Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988.
Frjálst.óháð dagblað
CJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og'ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
/ skuldafeni
Viö íslendingar erum í skuldafeni, eins og kunnugt
er. Þannig hefur þetta staðið lengi. Sérstök þörf er á að
endurvekja umræður nú. Við munum eiga í vaxandi
erfiðleikum á þessu ári. Hallinn á viðskiptum við útlönd
kann að verða tíu milljarðar í ár. Því fylgir vaxandi slátt-
ur á erlendum lánum. Ekkert er enn gert til að sporna
við þessu. Gengi krónunnar er haldið of hátt skráðu.
Landsmenn vita af skuldunum og hvernig komandi
kynslóðir hafa verið bundnar á klafa til þess að halda
uppi eyðslu hinna eldri. Skuldir íslendinga eru lands-
mönnum hættulegar. Við erum meðal skuldugustu
þjóða. Við höfum eytt meiru en við höfum aflað. Það
höfum við gert einnig í góðæri, einmitt þegar grynnka
hefði átt á skuldum. Dæmi um slíkt eru frá allra síð-
ustu árum. Kaupmáttur óx. Landsmenn stóðu yfirleitt
vel og höfðu hagnazt á lækkun olíuverðs og verð-
hækkunum á útfluttum vörum okkar erlendis. En
hvernig brugðust stjórnvöld við? Á þeim góðu árum var
ríkissjóður rekinn með miklum halla. Skuldir jukust.
Sökudólgar skuldasúpunnar hafa verið stjórnvöld. Það
gildir ekki um sérstakar stjórnir eða sérstaka flokka.
Allar þessar stjórnir eru samsekar. Enginn flokkur býð-
ur nægilegt aðhald, svo að minnka megi skuldirnar.
Margir mundu helzt treysta Sjálfstæðisflokknum í því
efni. En hann bregzt einnig. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn
sé aðalstjórnarflokkurinn og hafi verið að undanfórnu
breytist ekkert í þessu efni. Nú siðast hefur að vísu
verið reynt að draga úr halla á fjárlögum. Það gerist
með því að met eru slegin í skattpíningu og það þótt
Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn. En til að bíta höfuðið
af skömminni er stefnt í stórvaxandi viðskiptahalla og
skuldasöfnun þrátt fyrir og samtímis skattametinu.
Þetta er óstjórn. Við erum meðal skuldugustu þjóða,
sérstaklega þegar litið er til grannríkja okkar, sem við
berum okkur helzt saman við.
Hversu skuldugir erum við þá orðnir? Rétt er að vitna
um það til dr. Þorvalds Gylfasonar prófessors, sem set-
ur dæmið skýrt upp í nýlegu hefti tímaritsins Vísbend-
ing. Ef erlendar skuldir á mann eru hafðar til marks,
erum við langskuldugasta þjóð heims. Hvert mannsbarn
hér á landi er nærri helmingi skuldugra við aðrar þjóð-
ir en sú þjóð, sem næst kemur í röð hinna skuldugu.
En þessi samanburður segir ekki alla sögu. Hver vinn-
andi maður skilar mismiklum afköstum í ólíkum
löndum. Hver íslendingur hefur miklu hærri tekjur og
getur því borið þyngri skuldabyrði en til dæmis hver
Portúgah eða Grikki, svo að ekki sé minnzt á hina fátæk-
ustu. Því eru skuldir oft bornar saman við framleiðslu
í hverju landi fremur en höfðatölu. Sé miðað við fram-
leiðslu reynast fjölmargar þjóðir miklu skuldugri en
við. En sé ísland borið saman við sæmilega stöndugar
þjóðir eingöngu, lendum við enn á ný meðal hinna
skuldugustu á töflum, sem um slíkt eru gerðar.
Oftast eru skuldir þjóða bornar saman við tekjur þjóð-
anna af útflutningi. Sá samanburðir segir talsvert um
getu þjóðanna til að standa undir vöxtum og afborgun-
um af erlendum lánum. Við erum ekki meðal hinna
verstu í slíkum samanburði. Tölurnar um erlendar
skuldir á mann segja þó ógnvænlega sögu, enda kemst
dr. Þorvaldur Gylfason að þeirri niðurstöðu að þetta sé
alvarlegt umhugsunarefni.
