Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. 13 Kjaiamál „Fiskvinnsiufólk hefur verið mjög i sviðsljósinu og er afar óánægt með sinn hlut i kjarasamningum," segir greinarhöfundur. Borgaraflokkurinn hefur á Alþingi lagt fram þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjómina að leggja fram frumvarp um hækkun persónuafsláttar við álagningu tekjuskatts upp í 19.360 kr. Jafn- framt að teknar vérði upp launa- bætur, þannig að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur úr ríkissjóði til launþega. Eftirfarandi tafla skýrir hvemig launabætur koma út í nokkrum dæmum í krón- um tahð: Mánaðar- Launa- Launog laun bætur bætur 32.000 kr. 8.096 kr. 40.096 kr. 36.000 kr. 6.688 kr. 42.688 kr. 40.000 kr. 5.280 kr. 45.280 kr. 45.000 kr. 3.520 kr. 48.520 kr. 50.000 kr. 1.760 kr. 51.760 kr. 55.000 kr. Okr. 55.000 kr. Þannig lítur dæmið út. Okkur er alveg ljóst að hér verður eftir fólk sem ekki er of vel haldið launalega séð, en reynslan sýnir að þá á það hægara um vik að rétta sinn hlut. Laun sem leyndarmál Eins og margoft hefur komið fram tala allir sem um launamál fjalla á þá leið að það þurií að leið- rétta kjör þeirra sem verst era settir hvað sem öðru líður. Þær auknu þjóðartekjur, vegna góðæris til lands og sjávar undanfarin 2-3 ár, hafa engan veginn skilað sér til launamanna almennt og kemur það vitanlega harðast niður á þeim sem lægst laun hafa. Almenna verkalýðshreyfingin á íslandi hefur nú starfað í 70 ár. Baráttan fyrir betri lífskjöram var löngum hörð. Þrátt fyrir marga áfangasigra hefur í raun og veru aldrei náðst sá árangur að hægt sé að lifa á átta stunda vinnudegi. Nú á síðari áram velferðar og ríki- dæmis hefur ástandið í launamál- um á margan hátt versnað. Launamisrétti hefur stóraukist. Fólk tekur ekki lengur laun eftir KjaUaiinn Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn umsömdum kauptöxtum. Víða er unnið eftir ýmsu kaupaukakerfi og yfirborganir eru geðþóttaákvörðun atvinnurekenda. Á seinni árum hefur það færst mikið í vöxt að verkafólk hjá sama fyrirtæki verö- ur að fara með laun sín eins og leyndarmál. Atvinnurekandinn fer ekki eftir kauptöxtum nema að htlu leyti. Vitanlega skapar þetta erfitt and- rúmsloft á vinnustöðum og slævir félagsþroska manna. Verkalýðs- hreyfingunni hefur ekki tekist, þrátt fyrir vel skipulögð samtök, að hamla gegn þessu og aldrei verr en á seinni áram. Á síðasta ári, góðærisárinu mikla, má segja að launamálin hafi endanlega farið úr böndunum. Það má segja að blekið hafi varla verið þornað á samning- unum þegar atvinnurekendur virtu þá einskis. Launaskriðið, þetta fína orð sem lak úr munni hagfræðinga, fór nú hamförum. En vel að merkja, það urðu ýmsir eftir og laun þeirra urðu nú svo neyðar- lega lág. Ég veit með vissu að í þeim hópi era konur fjölmennar. Konur verst úti Það vita allir að atvinna hefur verið mikil í landinu, einkum á suðvesturhorninu. Fólk hefur unn- ið meira en nokkra sinni fyrr, þó hefur það ekki alltaf skilaö ágóða. Sumir vinnustaðir eru svo illa mannaðir og álagið svo mikið að fólk hefur hreinlega ekki orku til að bæta á sig vinnu. Enn sem fyrr fara konur verst út úr þessum skiptum. Þau lélegu kjör, sem hér eru í boði, eiga mikla sök á því að erfitt er að manna bamaheimili og sjúkrahús og þaö er nöturlegt að ekki skuh hægt að opna deildir á sjúkrastofnunum fyrir aldraða vegna manneklu og við það bætist að heimilisþjónusta hér í Reykja- vík er í meiri og minni rúst. Fiskvinnslufólk hefur verið mjög í sviðsljósinu og er afar óánægt með sinn hlut í kjarasamningum. 