Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 25 Kvikmyndir f Arið 1855 réðst William nokkur Walk- er ásamt mönnum sínuminní Nicaragua sem hann hertók og stjórnaði sem forseti í tvöár. Það má með sanni segja að Nic- aragua hafi verið mikið í fréttum á undanfömum árum. Hörð stefna Bandaríkjastjórnar gegnþarlendum vinstrisinnuðum stjórnvöldum, ásamt þeim úrræðum sem Reagan- stjórnin greip til til þess að styrkja hina gagnbyltingarsinnuðu kontra- skæruliöa, hefur verið tíðrætt frétta- . efni. Það er flestum í fersku minni hvernig Oliver North skýrði banda- rísku rannsóknanefndinni um vopnasölu til íran, hvernig ætlunin var að.nota hagnaðinn fyrir kontra- skæruliða. En þaö eru færri sem vita að um 1855 réðst Bandaríkjamaðurinn Will- iam Walker inn í Nicaragua ásamt fámennum einkaher sem gekk undir nafninu „Hinir ódauðlegu“. Tók hann öll völd og skipaði sjálfan sig forseta landsins. Nýlega var gefln út bók, sem fjallaði um þennan Walker, skrifuð af Rudy Wulitzer og einnig var nýlega frumsýnd samnefnd kvik- mynd sem Alex Cox leikstýrði. TMjun Hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá var gefin út á sama tíma önnur bók sem bar heitið „Out of Control" ogfjallaði um afskipti Bandaríkjamanna af innanríkismál- um Nicaraguamanna frá 1980. Þegar þessar bækur eru skoðaðar kemur skemmtilega í ljós hve Oliver North er líkur William Walker. Báöir eru þeir miklir hugsjónamenn en á sama tíma dómgreindarlitlir á störf sín og litlir mannþekkjarar sem kemur þeim oft illa. Báðir trúa þeir því að það sé heilög skylda þeirra að vernda hagsmuni Bandaríkjanna þar áður en erlend öfl ná þar að skjóta rótum. Að vísu voru það Bretar sem Walker óttaöist meðan Oliver North var að berjast gegn Rússum og Kúbubúum. Því má segja með sanni að þessi mynd Alex Cox sé tímabært innlegg í umræðurnar um stöðu og hlutverk Bandaríkjamanna í Nicaragua. Ruglaðtímatal Til að undirstrika samlíkinguna milli Ohvers North og Williams Wal- ker, gerir Cox ekki alltaf greinarmun á nútíð og þátíð. Hann lætur liðs- menn Walkers, sem voru af ýmsu sauðahúsi, drekka Coca Cola, við sjáum eintak af Newsweek og People tímaritunum hér og þar og í einu atriði myndarinnar, þegar búið er að króa þá af, kemur, eins og bjargvætt- ur af himnum ofan, þyrilvængja frá sjóhernum þeim til bjargar. „Þegar ég og Cox skrifuðum ramm- ann utan um kvikmyndahandritiö," var nýlega haft eftir handritahöfund- inum Rudy Wurlitzer, „tókum við þessa mikilvægu ákvörðun að leika okkur með tímaröðina til að geta skoðað og litið á söguna eins og hring sem heföi ekkert upphaf og engan endi. Með þessu móti gátum við hliðrað til raunverulekanum. Þessi tímaskekkja gaf okkur tækifæri til að krydda myndina með kímni og Hvílst milli atriða. háði. Við tókum þá stefnu frá upp- hafi að myndin yrði að vera skemmtileg án þess þó að ganga það langt að það hefði áhrif á alvörugef- inn og magnþrunginn efnisþráðinn þegar Walker stendur andspænis geöveilu og ýmiss konar viöbjóði." HvervarWalker? En hver var þessi William Wal- ker? Þótt bandarískir aðilar hafi áður opinberlega ráðist inn í Nicaragua eins og 1894,1896,1899 og 1909 þá ER Walker líklega litríkastur þeirra allra og því lifað lengst í minni inn- fæddra. Margir hafa velt fyrir sér af hverju Walker tók sér fyrir hendur þessa innrás og er talið að lát sambýl- iskonu hans hefi verið kveikjan. Walker bjó með heyrnarlausri konu, að nafni Ellen Martin, sem leikin er af Marlee Matlin. Hún lést í kóleru- faraldri áriö 1849 sem gekk yfir New Orleans á þeim tíma. Svo virðist sem lát hennar hafl gert að engu frama Walkers sem ritstjóra og ímynd hans sem lögfræðings með hugsjón að leiðarljósi. hann hefur líklega talið að engu væri að tapa ef hann færi til Kvikmyndir Baldur Hjaltason Suður-Ameríku og