Það er vissulega ekki of sterkt að orði kveðið.
Haukur Helgason
Vafasamur grundvöllur:
Endurskoðið
lánskjara-
vísrtöluna
Breytingar á lánskjörum samanboriö við þjóðarauö 1980-1986.
Lánskjaravísitalan er vafasamur
mælikvarði á verðhækkanir eigna.
Sterk rök benda til þess að á síð-
ustu árum hafi verðtryggð lán
hækkað 10 milljörðum króna of
mikið. Þessi hækkun hefur meðal
annars valdið því að greiðslubyrði
af lánunum hefur hækkað um 2,5
milljarða króna undanfarin ár.
Lánskjaravísitalan
Lánskjaravísitalan er reiknuð út
eftir tveimur öðrum vísitölum,
vísitölu framfærslukostnaðar og
byggingavísitölu. í útreikningi veg-
ur framfærsluvísitalan helmingi
þyngra en byggingavísitalan. Það
er ekki ljóst hvaða ástæður lágu til
þess að lánskjaravísitalan var sett
saman á þennan hátt. Þegar verð-
trygging lána var tekin upp var í*
fyrstu miðað við byggingavísitölu.
Ef til vill hafa höfundar lánskjara-
vísitölunnar talið öruggara að miða
hana ekki við eina vísitölu. Á þann
hátt mætti jafna út verðsveiflur.
Reynslan bendir hins vegar til þess
að sú leið, sem var valin, haíl gert
mikið ógagn.
Hvað mælir
lánskjaravísitalan?
Lánskjaravísitalan mælir ein-
göngu kostnað, annars vegar
kostnað dæmigerðrar fjölskyldu
við að framfleyta sér, hins vegar
kostnað við að byggja fjölbýlishús.
Inn í útreikningana ganga engir
þættir sem mæla verðmæti eigna í
landinu. Það er að sjálfsögðu mik-
ill ókostur þvi vísitölunni er ætlað
að tryggja að fjármagn haldi verð-
mæti sínu til jafns við aðrar eignir.
Mönnum hefur verið Ijóst að þetta
er annmarki á vísitölunni. Hins
vegar hafa hagfræðingar haldiö því
fram að það komi ekki að sök,
helstu vísitölur þróist á svipaðan
hátt og þvi geti ein komið í stað
annarrar. Að vísu geti komið upp
frávik öðru hverju en þegar tU
er birt í hagskýrslum. Þjóðarauð-
inn má umreikna í sérstaka vísi-
tölu. Hún sýnir hvemig samaniagt
verðmæti eigna í þjóðfélaginu
breytist frá einum tíma til annars.
Þegar nýjar fjárfestingar hafa verið
dregnar út og leiðrétt vegna fyrn-
inga má finna þessa vísitölu, Hana
KjaUarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
aukin greiðslubyrði. Ætla má að
undanfarin 4 ár hafi lántakendur
greitt liðlega 2,5 milljörðum króna
of mikið í afborganir og vexti af
þessum sökum.
Vafasamar kenningar
Sá samanburður, sem hér hefur
verið gerður, sýnir að lánskjara-
vísitalan getur ekki tahst góður
mælikvarði á það hvemig verð-
mæti eigna í þjóðfélaginu breytist.
Sú kenning að hinar ólíku vísitölur
þróist á hliðstæðan hátt orkar
einnig tvímælis. Til dæmis má
nefna að árið 1984 hækkaði láns-
kjaravísitalan 12% meira en
byggingavísitalan. í upphafi þessa
árs, fjórum árum síðar, hafði mun-
urinn enn aukist og var orðinn
15%. Allt bendir til að víxlgengið
sé orðið varanlegt. Það vekur hins
vegar athygli að á áðurnefndu
tímabili fylgdi byggingavísitalan
þjóðarauðnum mjög vel. Frá því að
verðtrygging lána hófst hefur bygg-
ingavísitalan verið betri mæli-
kvarði á verðhækkun eigna en
lánskjaravísitalan.
