Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd ETA úti í kuldanum Brynhildur Ólafedóttir, DV, Spáni: Hryðjuverkasamtök Baska, ETA, sem berjast fyrir sjálfstæði Baska- héraðanna og stofnuð voru 1959 eftir klofnun baskneska Þjóðemis- flokksins, eiga sér sannanlega litríka og á köflum blóði drifna sögu. Upp á síðkastið hefur þó gætt aukinnar bjartsýni meðal manna á að ' sögulok samtakanna séu skammt undan og að bráðum megi loka bókinni fyrir fuUt og allt. En hvað gerir menn svona bjartsýna? Undanfarið hefur gætt viðhorfs- breytinga innan samtakanna sem utan. Nærri lætur að meiri hluti ETA-meðlima sé nú í fangelsum Spánar eða í útlegð og nú vilja þeir semja. Einnig hefur víðtæk sam- staða og samningar náðst gegn hryðjuverkum almennt og þá sér- staklega gegn ETA sem eru lang- stæfttu hryðjuverkasamtök Spánar. Minnkandi stuðningur Árið 1984 komust Frakkland og Spánn að sínum fyrsta samningi um samstarf sín á milh gegn hryðjuverkasamtökum Baska en áður höfðu ETA-meðUmir ætíð átt örugga höfn í Frakklandi. Höfuð- paur samtakanna, Santi-Potros, var handtekinn þar í landi 1987 og nú eru í gangi réttarhöld yfir hon- um í Paris. í nóvember undirrituðu í fyrsta skipti í sögunni allir stjóm- málaflokkar, sem fuUtrúa eiga á sameinaða spænska þinginu, samning sem í meginatriðum fjaU- ar um sameiginlega baráttu og aðgerðir tíl að binda enda á hryðju- verk. í byijun þessa árs gerðist það undur að svipaður samningur var ' samþykktur af öUum flokkum á þingi Baskahéraðanna nema af Herri Batasuna, hins póhtíska arms ETA. Samtökin eru því al- gjörlega úti í kuldanum þessa dagana og stuðningur við þau fer minnkandi dag frá degi. Breyttar aðferðir Aðferðir ETA hafa einnig breyst mikið í tímanna rás. Áður einbeittu þeir sér að hryðjuverkum gegn spænsku lögreglunni en frá því að styrkur þeirra fór minnkandi hafa örvæntingarfuUar aðgerðir, svo sem bUasprengjur og sprengjur í stórmörkuðum, ráðið ríkjum. Þessi hryðjuverk, þar sem fjöldinn aUur af saklausu fólki lætur lífið, hafa síst orðið til að bæta almenningsá- Utið eða auka stuðning. Það var einmitt eftir eina slíka bUasprengju þann 11. desember siðastliðinn, þar sem ellefu manns létu lífið, þar á meðal fimm böm, sem ríkisstjórn Spánar sleit öllum samningavið- ræðum við brottflúna ráðamenn ETA í Alsír þaðan sem samtökun- um er nú að mikiu leyti stjómað. Viðræður þessar, sem fram fóru í kjölfar samnings spænsku stjóm- málaflokkanna, fólu meðal annars í sér tilboð rUdsstjórnarinnar um að ef samtökin legðu niður hryðju- verk þá kæmi á móti sakaruppgjöf þeirra meðlima ETA sem sitja inni og hafa ekki tekið þátt í svokölluð- um blóðmálum, þaö er þeim hryðjuverkum sem valdið hafa ai- varlegum meiðslum eða dauða. Vopnahléstilboð Nýlegt vopnahléstilboð ETA kom öllum á óvart og verður að teljast stærsta sáttaskrefið sem samtökin hafa hingað tU tekiö. TUboðið hljóðar upp á vopnahlé samtak- anna í sextíu daga gegn því að ríkissljóm Spánar hefji á ný samn- ingaviðræðumar í Alsír. Það sem meira er að nú vUl ETA viðræður á póhtískum grundvelli með þátt- töku baskneska stjórnmálafiokks- ins Herri Batasuna sem styður samtökin. Þessi ósk ETA-manna hefur gefið ímyndunaraflinu byr undir báða vængi og spáð er í stöð- una fram og aftur. Þeir svartsýn- ustu segja þetta bragð hjá ETA tfi að koma vel út og bæta almenning- sáhtið en þeir bjartsýnustu segja þetta tvímælalaust merki þess að samtökin hyggist snúa sér meira og jafnvel alfarið að pólitískri bar- áttu fyrir málstað sínum. Hlé á hryöjuverkum Rúmar tvær vikur eru nú liðnar síðan ETA kom fram með vopna- hléstilboð sitt. Það að engin hryðju- verk hafa verið framin á þeim tima hefur upprætt að mestu þann grun spænsku ríkisstjórnarinnar að samtökin sem heUd stæðu ekki á bak við tilboðið. Það hefur einnig sýnt fram á að samningamennirnir í Alsír séu raunverulegir ráða- menn innan ETA. Stjómin hefur því gefið langþráð svar við tUboði hryðjuverkasamtakanna og lýst sig reiðubúna aö senda samninga- menn til Alsír að semja við samtök- in í lok þessa mánaðar eöa byrjun mars svo fremi sem engin hryðju- verk verði framin þangað tU. Einhver efi liggur þó í loftinu en menn óttast það helst að samtökin eigi eftir að klofna eins og áöur hefur gerst og að hluti ETA muni halda hryðjuverkum áfram. Eða eins og einn spænskur stjórnmála- maður orðaði það. „Þeir (það er ETA) eru búnir að tapa en þeir gætu haldið áfram að drepa.