1986 varð það sálræna slys að aldurs- hækkanir vora fehdar niður. Þaö á mikla sök á óánægju fiskvinnslu- fólks sem auk þess er orðið lang- þreytt á hinum illræmda bónus. Enn era það konur sem verða verst úti. Löggjafinn grípi inn í Við þessar aöstæður er nú sest niður við samningagerð og þrátt fyrir þá dýrtíð og þær álögur, sem yfir þjóðina hafa gengið, fær verka- fólk afar neikvæð svör. Ég sé ekkert sem bendir th, þrátt fyrir fögur orð úr ýmsum áttum, að fólk- ið á lágu laununum sé nær því en áður að rétta sinn hlut. Mér finnst því meira en mál til komið að lög- gjafinn grípi inn í og geri ráöstafan- ir til að bæta þess hag, án þess að möguleiki sé á að bendla þær aö- gerðir við aukna dýrtíð eða verð- bólgu. Við bendum á í greinargerð hvar hægt er að taka fjármagn til að bæta það sem ríkissjóður leggur fram, þ.e.a.s. frá þeim sem hafa fengið óeðhlega mikinn hlut. Eða eins og það er sagt orðrétt: „Til að fjármagna það, sem kynni að vanta th að bæta upp tekjumissi vegna hærri skattleysismarka og kostnað við greiðslu launabóta, er bent á sérstakan hátekjuskatt - eða hærra tekjuskattsstig á tekjur yfir 2 mhljón kr. á ári - og veltuskatt á fjárfestingarfélög, fjármagnsleigur og verðbréfamarkaði, auk banka og tryggingafélaga. í auðugsgarði - Það á auðvitað að leita íjár í auðugs garði og sækja skattpen- inga þaðan sem þeir velta í stríðum straumum og safnast upp fyrir framan augu allra, m.a. stjórn- valda, en ekki mergsjúga lífæðar þjóðfélagsins, hehbrigöa athafna- starfsemi og stritandi fólk.“ Til- vitnun lýkur. Nú hefur stærsta samband erfið- ismanna á íslandi, Verkamanna- samband íslands, lagt fram kröfur sínar í komandi kjarasamningum og hefur þeim verið fálega tekið. Þegar grannt er skoðað sést þó að það sem íslenskt erfiðisfólk í V.M. S.í. leggur höfuðáherslu á að fá í sinn hlut eru ýmis réttindi sem aðrir hafa löngu fengið og endur- heimta starfsaldurshækkanir sem voru af þeim teknar 1986. Þetta fólk er fyrst og fremst að verja sjálfs- virðingu sína og því væri þaö hlt verk að knýja það th verkfaha - kannski fyrst og fremst th að stjórnvöld geti í skjóh þess afsakað gengisfehingu og aðrar óvinsælar ráðstafanir. Okkar tillaga er um að ríkisvald- ið skili th launamanna hluta af því sem af þeim hefur verið tekið. Hún er því þessu fólki sem öðru ktuön- ingur í erfiðri baráttu fyrir betra lífi og auknum réttindum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „Fólk tekur ekki lengur laun eftir um- sömdum kauptextum. Víða er unnið eftir ýmsu kaupaukakerfi og yfirborg- anir eru geðþóttaákvörðun atvinnu- rekenda.“ Stjómarformanni LÍN svarað: Lögbrot er lögbrot Frú Árdís Þórðardóttir, fyrrver- andi stjórnarformaður LIN, og Sigurbjörn Magnússon, stjómar- formaður LÍN. Þar sem þú, Árdís, ert ekki lengur stjómarformaöur Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, þá beini ég orðum mínum einnig til eftir- manns þíns og vona jafnframt að honum láti betur að starfa með námsmönnum en þér. Auðnist honum það þá situr hann ef th vhl lengur á stóh sínum (þínum) en þú gerðir. Það var undarlegt að lesa grein þína hér í DV nú nýlega þar sem þú svaraðir opnu bréfi mínu sem birtist í sama blaði. Málflutningur þinn einkenndist af öðra af tvennu, rangfærslum eða vanþekkingu. Af þeim sökum skulu hér gerðar nokkrar athugasemdir við um- rædd skrif en óneitanlega er það merkilegt að ég, óbreyttur stúdent- inn, skuh þurfa að leiörétta þig, stjómarformanninn (fyrrverandi), og uppfræða um staðreyndir máls- ins: Staðreyndir málsins Mæðralaun og meðlag með einu barni nema kr. 8.674 á mánuði, eða kr. 104.088 á ári. Sé reiknað með ' að einstætt foreldri hafi leyfhegar sumartekjur, skv., reglum LÍN, þá eru þær kr. 116.775. Þið teljið nú til tekna (ólöglega) greidd mæðralaun og meðlag. 