það væri í sam- ræmi við hagsmuni Bandaríkjanna að ráða yfir vesturhluta heimskúl- unnar. Sterkur persónuleiki „Ellen Martin var mjög viljasterk og stjórnsöm kona,“ er lýsing Matlin á konu þeirri sem hún leikur í mynd- inni. „Hún var mjög ákveðin og óþolinmóð. Walker var mjög ást- fanginn af henni og gekk þaö svo langt að hann var jafnvel hræddur við hana, svo hún hafði gífurleg áhrif á hann. Hún var kannski ekki falleg, en hafði yfir sér einstakt yfirbragð - dökkt hár, grönn vexti og bar höfuð- ið hátt. Ef hún hefði ekki dáið held ég að Walker og hún hefðu gifst og eignast börn og því hefði hann hætt við för sína til Nicaragua. En hún hefði ekki breytt persónuleika sínum fyrirWalker." WALKER er talinn vera undir Hér er Walker mættur á staðinn. áhrifum af spaghettivestrum. Ástæð- an er mikill áhugi Alex Cox á þessum flokki mynda. Meðan hann dvaldist í Nicaragua var hann alltaf meö ein- tak af The Wild Bunch. Raunar má segja að kvikmyndalega séð eigi WALKER ættir sínar að rekja til gömlu meistaranna á borð við Leone, Peckinpah, Kurosawa og Bunuel sem voru í miklu dálæti hjá Cox. Spaghettivestrar Alex Cox er ekki heldur óvanur að leikstýra spaghettivestrum. Hann gerði fyrr á árinu, í Almeria á Spáni, STRAÍGHT TO HELL, sem fjallar um þrjá byssubófa sem sofa yfir sig og geta því ekki lokið við samning sem þeir höfðu gert um leigumorð. Þeir ákveða því að ræna banka sem tekst ekki eins vel og þeir áætluðu og neyð- ast því til að flýja til fjalla. „Eg hélt að Fox hefði fengið nóg af vestrum eftir STRAIGHT TO HELL“, hefur verið haft eftir einum leikaranum, „en svo virðist ekki hafa verið." Myndin er yfirfull af morð- um, sprengingum og skothríð, ásamt því að Cox notar það óspart að sýna sum atriðin hægt. Raunar hljómar þessi líking eins og verið sé að lýsa Sam Peckinpah. Þekktnöfn Nokkrar eldri myndir Alex Cox hafa verið sýndar hér eins og REPO MAN. Hann geröi einnig myndina um SID AND NANCY sém íjallar um líf Sid, sem lék með pönkhljómsveit- inni The Sex Pistols, og vinkonu hans, Nancy. Þau lentu í alvarlegu eiturlyfjavandamáli sem endaði með harmleik sem m.a. er lýst í mynd- inni. Cox virðist þykja gaman að hafa hljómlistarmenn með í myndum sín- um. Elvis Costello kom fram í hlutverki þjóns í STRAIGHT TO HELL og einnig fékk fyrrverandi höfuðpaur The Clash, Joe Strummer, þar hlutverk. Hann leikur einnig einn af hinum „ódauðlegu" í Walker. Handritahöfundur að WALKER er heldur ekki með öllu óþekktur. Rudy Wurlitzer er þekktur fyrir kvik- myndahandritin að PAT GARRET AND BILLY THE KID, TWO LANE BLACKTOP, síðustu útgáfuna af COMING HOME svo og DUNE. Hann hefur einnig reynt fyrir sér sem kvik- myndaleikstjóri en hann leikstýrði Candy Mountain með Robert Frank. Þeir Cox hafa fengiö mjög mismun- andi dóma fyrir WALKER og sýnist sitt hverjum. Þykir mörgum sem þeir hafi fjallað of léttúðlega um efn- ið. Erfiðaraðstæður Eins og við mátti búast er mynd- in tekin í Nicaragua. Skortur á allri aðstöðu gerði bæði tæknimönnum og leikurum lífið leitt meðan á kvik- myndatöku stóð. Eftir sex vikur voru flestir búnir að fá heimþrá. Hitinn og rvkið var farið að taka sinn toll. Hins vegar virtust allir innfæddir reiðubúnir til að hjálpa til eða eins og annar framleiðenda WALKER orðaði það: ;,Við höfum skapað há- vaða, ásamt því að ryka og óhreinka hluti. Við lýstum upp umhverfið á nóttunni til kvikmyndatöku þegar venjulegt fólk vill bara sofa. Einnig vorum við alltaf í megnustu vand- ræðum með niðurfóllin. Samt sem áður hjálpaði okkur fólk úr öllum þjóðfélagsstigum. Nicaraguabúar samþykkja ef til vill ekki Sandinist- ana en þeir eru þó allir vissir um að þeirviljaekkiannanWalker." b.H. Helstu heimildir: Film Comment, Variety, Economist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.