi
íslenskra bifreiðaeftirlitsmanna og
þess vegna sögðum við okkur úr fé-
laginu,“ sagði Ingimundur Ey-
mundsson. En hann er formaður
Félags ráðandi bifreiðaeftirlits-
manna. Það félag var stofnað síðast-
liðið vor af yfirmönnum Bifreiðaeft-
irhtsins, að sögn Ingimundar.
Ingimundur segir að stofnun nýs fé-
lags hafi staðið til í mörg ár. ■.
„Það hefur lengi verið ágreiningur
og misklíð milh undirmanna og yflr-
manna. Það er ekki rétt að við höfum
sagt okkur úr félaginu til að fá annan
fulltrúann í Sambandi bifreiðaeftir-
htsmanna á Norðurlöndum. Okkur
hefur aldrei dottið sUkt í hug og ég
veit ekki hvort við kærum okkur um
að vera nærri þeim,“ sagði Ingi-
mundur Eymundsson.
Ingimundur sagði að bréf um úr-
sögn yfirmannanna hefði verið sent
til gjaldkera félagsins þar sem eng-
inn formaður er í félaginu. Yfir-
mennirnir segja að rangt hafl verið
staðið að kosningu formanns félags-
ins síðastUðið haust. Sá sem var
kosinn formaður hafði sagt upp
störfum þegar kosningin var fram-
kvæmd og yfirmennirnir telja þann
sem nú gegnir formennsku ekki hafa
verið tfi þess kosinn.
í úrsagnarbréfmu er þess krafist
að yfirmennimir, sem gengu úr Fé-
lagi íslenskra bifreiðaeftirlitsmanna,
fái helming af sjóði félagsins, en sjóð-
urinn er nokkrir tugir þúsunda
króna. Ingimundur Eymundsson
sagðist telja Uklegt að félagar í Félagi
ráðandi bifreiðaeftirUtsmanna féllu
frá þeirri kröfu.
-sme
illllP
ÉflÍfljjj
i LA CARTE veitingasal okka
Hinn stórkostlegi Tommy Hunt
skemmtir föstudagskvöld
sunnudágskvöld. •
Lokað:
:inn.í ÞórscpfeúJaugarj
.
pSf&ÍÍtSS®
:
ŒllÍllBlS
fJk
4.190 kr.
5.780 kr.
Verðmunurinn
í verðkönnun VERÐLAGSSTOFNUNAR sem birt
var 17. febrúar kemur fram, að mikill verðmunur
mælist innan sömu verslunar.
Þessar tvær innkaupakörfur eru úr versluninni Hag-
kaup í Skeifunni. Þegar dýrustu vörurnar voru valdar í
körfu var verðið 5.780 kr, en þegar samskonar vörur úr
ódýrasta verðflokki fóru í körfuna lækkaði verðið í
4.190 kr. Með því að bera saman vöruverð í sömu
verslun hefði verið hægt að spara 1.590 kr. eða 38% -
Það munar um minna.
Könnun VERÐLAGSSTOFNUNAR náði til 10 stór-
markaða og 40 vörutegunda sem eru á boðstólum þar.
Miðað var við neyslu fjögurra manna fjölskyldu í þrjá
daga. Tilgangur könnunarinnar er að vekja athygli fólks
á því hversu mikilvægt er að gera verðsamanburð innan
sömu verslunar, ekki síður en á milli verslana.
Dæmið af Hagkaup er aðeins eitt af mörgum sem sýna
ótrúlegan verðmun innan stórmarkaða.
Það getur skipt sköpun fyrir fjárhag heimilanna að hafa
augun hjá sér við innkaupin.
VERUM Á VERÐI
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