50% af þeirri tölu dragg- KjaUarinn Runólfur Ágústsson stúdentaráðsliði * vinstrimanna i HÍ ið þiö síðan frá veittum námslán- um. Su upphæð er því kr. 52.044 á ári, eða kr. 5.783 á mánuði. Þessi skerðing ykkar á lánum til ein- stæðra foreldra er og verður ólög- leg. Fyrir liggur álit Lagastofnunar Háskóla Islands, unnið af tveim af okkar virtustu lagaprófessorum, því til staðfestingar. í grein þinni segir þú „Breytingar á því hvernig farið er með meðlagið hefur óveruleg áhrif á þær upphæð- ir sem einstæðir foreldrar fá úthlutað.“ Hvað ertu aö segja? Ferðu vísvitandi með rangt mál eða stafar þetta af vanþekkingu? Má ekki gera þær kröfur til formanns sjóðsstjórnar aö hún viti hvað fer fram undir hennar stjóm og hvaða áhrif hennar ákvarðanir hafa í för með sér? Þú bendir mér á að leita mér fræðslu hjá starfsmönnum Lánasjóðsins. Væri ekki rétt að þú kæmir sjálf við á Laugaveginum og kynntir þér áhrif gerða þinna hjá einhverjum hinna ágætu starfsmanna sjóðsins? Gamla kerfið Það er rétt hjá þér, Árdís, að LÍN hefur iðkað það lengi að draga kjör einstæðra foreldra niður á vafa- saman hátt með því að lækka þann stuðul sem notaður var við út- reikning á lánum th þeirra. Nýja skerðingin er hins vegar tvöfalt hærri en sú gamla. Sam- kvæmt útreikningum frá starfs- mönnum LÍN munar tæplega 30.000 krónum hvað nýja aðferðin kemur verr út fyrir einstætt for- eldri með eitt barn. Um er að ræða u.þ.b. 260 einstaklinga. Ef við mið- um við leiðréttingu á fullri skerð- ingu alls þessa fólks þá myndi það kosta sjóðinn um 13 mihjónir króna að leiðrétta þessi rangindi. Raun- veruleg tala yrði þó, eðh málsins samkvæmt, eitthvað lægri. Þessi íjárhæð er ekki stór hjá sjóði sem veltir mihjöðram. í öhu falli ekki svo há að hún réttlæti lögbrot. „Slatti af ákvörðunum" Þú segir: „Það viðhorf er ríkjandi hjá okkur í meirihluta stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna að við komumst seint undan því að taka slatta af ákvörðunum sem seinna orka tvimælis.11 Þrátt fyrir að þessi yfirlýsing sé harla einkennheg og staðfesti reyndar óvönduð vinnubrögð sjóð- stjórnarmeirihlutans þá mætti setla að reynt væri að leiðrétta ákvarðanir sem „seinna orka tvi- mælis". Shkt á þó ekki við í þessu thviki. Þvert á móti forherðist þið og fehið réttmæta, rökstudda og vel unna thlögu námsmanna um leið- réttingu á lögleysunni. Hvers slags vinnubrögð eru þetta eiginlega? Lokaorð Að lokum til þín, Sigurbjörn: í grein sinni réttlætti Árdís lögbrot ykkar með því að „Það hafi óveru- leg áhrif á lánsupphæð" veriö ætlaö til „að einfalda vinnulagið á skrif- stofunni“ og í raun aðeins verið „lítil breyting á hinni tæknilegu útfærslu“. Allt þetta er argasti þvættingur, á ekki við nokkur rök að styðjast eða réttlætir á nokkurn hátt lögbrotið. Þið gerðuð mistök og áttuð að vera menn til að leið- rétta þau. Svo einfalt er máhð. Því skora ég á þig að sýna drengskap í þessu máli og leiðrétta umrædda skerðingu nú þegar, þú yniir meiri maður fyrir vikið. í sínum lokaorð- um segir Árdís einstæða foreldra hafa þaö nægjanlega gott og bætir síðan við: „Kjósi þeir hetri lífskjör verða þeir að ná þeim með auknu vinnuframlagi eins og við hin.“ Það er kaldranalegt hjá forvera þínum að skerða námslán einstæðra for- eldra, stuöla þannig að því að þeir hrekist úr námi og vísa þeim síðan út á vinmunarkaðinn. Ég vh minna þig á, stöðu þinnar vegna, að nám er mannréttindi. Einnig fyrir ein- stæðar mæður og feður. Með kveðju Runólfur Ágústsson „Þiö teljið nú til tekna (ólöglega) greidd mæðralaun og meðlag. 50% af þeirri tölu dragið þið síðan frá veittum náms- lánum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.