Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 9 Handritið var skrifaö allt upp á nýtt. Upphaflega gerðin var þýdd á ensku og hún endurunnin. Handritið er því bæði skrifaö á íslensku og ensku. Þetta er betri aðferð en að láta þýða handritið á ensku þegar það er fullbúið. Enska útgáfan verð- ur að hafa ákveðið sjálfstæði því myndin verður tekin tvöfalt enda einnig ætluö fyrir erlendan markað. Reykjavíkunnynd Það er mjög erfitt að tjá sig um þessa sögu og mér er illa við að segja of mikið frá henni. Það verður að halda spennu allt til frumsýningar og gefa ekki of mikið upp. Þaö eru of miklir fjármunir í húfi til að spila út öllum trompunum áður en byrjað er. Ég get þó sagt að umhverfið er Reykjavík nútímans og sagan segir frá tveim ungum mönnum sem lenda hjá vondu fólki og í málum sem geta haft í for með sér algerar breytingar á lífi þeirra. Sagan er sögð með að- ferðum þrillersins og við leggjum mikið upp úr að hún sé skemmtileg og spennandi. Ég lít svo á að handritið að þessari sögu hafi batnað eftir samvinnuna við Taav. Mér var ljóst að handritið var ekki fullklárað þegar við fengum styrkinn. Eitt af því sem ég lærði þegar ég gerði Skepnuna var að handrit má stöðugt endurskoða og miklu lengur en ég gerði mér grein fyrir. Þessi maður var miklu vanari að vinna við þetta form og gat bent okkur á nýjar lausnir. Hann er held- ur ekki eins bundinn íslenskum veruleika sem við vorum oft á tíðum allfastir í. Ákveðin blekking er jú hluti af kvikmyndagerðinni.“ Get ekki horft á Skepnuna alla - Nú fundu menn mjög að handriti Skepnunnar á sínum tíma. Var það gallað? „Já, mér fannst það sjálfum eftir á. Mér fannst það að sjálfsögðu ekki áður en tökur hófust. Ég gerði mér ekki verulega grein fyrir göllunum fyrr en ég fór að klippa myndina. Ég var þá haldinn þeirri áráttu að gera alit sjálfur og mun aldrei aftur gera þótt það væri ágætur skóli. Þegar ég hef horft á myndina, sem ég geri ekki oft en ég hef þurft að gera það á erlendum kvikmyndahá- tíðum, þá er það yflrleitt þannig að ég fer út á ákveðnum stað og kem inn aftur eftir ákveðinn tíma. Það er staður í myndinni sem ég get ekki fyrir mitt htla líf setið undir. Ég trúi því að sérhver skapandi maður geti best dæmt sjálfur það sem hann er að skapa. Ef hann þorir að vera harður við sjálfan sig og heiðar- legur þá veit hann manna best hvemig til tókst. Ég tel mig því vita hvar gallarnir em og einnig kostirn- ir, ég er ánægður með sumt, því ég veit hvað ég ætlaði mér. Þótt þetta mat verði aldrei hiutlægt þá getur það verið réttmætt.“ - í Meffi eru mun meiri peningar í húfi en þegar Skepnan var gerð. Þú ert ekkert hræddur við að klúðra tækifærinu? „Ég er ekki hræddur. Ég væri að ljúga því ef ég segði það. Þetta leggst miklu frekar vel í mig og ég tel mig vita hvað ég er að fara út í. Ég kann líka meira en þegar ég gerði Skepn- una. Tilhlökkunin er miklu sterkari en kvíðinn. Ég á þó von á því að það komi í mig beygur þegar nær líður en ekki yfirþyrmandi eins og stend- ur. En þetta em töluverðir peningar. Myndin á að kosta allt að 140 milljón- um þegar allt er talið. Jón Ólafsson á að útvega það sem vantar upp á 70 milljónir hér innanlands. SC-Ent- ertainment í Kanada leggur hitt til. Maður með íjánnálavit Samstarf okkar Jóns hófst