Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988.
Viðskipti
Bylgjan vill sameinast en
það strandar á Stjörnunni
Útvarpsstöðvarnar Stjaman og
Bylgjan hafa rætt um að sameinast.
Þessar viðræður áttu sér staö fyrir
nokkru eöa í kringum áramótin síð-
ustu. Þær náðu aldrei að verða annað
en þreifmgar og eru úr sögunni - í
bili að minnsta kosti, samkvæmt
heimildum DV. Viðræðumar kom-
ust ekki á það stig að verða formleg-
ar. lnnan beggja útvarpsstöövanna
eru þó menn sem telja hugmyndina
enn vera þrælgóða, sameiningin sé
borðleggjandi út frá viðskiptalegum
sjónarmiðum en tilfmningar komi í
veg fyrir hana. Viðræðurnar strönd-
uðu á Stjörnunni.
Heimildarmaður DV tengist mjög
annarri útvarpsstöðinni. Gefum
honum oröið. „Það er ennþá áhugi á
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 22-23 Lb.Bb.
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 23-25 Ab.Sb
6mán. uppsögn 24-27,5 Ab
12mán.uppsögn 24-30,5 Úb.Ab
18mán. uppsögn 34 Ib
Tékkareikningar, alm. 11-12 Sp.lb, Vb.Ab. Lb.Sb
Sértékkareikningar 12-25 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsogn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb, Bb.lb
Innlánmeðsérkjörum 18-34 Sb.Lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6-7 Úb.Vb. Ab.Sb,
Sterlingspund 7.50-8 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab.Vb
Danskarkrónur 8-9 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 34-36 Úb
Vióskiptavixlar(forv.)(1) 36 eöa kaupgengi
Almennskuldabréf 37 Allir
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 37-39 Bb
Utlán verðtryggö
Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 33-36 Lb.Bb
SDR 8-6,50 Lb.Bb. Sb
Bandarikjadalir 10,25-10, Lb.Bb,
75 Sb.Sp
Sterlingspund 10,50-11, 25 Úb
Vestur-þýsk mörk 5-5,75 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 51,6 4.3 á mán.
MEÐALVEXTIR ■ _«
Overótr. feb 88 36,4
Verötr. feb 88 9.5
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala feb. 1958 stig
Byggingavisitala feb. 344 stig
Byggingavisitalafeb. 107,4 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaöi 9% . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,3927
Einingabréf 1 2,660
Einingabréf 2 1,549
Einingabréf 3 1,660
Fjölþjóöabréf 1,268
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,660
Lifeyrisbréf 1.337
Markbréf 1,374
Sjóösbréf 1 1,253
Sjóösbréf 2 1,173
Tekjubróf 1,363
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 130 kr. '
Eimskip 384 kr.
Flugleiöir 255 kr.
Hampiöjan 138 kr.
lönaöarbankinn 155kr.
Skagstrendingurhf. 189 kr.
Verslunarbankinn 135kr.
Útgeröarf. Akure. hf. 174 kr.
(1) Við kaup á viöskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miöaö viö sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
^ kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir áparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb=lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóö-
irnir.
Nénarl upplýslngar um peningamarkað-
Inn blrtast I DV é flmmtudögum.
að steypa stöðvunum saman. Þessi
hugmynd, sem kom upp og var rædd
af stöðvunum, er áfram góð þó ekki
sé nægilegur áhugi til að framkvæma
hana. Niðurstaðan er að viðræðurn-
ar, sem náðu því miður aldrei að
verða alvarlegar, eru úr sögunni en
hugmyndin er áfram góö.“
Hann segir ennfremur að viðræð-
umar hafi strandað á Stjömunni en
meiri samstaða hafi verið innan
Bylgjunnar enda standi að þeirri stöð
hluthafar sem hafi hagnaðarsjónar-
miðið að leiðarljósi og séu ekki
jafnframt starfsmenn.
„Það er ekkert leyndarmál að þaö
er mjög hagkvæmt fyrir stöövamar
aö sameinast. Þær em á vissan hátt
að gera sömu hlutina og báðar berj-
ast þær hart um sömu auglýsingam-
ar. Ein stöð yrði sterk og myndi skila
hagnaði. Hún stæði líka betur í sam-
keppninni við Ríkisútvarpið um
auglýsingar en þær em einu tekjur
fijálsu stöðvanna.“
DV ræddi í gær við einn af eigend-
um Stjömunnar, Jón Axel Ólafsson,
en hann er jafnframt starfsmaður á
stöðinni. Hann neitaði því kröftug-
lega að viðræður heíðu farið fram.
„Þaö er alveg út í hött. Við höfum
ekki makkað neitt við þá á Bylgj-
unni.“
Ekki tókst DV þrátt fyrir itrekaðar
tilraunir að ræða við Jón Ólafsson,
formann stjómar Hins íslenska út-
varpsfélags, sem rekur Bylgjuna.
Þegar neitun Jón Axels var borin
undir heimildarmann DV svaraði
hann: „Ég endurtek bara að þessar
viðræður áttu sér stað. Þær náðu
aldrei að komast langt. Það þarf víst
tvo til að ganga í hjónaband."