“ Hlé hefur verið á hryðjuverkum Baska á Spáni frá þvi að þeir komu fram með vopnahléstilboð sitt fyrir rúm- um tveimur vikum. Stuðningur við ETA, hryðjuverkasamtök Baska, fer stöðugt minnkandi og vona menn nú að samtökin séu að syngja sitt síðasta. Simamynd Reuter Verðbréf falla vegna hækkunar Kanadadollars Anna Bjamaaon, DV, Denven James Burnley, fiutningamála- ráðherra Bandarílganna, hefur sett fram tvær tfilögur sem miða að því að sijómvöld hætti afskipt- um af flugumferðarstjóm. Bumley telur aö flugmálastjóm Bandaríkjanna eigi að hafa efljr- lit með þvi að fyUsta öryggis sé gætt í flugrekstri en flugmála- stjómin eigi ekki að hafa umsjón með daglegum störfum þeirra 15 þúsund flugumferðarstjóra sem eru við störf í Bandarikjunum. Önnur tfilaga Bumleys miðar að því að sett verði á laggimar flugumferðarstjóm sem ekki verði rekin í hagnaðarskyni. Hún á aö dómi ráðherrans að verða sameign flugfélaga, einkaflug- manna, stjómvalda og flugum- ferðarstjóra. FaUist menn ekki á þessar tíl- lögur vUl ráðherrann að einka- fyrirtæki sjái um alla fiugum- ferðarstjóm samkvæmt samningi viö stjómvöld. Gísli Guðmnndsson, DV, Oniario: Frá því í byijun ársins 1986 til þessa dags hefur KanadadoUar hækkað um 7 cent, þar af hefur hann hækkað um 3 cent á þessu ári. Ástæðan fyrir hækkun Kanadadoll- ars er tvíþætt. Segja hagfræðingar að traustur efnahagur í landinu, batnandi vöruframleiðsla og verðlag ásamt aukinni fjárfestingarvon með tilkomu hugsanlegs afnáms verslun- arhafta mfili Kanada og Bandaríkj- anna séu meginástæður fyrir traustri stöðu KanadadoUars. Þrátt fyrir það er ekki búist við að lánatengd gjöld muni lækka í fram- tíðinni heldur er þess vænst að þau muni hækka. John Crow, banka- stjóri kanadíska þjóðarbankans, segist vfija bíða um sinn og sjá hvort ris dollarsins sé vegna sterkrar efna- hagsstöðu í landinu eða vegna faUs bandaríska doUarsins. Frá því árið 1985 hefur Bandaríkja- doUar tapað rúmlega 50 prósent af verðgUdi sínu miðað við japanska yenið og vestur-þýska markiö. Á sama tíma, miðað við sömu gjald- miðla, hefur KanadadoUar ekki tapað nema broti af því. Segist Crow hræðast það að lækka vexti af lánum sökum þess að slíkt gæti verkað hvetjandi á verðbólgu 1 landinu en verðbólga er nú 4 prósent í Kanada. Ekki eru allir jafnhrifnir af risi Kanadadollars á peningamarkaðn- um. Á meðan þetta eru góðar fréttir fyrir innfiytjendur sítrusávaxta og ferðamenn, sem nú geta fengið Ueiri appelsínur fyrir peningana sína í Flórída, eru útflytjendur að sama skapi óánægðir. Áttatiu prósent alls útflutnings Kanada fer til Bandaríkj- anna og með hveiju centi sem hækkar tapa útflutningsfyrirtækin 15 mifijónum kanadískra dollara af hagnaði sínum. Hræðast fjármála- menn að hækkun kanadíska dollars- ins geti skaðað útflutningsfyrirtæk- in. Þessi óvissa hefur haft þau áhrif á verðbréfamarkaðnum að verðbréf hafa hægt og sígandi verið að falla.. Frá áramótum hafa verðbréf faUið um 20 tfi 40 stig að meðaltali í hverri viku. Er ekki búist við neinni breyt- ingu á því á meðan staða Bandaríkja- doUars heldur áfram að vera eins veik og hún er nú á heimsmarkaðn- um. Þegar íjármálahallir lokuðu síð- asta fóstudag var staða Kanadadoll- ars 79,06 cent miðað við Bandaríkja- dollar. Orói á norska vinnumarkaðnum PáH VHhjáltnaacm, DV, Odó: Hjúkrunarkonur eru í verkfaUi í Noregi og kennarar líka. Minni- hlutastjóm Verkamannaflokksins gengur eröðlega að fá launþega- samtök til að sætta sig við hám- arkslaunahækkanir upp á fimm prósent. Efnahagsstefnan stendur og fellur með þessu hámarki, um það era stjómin og stjómarand- staðan í stórþinginu sammála. í fýrradag fékk ríkisstjómin sam- þykki miðstjómar alþýðusam- bandsins fyrir launastefiiu sinni. Einstakir hópar innan alþýðusam- bandsins em þó óánægöir með samþykkt miðstjómarinnar og hóta aðgerðum til aö knýja fram kauphækkanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.