Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. Utlönd Hert eftirlit fyrir komu Shultz ísraelsk yfirvöld undirbúa nú nýj- ar öryggisráðstafanir til þess að reyna að hefta óeirðir Palestínu- manna þegar aðeins vika er til heimsóknar Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fjöldi manna mun standa á verði allan sólarhring- inn í flestum arabahverfum í og við Jerúsalem. Öryggisverðimir koma úr sérstökum sveitum víðs vegar úr ísrael. íbúar Jerúsalem hafa tekið þátt í mótmælum Palestínumanna á her- teknu svæðunum. Hafa Palestínu- menn í Jerúsálem komið fyrir vegatálmum, grýtt hermenn og kveikt í bifreiðum ísraelsmanna. Það verður næstkomandi fostudag sem Shultz mun hitta að máli ísra- elska ráðamenn og verða þá reifaðar nýjar tillögur Bandaríkjamanna um frið milli araba og ísraelsmanna. Þjóðernissinnaðir Palestínumenn hafa ráðist á tillögumar og segja að í þeim sé ekki gengið að kröfum þeirra um sjálfstætt ríki. Samkvæmt upplýsingum frá ísra- elskum embættismönnum ganga tillögumar út á takmarkaða sjálf- stjórn Palestínumanna á herteknu svæðunum þar til umræður um var- anlegan frið myndu hefjast, í desember næstkomandi. Forsætis- ráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, sem er á móti því að láta af hendi land gegn því að friður komist á, er svartsýnn á að hann og Shimon Per- es utanríkisráðherra muni komast að samkomulagi áður en þeir hitta Shultz. Bæði Shultz og Peres em hliðhollir því að Palestínumenn verði látnir fá land ef það yrði til þess að friður kæmist á. Palestínsk hjón ganga hönd í hönd fram hjá ísraelskum herbúðum inn í Sha’ti flóttamannabúöirnar á Gazasvæðinu. Konan fyrir aftan þau gjóar augunum á hermennina. Simamynd Reuter Blaðalestur PáH Vilhjálmsscffi, DV, Osló: Blöð sefjast sem aldrei fyrr í. Noregi. Heildampplag blaða jókst um rúmlega tvö prósent í fyrra samkvæmt tölum sem birtar vom í gær af sambandi norskra dagblaða. Allt frá árinu 1950 hef- ur blaðasala autóst ár hvert í Noregi. Stærsta dagblað Noregs er síö- degisblaðið VG sem selur 330 þúsund eintök daglega. Þar á eftir kemur Aftenposten. Bæði þessi blöð era i eigu sama fyrirtækis, Schibsted. Innan sambands nor- skra dagblaða eru 160 blöð. Frammistaða Bandaríkjamanna á vetrarólympíuleikunum i Calgary hefur einkennst af óhöppum og í gær var bandaríski skautahlauparinn Dan Jans- en engin undantekning. Engin gullverðlaun hafa enn falliö í skaut Banda- ríkjamanna og hafa nemendur í New York boðist til að fara og stela einum slikum verðlaunapeningi. Simamynd Reuter Vilja stela guHverðlauniim Ólafur Amaisan, DV, New York: Bandaríkjamenn hafa verið heldur lánlausir á vetrarólympíuleikunum í Calgary og einu verðlaunin, sem þeir hafa hlotið hingað til, em ein bronsverðlaun. Fréttir af frammistöðu bandarísku keppendanna einkennast af hrak- follum og óhöppum og má sem dæmi nefna að helsta von Bandaríkjanna í bmni kvenna varð fyrir þeim ósköp- um í gær að fótbrotna í upphitun. Bandaríkjamenn em hreyknir mjög af þjóðerni sínu og vilja standa öðmm þjóðum framar á öllum svið- um. Þeim svíður því eðlilega slælég frammistaöa sinna manna. Þeir eru líka úrræðagóðir og vanir að fá það sem þeir ætla sér, hvemig sem að er farið. Heyrst hefur að nemendur í gagnfræðaskóla í Brooklyn í New York hafi boðist til að fara til Calgary og hreinlega stela einum gullverð- launapeningi til að bjarga heiðri föðurlandsins. Mæla með brott- rekstri þingmanns Ólafur Amarsan, DV, New York: Siðanefnd fulltrúadefldar Banda- ríkjaþings samþykkti í gær að mæla með því að Mario Biaggi, fulltrúa- deildarþingmaður demókrata frá Bronx í New York, verði retónn af þingi. Biaggi, sem eitt sinn var lögreglu- maður í New York, hefur setið á þingi í tuttugu ár. Fyrir tveimur árum varð uppvíst að hann hefði þegið stórfelldar mútur í starfi og í haust var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þær sakir. Innan skamms mun Biaggi síðan koma aftur fyrir rétt vegna tengsla við vopnafyrirtætóð Wedtech og íjár- málamisferli í því sambandi. Edwin Meese, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, hefur lent í töluverðum vandræðum vegna tengsla sinna við Wedtechfyrirtækið. Biaggimálið er aðeins einn angi af stórfelldri spillingu meðal forystu- manna Demókrataflokksins í New York en margir flokksleiðtogar sitja nú þegar bak við lás og slá vegna ýmiss konar fjársvika. Fulltrúadeildin mun nú íjalla um samþykkt siðanefndarinnar og ef tveir þriðju þingmanna samþykkja áflt nefndarinnar bíður Biaggis fátt annað en fangelsisvist. Ritstjóni gengur út Páll Vflhjálmsson, DV, Osló: ÖU ritstjórn norska dagblaðsins Morgenbladet hefúr sagt upp störf- um með ritstjórann í broddi fyltóng- ar. Þar með lýkur nokkurra daga deilum milfl ritstjómar og eiganda blaðsins, Hroars Hansen. Deilan hófst á laugardaginn þegar Hansen breytti forsíðu sunnudags- útgáfu Morgenbladets í trássi við vflja ritstjórans. Hansen vill að Morgenbladet verði málgagn frjáls- hyggju og Framfaraflokksins. Þetta gátu hvorki ritstjóri né blaðamenn sætt sig við og gengu út. Áður hafði Hansen skrifað afsök- unarbréf þar sem hann baðst fyrir- gefningar á því að hafa breytt forsíðunni. Núna virðist Hansen, sem er varaformaður Framfara- flokksins, hafa hlaupið sflkt kapp í tónn að hann virðist ætla að skrifa og gefa út Morgenbladet á eigin spýt- ur. Norska blaðamannafélagið biður félagsmenn sína að sækja ekki um störf fljá Hansen. Haldið lifandi vegna líffæranna Læknar í Loma Linda í Kalifomíu halda nú lifandi líkama ungbams sem fæddist því sem næst heilalaust og hefur verið úrskuröað látið. Lík- amanum er haldið gangandi í tækjum vegna annarra líffæra, á meðan leitað er að sjúklingum sem hugsanlega væri hægt að bjarga með líffæraflutningi frá barninu. Þegar hafa fundist fjögur böm sem hægt væri að bjarga með því að þau fengju lifrina úr ungbaminu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.