-JGH
Þreifingar. Stjarnan tekur við verðlaunum frá Bylgjunni á auglýsingahátíð
i Broadway í síöustu viku. Verðlaunin veitti Bylgjan fyrir gerð bestu útvarps-
auglýsingarinnar. Og svo vildi til að Stjarnan gerði bestu auglýsinguna.
Það var Inga Birna Gunnarsdóttir, starfsmaður á Bylgjunni, sem afhenti
Björgvini Halldórssyni, Stjömunni, verðlaunin. Viðræður stöövanna um
sameiningu náöu aldrei að verða annað en þreifingar. „Það þarf tvo til
aö ganga í hjónaband."
Eyðum meira
en við
Fróðlegt línurit um þjóðartekjur
og þjóðarútgjöld er að finna í nýjasta
hefti fréttabréfs verðbréfaviðskipta
Samvinnubankans. Línuritið sýnir
vel þensluna í íslensku efnahagslífi
og að þjóðarútgjöld eru nær undan-
tekningarlaust meiri en þjóðartekj-
in-. Það var helst í upphafi ársins
1986 að jafnvægi væri en þá var verð-
bólgan mjög lítil.
Fiskiskipaflotinn stækkaöi um 5 þúsund lestir á síðasta ári. Á meðan fer
fiskafli landsmanna minnkandi.
öflum
Meðfylgjandi línurit er líka gott að
hafa í huga þegar fréttir berast um
samanlögö útgjaldaáform ríkisins,
sveitarfélaga, fyrirtækja og einstakl-
inga. Nú eru þessi útgjöld meiri en
það sem aflað er.
Til að eiga fyrir útgjöldunum tök-
um við íslendingar lán erlendis.
-JGH
Minni tími í tollinum
Innflytjendur virðast vera örlítið
ánægðari með afgreiðslu tollskjala
en þar var allt í steik eftir áramódn
vegna nýs tollkerfis og í kjölfar mik-
illar tölvuvæðingar. Einn þeirra
innflytjenda, sem DV ræddi við í
gær, ðlafur Kristinsson, forstjóri
Kristins Guðnasonar hf„ hafði þetta
að segja:
„Þetta stefnir aUt í rétta átt og þaö
gengur greiðlegar að fá skýrslumar
afgreiddar. Nú eru þær afgreiddar á
tveimur dögum. En það mætti samt
vera meiri hraði." -JGH
llnvfiI ¥
vWVUVIIIV l€X#WV%CI
um 2 til 3%
um helglna
Menn innan bankakerfisins 40 prósent. Til aö finna út raun-
reiknuðu meö í gær að allir bankar vextina í kerfinu miðað við þessa
og sparisjóðír lækkuðu vexti sína þrjámánuðierl,186deiltuppíl,370
á bilinu 2 til 3 prósent nú um helg- og fáest þá talan 1,15 sem þýðir að
ina, bæði á óverðtryggðum inn- og raunvextimir em um 15 prósenL
útlánum. Lækkunin kemur í kjöl- Þess vegna iækka vextirnir á öll-
far hjöðnunar á verðbólgunni en um óverðtryggöum innlánum og
lánskjaravisitalan fyrir mars útlánum. Raunvextir verðtryggöra
hækkar aðeins um 0,6 stig og verð- útlána eru núna um 9,5 prósent.
ur 1968 stig. Þetta þýðir að það að lækka vextina
Lítum betur á dæmið til aö átta um helgina um 2 til 3 prósent er
okkur á hlutunum, Þann 1. des- fremur litið en mikið. Bankamir
ember síöastliðinn var lánskjara- þurfa hins vegar ákveðinn tíma til
vísitalanl886stigenl.marsverður að koma vöxtunum niður. Eins
hún 1968 stig. Þetta er hækkun um gæti veröbólgan á næstu mánuðum
4,3 prósent á þremur mánuðum. fariö upp í kjölfar kjarasamninga.
Þaö samsvarar um 18,6 prósent Festist hún í vænni tveggja staía
verðbólgu á ári. tölu er ljóst að ekki verður um frek-
Vextir innláná efu um 37 prósent ari vaxtalækkanir aö ræöa heldur
á ári. Vaxtatíraabilin em yfirléitt koma nýjar vaxtahækkanir til sög-
tvö sem þýðir að ávöxtunin er um unnar. -JGH
Flotinn hefur
stækkað
Fiskiskipafloti íslendinga stækk-
aði um 5 þúsund brúttólestir á
síðasta ári. Þetta kemur skýrt fram
í nýrri skipaskrá frá Siglingamála-
stofnun. í upphafi síöasta árs var
skipastóllinn um 110 þúsund brúttó-
lestir en í upphafi þessa árs er hann
orðinn um 115 þúsund lestir.
Á sama tíma og flotinn hefur
stækkað í brúttólestum hefur fiski-
skipum fjölgað ört, fyrst og fremst
smábátum. Þetta þýðir aftur að með-
alstærð íslenskra fiskiskipa hefur
minnkað.
Meðalstærð fiskiskips er nú um 129
brúttólestir en var í upphafi síðasta
árs um 135 brúttólestir.
Ef fiskafli landsmanna er skoðaður
sést að heildaraflinn í fyrra var um
1.600.000 tonn en árið 1986 var aflinn
1.651.000 tonn og árið 1985 um 1.673.
OOOtonn. -JGH