þegar við vorum að gera Skepnuna. Ég gerði mér grein fyrir því að það þarf töluvert íjármálayit til að standa í kvikmyndagerð. Ég hef það ekki sjálfur og þá þarf að fá mann sem hefur það. Kunningi minn benti mér á Jón, sem ég þekkti þá ekkert. Ég hef stundum sagt að ég hafi gert hon- um tilboð sem hann gat vel hafnað en hann gerði það ekki. Hann var búinn að ala með sér draum um að fara út í kvikmynda- gerð. Hann er umboðsmaður fyrir erlenda myndbandadreifingu þannig að þetta stóð honum mjög nærri. Hann útvegaði peninga í Skepnuna til viðbótar við styrkinn úr Kvik- myndasjóði sem mér fannst rífleg- ur.“ - Lítur þú nú svo á að þú hafir klúðr- aö tækifærinu sem þú fékkst með Skepnunni? „Nei, alls' ekki. Mér þykir mjög vænt um myndina þótt sumt í henni fari í taugamar á mér og öðrum. Mér finnst hún ekkert verri en gerist og gengur um aðrar íslenskar myndir. Ég held reyndar að hún sé persónu- legri en margar þeirra en hún hefði auðvitað getað orðið betri. Við sluppum á endanum við tap á myndinni vegna þess að Jóni tókst að selja myndabandaréttinn að henni. Jón hefur reynst mér mjög vel og á heiðurinn að flestum samn- ingum sem hafa verið gerðir í nafni félagsins okkar sem við köllum Bíó h/f.“ Engar hamfarir - Eru 140 milljónir nægir peningar til að gera góða mynd? „Gæði kvikmynda fara vissulega ekki eftir hvað þær kosta. Það vita allir sem fást við kvikmyndagerð. En þessi mynd á þó að vera fyrsta flokks tæknilega. Það verður auðvit- að aö hafa í huga að hér er ekki um að ræða seðlabúnt sem okkur eru send heldur íjármuni í formi efnis, aðstöðu og vinnu. Eftirvinnslan verður t.d. öll í Kanada. Menn munu þó sjá að myndin er gerð af meiri efnum en aðrar íslensk- ar myndir. Hins vegar tel ég það ekki skyldu mína og ég skil ekki verksvið mitt þannig að ég eigi að standa fyrir sprengingum og hamförum sem eiga ekkert erindi í þá sögu sem ég ætla að segja. Þetta veitir mér fyrst og fremst tækifæri til að vanda mig meira og gefur mér meiri tíma. Ég fæ betri aðstöðu sem vissulega kostar pen- inga. Kanadamenn hafa gert vissar kröfur um mannaráðningar og við erum að vinna úr þeim. Það verða útlendingar í áhöfninni en uppistað- an verður íslensk. Við byijum tökur nú í ágúst og það verður hauststemning yfir mynd- inni. Ég reikna með að tökur taki 10 til 12 vikur. Það er enn óákveðið hvenær á að frumsýna. Það veltur á því hvenær eftirvinnslu lýkur í Kanada. SC-Entertainment sér um markaðssetningu í Ameríku en við sjáum um dreifingum tii annarra aðila." Sömu leið og Hraíh - Er þetta hliðstæð leið og Hrafn Gunnlaugsson hefur farið með sam- vinnu við Svía? „Já, það er þessi óþægilega stað- reynd að íslendingar eru ekki fleiri en þeir eru og við munum aldrei geta haldið uppi metnaðarfullri kvik- myndagerð fyrir innlendan markað eingöngu. Því miður gengur það ekki nema eltast alla dynti markaðarins og dugar þó ekki til. Eina reglan er að gera það sem maður trúir á hverju sinni og fá þá einhverja til hðs við sig. Ég er ákaf- leg spenntur fyrir samstarfi við Kanadamenn því við erum að fara ótroðnar slóðir. Tii þessa hafa kvik- myndagerðarmenn einkum leitað eftir samstarfi í Sviþjóð, Þýskalandi og Englandi. Þróunin er sú að hver hefur sín sambönd sem hefur hæði kosti og galla. GaUarnir eru helst