Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. Iþróttir Evrópukeppnin í knattspymu: Danir sóttust eftir miðum íslendinga - féngu afsvar enda mikill áhugi hériendis Erlendir fréttastúfar Wimbledoná von á góðum styrk í ensku knattspyrnunni. Þeir Laurie Cunningham og Peter Barnes éru á leið til liös- ins, Cunningham frá belgíska liðinu Charleroi en Bames verður lánaöur frá Manchest- er City. BríanClough hefurnúgefiö út þá yfirlýsingu aö hann muni ekki taka við af Mike England sem stjóri hjá welska landsliðinu i knattspyrnu. Jörgen Sparwasser frá Austur-Þýskalandi hefur ver- ið ráöinn þjálfari hjá Eintracht Frankfurt í Vest- ur-Þýskalandi. Sparwasser skoraöi einmitt sigurmark Austur-Þjóöveija gegn Vest- ur-Þjóðveijum á HM 1974 er þeir austur-þýsku sigruðu 1-0. Danir eru súrir vegna þess hvaö þeir fá lítið af miðum á leiki Evrópu- keppninnar í knattspymu í Vestur- Þýskalandi í sumar. Tugir þúsunda danskra knattspymuáhugamanna komast ekki á leiki landa sinna - og feröaskrifstofan, sem selur miða á keppnina fyrir danska knattspymu- sambandið, leitar nú dauðaleit að lausum miðum. KSÍ hefur fengið beiðni frá henni um miða sem íslendingum hefur ver- ið úthlutað, samtals 540 sæti. Sigurð- ur Hannesson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir at og frá að hægt sé að lið- sinna Dönum. Mikill áhugi er fyrir keppninni hér á landi og kvóti ís- lands á fimm leikjanna er þegar fullur og vel það. Það em leikimir Vestur-Þýskaland - Danmörk, Vest- ur-Þýskaland - Ítalía, Ítalía - Danmörk, undanúrslitaleikurinn í Stuttgart og sjálfur úrshtaleikurinn. Margir íslendingar, sem pantað höfðu miða á þessa leiki, verða frá að hverfa. Hins vegar er enn hægt að fá miða á flesta aðra leiki í keppninni hjá Samvinnuferðum/Landsýn sem sjá um sölu fyrir hönd KSÍ. Það er jjóst að á annað þúsund íslenskir knatt- spymuáhugamenn fara til Vestur- Þýskalands í sumar, þrátt fyrir að flestir leikir keppninnar verði sýndir hér beint í sjónvarpi- -VS Rotarinn Mike Tyson frá Bandarikjunum, sem að öðrum ólöstuðum er talinn besti hnefaleikari heims í dag, kom i gær til Japans þar sem hann berst við Bandarikjamanninn Tony Tubbs í næsta mánuði. Margir muna eflaust eftir viðureign Tysons og Larry Hol- mes á dögunum en sá sföarnefndi fékk þá háðulega útreíð og var rotaður i fjórðu lotu. Búast má við að Tubbs fái svipaða meðferð. Myndin hér aö ofan var tekin af Tyson þegar hann kom til Tokýo i gær. Símamynd Reuter Hjálmtýr og Asta sótt til Bandaríkjanna „Við leggjum aila áherslu á að vinna 3. deildar keppnina og fá tæki- færi til að spreyta okkur í 2. deild á næsta vetri. Undirbúningur lands- liðsins hefur aldrei verið betri. Það hefur verið saman í 110 tíma frá ára- mótum og fór í æfingaferð tfi Danmerkur fyrir skömmu og nú síð- ustu vikuna er æft tvisvar á dag,“ sagði Gunnar Jóhannsson, formaður Borðtennissambands íslands. Evrópukeppnin, 3. deild, er haldin hér á landi í fyrsta skipti og fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans um næstu helgi. Mótheijar fslands eru Guernsey, Jersey, Mön og Færeyjar og sigurliðið kemst í 2. deild. ísland hefur aldrei sigrað Guemsey sem hefur verið á flækingi milli 2. og 3. deildar undanfarin ár, er með fimm- tíu prósent árangur gegn Jersey og hefur ávallt sigrað Mön og Faereyjar. Hjálmtýr Hafsteinsson og Ásta Ur- bancic keppa með íslenska liðinu og er það mikill styrkur, en þau dvelja bæði við nám í Bandaríkjunum. Aðr- ir í liðinu eru Tómas Guðjónsson, Albrecht Ehmann, Jóhannes Hauks- son, Kjartan Briem, Kristinn Már Emilsson og Ragnhildur Sigurðar- dóttir. Þjálfarar eru Steen Kyst Hansen og Hjálmar Aðalsteinsson. Steen Kyst þjálfari segir um mögu- leika íslands: „Ef liðið er nógu gott til að vinna í 3. deildinni á það erindi upp í 2. deild, annars ekki.