„Frá því að verðtrygging lána hófst
hefur byggingavísitalan verið betri
mælikvarði á verðhækkun eigna en
lánskj aravísitalan.4 ‘
lengri tíma sé litið haldist þær í
hendur. Þessi kenning byggist á
reynslu áranna 1970 til 1980. Hún
er forsenda fyrir því að nota megi
núverandi lánskjaravísitölu til að
lýsa eignabreytingum. Ef þessi
kenning er afsönnuð bresta hinar
fræðilegu forsendur vísitölunnar.
Verðmæti eigna á Íslandi
Markmið lánskjaravísitölunnar
er að tryggja að verðmæti fjár-
magns hækki til samræmis viö
verðmæti annarra eigna í þjóðfé-
laginu. Unnt er að meta hvemig
vísitalan hefur þjónað þessu hlut-
verki sínu. Einfaldast er að bera
saman hvernig allar eignir lands-
manna hafa hækkað á tímabilinu
og hvemig fjármagn, tryggt með
lánskjaravísitölu, hefur hækkað á
sama tíma. Sá mælikvarði, sem
hagfræðingar nota til að meta sam-
anlagðar eignír landsmanna, er
nefndur þjóðarauður. Þjóðhags-
stofnun áætlar í lok hvers árs
hversu miklar samanlagðar eignir
einstaklinga, fyrirtækja og sam-
félagsins séu. Mat stofnunarinnar
má nefna eignavísitölu þjóðarinn-
ar.
10 milljarðar ofreiknaðir
Á myndinni, sem fylgir þessari
grein, er sýnt hvemig lánskjara-
vísitalan þróaðist árin 1980 til 1986.
Hún er borin saman við þjóðarauð
eins og hann var áætlaður á sama
tímabili. Árin 1980 til 1983 hækkaði
lánskjaravísitalan álíka mikið og
eignir í landinu. Árið 1984 urðu
hins vegar varanleg umskipti. Þá
hækkaði fjármagn 11,4% meira en
aðrar eignir. Þessi munur hefur
haldist óbreyttur síðan. Ef þjóðar-
auður íslendinga er rétt áætlaður
á því tímabili sem hér er til athug-
unar hefur lánskjaravísitalan
hækkað of mikið 1984. Frá þeim
tíma hefur hún verið 11% til 12%
of hátt reiknuð. Með tilstilli láns-
kjaravísitölunnar hefur verðtryggt
fjármagn af þessum sökum hækk-
að meira en verð annarra eigna.
Það svarar til þess að verðtryggt
fjármagn hafi árið 1986 verið lið-
lega 10 milljörðum króna of hátt.
Þessu misgengi hefur einnig fylgt
Aukaverkanir
Núverandi verðtryggingarkerfi
veldur því að þegar framfærslu-
kostnaður í landinu hækkar eykst
verðmæti fjármagns. Þó að fram-
færsla heimilanna þyngist jafngild-
ir það ekki endilega því að
verðmæti eigna hafi aukist. Til að
lýsa því hvemig lánskjaravisitalan
meðhöndlar verðhækkanir má
taka eftirfarandi dæmi: Um næstu
mánaðamót ganga í gildi ný um-
ferðarlög. Þeim er meöal annars
ætlað að einfalda uppgjör tjóna við
bifreiðaárekstra. Reiknað er með
því að við breytinguna hækki ið-
gjöld af bifreiðatryggingum. Á móti
kemur að bætur tryggingafélag-
anna hækka einnig. Talið er að
bifreiðaeigendur í heild muni
sleppa skaðlausir. Breytingin veld-
ur hins vegar hækkun á vísitölu
framfærslukostnaðar sem aftur
leiðir tíl hækkunar á lánskjaravísi-
tölu. í kjölfarið hækka síðan öll
verðtryggð lán um hundruð millj-
óna. Þó að umferðarlögum sé
breytt á ekki verömæti eigna í
landinu að aukast. Vegna ágalla
núverandi vísitölukerfis mun
breytingin hins vegar setja af stað
sjálfvirkar verðhækkanir. Til þess
að skera á þessa óheppilegu sjálf-
virkni þarf að endurskoða útreikn-
ing á lánskjaravísitölunni frá
grunni.
Stefán Ingólfsson