þeir að það er þörf á meiri samstöðu meðal íslenskra kvikmyndagerðar- manna. í samningi okkar er talað um fram- hald ef vel tekst tll. Það gæti þýtt að nokkrar kvikmyndir verða fram- leiddar á hveiju ári. Ég mundi fagna því ef kollegar mínir nytu góðs af þessu samstarfi." - Eftir að þú laukst við Skepnuna hefur þú unnið fyrir sjónvarp. Á það vel við þig? „Eftir að ég lauk við Skepnuna hef ég verið í lausamennsku og einkum fengist við upptökustjórn á sjón- varpsþáttum. Þetta er brauðstrit en mjög gott brauðstrit. Ég hef veriö ákaflega heppinn vegna þess að ég hef aldrei þurft að gera það sem ekki höfðar til mín. Það eru ekki allir svo heppnir. Ég tel að kraftar mínir nýt- ist best á þann hátt að ég vinni sem upptökustjóri á menningarþáttum. Ekki í auglýsingagerð Ég á erfitt með að hugsa í fimm, tíu eða tuttugu sekúndum þannig að ég hef aldrei farið út í auglýsingagerð og hef ekki áhuga á því. Ef ég hefði áhuga þá væri ég löngu búinn að gera það. Við eigum þar mjög færa menn og ég hef engan áhuga á að blanda mér í þá samkeppni. Það eru meiri peningar í auglýs- ingagerðinni en mér finnst betra að fá ef til vih nokkrum þúsundum minna og gera það sem gefur mér eitthvað. Vinna mín fyrir báðar sjón- varpsstöðvarnar er oftast þannig að ég hef gert þætti um listamenn, oft mjög áhugavert fólk. Það að gera sjónvarpsþátt er ekki ósvipað því að gera kvikmynd. Það þarf að búa til ákveðna stemningu og það þarf að halda athygli áhorf- enda í 30 til 40 mínútur. Þetta er ákveðið ferli sem lýtur svipuðum lögmálum og tónverk. Fólk er tekið í feröalag. Myndir lúta í mínum huga miklu fremur lögmálum hjartans en heilans. Það þarf ekki endilega að skilja það sem er að gerast heldur miklu fremur láta heihast af því. Þannig vil ég gera myndir. Vinnan fyrir sjónvarpsstöðvarnar- er mjög gott millibilsástand. Best væri auðvitað að vera stöðugt í kvik- myndagerð en ef það er ekki raun- hæfur möguleiki þá er ekki hægt að hugsa sér neitt áhugaverðara. Ég hef gert eina sjónvarpsmynd eftir að ég gerði Skepnuna. Það var Öskubuska og maðurinn sem átti engar buxur eftir handriti Gísla J. Ástþórssonar. Það var afskaplega gefandi og skemmtileg vinna. Miðað við þá möguleika sem eru fyrir hendi þá hef ég verið mjög heppirin og er mjög sáttur við það. Það er hka nauðsynlegt að nálgast vinnu fyrir sjónvarp með þessu hug- arfari. Það er útilokað að taka vinnuna eins og verið sé að skha af sér htlu og ómerkilegu verki þvi þá verður árangurinn eftir því,“ sagði Hilmar Oddsson. -GK DV-myndir GVA Hilmar Oddsson: Sendi óskalista um stjömur frá Hollywood. STORKOSTLEG VERÐLÆKKUN Billiardborð Fermingargjöfin i ar. Pílukast Fermingargjöfin í ár. Dartpílur, Quality Brass, verð kr. 310 Dartpílur, Tungsten, verð kr. 1.230 Dartspjöld, 44 cm, verð kr. 430 Dartspjöld, keppnis, Bristle, verð kr. 1.990 Billiardborð, 2 fet 63 cm, verð kr. Billiardborð, 3 fet 92 cm, verð kr. Billiardborð, 4 fet 122 cm, verð kr. Billiardborð, 5 fet 153 cm, verð kr. Billiardborð, 6 fet 183 cm, verð kr. Billiardborð, 6 fet 183 cm, Lux, kr. Sendum í póstkröfu Kreditkortaþjónusta 1.910 2.450 3.857 9.670, stgr. kr. 9.186 12.550, stgr. kr. 11.922 18.500, stgr. kr. 17.576 Ármúla 40, simi 35320 Iferslunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.