“ -VS Anna María Malmquist vann tvöfaldan sigur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Anna María Malmquist frá Akur- eyri sigraði tvöfalt í VISA-bikarmóti Skiðasambands íslands sem háð var í Hlíðarfjalli við Akureyri á dögun- um. Anna María nýtti sér vel fjar- veru Guörúnar H. Kristjánsdóttur sem tekur nú þátt í ólympíuleikun- um í Kanada. í sviginu fékk Anna María tímann 1:54,25 mín. en Kristín Jóhannsdótt- ir, Akureyri, varð önnur á 2:00,95 mín. í stórsviginu fékk Anna María tímann 2:08,63 mín. Bryndís Ýr Vig- gósdóttir, Akureyri, varð önnur á 2:09,14 mín. og Ingigerður Júlíus- dóttir, Dalvík, þriðja á 2:14,68 mín. Ömólfur Valdimarsson, Reykja- vík, vann ömggan sigur 1 svigi karla. Hann fékk tímann 1:55,66 mín. Annar varð Kristinn Svanbergsson, Akur- eyri, á 1:59,27 mín. og Ingólfur Gíslason, Akureyri, þriðji á 2:00,85 mín. Akureyringar unnu þrefaldan sig- ur í stórsvigi karla. Fyrstur var Valdemar Valdemarsson á 2:04,05 mín., annar Ingólfur Gíslason á 2:06,52 mín. og Rúnar Ingi Kristjáns- son þriðji á 2:08,96 mín. Þetta var annaö bikarmót vetrarins í alpagreinum. Akureyringar hafa verið mjög sigursælir á þessum mót- um og unnu t.d. núna þijár greinar af fjórum og 9 af 11 verðlaunum. Olympíulelkamir í Calgaiy: Tveir keppendur hafa fótbrotnað - tvœr tékkneskar heim með hófiiðverk Júgóslavneski heimsmeistarinn í svigi, Bojan Krizaj, varð fyrir því óhappi að fótbrotna á æfingu í Calgary í gær. Hann getur því gleymt frekari þátttöku á ólympíu- leikunum. „Þetta var mikil ógæfa fyrir Krizaj," sagði félagi hans, Petrovic, í gær. Sjálfur sagöist Petrovic ekki vera sem best undir svigkeppnina búinn vegna veikinda sem hann heíur átt við að stríða. Fóru heim meó höfuðverk Tvær tékkneskar skautakonur, sem ætluðu að keppa í listhlaupi á skautum, eru famar frá Calgary til sfns heima. Báðar voru þær valdar til að mæta í lyfjapróf en þá kom babb í bátinn. Þær höfðu fengið höfuöverk eftir að þær komu til Calgary og tekiö inn verkjatöflur. Er forráðamenn tékkneska ólymp- íuliðsins komust að þessu sögðu þeir frá verkjatöfluáti stúlknanna og var þeim þegar i stað vísaö til Tékkóslóvakíu. Sem kunnugt er geta íþróttaraenn átt von á því aö falla á lyfjaprófi þótt einungis hafi verið um veikustu verkiatöfiur aö ræða og því fóru þær tékknesku heim til sín. -SK • Pirmnin Zurbriggen frá Sviss staulast hér á I i síðari umferð i svigkeppni alpatvikeppninrtar. r eftir að hata fallfð Simamynd Reuter • Bakverðirnir Guðjón Skúlason i Kefli kljást um knöttinn i gærkvöldi. - þegar ÍBK sign Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta var mjög skemmtilegur og góö- ur leikur. Við lékum mjög góða vörn, misstum að vísu svolítið tökin á þessu á sex mínútna kafla í síðari hálfleik og hleyptum Njarðvíkingum þá óþarflega nálægt okkur. En það var gaman aö þessu og lokamínúturnar voru æsi- spennandi," sagði Gunnar Þorvarðar- son, þjálfari Keflvíkinga, en í gærkvöldi sigruðu þeir íslandsmeistara Njarðvik- inga á heimavelli sínum með eins stigs mun, 87-86, eftir að hafa haft yfir í leik- hléi, 52-40, í leik sem bauð upp á allt það besta sem körfuboltaleikur getur boðið upp á. Keflvíkingar byijuðu betur og komust fljótlega í 13-6 og síðar í 37-29. Heima-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.